Fréttablaðið - 05.03.2022, Blaðsíða 26
göngu mína. Mamma hringir
svo í mig til Spánar og segir að ég
hafi ekki fengið inngöngu. Ég sagði
henni strax að þetta væri misskiln-
ingur og hringdi í deildarforsetann.
Ég ætlaði inn í þetta nám í þessum
skóla og á endanum komst ég inn,“
segir Sandra sem hóf nám í laga-
deildinni um haustið. „Mér var farið
að líða betur og sat betur í sjálfri
mér. Ég hitti líka í fyrsta sinn fólk
sem hugsaði eins og ég. Þar kynntist
ég svo barnsföður mínum og ég held
að við eigum fyrsta hreinræktaða
lagadeildarbarnið úr Háskólanum
í Reykjavík.“
Sandra og barnsfaðir hennar
byrjuðu saman á vorönn 2003 og
hún varð barnshafandi nokkrum
mánuðum seinna.
„Þetta var ekki planað en auð-
vitað algjör gjöf. Við höldum áfram í
náminu þótt ég hafi eitthvað aðeins
dregist aftur úr. Maður var að borða
núðlusúpur í f lest mál og átti engan
pening,“ segir Sandra um tímabilið
í lögfræðinni með nýfædda dóttur.
Ákvað að elska hann
Í ársbyrjun 2008 fór Sandra til Kan-
ada að heimsækja vinkonu sína en
tveimur dögum eftir að hún lenti
fékk hún símtal frá systur sinni um
að faðir þeirra væri kominn á gjör-
gæslu í Chile.
„Hann var þá skilinn og f luttur
aftur út og kom annað hvert ár að
heimsækja okkur til Íslands.“
Sandra flaug frá Kanada til Chile,
úr 40 stiga frosti í 40 stiga hita.
„Þarna héldum við að hann væri
að deyja en hann hafði greinst með
heilaæxli rétt rúmlega fimmtugur.
Þrátt fyrir að pabbi hafi ekki alltaf
komið vel fram við mig þá er for-
eldri alltaf foreldri og römm er sú
taug. Þarna var ég líka búin að gera
þetta svolítið upp og ákvað að elska
hann fyrir það sem hann var og bera
virðingu fyrir því. Gera þetta bara á
mínum forsendum. Ég mæti því til
Suður-Ameríku, á móti mér tekur
fjölskyldan mín sem ég hafði aldrei
hitt og talaði varla ensku. Þau skutla
mér upp á sjúkrahús og þar sem
hann liggur þarna og á erfitt með
mál lítur hann á mig og segir: „Ég
myndi aldrei gera þetta fyrir þig.“
Sandra segir særindi ekki sitja
í sér eftir þessi orð. „Því ég veit að
hann myndi aldrei gera þetta fyrir
mig. Ég myndi samt alltaf gera þetta
fyrir hann, aftur og aftur og aftur.
Því þannig eru mín gildi og þau sem
ég reyni að kenna dætrum mínum.
Ég sagði bara: „Ég veit það. En gott að
sjá þig, pabbi minn.“ Er ekki mark-
miðið líka að við verðum betri en
foreldrar okkar að einhverju leyti?“
segir Sandra og segist taka tillit til
þess að faðir hennar hafi átt erfiða
æsku og upplifað hluti sem við
getum ekki gert okkur í hugarlund.
Sinntu deyjandi föður sínum
Föður hennar voru gefin mest þrjú
ár en lifði í sjö. „Við systurnar feng-
um þá símtal þar sem hann sagði
að við yrðum að koma út strax því
honum væri að hraka. Hann vildi
ganga frá alls kyns pappírum en
hann arfleiddi okkur að jörð sem
hafði verið í fjölskyldunni í meira
en öld.“
Systurnar héldu út og dvöldu hjá
deyjandi föður sínum í þrjár vikur.
„Það er engin líknardeild eða
heimahjúkrun og við eiginlega úti
í sveit.“
Systurnar voru því skyndilega
komnar í umönnunarhlutverk og
faðir þeirra veikari en þær höfðu
gert sér grein fyrir.
„Við þurftum að gefa honum lyf,
skipta um á rúminu og skipta á
honum. Það þurfti að skipta á öllu
daglega og enginn þurrkari til stað-
ar og léleg þvottavél,“ segir hún og
bendir á að þetta hafi reynt á stolt
föður síns. „Hver vill hafa börnin sín
í þessu hlutverki?“
Heimilisaðstæður voru aðrar
en við eigum að venjast hér. „Við
myndum ekki kalla þetta hús, göt
í veggjum og köngulær um allt. Við
notuðum f lugvélakoddana undir
höfuðið og kyntum með einum
gasofni sem við þorðum ekki að
sofa með í gangi.“
Sandra segir tímann þó hafa verið
dýrmætan. „Þó að þetta hafi verið
erfitt þá hugsa ég bara um þennan
tíma með hlýju,“ segir Sandra en
auk þess að eiga tímann með deyj-
andi föður sínum, náðu þær systur,
sem ólust upp sitt í hvoru lagi, að
tengjast enn betur.
