Fréttablaðið - 17.03.2022, Page 8

Fréttablaðið - 17.03.2022, Page 8
Æ fleiri einstaklingar verða vöðvafíkn að bráð. Sumir nota skaðleg efni við hömlu- lausar æfingar. Sálfræðingur segir að foreldrar þurfi að ræða við börn um að styrkur sé ekki bara líkamlegur, ekki bara það sem sést. bth@frettabladid.is arib@frettabladid.is georg@frettabladid.is SAMFÉLAG Hluti Íslendinga leggur ofuráherslu á vöðvamassa, ekki síst ungir karlmenn. Rannsóknir sýna að steranotkun hefst hjá sumum ungmennum allt niður í 10. bekk. Áætlað er að tæplega fimm prósent Íslendinga líði fyrir vöðvafíkn eða bigorexíu sem kalla mætti öfuga anorexíu. Öfgafull og skaðleg sókn eftir stæltum líkama er að líkindum svar einstaklinga við því sem þeir telja vera kröfur samfélagsins, að sögn Ársæls Arnarssonar, prófess- ors á Menntasviði Háskóla Íslands. „Það þarf ekki nema að fara inn í líkamsræktarstöðvarnar til að sjá kjötfjöllin. Þar er oft eitthvað meira í gangi en neysla á skyri og æfingar,“ segir Ársæll. Bigorexía eða vöðvafíkn getur leitt til neyslu á skaðlegum efnum, svo sem sterum. Röskunin nær til allra kynja og yfir öll aldursbil. „En það er ekki síst ungt fólk sem spáir mikið í vöðva, sérstaklega karlar. Samfélagsmiðlar spila inn í, en þessi löngun í styrk, hvort sem hann er líkamlegur, vitsmunalegur eða af öðrum toga, hefur alltaf fylgt okkur. Grísku stytturnar og hetjusögurnar eru eitt dæmi. Þar er ekki fjallað um nein meðalmenni heldur frekar eitthvað sem mætti kalla hálfguði,“ segir Ársæll. Nektarmynd Burts ætti ekki séns Frægar eru nektarmyndir sem tíma- ritið Cosmo birti af Burt Reynolds árið 1972 sem þótti þá eitt helsta kyntákn alheims. „Ef Burt væri uppi í dag væri hann sennilega á vænum steraskammti, skorinn, fótósjopp- aður og sminkaður. Það er breyt- ingin sem orðið hefur,“ segir Ársæll. Hann segir mikilvægt að ekki sé bara horft neikvæðum augum á áhuga ungs fólks á að styrkja og fegra líkama sinn. Með aukinni áherslu á einstaklinginn hafi orðið ýmsar jákvæðar breytingar. Aukin sjálf lægni geti þó orðið vandi ef gripið er til örþrifaráða til að upp- hefja hið líkamlega. „Með aukinni einstaklingshyggju þurfum við að passa okkur á að hafa auga með þeim sem ganga of langt og reyna að eiga samtal við börnin okkar um að styrkur sé ekki bara líkamlegur, styrkur er ekki bara það sem sést,“ segir Ársæll. Útlitsheimur ungs fólk hafi ef til vill aldrei verið harðari en nú. „Þú ert þinn eigin fjölmiðill, það eru 4.000 fjölmiðlar í 10. bekk, allir búa til sitt eigið efni og sína eigin narra- tífu, meiri sjálfsvitund, meiri sjálf- lægni,“ segir Ársæll. Galdurinn við að sættast við eigin líkama og sál felst að sögn Ársæls í því að fólk sættist við sjálft sig eins og það er. Reyni að koma í veg fyrir að horfa neikvæðum augum á það sem upp á vantar, sættist við þá hugmynd að við eigum bara einn líkama og ef við styðjum við hann styður líkaminn okkur og stendur með okkur. „Í grundvallaratriðum er það eins með þetta og flest önnur vandamál. Við látum undan yfirborðsmennsk- unni, við viljum sýna styrk okkar með einhverju á yfirborðinu. En við þurfum að huga að því í hverju raunverulegur styrkur okkar felst. Ætlum við að eyðileggja heilsuna, stytta ævina vegna þess að okkur langar að líta vel út í augum ann- arra? Það er galin hugmynd.“ Undir áhrifum samfélagsmiðla Í umfjöllun erlendra fjölmiðla um bigorexíu kemur fram að ungt fólk sé oft undir áhrifum fyrirmynda af samfélagsmiðlum sem geri óraun- hæfar kröfur um stælta eða full- komna líkama. Af leiðingin geti orðið að fólk hugsi stöðugt um að byggja upp vöðva. Þráhyggjan er lykillinn í þessu, að sögn Ársæls. Fólki fer að líða illa ef það heldur að það sé að missa vöðvamassa en finnur fyrir vellíðan þegar það sinnir æfingum og öguðu mataræði. „Það býr til fíkn og þess vegna getum við vel talað um vöðvafíkn sem orð yfir stjórnleysi og van- líðan. Vöðvafíkn er mjög einmana- legt ástand.