Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Purity Herbs vörurnar eru
hreinar náttúruvörur sem hafa
fengið mjög góðar viðtökur hjá
landsmönnum um margra ára
skeið. Þær eru í senn nærandi og
græðandi og innihalda meðal
annars kraftmiklar handtíndar
íslenskar jurtir sem gera vörurnar
einstakar í sinni röð, segir Ásta
Sýrusdóttir, framkvæmdastjóri og
stofnandi Purity Herbs. „Þar sem
húðin er stærsta líffæri líkamans,
og 60 prósent af öllu því sem við
berum á hana fara inn í líkams
starfsemina, þurfum við að vanda
valið á þeim snyrtivörum sem
við notum. Ekki viljum við eitra
okkar eigin líkama. Alveg eins
og við vöndum okkur við valið
á því sem við borðum og veljum
til dæmis lífrænar vörur, þurfum
við að hugsa eins í sambandi við
snyrtivörurnar sem við notum.
Heilbrigð og ljómandi húð er
aðlaðandi og segir mikið til um
líkamlegt heilbrigði okkar.“
Kynörvandi jurtir
Ein elsta og þekktasta vörulína
Purity Herbs er Ástarlínan sem
inniheldur olíur og gel sem inni
halda íslenskar jurtir sem þekktar
eru fyrir kynörvandi áhrif. Um
er að ræða spennandi vörulínu
sem er sérstaklega hönnuð fyrir
elskendur og er um leið náttúruleg
leið til að krydda kynlífið, að sögn
Ástu.
„Við byrjuðum að framleiða
Unaðsolíu 1996 sem er í senn
sleipiefni og ástarhvetjandi nudd
olía. Ástæðan fyrir þeirri nýjung
var að slíkar vörur voru ekki til á
markaðnum á þeim tíma en þörfin
var sannarlega til staðar.“ Hún
segir margar konur þurfa á hjálpar
efnum að halda, til dæmis eftir
barnsburð, á breytingaskeiðinu
og ef þær hafa farið í gegnum áföll
og krabbameinsmeðferð. „Það er
algjörlega ástæðulaust að hætta
að stunda kynlíf í hjónabandinu
þótt líkaminn hætti að framleiða
estrógen kvenhormón sem hefur
áhrif á slímhúðina og veldur þurrki
í leggöngum.“
Gjörbreytir ástalífinu
Á sama tíma skiptir miklu máli
að sögn Ástu að nota hreinar upp
byggjandi olíur á þetta svæði til
að koma í veg fyrir ertingu, sviða
og kláða. „Þar kemur Unaðs
olían sterk inn því hún inni
heldur magnaða uppbyggingu af
náttúruolíum, jurtum og ilm
kjarnaolíum sem styrkja og bæta
náttúrulega flóru kvenna. Sjálf var
ég frekar smeyk við að koma með
slíkar vörur á markaðinn því ég var
ekki alveg viss um hvernig ég ætti
að kynna þær og að það yrði vand
ræðalegt en þegar ég fann fyrir
gleði og ánægju bæði kvenna og
karla með Unaðsvörurnar þá hvarf
skrekkurinn.“
Unaðsolían varð mjög fljótlega
ein af mest seldu vörum fyrir
tækisins og er það enn. „Nokkru
seinna komum við með viðbót á
markaðinn, Ástareld, sem er notuð
í sama tilgangi og Unaðsolían en
með öðrum ilmi, einungis til að
auka fjölbreytni fyrir neytendur.
Við þessa nýjung náðum við til
enn breiðari hóps notenda.“
Þriðja varan kom svo í kjölfarið
og ber heitið Ástarleynd en um er
að ræða kynörvandi sleipigel sem
veitir öflugri örvun en olíurnar.
„Við erum alveg viss um að Ástar
línan sé búin að gjörbreyta ástar
lífi fjölda hjóna til hins betra og
styrkja og efla samböndin sem er
ánægjulegt að mega vera þátttak
andi í. Ég hvet alla sem ekki hafa
prufað þessar einstöku vörur að slá
til og kynna sér gagnsemi þeirra.“
Stutt í náttúruna
Purity Herbs var stofnað á Akur
eyri árið 1994 og fagnar því 28 ára
afmæli í ár. „Það er frábært að reka
svona fyrirtæki hér á Akureyri.
Staðsetningin er afar góð því hér er
stutt að fara í jurtatínslu á sumrin.
Við náum að tína flestar jurtir sem
við þurfum í okkar nærumhverfi.
Eyjafjörðurinn og nágrenni sjá
okkur fyrir 80 prósentum af öllum
jurtunum sem við þurfum en
einnig ræktum við sjálf morgunfrú
(Calendula officinalis) á okkar
eigin jörð í Hörgársveit. Við notum
morgunfrú í nánast allar okkar
vörur því hún er alveg einstök húð
bætandi jurt með mikinn lækn
ingamátt.“
Útflutningur gengur vel
Purity Herbs er á fullu í útflutningi
og segir Ásta vera mikinn áhuga
erlendis fyrir þeirra hreinu kraft
miklu vörum. „Við eigum trygga
viðskiptavini úti um allan heim
sem geta ekki hugsað sér neinar
aðrar vörur heldur en Purity
Herbs. Fyrirtækið er með dreif
ingaraðila í tíu löndum og enn er
eftirspurn í gangi þannig að við
eigum von á fleiri löndum á þessu
ári. Einnig munum við nota árið
2022 til að endurbæta grunninn í
kremunum okkar. Þeir eru góðir
nú þegar en verða ennþá betri á
næstunni. Þannig að það er stöðug
framþróun í gangi í framleiðslunni
og hver veit nema nýjar vörur líti
dagsins ljós áður en árið er liðið.“ n
Húsnæði Purity Herbs á Akureyri er sérlega glæsilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Starfsfólk Purity Herbs nær að tína flestar jurtir sem fyrirtækið þarf í
nærumhverfinu en Eyjafjörðurinn og nágrenni sjá fyrirtækinu fyrir 80 pró-
sentum af öllum jurtunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Í Ástarlínunni
frá Purity Herbs
eru olíur og gel
sem innihalda
íslenskar jurtir
sem þekktar eru
fyrir kynörvandi
áhrif.
FRÉTTABLAÐIÐ/
AUÐUNN
2 kynningarblað A L LT 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR