Fréttablaðið - 05.03.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.03.2022, Blaðsíða 22
Þær eru sláandi sögurnar sem þau Daníel E. Arnarsson, framkvæmda- stjóri Samtakanna ‘78, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður segja í við- tali í þessu tölublaði. Sögur af áreitni og hótunum sem hinsegin grunnskólabörn verða fyrir. Jafnvel morðhótunum. Hvernig getur slíkt grasserað árið 2022 í hin- segin paradísinni Íslandi? Svarið virðist liggja í því að við höfum sofnað á verðinum. Tilfinning þeirra beggja, sem starfa náið með ráðgjöfum Samtakanna, er að undanfarinn áratug höfum við verið of værukær. Okkur fannst unga kyn- slóðin vera með þetta á hreinu, sem hún von- andi að stærstum hluta er, en augljóslega þarf meiri og markvissari fræðslu til að koma í veg fyrir slíka afturför. Baráttan hættir aldrei og við verðum alltaf að vera á vaktinni gagnvart því að mannréttindi séu virt. Ömurleg afturför í Evrópuríkjunum Póllandi og Ungverjalandi er óþægileg sönnun um að allt getur breyst. Paradísin sem við héldum að við byðum upp á hérlendis er ekki eins falleg og við héldum. Því þarf að breyta og það er á ábyrgð okkar allra. n n Í vikulokin Við mælum með Hvernig getur slíkt grasserað árið 2022 í hinsegin paradísinni Íslandi? BJORK@FRETTABLADID.IS Samt velja Sjálfstæðis- menn samstarf við þessa sömu sósíalista. Ömurleg afturför Brynjar Níelsson, hinn orðhvati fyrrverandi þingmaður og núver- andi aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra, dró dár að vinstri mönn- um í færslu á Facebook í vikunni. Skrifaði hann að erfitt væri að vera vinstri maður þegar veru- leikinn bankaði upp á. Íslenskir vinstri menn hefðu allt frá því hann myndi eftir sér kennt Banda- ríkjamönnum, NATO og Ísrael um allt sem af laga hefði farið í heim- inum, hvort sem um ræddi innrásir Sovétríkjanna í nágrannalönd sín, hryðjuverkaárásir íslamista eða borgarastyrjaldir í Mið-Austur- löndum. Allt væri þetta, og hryðjuverk Rauðu herdeildanna og Baader- Meinhof samtakanna að auki, auð- valdsskipulaginu að kenna en ekki gerendum. Að sögn Brynjars engjast íslensk- ir vinstri menn nú þegar veruleik- inn blasir við þeim með innrás Rússa í Úkraínu og segir hann þá fordæma hana en setja ábyrgðina meira og minna á herðar NATO, auk þess að mála Pútín sem hægri mann. Brynjar skrifar að skilji vinstri menn núna ekki mikilvægi þess að lýðræðisþjóðir myndi með sér varnarbandalag muni þeir aldrei gera það. Hann klykkir út með því að fullyrða að sósíalistar hafi alla tíð hatað vestrænt lýðræði og muni því ávallt vera andvígir varnar- bandalagi lýðræðisþjóða. Samt eru þetta nú einmitt sömu sósíalistarnir og Sjálfstæðisf lokk- urinn velur að vinna með og hefja Vinstri græn sverja ekki Sovétið svo létt af sér til öndvegis í ríkisstjórn, þegar engin þörf var á að leiða sósíalista til ríkisstjórnarforystu. Svo halda Sjálfstæðismenn að þeir kaupi sér syndaaf lausn með því að úthúða samstarfsfólki sínu í ríkisstjórn á samfélagsmiðlum! Rétt er það, að Vinstri græn og for- verar þess flokks sverja ekki Sovétið af sér svo létt. En Sjálfstæðismenn geta heldur ekki firrt sig ábyrgð á því að leiða foringja íslenskra sósí- alista til ríkisstjórnarforystu, ekki einu sinni heldur tvisvar. n Ólafur Arnarson Í dag, laugardag, taka ungir sýningarstjórar á móti sérfræðingum í Salnum í Kópavogi og ræða við þá um menningu, listir og umhverf- ismál í tengslum við verkefnið Líf á landi. bjork@frettabladid.is Í Salnum í Kópavogi munu í dag, klukkan 14, ungir sýn- ingarstjórar úr Vatnsdrop- anum, alþjóðlegu menning- arverkefni Kópavogsbæjar, taka á móti sérfræðingum og ræða við þá um menningu, listir