Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 05.03.2022, Qupperneq 30
sitja fasistarnir og hlæja,“ segir hann ákveðinn. Þorbjörg bætir við að þetta sé það fyrsta sem andstæðingar bar­ áttunnar noti. „Þeir segja þá: Allt þetta eldra fólk er farið úr Samtök­ unum. Staðreyndin er sú að mörg eru komin aftur og það skiptir okkur líka máli að halda beinni línu til eldri kynslóðanna, við þurfum þeirra reynslu. Þegar einhverjir sem kölluðu sig hommabanasveitina hótuðu hommum í haust, sögðust ætla að drepa hommann í einstakl­ ingnum með því að berja hann, þá leituðum við til Harðar Torfa,“ segir Þorbjörg og bætir við: „Ef einhver hefur reynslu af því að fá hótanir …“ og Daníel svarar: „Þá er það Hörður Torfason.“ Morðhótanir og sjálfsvíg barna „Það var gott að finna hann taka þetta alvarlega og setja í samhengi við fortíðina. Baráttunni lýkur aldr­ ei. Hvenær verður það tekið alvar­ lega að börn séu að fá morðhótanir í skólanum? Eða hvatningu um að drepa sig? Hvenær tökum við sem samfélag slíku nægilega alvarlega?“ spyr Þorbjörg. „Við gerðum það ekki einu sinni þegar við misstum barn hérna,“ segir Daníel og rifjar upp að barn sem var mikið í þjónustu hjá Sam­ tökunum hafi svipt sig lífi og annað gert tilraun til þess. „Hvað þarf til? Við erum með alla þessa statistík.“ „Ef við skoðum erlendar rann­ sóknir um tíðni sjálfsvíga kemur hinsegin hópurinn alltaf verst út og ég veit alla vega um þrjú sjálfsvíg hinsegin manneskja á síðasta ári,“ segir Þorbjörg. „Hinsegin unglingsstelpur toppa alltaf hverjum líður verst,“ segir Daníel. „Trans börnin stunda mass­ ívan sjálfsskaða og þetta er ekki tekið nægilega alvarlega í landi þar sem endalaust af krökkunum er á biðlista hjá transteyminu á BUGL. Í dag bíða svo 22 fullorðnir ein­ staklingar eftir aðgerð hjá LSH því spítalinn á einfaldlega ekki skurð­ stofutíma. Þetta versnaði mikið í Covid en ekki var það gott fyrir. Þessir einstaklingar eru kannski að bíða í fimm ár og vita ekki hvenær aðgerð, sem er þeim lífsnauðsynleg svo þeir geti loks orðið manneskjan sem þeir hafa alltaf verið, verður gerð. Ef það verður ekkert farið að gera í þessu verða af leiðingarnar margfalt alvarlegri fyrir þetta þjóðfélag,“ segir hann ákveðinn og heldur áfram: „Transteymið er að biðja um einn fimmtudag í mánuði í skurðstofu­ tíma sem er hófleg krafa.“ Ábyrgð samfélagsins mikil Þau benda bæði á að trans börn og einstaklingar sem fái stuðning og öryggi skori á pari við aðra í líðan. „Ástæðan fyrir vanlíðan er því ekki það að þau séu trans heldur for­ dómar og úrræðaleysi. Ábyrgð sam­ félagsins er því mikil.“ Þorbjörg segir okkur sem sam­ félag hreinlega hafa sofnað á verð­ inum. „Fólk var svo tilbúið til að kaupa þessa hinsegin paradís að það var ekki hlustað á neyðarköllin. Það er fyrst núna að við erum að sjá að fólk er tilbúið að hlusta og taka á mál­ unum. Samfélagið svaf á verðinum í svona tíu ár,“ segir hún og kallar eftir mikið öflugri fræðslu. „Foreldrar þurfa líka að sækja sér ráðgjöf og fá aðstoð til að styðja börnin sín. Mörg þeirra halda að þau séu nægilega styðjandi en eru það ekki. Foreldrar neita sumir að ræða þetta og bíða eftir að þetta hverfi bara. En að afneita hinsegin­ leika er ofbeldi,“ segir hún og Daníel bætir við: „Bæði varðandi kyn og kynhneigð er allt í lagi að börn fari aðeins fram og til baka og fái að prófa og máta. Það er mikið heilbrigðara að þau fái að gera það með stuðningi fjöl­ skyldunnar. Þegar kynhneigð og kynvitund er í mótun getur hún verið flæðandi og það má alveg.