Sváfu með sveðju undir rúmi
„Pabbi var búinn að fela peninga um
allt hús og við systurnar sváfum með
tösku með peningum á milli okkar
og hafnaboltakylfu og sveðju undir
rúmi. Við gættum þess alltaf að fara
í banka í þarnæsta bæ svo enginn í
þorpinu vissi að við værum að taka
út peninga. Pabbi var líka orðinn
svolítið ruglaður svo stundum
vorum við líka hræddar við hann.
Þetta var eins og þegar maður var
með ungbarn, maður svaf en samt
ekki.“ Eftir þrjár vikur kom Vikt-
or, bróðir þeirra, og tók við. „Hann
fann konu sem leigði út rúm hjá
sér sem voru í raun fyrir fólk til að
deyja í. Hann kom pabba fyrir þar og
græjaði húsið hans. Best hefði verið
ef hægt hefði verið að enda þetta
þarna og við hefðum getað verið hjá
honum í stað þess að hann endaði
einn í rúmi hjá einhverri ókunnugri
konu sem hélt honum á lífi lengur
en hann vildi því hún fékk auðvitað
greitt fyrir dvöl hans.“
Systkinin náðu ekki að vera við-
stödd jarðarför föður síns enda
venjan í Chile að þær séu f ljót-
lega eftir andlát. „Ef ég sé eftir ein-
hverju þá er það að hafa ekki getað
fylgt honum síðasta spölinn,“ segir
Sandra en þau horfðu saman á hana
á Skype. „Við héldum svo minning-
arathöfn í Fríkirkjunni, það skipti
máli fyrir okkur að hafa þessa lokun
og samveru okkar fjölskyldunnar.“
Gerði upp hústökuhús
Sandra og barnsfaðir hennar
eignuðust aðra dóttur árið 2009
en skildu svo 2011. „Maður hafði
kannski ekki þroskann til að rækta
samband í öllum asanum, barn-
eignum og námi,“ segir Sandra en
þau eru góðir vinir í dag. „Ég er mjög
þakklát fyrir okkar samband enda
mikilvægt fyrir börnin sem eiga
ekki að líða fyrir það að við höfum
ekki náð að ganga ævina saman.“
Eftir skilnaðinn festi Sandra
kaup á húsi í verulegri niðurníðslu
í gamla Vesturbænum. Húsið hafði
verið yfirtekið af hústökufólki og
var vægast sagt í bágu ástandi og
fengu kaupin töluverða umfjöllun
á sínum tíma.
„Þetta var rétt eftir hrun og slita-
stjórn hafði tekið þetta hús yfir eins
og f leiri. Þegar húsið var auglýst
til sölu fóru myndirnar að ganga
manna á milli á netinu þar sem fólk
var að hneykslast á ástandi þess.“
Sandra gerði strax tilboð sem var
tekið ásamt loforði hennar um að
eiga við hústökufólkið.
„Það var í raun og veru gott að
þau voru þarna, því þau héldu hita
á húsinu sem kom í veg fyrir að það
skemmdist enn meira,“ segir Sandra
en um átta manns höfðu hafst við í
yfirgefnu húsinu í um eitt og hálft
ár. Sandra segist hafa gefið þeim
góðan tíma til að yfirgefa húsið og
þau átt fín samskipti.
Bílfarmar af rusli
„Þau héldu svo partí kvöldið áður
og skildu bókstaf lega allt eftir.
Húsið var auðvitað korter í ónýtt
og ég hef hlegið að því að ég hélt að
það þyrfti bara að mála og rífa smá.
Sem betur fer átti ég mjög meðvirka
vini sem vissu að ég væri að skilja og
voru skilningsríkir. Eftir á sögðu þau
mér að þau hefðu haldið að ég væri
að missa það,“ segir hún og hlær.
Engin salernisaðstaða var í hús-
inu og segist Sandra ekki hafa tölu á
því hversu margir bílfarmar af rusli
hafi farið þaðan, garðurinn var
allur í órækt og í honum var til að
mynda tjald með mygluðum fiski.
„Fólk hafði áhyggjur af því að ég
væri að flytja með börnin í þessar
aðstæður og það vakti mikla athygli
að ég sagðist ætla að flytja inn á sex
vikum, en ég gerði það. Það lögðust
allir á eitt, vinir og fjölskylda,“ segir
Sandra.
