Fréttablaðið - 05.03.2022, Side 49

Fréttablaðið - 05.03.2022, Side 49
Mannauðsráðgjafi Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi vinnustaður þar sem starfa tæplega 200 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Við leggjum áherslu á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og vinnum í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun. Upplýsingar um vinnustaðinn Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi vinnustaður þar sem starfa rúmlega 200 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Við leggjum áherslu á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og vinnum í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun. Embætti ríkislögreglustjóra er ríkisstofnun sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Ríkislögreglustjóri hefur með höndum samhæfingu og samræmingu í störfum lögreglu og annast ákveðna miðlæga þjónustu við lögregluembættin. Ríkislögreglustjóri hefur einnig með höndum sérstök verkefni samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 og í samræmi við nánari ákvörðun ráðherra. Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá að hámarki 2 bls. ásamt kynningarbréfi sem er að hámarki 1 bls. á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í auglýsingu. Við ákvörðun um boðun í starfsviðtal verður meðal annars litið til gæða umsóknargagna. Umsækjendum um störf hjá embætti ríkislögreglustjóra kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Umsóknarfestur er til 18. mars nk. Umsóknir skulu berast í gegnum Starfatorg (www.starfatorg.is) undir starfsauglýsingu embættisins (Mannauðsráðgjafi hjá embætti ríkislögreglustjóra). Öllum umsóknum verður svarað að loknum ráðningum. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Vakin er athygli á því að samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Nánari upplýsingar veitir Ágústa H. Gústafsdóttir, mannauðsstjóri, agustah@logreglan.is - sími 444 2500. Helstu verkefni og ábyrgð • Ráðgjöf, þjónusta og stuðningur við stjórnendur og starfsmenn • Þátttaka í ráðningum og móttöku nýs starfsfólks • Þátttaka í kortlagningu þekkingar og mótun áherslna í starfsþróunarmálum • Gerð starfslýsinga og starfsþróunaráætlana • Aðkoma að þróun og stefnumörkun á sviði mannauðsmála • Aðkoma að mannauðsmælingum og eftirfylgni þeirra • Verkefnastýring mannauðstengdra verkefna og viðburða Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Brennandi áhugi og reynsla af mannauðsmálum • Reynsla af ráðningum • Þekking og/eða reynsla af úrvinnslu tölfræðilegra gagna og miðlun efnis • Framúrskarandi samskiptafærni og lausnamiðuð hugsun • Frumkvæði, sjálfstæði og drifkraftur • Metnaður til að gera sífellt betur og vinna að umbótum Embætti ríkislögreglustjóra leitar að jákvæðum, lausnamiðuðum og drífandi liðfélaga. Um er að ræða mjög fjölbreytt og spennandi starf í síkviku umhverfi. Mannauðsráðgjafi fær tækifæri til að hafa áhrif, vera leiðandi, veita ráðgjöf og standa fyrir umbótum á sviði mannauðsmála. Um er að ræða 100% starf. ÚTGÁFUFÉLAGIÐ TORG EHF. ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA ÚTGÁFUFÉLAGIÐ TORG EHF. ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA Starfssvið: • Umsjón með útliti blaðsins. • Hönnun nýrra efnisþátta. • Almennt umbrot á blöðum Torgs (Fréttablaðið og sérblöð). Hæfniskröfur: • Próf í grafískri hönnun eða grafískri miðlun. • Reynsla af dagblaðavinnslu. • Geta til að vinna í hópi. • Sveigjanleiki og frumkvæði í starfi. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á: sfa@torg.is | Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2022. | Stefnt er að því að umsækjandi hefji störf hið fyrsta. grafíSkUr HönnUðUr ÚTgÁfUfÉLagIð TOrg EHf. ÓSkar EfTIr að rÁða grafíSkan HönnUð Á STÆrSTa PrEnTMIðIL LanDSInS.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.