Fréttablaðið - 05.03.2022, Side 37

Fréttablaðið - 05.03.2022, Side 37
Gildi-lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyris- sjóður landsins með um 26.500 lífeyrisþega, 52.900 greiðandi sjóðfélaga og yfir 252 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum. Eignir sjóðsins um síðustu áramót námu um 900 milljörðum króna. Sjóðurinn rekur bæði samtryggingardeild og séreignardeild. Gildi-lífeyrissjóður leitar að metnaðarfullum einstaklingum til að vinna að krefjandi verkefnum í upplýsinga tæknideild sjóðsins. Hjá sjóðnum starfar samhentur fjörutíu og eins manna hópur og leggur Gildi áherslu á góðan starfsanda, góð starfsskilyrði og jafnræði kynjanna. Gildi hefur sett sér stefnu í starfs manna- og jafnlaunamálum og hefur hlotið jafnlaunavottun. Gildi var Fyrirmyndarfyrirtæki VR árið 2021. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna­ dóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is). Spennandi störf hjá öflugum lífeyrissjóði Umsóknarfrestur er til og með 14. mars nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Sérfræðingur í vöruhúsi gagna og gagnavinnslu Starfssvið: • Hönnun, uppbygging og viðhald á vöruhúsi gagna og gagnavinnslu. • Samþætting lausna. • Smíði og viðhald á skýrslum og mælaborðum. • Greiningar. Menntunar­ og hæfniskröfur: • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða skyldum greinum. • Reynsla af sambærilegu starfi. • Góður skilningur á tölfræði og hæfni til að túlka gögn. • Reynsla af TimeXtender, PowerBI og SSAS líkönum. • Reynsla af fyrirspurnarmálum; SQL, MDX og DAX. • Þekking á Python og R. • Þekking á vefþjónustusamskiptum s.s. REST API, OData og SOAP. Sérfræðingur í kerfisrekstri Starfssvið: • Rekstur á upplýsingatækniumhverfi sjóðsins. • Uppfærslur og innleiðingar á kerfum. • Notendaþjónusta. • Skjölun. • Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar­ og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og /eða víðtæki reynsla. • Góð þekking á rekstri Microsoft umhverfa. • Gott vald á PowerShell og þekking á Power Platform. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Hæfni sem á við bæði störfin: • Metnaður og frumkvæði í starfi. • Hæfni í samskiptum, jákvæðni og þjónustulund. • Samviskusemi, áreiðanleiki, vandvirkni og ögun í vinnubrögðum. • Góð íslenskukunnátta. Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is ATVINNUBLAÐIÐ 3LAUGARDAGUR 5. mars 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.