“ Vildi ekki að vera stelpustrákur Aðspurð um eigin upplifanir í þessum efnum segist Daníel, sem Í kjölfarið var varla hægt að halda viðburði hérna né tjá sig opinber- lega af ótta við að verið væri að sundra frekar en sameina. Þorbjörg Ég held að foreldrar mínir hafi bara sagt „já, ókei“ þegar ég sagði þeim og mamma var spennt fyrir að eignast tengdason. Daníel ólst upp í Þorlákshöfn, hafa fengið að heyra það mikið í fótboltanum og í skólanum að hann væri stelpu­ strákur. „Ég held að ég hafi vitað frá því ég var smástrákur að ég væri hommi. En þar sem þetta fór í taugarnar á mér fór ég í svo mikinn mótþróa að ég var ekki með neinum, hvorki stelpum né strákum. Þetta var svo­ lítið barið úr mér því ég ætlaði sko ekki að vera stelpustrákur. Þegar ég fór svo úr fótbolta beint yfir í söng­ list og leiklist var erfiðara að leyna þessu,“ segir Daníel og hlær. „En svo varð ég bara rosalega skot­ inn í strák á menntaskólaárunum og kem út þegar við vorum búnir að vera saman í þrjá, fjóra mánuði.“ Daníel segir fjölskylduna alltaf hafa verið skilningsríka. „Systir mín er lesbía og ég hef þekkt konuna hennar frá því ég var barn. Ég held að foreldrar mínir hafi bara sagt „já, ókei“ þegar ég sagði þeim og mamma var spennt fyrir að eignast tengda­ son. Þorbjörg er tvíkynhneigð og segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hún var 18 ára. Fram að því hafi hún haldið að allar stelpur vildu vera með öðrum stelpum. „Ég held að það sé eitthvert klám­ væðingardæmi. Við erum auðvitað af klámkynslóðinni. Þegar ég var svo 18 ára áttaði ég mig á því að þetta væri eitthvað meira því ég fann að ég gæti hugsað mér að vera í sambandi við stelpu. Ég held að ástæðan fyrir því að ég sætti mig ekki við þetta fyrr sé að það var athyglissýkisstimpill á tvíkyn­ hneigð. Fólk taldi stelpur fara í sleik við stelpur til að heilla strákana.“ Druslustimpla tvíkynhneigða Þorbjörg kom þó út sem tvíkyn­ hneigð og byrjaði með konunni sinni hálfu ári síðar og eiga þær í dag tvö börn. „Þá komu nokkur ár þar sem ég var ekkert voða mikið að tala um að ég væri tvíkynhneigð, mér fannst það erfitt því ég var með manneskju af sama kyni. Það eru fordómar gegn tvíkynhneigðum og ákveðinn druslustimpill. Ég gekk því inn í lesbíuskilgreininguna, sem væri frábær – ef ég væri lesbía. Þegar fólk talar um hinsegin fólk er oft bara talað um samkynhneigða og hjóna­ bönd samkynhneigðra,“ segir Þor­ björg og þau mæla bæði með að nota orðið samkynja hjónabönd sem er þá í ætt við enska orðasamhengið „same sex marriage“. „Tvíkynhneigðir er langstærsti hópur hinsegin fólks og okkur líður ekki nógu vel. Ég held að það sé því við upplifum að tilheyra ekki. Maður þarf að upplifa að maður til­ heyri hóp og sé velkominn og það reynum við að gera í allri okkar vinnu í Samtökunum.“ Það eru spennandi tímar fram undan hjá Samtökunum ‘78, sem hafa stækkað gífurlega á undan­ förnum árum til að mæta því sem Þorbjörg og Daníel segja að sé upp­ söfnuð þörf. Ekki síst segja þau gaman að fá fljótlega að kynna verk­ efnið: Ein saga – eitt skref. Þau segja að í lokaþætti sjónvarpsþáttanna Svona fólk, sem Hrafnhildur Gunn­ arsdóttir gerði um réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi, hafi söguleg andstaða kirkjunnar verið mjög ljós. „Kirkjan hafði í kjölfarið sam­ band við okkur og vildi halda með okkur einhvers konar málþing. Við Daníel sátum fund með full­ trúum Biskupsstofu og fannst við ekki geta trítað þetta sem útrædd mál,“ segir Þorbjörg. „Við vildum fá allan sársaukann upp á yfirborðið og það sem kirkjan hafði gert. Úr því varð að í tvö ár hefur Bjarndís Helga Tómasdóttir, úr stjórn Sam­ takanna, tekið viðtöl við hinsegin fólk um upplifun þeirra af andstöðu kirkjunnar.“ Hljóðbrot verða meðal annars spiluð í kirkjum landsins. „Þetta er dæmi um brúarsmíði. Þau sýna auðmýkt með því að bera á borð hvað gerðist og taka þannig ábyrgð á því. Þetta verkefni er ein­ stakt á heimsvísu og skiptir miklu í landi þar sem kirkjan er enn sterkt afl,“ segir Þorbjörg að lokum. n Þorbjörg og Daníel segja Samtökin hafa stækkað gífurlega á undanförnum árum til að mæta uppsafnaðri þörf. Sjálfbærni þeirra sé þó mikilvæg ef litið er til þróunar í sumum Evrópulöndum.  30 Helgin 5. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.