Fréttablaðið - 05.03.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.03.2022, Blaðsíða 6
Fimm sveitarfélög sem taka við flóttafólki vilja semja tafarlaust við ríkið vegna kostnaðar við menntun og frístundir flóttabarna. Fjöldi þeirra hefur hækkað úr 149 í 380 frá árinu 2019. kristinnhaukur@frettabladid.is MENNTAMÁL Fjöldi barna á f lótta hefur stóraukist á undanförnum tveimur árum. Fimm sveitarfélög með samning við ríkið um mót- töku, aðstoð og þjónustu við flótta- fólk krefjast þess að samið verði upp á nýtt og kostnaður við menntun og frístundastarf barna tekið inn í reikninginn, sem er ekki í dag. Umrædd sveitarfélög eru Reykja- vík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Árborg og Akureyri. Árið 2019 voru 149 börn með stöðu f lóttafólks í þessum sveitarfélögum, en árið 2021 voru þau orðin 380. Það er vel rúmlega tvöföldun á tveimur árum. Bróðurparturinn, 276 börn, er í Reykjavík. Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir ástæðu þessarar miklu fjölgunar meðal annars vegna fjölskyldusameining- ar. Búast megi við að talan hækki, til að mynda vegna komu Úkraínu- manna. „Við erum þjóð sem viljum og eigum að taka við þeim sem standa höllum fæti,“ segir Helgi. „Við stöndum líka frammi fyrir þeirri áskorun að tryggja að við getum veitt börnunum þann aðbúnað að fyrstu skrefin í okkar samfélagi verði traust og farsæl.“ Í samningum ríkisins við sveitar- félög vegna kvótaflóttafólks, árin 2013 til 2017, var greitt fyrir ýmislegt tengt menntun, svo sem túlkaþjón- ustu, sálfræðiþjónustu, grunngjald í leikskóla og f leira. Þetta var ekki í þjónustusamningum sem seinna voru undirritaðir vegna flóttafólks. Helgi segir málið ekki aðeins snú- ast um skóla og frístundir, heldur að öllu því samfélagi sem við bjóðum börnum upp á, svo sem þátttöku í íþróttum og tómstundum. Hann segir að það verði verðugt verkefni að taka á móti úkraínskum börnum, sem séu líklega mörg hver í áfalli eftir atburði liðinna daga og vikna. Aðlögun ætti hins vegar ekki að reynast þeim jafnerfið og mörgum öðrum. „Við höfum mestar áhyggjur af börnum sem þekkja ekki skóla. Eru jafnvel orðin 15 ára gömul en hafa aldrei stigið fæti inn í skóla- byggingu,“ segir Helgi. Þetta eru til dæmis flóttabörn sem hafa komið frá Afganistan. Í mörgum tilvikum ólæs og óskrifandi og jafnvel for- eldrar þeirra líka. „Þetta snýst ekki um að kenna þeim um Gilitrutt og beygingu núþálegra sagna. Heldur um til- finningalega og félagslega móttöku sem krefst mun meira en þess sem gert er í hefðbundnu skólastarfi,“ segir hann. Það eru mikil viðbrigði að koma til Vesturlanda þar sem er ofur- áhersla á menntun og hér á Íslandi hefur verið lögð sérstaklega mikil áhersla á þátttöku barna í íþrótta- eða tómstundastarfi. Ekki sé hægt að setja þessi börn beint inn í bekk heldur þurfi mikla og kostnaðar- sama aðlögun. Hún geti varað allt frá vikum og upp í nokkur ár. Mest krefjandi verkefnið fyrir skólana er að fá 15 ára ólæst og ómenntað barn í hendurnar og gera það að ábyrgum og virkum samfélagsþegni. Aðspurður um kostnaðinn sem upp á vantar, segir Helgi að hann hafi ekki verið reiknaður út, og sé sjálfsagt breytilegur eftir tímanum og hvaðan flóttamannastraumur- inn komi. Þó væri æskilegt að styðj- ast við útreikninga úr kvótaflótta- mannasamningnum. Á miðvikudag funduðu fulltrúar með Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, og kom fram ríkur vilji til að leysa vandann. Fleiri ráðuneyti þurfi hins vegar að koma að. Helgi segir brýnt að leysa úr þessu í vor svo að hægt sé að standa við skuldbindingar fyrir upphaf næsta skólaárs. ■ Börnum á flótta hefur fjölgað mikið en fjármagnið