Eldhúsbókin - 10.01.1970, Page 10

Eldhúsbókin - 10.01.1970, Page 10
Rifja-kóróna, hvort heldur hún er matreidd úr lambakjöti, svina- kjöti eða kálfakjöti, er glcesilegur réttur á matborðið og gœti gefið til kynna matgerðarlist á háu stigi. En i raun og veru er petta ákaflega einfalt. Látið saga hryggbeinið frá kjötinu. Biðjið um hrygg með löngum rifbeinum, þvi þá verður kórónan hœrri og veglegri. Skafið kjötið Rifja-kóróna efst af rifjunum og vefjið þau með álpappir svo pau brenni ekki við steikinguna. Skerið burt óparfa fitu og hreinsið kjötið og núið á pað salti, pipar og salviu eða blönduðu kryddi. Saumið hrygghelm- ingana satnan eins og sýnt er á myndinni. I*að er nauðsynlegt að sauma pað saman ef notaðir eru tveir helmingar. Ef hryggurinn et langur og aðeins eitt kjötstykki notað er nóg að vefja utan um kór- ónuna. Leggið kórónuna i ofnskúffu og steikið hana eins og venju lega ofnsteik. Ausið yfir kjötið við og við. Mjög Ijúffengt er að dreypa rauðvini yfir kjötið meðan pað er að steikjast. Þegar kórónan er borin fratn má fylla hana með ýmsu góðgceti, t.d. smjörsteiniurn sveppum, frönskum kartöflum, kortöflumosi, soðnum sveskjum, epl- um eða öðrum ávöxtum. Beinendana má pekja með pappirsstriml- um, álpappir eða eins og á myndinni með litlum steiktum laukurn. Leggið grcenmeti i kringum kórónuna á fatinu eða sprautið kortöflu- mosi i kring og hafið grcenmetið á öðru fati. Á myndinni er kórónan fyllt með soðnum gulrótum. Kóróna úr svínakjöti (grisakjöti) er sérlega Ijúffeng ef kjötið er léttsaltað og léttreykt. Matreitt á sama hátt nema kjötið er pá ekki núið salti fyrir steikninguna. Kartöflumos, grcenar baunir, aspas, rósakál og annað grcenmeti er tilvalið með pessu kjöti. FORMKÖKUR framh. af bls. 4 einni sítrónu — 2 tsk kardemommur — 2 tsk kanill — / tsk negull — 1 tsk engifer — 1 tsk koriander. SYKURBRÁÐ: 150 gr ilór- sykur — 2 tsk edik — /2 eggjahvíta. Smjörlíkið látið í pott ásamt hunangi, púðursykri, vatni og öllu kryddinu, og brætt við vægan hita. Lát- ið kólna alveg og hrærið eggjunum saman við, einu í senn. Hveiti og lyftiduft sáldað saman við og hrært varlega í. Ekki má hræra deigið of mikið því kakan verður þá seig. Látið í vel smurt og raspstráð ílangt mót, sem tekur ca 2 lítra. Bakað við vægan hita í eina klst. (ath með prjóni). Þeg- ar kakan hefur kólnað um stund í mótinu er hún fyrst tekin úr því. Þegar hún er alveg köld er sykurbráðinni smurt yfir hana. Hrærið vel saman flórsykur, edik og óþeytta eggjahvítuna. Hrær- ið þangað til bráðin er eins og þykkur rjómi. Bráðin stífnar eftir ca 10 mín. Rétt áður en bráðin er stíf má strá yfir kökuna sultuð- um appelsínuberki, sem skor- inn er í strimla. Hunangs- kakan er bezt ef hún er bæði geymd — og gleymd — í nokkurn tíma. Hún er Ijúffeng eins og hún kemur fyrir en ekki versnar hún ef sneiðarnar eru smurðar með smjöri. KAFFIKAKA Lítil kaka, sem gott er að baka í álmóti eða í eld- föstu móti. /00 gr smjörlíki — 100 gr sykur — 2 lítil egg — rifið hýði af /2 sítrónu — 50 gr kókosmjöl — /25 gr hveiti — / tsk lyftiduft — V2 dl mjólk — 1 stórt epli — syk- ur, kanill og möndlur til skrauts. Smjörlíki og sykur þeytt þar til það er freyðandi. Eggin hrærð saman við og þeytt um stund. Hveiti, lyftiduft, sítrónuhýði, kókos- mjöl og mjólk blandað í og að lokum eru eplin afhýdd, skorin í bita og látin í deigið. Deigið látið í smurt mót. Kanil og sykri blandað saman og stráð yfir ásamt dálitlu af söxuðum möndlum. Bakað við 210 gráðu hita í 25— 30 mín. SLÖNGUKAKA Góð slöngukaka er alltaf vinsæl með kaffinu. Hún geymist vel í ca 10 daga og er einnig tilvalin til að djúp- frysta. 4 egg — 200 gr sykur — 50 gr hveiti 50 gr kartöflmjöl — 2 tsk lyftiduft. FYLLI: epla-, aprikósu- eða hindberjamauk. Eggin þeytt vel með sykr- inum þar til freyðandi. Þurr- efni sálduð saman við með vírsigti til að mjölið falli jafnt og létt í eggjahræruna. Deigið látið í litla ofnskúffu sem klædd er með álþynnu og smurð með hálfbræddu smjörlíki. Ef þið eigið ekki slíka ofnskúffu má nota ál- þynnu 42x26 crrr og brjótið brúnirnar upp 2 cm og smyrjið vel. Bakað við 250 gráður í ca 8 mín í miðjum ofninum. Þegar kakan er full- bökuð er henni hvolft á sykurstráðan smjörpappír. Ávaxtamaukinu smurt yfir kökuna og hún vafin upp langsum og samskeytin lát- in snúa niður. Lögð til hlið- ar og látin kólna. EGGJAHVÍTUKAKA Ef til eru afgangs eggjahvít- ur notum við þær í þessa ágætu köku. /00 gr smjörlíki — 200 gr sykur — 2 tsk vanillusykur eða rifið hýði af einni sítrónu — / dl rjómi — /75 gr hveiti — 2 tsk lyftiduft — 4 eggjahvítur. Smjörlíki og sykur hrært vel saman. Vanillusykur eða sítrónuhýði, hveiti og lyfti- duft hrært saman við til skiptis með rjómanum. Eggja- hvíturnar stífþeyttar og hrærðar saman við að lokum. Deigið látið í vel smurt ílangt mót, sem er stráð raspi. Bakað við /75 gráður ' ca 45 mín. Kakan látin kólna í forminu um stund áður en henni er hvolft á rist og látin kólna alveg.

x

Eldhúsbókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.