Fréttablaðið - 05.03.2022, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 05.03.2022, Blaðsíða 96
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Arnars Tómasar Valgeirssonar n Bakþankar Sem fyrrverandi barn og nemandi í þar til gerðum barnaskóla heimsótti ég æskuslóðirnar fyrir nokkrum árum. Það var átakan­ legt að heimsækja gömlu heima­ stofuna, sem var í minningunni jafn íburðarmikil og rómverska öldungaráðið, en minnti nú frekar á meðalstóra kompu. Ég átti bágt með að skilja hvernig hún hafði rúmað þrjátíu börn með tilheyr­ andi kassatöskur. Það er tilgangslaust að efast um stærðfræðina að baki því hvað hlutirnir minnka eftir því sem maður stækkar, en það getur samt verið erfitt að horfast í augu við hvað hlutirnir verða tilkomulitlir. Foreldrar, kennarar og annað full­ orðið fólk sem tróndi yfir manni er allt í einu komið í augnhæð. Stór tún verða að litlum gras­ bölum. Stiginn upp rennibrautina í Laugardalslauginni, þessi Babels­ turn sem bauð himninum sjálfum birginn, er auðklifinn. Heimurinn minnkar og undrun manns með. Einn hlutur úr æskunni heldur þó enn velli og virkar enn þá jafntröllvaxinn og áður – íslenski snúðurinn. Ég skil engan veginn hvernig ég gat sem grunnskóla­ barn torgað þessu ferlíki og samt átt pláss fyrir fisk í raspi klukku­ tíma síðar. Þessi glassúrkrýndi konungur bakkelsisins stangast á við frumspekileg hugtök eins og rúm og tíma. Ég hef borðað minna af íslenska snúðnum með tilkomu spjátrungs­ bakaríanna sem hafa sprottið upp út um allt. Ég er greinilega of fínn fyrir að hella bráðinni sykurleðju yfir gerhnullung og vil frekar vera svaka heimsborgari og borða fínt kruðirí. Ég vona samt að íslenski snúðurinn sé ekki á neinni útleið, því þegar hann verður bakaður í síðasta skipti mun heimurinn minnka enn frekar. n Snúðar As tri d Lin dg re n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.