Fréttablaðið - 17.03.2022, Page 13
Óöryggið er utan
bandalaga Evrópu.
Blóðbaðið í Úkraínu er sterk áminn-
ing. Það sýnir hversu f ljótt veður
skipast í lofti.
Þessa daga skilja engir betur en
Úkraínumenn að afl lýðræðisþjóða
í Evrópu til að tryggja hagsmuni
sína felst í aðild að Evrópusamband-
inu og Atlantshafsbandalaginu.
Einhugur í stað efasemda
Allar lýðræðisþjóðir álfunnar deila
þessum skilningi með úkraínsku
þjóðinni. En örlög hennar ráðast
nú af því að hún stendur utan dyra.
Fyrir rúmu ári voru uppi raun-
verulegar efasemdir um hvort
Atlantshafsbandalagið gæti staðið
við fimmtu grein sáttmálans um
að árás á eitt ríki jafngilti árás á
þau öll. Þáverandi forseti Banda-
ríkjanna hafði berum orðum gefið
til kynna að það væri ekki gefið mál.
Nú er bandalagið meira einhuga en
nokkru sinni fyrr.
Eins er með Evrópusambandið.
Brexit og uppgangur popúlista í Evr-
ópu leiddi í fyrstu til þess að margir
efuðust um að það gæti áfram verið
kjölfesta stöðugleika, hagsældar
og friðar, ef verulega reyndi á. Það
gerðist hins vegar ekki.
Eitt í útlöndum en annað heima
Nokkrum dögum eftir innrás Rússa
fékk forsætisráðherra fyrirspurn á
Alþingi um hvort full samstaða væri
í ríkisstjórninni um allar aðgerðir
Evrópusambandsins og Atlantshafs-
bandalagsins.
Forsætisráðherra sagði að þrátt
fyrir stefnu VG talaði hún á erlend-
um vettvangi fyrir þjóðaröryggis-
stefnunni, sem Alþingi samþykkti
en flokkur hennar gat ekki fellt sig
við. Hvað þýðir þetta í raun og veru?
Það er vissulega samstaða í ríkis-
stjórninni um stuðning við allar
aðgerðir bandalagsþjóðanna.
En forsætisráðherra talar bara á
erlendum vettvangi fyrir utanríkis-
stefnunni. Hún ætlar öðrum að færa
rök fyrir henni hér heima.
Styrkurinn felst í
sannfæringunni
En þessi orð segja annað og meira.
Þegar leiðtogi þjóðarinnar talar á
erlendum vettvangi fyrir utanríkis-
stefnunni er það vegna lagaskyldu
en ekki sannfæringar.
Forsætisráðherra og f lokkur
hennar telja hagsmunum Íslands
best borgið utan Atlantshafsbanda-
lagsins og Evrópusambandsins.
En nú eins og jafnan áður felst
styrkurinn í málf lutningi fyrir
íslenskri utanríkisstefnu í sann-
færingu fyrir málstaðnum.
Veikleikinn felst í tilvísun í sam-
þykktir, sem aðrir hafa gert.
Samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn
hafa ákveðið að málf lutningur á
þeim grunni þjóni best íslenskum
hagsmunum, jafnvel á örlagaríkum
tímum.
Hjartað sló ekki með
Í minni mitt er greipt gamalt sjón-
varpsviðtal, sem Bogi Ágústsson
átti við Uffe Ellemann-Jensen fyrr-
verandi utanríkisráðherra Dana.
Þar sagði þessi reyndi stjórnmála-
leiðtogi að engin þjóð ætti að sækja
um aðild að Evrópusambandinu
nema gera það með hjartanu. Með
öðrum orðum: það þarf sann-
færingu fyrir því að hagsmunum
þjóðarinnar sé best borgið þar og
hjartað þarf að slá með þeim gild-
um, sem samstarfið snýst um.
Þegar Ísland sótti um aðild 2009
samþykkti VG umsóknina í ríkis-
stjórn og á Alþingi en lýsti því jafn-
framt yfir að það myndi vinna gegn
henni í samræmi við stefnu flokks-
ins. Hjartað sló sem sagt ekki með.
Því fór sem fór.
Langvarandi áhrif
Heimsmyndin hefur mikið breyst
frá því í kalda stríðinu. Og styrjöldin
í Úkraínu hefur svo kollvarpað hlut-
unum. Þessir grimmilegu atburðir
munu hafa meiri áhrif á valdahlut-
föllin milli lýðræðis og einræðis í
heiminum en við sáum áður fyrir.
Mestu áhrifin fyrir Ísland koma
fram í því að í fyrirsjáanlegri fram-
tíð munum við í ríkari mæli en áður
tryggja hagsmuni okkar best með
aukinni efnahagslegri samvinnu
og viðskiptum við bandalagsríki í
Evrópu. Þar verður öruggast skjól
fyrir frjáls viðskipti.
Óöryggið er utan bandalaga Evr-
ópu. Pólitísk staða Íslands styrkist
hins vegar með setu við borðið í Evr-
ópusambandinu eins og í Atlants-
hafsbandalaginu.
Nýtt stöðumat
Lokaskrefið frá aðild að innri mark-
aði Evrópusambandsins til fullrar
aðildar gerist ekki í einu vetfangi.
Það kallar á umræðu milli f lokka
og innan f lokka. En nýtt stöðu-
mat er óhjákvæmilegt. Orð eru til
alls fyrst. Fyrsta skrefið er að opna
umræðu, sem hefur verið lokuð.
Við höfum séð vel að undan-
förnu að samvinna í varnarmálum
og efnahags- og viðskiptamálum
verður ekki í sundur greind. Og við
höfum fundið að slík samvinna
verður að byggjast á sameiginlegum
gildum. n
Hjartað þarf að slá með
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
FIMMTUDAGUR 17. mars 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