,,Ég náði að snúa eigninni algjör-
lega við og búa mér og stelpunum
til ótrúlega gott og fallegt heimili.
Og ofan á allt saman reyndist þetta
fáránlega góð fjárfesting,“ segir
Sandra, sem er nýflutt úr húsinu til
að hefja sambúð með nýjum manni
sínum, Kristjáni Ra Kristjánssyni,
og búa þau í Þingholtunum.
„Við kynntumst í skvassi gegnum
sameiginlegan vin í hittifyrra,“ segir
Sandra aðspurð um upphaf sam-
bandsins. „Hann var þá með annan
fótinn í Svíþjóð og hafði verið síð-
ustu fjórtán ár en er nú fluttur form-
lega heim.“
Stökk út í djúpu laugina
Sandra starfar enn fyrir barna-
verndarnefnd og situr í kærunefnd
útlendingamála. „Ég ákvað svo að
stökkva út í djúpu laugina,“ segir
hún en Sandra gefur kost á sér í 3.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík fyrir komandi borgar-
stjórnarkosningar.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
og skoðun á samfélaginu. Ég var
kosningastjóri f lokksins fyrir síð-
ustu borgarstjórnarkosningar og
brenn fyrir því að bæta nærum-
hverfi okkar,“ segir Sandra sem
segist hafa spurt sig: „Hvenær ætlar
maður að hætta að vera virkur í
athugasemdum og reyna að gera
eitthvað?“
„Barnaverndarmálin eiga auð-
vitað sérstakan stað í mínu hjarta.
Ég brenn fyrir því að öll börn fái
sama jarðveg til að blómstra, sama
við hvaða aðstæður þau búa. Ekki
síst börn nýrra Íslendinga, við
gleymum því oft að stór hluti þess
að eiga jöfn tækifæri er að geta
sótt sér þekkingu, en mörg þess-
ara barna búa hjá foreldrum sem
ekki tala íslensku. Það eru þessir
krakkar sem við þurfum að grípa.
Það er margt sem má bæta í skóla-
kerfinu en við megum samt ekki
bara kasta ábyrgðinni þangað. Við
erum sam-félag og þurfum að axla
ábyrgð á að búa til það samfélag sem
við viljum.“
Kaus Steingrím J. fyrst
Sandra segir Sjálfstæðisf lokk-
inn ekki endilega alltaf hafa legið
beinast við enda alin upp af Fram-
sóknarfólki fyrir norðan.
„Ég held að ég hafi kosið Stein-
grím J. þegar ég kaus í fyrsta skipti.
Ég var líka ung og ekki byrjuð að
borga skatta að neinu ráði og fannst
þessi jafnaðarhugsun falleg og ég
held að það sé hollt að fara í gegnum
það. Síðan fullorðnast maður og í
lögfræðinni lærði ég hvernig kerfið
okkar virkar, þá breytist svolítið
hugsunarhátturinn.
Ég hef alveg þurft að hafa fyrir líf-
inu, fyrir því að sækja mér menntun
og að halda heimili ein með tvö
börn. Ég er búin að leggja mikið á
mig og finnst algjörlega absúrd að ég
eigi ekki að njóta ágóðans af því. En
auðvitað búa ekkert allir andlega og
líkamlega við þær aðstæður að geta
gert það og við eigum að veita því
fólki gott líf.
Ég er ekki hlynnt jöfnuði en ég
er hlynnt jöfnum tækifærum,“
segir Sandra. „Lykillinn þarna eru
börnin, að tryggja þeim jöfn tæki-
færi. Starf mitt í barnaverndarnefnd
varð til þess að ég kaus Sjálfstæðis-
flokkinn í fyrsta sinn. Fólki finnst
það oft áhugavert að ég hafi kosið
hægri f lokk vegna velferðarmála.
Það er alltaf gefið að þau séu vinstri
mál en það er alls ekki svo. Kerfið á
að tryggja fólki jöfn tækifæri, þann-
ig fáum við sem mest út úr einstakl-
ingnum og hann fær tækifæri til að
blómstra. Fólki finnst kannski kalt
að segja það, en það er mikil fjár-
festing í að gera þetta vel,“ segir hún
að lokum. n
Sandra segir barnaverndarmál eiga sérstakan stað í hjarta sínu enda hefur hún starfað um árabil að þeim málefnum.
Pabbi var búinn að fela
peninga um allt hús og
við systurnar sváfum
með tösku með pen-
ingum á milli okkar og
hafnaboltakylfu og
sveðju undir rúmi.
26 Helgin 5. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