hefur ekki fylgt með arib@frettabladid.is FASTE IGNAMARKAÐUR Á s ók n Íslendinga í hús á Spáni er aftur komin á svipað ról og fyrir Covid-19 faraldurinn. Hefur nú borið á því að fólk lendi í vandræðum í tengslum við húsakaup þar syðra. „Það eru alltaf nokkrir í hverjum mánuði sem hafa samband við mig vegna vand- ræða, það er núna komið á sama stað og fyrir faraldurinn,“ segir Sig- urður Oddur Sigurðsson, fasteigna- sali hjá Sumareignum. Ástæðurnar eru margvíslegar. „Það geta verið lánamálin, bankar á Spáni eru ekki alltaf hrifnir af því að lána fólki sem er með tekjur í íslenskum krónum, það er líka eitthvað sem fasteigna- salar á Spáni þekkja ekki til.“ Vandamálin tengjast líka fast- eignaumhverfinu þar sem sé tölu- vert öðruvísi en hér á landi. „Það þarf ekki að vera löggildur fast- eignasali til að selja eignir á Spáni, það eru mörg dæmi um að fólk hafi lent á einhverjum sem veit ekkert um sölu fasteigna til Íslendinga og vita ekki hvaða gögn þurfa að liggja fyrir til að selja fasteign.“ Sigurður veit um mörg fleiri dæmi þar sem gögn hafa ekki verið klár til að hægt væri að þinglýsa kaup- samningi. „Þá er fólk kannski komið út, búið að taka frí til að vera í hús- inu en ekkert er klárt til að ganga frá. Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og kostnaðarsamt að þurfa síðan að redda sér öðru húsnæði á meðan beðið er eftir að leyst sé úr málum, en það getur tekið mjög langan tíma að leysa pappírsmál og öll mál hér á Spáni.“ Rótin að þessum vanda sé mikið til sú mýta að ódýrara sé að kaupa af erlendum fasteignasölum. „Það eru allir að selja á sama verði, ég veit ekki hvaðan það kemur.“ Sigurður telur að hátt í tvö þúsund Íslendingar eigi hús á Spáni, flestir séu lífeyrisþegar en nú sé mikið af yngra fólki byrjað að kaupa fast- eignir ytra. „Það getur þá unnið heima í gegn- um netið, þá er alveg hægt að búa á Spáni.“ ■ Margir Íslendingar í vandræðum með að kaupa hús á Spáni Sum flóttabörn eru ólæs og hafa aldrei stigið inn í skólabyggingu áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þetta snýst ekki um að kenna þeim um Gili- trutt og beygingu núþálegra sagna. Helgi Gríms- son, sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur Söngskemmtun Karin Torbjörnsdóttir Elena Postumi 25. mars kl 20.00 í Norðurljósum Söngvar hjartans bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL „Sala Landsvirkjunar er ekki á dagskrá og verður ekki meðan ég er í fjármálaráðuneytinu,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráð- herra. Á sömu línu eru aðrir í þingflokki Sjálfstæðisf lokksins sem Frétta- blaðið hefur rætt við. Haraldur Benediktsson segir að sala Lands- virkjunar sé ekki á dagskrá  hjá Sjálfstæðisflokknum og Diljá Mist Einarsdóttir segist ekki styðja hug- myndir um sölu hlutar í fyrirtæk- inu. Guðrún Hafsteinsdóttir, formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, lýsti í Fréttablaðinu þeirri skoðun að vel kæmi til greina að selja 30-40 prósent í Landsvirkjun til lífeyrissjóða. Hún hefur síðan birt grein í Morgunblaðinu þar sem hún svarar gagnrýni á samfélags- miðlum vegna orða sinna. Þar hafn- ar Guðrún því með öllu að hún vilji einkavæða fyrirtækið. Bæði Katrín Jakobsdóttir, for- maður VG og forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannesson, inn- viðaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, hafa sagt að sala á hlut ríkisins í Landsvirkjun komi ekki til greina. ■ Bjarni hafnar hugmynd um sölu í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sigurður Oddur Sigurðsson, fasteignasali hjá Sumareignum 6 Fréttir 5. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.