Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 17.03.2022, Qupperneq 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hann er ekki sama víðsýna og umburðar- lynda stjórn- málaaflið og hann var áður þegar hann var mynd- aður af breiðfylk- ingu fólks frá ysta hægri inn að mildri miðju. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjöl- þættri aðstoð. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Aðalfundur Ferðafélagsins Útivistar verður haldinn fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 20. Fundurinn verður haldinn í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar Ferðafélagið Útivist AÐALFUNDUR arib@frettabladid.is The Man Alveg eins og kínamatur í Kína er einfaldlega kallaður matur þá hlýtur sýslumaður án sýslu ein­ faldlega að kallast „maður“, eða „maðurinn“. Á skiltunum fyrir utan útibúin má endilega fylgja ensk þýðing, „The Man“. Það kann líka að vera að stofnana­ nafna nefnd dragi upp nafnið stiftamtmaður ríkisins. Sama hvernig fer með nafnið á end­ anum þá er alveg ljóst að búið er að ákveða hver verði fyrsti „The Man“, það er Brynjar Níelsson, ekki ráðherra heldur landstjóri. Bensínstöðvasjoppuhreppur Örnefnanefnd heldur áfram að sinna því hlutverki sínu að drepa allar mögulega skemmtilegar hugmyndir sem gætu gert fólk stolt af sinni heimabyggð. Nú á að passa upp á að sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjar­ sveitar verði til þess að drepa kortalesendur úr leiðindum. Tillögurnar eru Zzzzþing, Ein­ hverstaður og Bensínstöðva­ sjoppuhreppur. Óvíst er hvort heimamenn berjist gegn þeim leiðindum enda hættulega nálægt Múlaþingi. Það eru full­ komlega sæmilegir valkostir til að berjast fyrir, þar á meðal Andabyggð, sem hljómar eins og Andabær. Hraunborg, sem rykföllnu málfræðingarnir telja ekki hæfa því svæðið hefur verið dæmt til dreifbýlis til eilífðar. Og Mýþing, sem er nett. ■ Forkólfar Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það í sinni pólitík að vera utan helsta og sterkasta friðar­ bandalags Evrópu þar sem lýðræði, markaðsfrelsi, samkeppni og nýsköpun skipta meginmáli ásamt afdráttarlausri áherslu á mannréttindi. Af ræðum þeirra og ritum má eiginlega ráða að Íslandi standi ekki meiri stuggur af nokkru bandalagi – og að nokkurn veginn allt sem það standi fyrir sé Íslendingum óviðkomandi. Gott ef sama bandalag muni ekki gleypa landið í einum bita fari svo að Ísland gangi í björgin þau arna. Gamli flokkurinn sem talaði á fyrri tíðum digurbarkalega fyrir vestrænni samvinnu og öflugum viðskiptasamböndum á alþjóðavísu er nú hjáróma talsmaður þess að hundsa helsta efnahagsbandalag álfunnar sem líklega hefur aldrei staðið sterkar og þéttar saman um að hrista af sér óværu einræðis og yfirgangs í sínum heimshluta. Þessi einbeitti ásetningur flokksins er líklega stærsti pólitíski afleikurinn í sögu hans. Honum er bókstaflega stefnt gegn meginstefnumálum flokksins um frelsi og markaðshyggju. Hann er úr takti við kröfu hans um óskorað lýðræði og réttarríki. Og það er auðvitað líka til marks um þessa veruleikafirringu flokksins að hann er eini hægriflokkurinn af sínu tagi í Evrópu sem efast jafn óskaplega um ágæti bandalagsins, ellegar – og það er kannski betur orðað – hræðist það og skelfist. Raunar er nú svo komið að flokkurinn er úti á þekju í evrópsku samstarfi hægriflokka vegna þessa og varla eða ekki húsum hæfur með langflestum þeirra, enda er það höfuðeinkenni langflestra sambærilegra flokka á meginlandi álfunnar að tala fyrir sterku efnahagsbandalagi. Ásýnd Sjálfstæðisflokksins hefur beðið hnekki vegna þessa. Það sér á flokknum. Hann er ekki sama víðsýna og umburðarlynda stjórn­ málaaflið og hann var áður þegar hann var myndaður af breiðfylkingu fólks frá ysta hægri inn að mildri miðju. Hann hefur einangrast í afturhaldi og óttablandinni umræðu um að hagsmunum Íslands sé best borgið með tak­ markaðri aðild að sterkasta lýðræðisbandalagi heims, en þiggja þaðan molana, vissulega, án þess þó að hafa þar nokkuð að segja um reglu­ verk og ákvarðanir. Sjálfstæðisflokkurinn er að þessu leyti úti á túni í Evrópu. Og það er hlutskipti sem hann hefur ákveðið sjálfum sér. Það eru ótrúleg örlög flokks sem lagði á það ofuráherslu í eina tíð að vera fjöldahreyfing fólks sem virðir vest­ ræna samvinnu umfram allt annað. En kannski langar hann bara að verða lítill? ■ Afleikurinn Á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu hafa óskað eftir hæli hérlendis. Væntanlega verður tekið á móti um 2.000 manns. Sumir snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð. Margt þessa stríðshrjáða fólks mun setjast að með börn sín í Reykjavík. Við getum átt von á 200 úkraínskum börnum til Reykjavíkur, jafnvel fleiri. Borgarbúar, fyrirtæki og stéttarfélög hafa boðið fram húsnæði af öllu tagi. Þak yfir höfuðið er frumskilyrði. Umfangsmikillar aðstoðar er þörf Flóttamennirnir koma hingað allslausir. Hlutverk Reykjavíkurborgar er að veita flóttafólkinu fjárhags­ lega og félagslega aðstoð. Börnin þurfa að komast sem fyrst í leik­ og grunnskóla, í frístund og tómstundir. Mikilvægt að þau geti sem allra fyrst lifað eðlilegu og öruggu lífi. Ljóst er að nú þarf borgarmeirihlutinn að endur­ skoða útdeilingu fjármagns. Fresta fjárfrekum fram­ kvæmdum. Geislabaugurinn skrautlegi á Lækjartorgi verður að fara á ís. Sama gildir um önnur verkefni sem ekki eru nauðsynleg. Bíða með fjárfrekar framkvæmdir Flokkur fólksins vill breyta forgangsröðun við útdeilingu fjármagns. Setja á fólk og þarfir þess í fyrsta sæti. Með komu úkraínsku barnanna bætist í hóp barna sem þarfnast aðstoðar af ýmsu tagi. Meirihlutinn getur ekki lengur lamið hausnum við steininn. Flokkur fólksins skorar á borgarstjóra og meirihlutann að sýna lit. Langir biðlistar eru eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík. Börnin, sem bíða eftir fagþjónustu skóla, eru 1.804. Langur biðlisti er eftir félagslegu húsnæði og sértæku fyrir fatlaða. Ef spilin verða ekki endurstokkuð er hætta á að Reykjavíkur­ borg axli hvorki ábyrgð sína um lögbundna þjónustu né megni að sinna stríðshrjáðum fjölskyldum frá Úkraínu. ■ Geislabaugurinn á Lækjartorgi á ís Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykja­ vík SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.