og umhverfismál í tengslum við verk- efnið Líf á landi sem þeir eru að vinna að um þessar mundir. Hinir ungu sýningarstjórar eru á aldrinum átta til fjórtán ára og munu ræða við sérfræðingana sem eru allt frá rithöfundum að bónda og kvikmyndaleikstjóra um það hvernig þau miðla sinni sérfræði- þekkingu en einnig hverju þau myndu breyta í heiminum ef þau fengju að ráða í einn dag. Hafa börnin kynnt sér sérfræð- ingana og undirbúið spurningar fyrir málþingið sem er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Forvitin börn á öllum aldri eru hvött til að mæta og taka þátt í umræðunum en eins og fyrr segir er viðburðurinn hluti af Vatnsdropanum, alþjóð- legu samstarfsverkefni Kópavogs- bæjar við H.C. Andersen-safnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finn- landi og Ilon’s Wonderland-safnið í Eistlandi. Markmið verkefnisins er að tengja saman sígildar nor- rænar barnabókmenntir og heims- markmið Sameinuðu þjóðanna og valdef la börn og hvetja þau til að hafa frumkvæði að eigin menn- ingarupplifun. „Auglýst var eftir þátttakendum í haust og úr varð þessi frábæri skapandi hópur sem stendur að Vatnsdropanum þetta árið,“ segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verk- efnastjóri Vatnsdropans. „Það hefur verið sérlega áhugavert að vinna með börnunum að þessu verkefni og heiður að vera þeim til aðstoðar í sinni sköpun.“ n Ef þau fengju að ráða í einn dag Þessi sitja fyrir svörum Berglind Ósk Hlynsdóttir fatahönnuður, Flokk til you drop Sævar Helgi Bragason vísindamaður Jóhanna B. Magnúsdóttir bóndi Unnur Björnsdóttir Ungir umhverfissinnar Sverrir Norland rithöfundur Gerður Kristný rithöfundur Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir Landvernd Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri Hvað myndir þú gera ef þú fengir að ráða í einn dag? Ágústa Lillý Valdimarsd. 10 ára Ef ég mundi ráða í einn dag mundi ég sjá til þess að það væri jafnrétti í öllum heiminum. Að öll börn fengju að fara í skóla og læra alls konar gott. Þrátt fyrir að við séum öðruvísi og höfum mismunandi trú eiga allir sama rétt. Inga Bríet Valberg 8 ára Ef ég mætti ráða í einn dag þá myndi ég hringja í Martein Skógarmús og Línu Langsokk til að hjálpa mér að bjarga heim- inum. Með hjálp hugrökkustu og sterkustu stelpu í heiminum og vitrustu músarinnar ætti okkur að takast að ná öllum þessum markmiðum: Að stoppa öll stríð á stundinni. Láta alla hafa sömu réttindi og tækifæri. Taka allt rusl og mengun úr heiminum. Héðinn Halldórsson 10 ára Ef ég mætti ráða í einn dag myndi ég vilja binda enda á fátækt, stoppa allan ófrið, stoppa lofts- lagsbreytingar og bjarga dýrum og jurtum í útrýmingarhættu. Hópurinn heimsótti RVK Studios á dögunum og fór Baltasar Kormákur með þau í vettvangsferð. MYND/AÐSEND Hveragerði Tilkoma Gróðurhússins hefur stimplað Hveragerði inn sem full- kominn áfangastað fyrir sunnu- dagsrúntinn. Flottir veitingastaðir í mathöllinni, gott úrval af potta- plöntum í gróðurhúsunum og góðir stígar fyrir göngutúra eru allt hluti af góðum eftirmiðdegi. Ef það væri nú aðeins hægt að finna staðgengil fyrir apann Bóbó … Veitingastaðnum ROK Ofarlega á Frakkastíg í fallegu timb- urhúsi má gæða sér á einhverjum besta mat bæjarins. Matseðillinn samanstendur af úrvali smárétta og er úrval kjöts, fisks og grænmetis fjölbreytt. Maður þarf ekki að fá val- kvíða enda hægt að panta fleiri en einn rétt og prófa sig áfram. Svo er kampavíns happy-hour alla daga og með guðaveigunum fylgir melóna og lakkrís – klikkað kombó! n 22 Helgin 5. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 5. mars 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.