Eldhúsbókin - 10.11.1959, Qupperneq 5
ÉLDHÚSBÓKIN
144)
bakverkjar og annara innvortis-
verkja. Peir hverfa sem oftast ef geng
ið er með „innlegg“ í skónum. Einn-
ig geta vissar fótaæfingar hjálpað, ef
þær eru stundaðar samvizkusamlega.
Gagnleg sefing er að ganga berfættur
(eða í leistum) innanhúss og að temja
sér að ganga upp stiga á tánum.
Hjólreiðar eru góð æfing fyrir ilsig.
Látið börnin gera þessar æfingar
til þess að fyrirbyggja slæman bein-
vöxt fótanna.
Tlin er of hvelfd.
Pað þykir að vísu fallegt að bogi
iljarinnar sé hvelfdur, en ef það er um
of, aflagast tærnar oft þannig að þær
bogna upp á við. Góð æfing lil þess
að gera fótinn flatari: Ganga berfætt
upp snarhallandi sléttan flöt og aftur-
ábak niður.
Vanskapaðar tær.
Þegar ein táin fettist upp á þá
næstu, er það ein afleiðingin af að
ganga í of támjóum eða þröngum
skóm. Núningurinn, sem efri táin
verður fyrir, verður að slæmu lík-
þorni ef ekki er tímanlega úr því
bætt. Sjálfsagt er að leita sem fyrst
til fótasérfræðings og fá bætt úr
meininu með skurðaðgerð.
Of þröngir og támjóir skór eiga
einnig sök á því þegar naglaþykkildi
og inngrónar neglur myndast. Inn-
grónar neglur orsakast þó fyrst og
fremst af því að neglurnar eru klippt-
ar of langt niður með hliðunum. Hér
getur fótasérfræðingurinn einn hjálp-
að.
Támeyra
er svampur í húðinni milli tánna.
Ef meini þessu er ekki sinnl, getur
húðin flagnað illilega og ígerð mynd-
azt. Ódaunn fylgir þessu, og ætti því
hver sem þjáist af þessu hvimleiða
fótameini að fá sem skjótast ráðið
bót á því. Enda er það hægt á skömm
um tíma, þar sem í lyfjaverzlunum
bæjarins fást ágæt og fljótverkandi
fótaduft (talkum) og sprittvötn.
Líkþorn.
Þetta algenga, kvalafulla fótamein
læknast aldrei að fullu nema með
góðri samvinnu fótasérfræðingsins og
„sjúklingsins“. Vilji maður forðast að
fá aftur líkþorn eftir að búið er að
skera þau burt, má ekki vanrækja að
verja hina veiku staði með mýkjandi
smyrzlum og líkþornaplástrum, og
umfram allt að ganga í mjúkum
skóm, sem hæfa fótlaginu.
veita upplýsingar um ágæt baðvötn
og duft til þessara hluta. (Eau de
Cologne blandað 10—15% af formal
er ágætt, einnig að hella formol inn-
an í skóna.).
Þykkildi á hælnum
og hælsæri eru ennþá ein afleið-
ingin af því að „pína sig“ í of þröng-
um og hörðum skóm. Losið yður
strax við slíka skó, hlífið þykkildun-
um með Dr.-Scholl-fótaplástrum og
gangið eins oft og hægt er á leistum
innanhúss. Tíð fótaböð hjálpa.
Eins og að framan segir, er fótur-
inn sá líkamshluti, sem heldur uppi
líkamsþunganum, svo að það er ekki
of djúpt í árina tekið að segja, að
líkamleg og andleg veliíðan okkar sé
undir þessum þýðingarmikla líkmas-
hluta komin, og góðri meðferð þeirra
þarafleiðandi.
Fótsviti.
Tvær meginreglur til þess að þess-
um ágætu vinum okkar líði sem bezt:
Því miður er vissum húðtegundum
þessi kvilli meðfæddur, en úr honum
má bæta ákaflega mikið með full-
komnu hreinlæti, daglegum fótaböð-
um og fótapúðri. Hvaða lyfjaverzlun
sem er mun hafa á boðstólum og
Láta þá aldrei kveljast í of þröng-
um skóm og
Losa þá úr skóprísundinni innan-
húss og lofa þeim a<5 lireyfa sig
og anda eölilega.