Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það eina sem er hefð- bundið við farveg rannsókn- ar lögreglu- stjórans er meðvirkni með vald- inu. Grænu umskiptin verða að tryggja mannsæm- andi störf og lífskjör fyrir alla. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Atlanta hægindasófi frá fama Er hægt að rökræða við loftslagsbreytingarnar og ná málamiðlun við þær? Er hægt að gera málamiðlanir um hver þurfi að breyta hegðun sinni og hver ekki til að takast á við loftslagsvá af mannavöldum? Nei, svo er ekki. Við þurfum öll að tala saman um réttlát græn umskipti, samræma aðgerðir í því brýna samfélags-, umhverfis- og efnahagsmáli og finna bestu lausnirnar. Grænu umskiptin verða að tryggja mannsæmandi störf og lífskjör fyrir alla. Við verðum að tryggja að kostnaðurinn lendi ekki þyngst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Raunar gætu grænu umskiptin leitt af sér sann- gjarnari skiptingu gæða en við þekkjum í dag. Ef fólk þarf að taka á sig óhóflegar byrðar í baráttunni við loftslagsbreytingar mun það veikja stuðning við aðgerðir til lengri tíma og verða til þess að við náum ekki árangri. Tæknibyltingin gefur fjölmörg tækifæri í grænu umskiptunum. Sama gildir um tæknibyltinguna og græn umskipti – við verðum að koma í veg fyrir að þróunin auki ójöfnuð. Hún þarf þvert á móti að auka jöfnuð. Við jafnaðarmenn óttumst ekki nýja tækni eða nauðsynlegar breytingar. En við óttumst hins vegar að haldið verði áfram með hið gamla og úrelta, því við vitum að gömlu leiðirnar munu valda miklum skaða. Stjórnvöld verða að taka forystu og styðja við grænu umskiptin í samvinnu við atvinnurekendur, vinnandi fólk og samfélagið allt. Kolefnisspor okkar Íslendinga eru stærst í sam- göngum, matvælaframleiðslu og með innfluttum varningi. Orkuskipti í samgöngum eru farin af stað en við þurfum líka að breyta matarvenjum okkar og framleiðslu matvæla. Þau grænu umskipti þurfa að vera réttlát fyrir bændur og neytendur. Flutningskerfið með raforku er veikburða víða um land. Nauðsynlegt er að styrkja f lutningskerfið og leysa deilur sem varða búsetuskilyrði heilu land- svæðanna og koma í veg fyrir að allir geti tekið þátt í réttlátum grænum umskiptum. n Grænt réttlæti Oddný G. Harðardóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar benediktboas@frettabladid.is Orðin tóm Stjórn Landssambands lögreglu- manna sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær þar sem hún bendir meðal annars á þreytu vegna innantómra loforða. Fannst meira að segja réttast að minna á fyrri yfirlýsingar sínar í yfirlýsingu gærdagsins. Það þarf að fjölga í lög- regluliðinu og þjálfa liðið almenni- lega. „Á þessa staðreynd hefur verið bent og hafa skýrslur ríkislögreglu- stjóra fjallað um þessi atriði sem leið að auknu öryggi í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Af einhverjum ástæðum er ekki hlustað á lögreglufólk meðal stjórn- málamanna sem er svolítið skrýtið þar sem það er yfirleitt betra að hlusta þegar lögreglufólk á vakt talar. Verbúðarhraði Jón Hjaltalín, ráðherra Fram- sóknarflokksins úr þáttaröðinni Verbúð, gat komið sjávarútvegs- frumvarpi sínu í gegn á aðeins átta vikum. Þó margir hafi dásamað lífið á níunda áratug síðustu aldar er ekki laust við að einhverjir sakni dugmikils og kraftmikils stjórn- málafólks. Þegar hver og einn alþingismaður hafði rödd og þorði að nota hana. Nú til dags þorir eng- inn inni á hinu háa Alþingi að tjá sig öðruvísi en að vonast eftir því að verða ekki skotspónn á Twitter. Þannig að það er betra að þegja. Líka þegar lögreglufólk er í vanda og grátbiður um aðstoð. n Viðhorf lögreglunnar til blaðamanna hafa lengi valdið stéttinni áhyggjum. Í leiðara Fréttablaðsins fyrir aðeins þremur vikum síðan var rakið hvernig árásir á fjölmiðlafólk, sem vakið hafa hneykslun og reiði alls samfélagsins, hafa engin eftirmál haft í refsivörslukerfinu. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra stað- festi þessi viðhorf kerfisins með yfirlýsingu í gær, en í henni er boðuðum yfirheyrslum yfir fjórum blaðamönnum sem settir hafa verið á sakamannabekk lýst sem sakamálarannsókn í „hefðbundnum farvegi“. Aldrei í Íslandssögunni hefur blaðamanni verið gert skylt með dómi að gefa upp heim- ildarmann sinn, heldur hefur Hæstiréttur þvert á móti ítrekað skyldu blaðamanns til að virða þá vernd sem heimildarmönnum er tryggð með lögum. Síðast með fordæmisgefandi dómi árið 2019 í máli Glitnis Holdco gegn Stundinni. Þá hefur ítrekað verið staðfest með dómi að blaðamönnum er heimilt að vinna upp úr þeim gögnum sem þeir hafa komist yfir, ef málið sem um ræðir á erindi til almennings. Íslensk dómaframkvæmd er orðin hefð- bundin í málum af þessum toga og rannsókn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er á skjön við hana. Það eina sem er hefðbundið við farveg rannsóknar lögreglustjórans er meðvirkni með valdinu, hvort sem um er að ræða Samherja fyrir norðan eða mótshaldara Þjóðhátíðar í Eyjum, sem kærði sig ekki um að hátíðin fengi á sig yfirbragð kynferðisbrota- samkomu. Að formaður Sjálfstæðisflokksins, sem er einn valdamesti maður landsins, skuli óumbeðinn stíga fram og kalla þessa valdbeitingu jafnræði fyrir lögum er ekki aðeins forkastanlegt heldur blátt áfram lygilegt. Ríkisstjórnir hafa sprungið af minna tilefni. Aðeins sjúk samfélög kalla það hefðbundinn farveg sakamálarannsóknar að fjölmiðlafólk sitji á sakamannabekk fyrir að upplýsa almenn- ing um ofsóknir sem kollegar þess hafa orðið fyrir starfs síns vegna, á meðan engin eftirmál hafa orðið fyrir þá sem fyrir ofsóknunum stóðu, önnur en þeirra eigin tilraunir til að biðjast afsökunar. Það eitrar samfélagið á hættulegan hátt að aðför að fjölmiðlum sé normalíseruð með þeim hætti sem lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra gerir með starfsháttum sínum og yfirlýsingunni sem hún birti í gær. Það eitrar samfélagið ekki síður að herferðir gegn blaðamönnum séu ekki teknar alvarlegar en raun ber vitni. Nú verður eitthvað að breytast. Þetta er nóg. n Nóg komið SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.