Fréttablaðið - 05.03.2022, Qupperneq 92
Ég hvet allar sem eru
forvitnar og hafa pælt í
þessu að prófa.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/
SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir
ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is,
TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Manuela Ósk Harðardóttir
hefur stýrt Miss Universe
Iceland um langt árabil og er
byrjuð að leita að keppendum
þessa árs og tekur sérstaklega
fram að ekki séu gerðar sér-
stakar útlitskröfur.
odduraevar@frettabladid.is
„Við erum að hefja ferlið aftur núna
og það er opið fyrir umsóknir út
marsmánuð,“ segir Manuela Ósk,
athafnakona og framkvæmdastjóri
Miss Universe Iceland, og bætir við
að hún geti ekki mælt nógu mikið
með þátttöku í keppninni.
„Ég hvet allar sem eru forvitnar
og hafa pælt í þessu að prófa,“ segir
Manuela, en keppendur þurfa að
vera á aldursbilinu átján til 28 ára.
Þá þurfa stúlkurnar að vera barn-
lausar og ógiftar fyrir keppnina,
sem fer fram seint í sumar.
„Ég persónulega vona að sú regla
detti á endanum út líka,“ segir Manu-
ela um skilyrðin en tekur fram að
fyrir þeim sé raunveruleg ástæða.
„Maður skilur þetta að vissu leyti
því það er gríðarlegt álag á þeirri
sem sigrar keppnina. Hún fær ekki
að fara heim eftir keppni heldur fer
beint til New York að vinna fyrir
Miss Universe Organization og þau
vilja meina að ef þú ert með lítil börn
eða fjölskyldu þá sé það bara erfitt.“
Áhersla á valdeflingu
Í fyrra vakti það mikla athygli
þegar keppendur í Miss Universe
Iceland ræddu hugðarefni sín, allt
frá heimsfaraldrinum til hernaðar-
brölts og viðbragða stjórnvalda við
fátækt í heiminum.
„Mér finnst gríðarlega jákvætt að
fólk hafi tekið eftir þessu því áhersl-
urnar eru einmitt á þetta, að hafa
skoðanir, láta raunverulega gott af
sér leiða og gefa þessum stelpum
stökkpall og rödd til þess að hafa
áhrif,“ segir Manuela.
Hún segist vel skilja umræðuna
um gildi fegurðarsamkeppna í dag
en segir hana að vissu leyti byggða
á misskilningi og gömlum hug-
myndum. „Það er svolítil fáfræði
ef fólk heldur að við séum enn á
sama stað. Sem betur fer erum við
að gera allt aðra hluti með Miss Uni-
verse Iceland í dag og það eru engar
útlitstengdar kröfur fyrir þátttöku,“
segir Manuela.
„Við leggjum áherslu á valdef l-
ingu og ég vil meina að það sýni sig
rosalega vel í því að á hverju einasta
ári skrá stelpur, sem hafa keppt
áður, sig aftur í keppnina. Þær koma
aftur því upplifunin var góð og þær
telja sig hafa fengið svo mikið út úr
því að keppa.“
Sjálfsöruggar og ánægðar
Manuela segir keppendur mæta til
leiks á mismundandi forsendum.
„En þær brenna allar fyrir einhverju
og við leggjum mikla áherslu á sam-
skipti, þar sem síðari hlutinn snýst
bara um að þær þurfa að svara
spurningum og tala um málefni
sem skipta þær máli,“ segir Manu-
ela.
„Þannig að þótt keppnin sé upp-
byggð eins og fegurðarsamkeppnir
í gamla daga þá er það ótrúlega
valdeflandi í dag að vera kona sem
líður það vel í eigin skinni og er
það sjálfsörugg að hún geti komið
fram,“ segir Manúela. „Jafnvel á
sundfötum sem hefur mikið verið
gagnrýnt. En það er valdeflandi og
ótrúlega jákvætt að vera ung kona
í dag og vera það sjálfsörugg að þú
getir komið fram og verið ánægð
með þig.“ ■
Miss Universe snýst nú um
annað og meira en útlitið
Elísa Gróa Steinþórsdóttir bar sigur
úr býtum í fyrra.
Manuela Ósk Harðardóttir skipuleggur keppnina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
odduraevar@frettabladid.is
Fyrir rúmri viku var ég klár á
því að klakabunkinn sem rakst í
sífellu undir bílinn minn væri mitt
helsta áhyggjuefni í lífinu svona úr
því Covid-faraldur virtist vera að
kveðja. En klakabunkinn og undir-
vagninn á bílnum virka svona frekar
smávægilegt vandamál í ljósi þess
að líkur á kjarnorkustyrjöld hafa
vaxið umtalsvert frá því undir-
vagninn fékk fyrst að kenna á því.
Allt í veröldinni er afstætt og fátt
er afstæðara en hversdagsleikinn.
Hver veit nema aftur verði farið að
kenna viðbrögð við kjarnorkuógn-
inni í skólum. Svona eins og fólk af
minni kynslóð hefur gjarnan haft í
flimtingum og gert hálfgert grín að.
Ekki hjálpar til að opna frétta- og
samfélagsmiðla. Þannig komst ég að
því að fyrstu myndir af átökunum í
Úkraínu birtust beint af kúnni á Tik
Tok. Fólk í skelfilegum aðstæðum
að sýna sprengingar, vosbúð og
umkomulausa hermenn á aldur við
litla frænda minn, sem helst veltir
því fyrir sér hvaða tattú hann á að fá
sér næst.
Þrátt fyrir þessar skelfingar í ver-
öldinni langar mig að spyrja borg-
ina að einu. Er eitthvað hægt að taka
á klakabunkunum sem skemma
bíla í götunni minni? ■
Klakabunkar og kjarnorkustyrjöld
Allt í
veröldinni
er afstætt
og fátt er
afstæðara
en hvers-
dagsleik-
inn.
■ Frétt vikunnar
Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttakona.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
www.DORMA.is
Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
Gæði á góðu verði.
Portland dýnan frá Sealy er
vönduð og góð heilsudýna.
Millistíf dýna með svæðaskiptum
pokagormum sem gefa fullkominn stuðning út frá
þyngd líkamans. Dýnan er byggð upp af náttúrulegu Talalay
latexi í bland mismunandi tegundir af svampi og trefjum.
Talalay latex gefur dýnunni meira loftflæði og heldur þannig hitastigi
hennar alltaf réttu. Áklæðið utan um dýnuna andar einstaklega vel og
gefur henni auka mýkt og þægindi.
Tilboð á: 120/140 x 200 cm.
Verðdæmi 120 x 200 cm m/Classic botni og löppum
Fullt verð: 160.900 kr. Tilboð: 128.720 kr.
Sealy PORTLAND
heilsurúm með classic botni
20%
AFSLÁTTUR
AF VÖLDUM
RÚMFÖTUM
20%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR AF
VÖLDUM SÆNGUM
OG KODDUM
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
56 Lífið 5. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