“ Þeir verða að stækka meira Birna Matthíasdóttir listmeðferðar- fræðingur starfaði á átröskunardeild Landspítalans í tólf ár, þar á meðal með mönnum með vöðva kvilla. Hún segir þetta f lókinn geðsjúk- dóm. „Þetta er ein leiðin til að takast á við slaka sjálfsmynd og erfiðleika í lífinu,“ segir hún. Sjúkdómurinn veldur miklum skerðingum á lífsgæðum. Honum fylgir iðulega kvíði og þunglyndi og má líkja þessu að sumu leyti við fíknisjúkdóm. „Þetta verður þráhyggja, útlitsþráhyggja. Hugs- unin snýst fyrst og fremst um að auka vöðvamassa með æfingum og ströngu mataræði. Ef farið er út af planinu getur það valdið miklum kvíða og sjálfsniðurrifi. Svo fara þeir yfirleitt að taka stera. Þetta er ekki mildur húsbóndi,“ segir Birna. Það er hægt að ná bata með réttri hjálp en það getur stundum verið erfitt að sleppa og finna aðra leiðir til að takast á við tilfinningarnar. Fólk þarf að vera tilbúið til að fá aðstoð, það getur verið erfitt að vinna með vandann ef einstaklingurinn lítur ekki á þetta sem vandamál. „Samfélagsmiðlar hjálpa ekki til og geta ýtt undir sjúkdóminn,“ segir Birna. n Þetta er ein leiðin til að takast á við slaka sjálfsmynd og erfið- leika í lífinu. Birna Matthíasdóttir, listmeðferðar­ fræðingur Ætlum við að eyði- leggja heilsuna vegna þess að okkur langar að líta vel út í augum annarra? Ársæll Arnarsson, sál­ fræðiprófessor Vöðvafíkn er mjög einmanalegt ástand Þeir sem missa stjórn á líkamsrækt upplifa að þeir verði að stækka meira og meira, stækka endalaust líkt og í viðsnúinni anorexíu. Oft með inntöku stera. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sterar eru margir hverjir með óljósa laga­ lega stöðu, bæði hér á landi og er­ lendis. Auðvelt er að panta þá í gegnum netið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Hverju breyta sterar? Þuríður Þorbjarnardóttir líf­ fræðingur segir að íþrótta­ menn neyti vefaukandi stera, ýmist í pillu­ eða sprautu­ formi, í þeirri von að bæta árangur. Oft séu skammtarnir mjög stórir eða allt að 100 sinnum stærri en skammtar í læknisfræðilegum tilgangi. Karlmenn á sterum geta lent í því að eistu þeirra minnki. Aðrar algengar auka­ verkanir steranotkunar séu miklar bólur í andliti, ofur­ hárvöxtur eða hárlos og lítil stjórn á tilfinningum. Notkun stera er bönnuð. Nýju sterarnir SARMs, eða „nýju sterarnir“, eru lyf sem samkvæmt erlendum fjölmiðlum eru notuð í auknum mæli af íþróttamönnum, vaxtarrækt­ arfólki og unglingum víða um heim. Dæmi um vinsældir þessara lyfja meðal táninga má meðal annars sjá á sam­ félagsmiðlinum TikTok. Lyfið virðist aðgengilegra en hefðbundnir vefaukandi sterar. Hægt er að panta það á netinu og fá sent heim án mikilla vandkvæða. Aðgengið virðist fyrir hendi vegna óljósrar lagalegrar stöðu lyfjanna sem hafa sum hver ekki verið skilgreind ólögleg. Í umfjöllun New York Times er greint frá því að margar lyfja­ og eftirlits­ stofnanir hafi varað við neyslu á þessum lyfjum. Lögreglan á Íslandi hefur enn ekki orðið vör við neyslu á þessum tilteknu lyfjum. Samkvæmt svörum við fyrir­ spurnum Fréttablaðsins eru ekki til nákvæmar upplýs­ ingar um dreifingu efnanna hér á landi. Hvert er hægt að leita? Fyrir 18 ára og eldri: Átröskunarteymi Land­ spítala, heilsugæsla, sér­ fræðingar, námsráðgjafi eða skólasálfræðingur. Fyrir yngri en 18 ára: Átröskunarteymi BUGL. 8 Fréttir 17. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 17. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.