Fréttablaðið - 17.03.2022, Síða 18
Tónlistarmaðurinn Ísidór sendi í
síðasta mánuði frá sér fyrsta lagið
af væntanlegri plötu sem kemur út
í vor. Lagið heitir Ekki fokkí mér
en væntanleg plata er að hans sögn
í raun tilraun til að búa til músík
sem er byggð á popptónlist. „Ég
hef samið mikið af tilraunatónlist
og tónverkum og í þeim reynt að
vinna með hljóð og áferðir sem
eru óhefðbundnar. Gerð þessarar
plötu var mín tilraun til að taka
þessi óhefðbundnu hljóð og máta
þau við form popptónlistar. Platan
er búin að vera til í þó nokkurn
tíma, í að verða tvö ár. En loksins
kom allt það saman sem þurfti til
að leyfa henni að líta dagsins ljós.“
Með mörg járn í eldinum
Ísidór, sem heitir fullu nafni Ísidór
Jökull Bjarnason, útskrifaðist með
BA í nýmiðlatónsmíðum síðasta
vor. „Ég hef unnið sem hljóðmaður
hjá Borgarleikhúsinu í nokkur ár
og hef mikinn áhuga á leikhúsi
og gjörningalist. Ég hef verið að
semja og spila tónlist síðan ég var
í grunnskóla og spilað í alls konar
bílskúrsböndum. Sá áhugi óx svo
stöðugt í menntaskóla. Á seinasta
ári gáfum við drengirnir í hljóm-
sveitinni Vill, sem inniheldur auk
mín Muna og Jóa Pé, út plötuna
Milljón Ár.“
Hann samdi einnig tónlistina
og hljóðhannaði fyrir leikritið Ég
hleyp, sem frumsýnt var nú í mars
í Borgarleikhúsinu. „Sýningin
er einleikur, en Gísli Örn leikur
og Harpa Arnardóttir leikstýrir.
Sýningin hefur hlotið góða dóma
og er ég hæstánægður með mjög
jákvæða umfjöllun um tónlistina í
verkinu.“
Gaman að vinna með öðrum
Það eru því spennandi tímar
fram undan að hans sögn. „Mig
langar mikið að vinna að fleiri
tónverkum. Bæði sjálfstæð verk
og verk fyrir aðra miðla, eins og
kvikmynda- og leikhústónlist. Ég
er í augnablikinu að elta uppi nýjar
áskoranir og að reyna að koma
sjálfum mér á óvart með því sem
ég er að semja. Einnig hef ég mjög
gaman af því að semja og pródús-
era músík með öðru tónlistarfólki
og langar að gera meira af því.“
Ísidór Jökull Bjarnason sýnir
lesendum inn í fataskápinn sinn.
Spurt og svarað:
Hvernig hefur tískuáhugi þinn
þróast undanfarin ár?
Tískuáhugi minn hefur gjör-
breyst á seinustu árum. Það er ekki
mjög langt síðan ég velti mér voða
lítið upp úr tísku og mínum eigin
fatastíl. Í dag nýt ég þess mikið
að gera tilraunir og skoða nýja
hluti. Mér finnst skemmtilegt að
skoða smáatriðin í f líkum, hvernig
breytingar í sniðum breyta stemm-
ingunni og svoleiðis.
Hvernig fylgist þú helst með
tískunni?
Ég er að elta nokkur fatamerki
og verslanir á samfélagsmiðlum
en skoða aðallega fólk í kringum
mig. Ég á nokkra vini sem eru að
læra fatahönnun og kynnist nýjum
pælingum í gegnum þá. Annars
reyni ég bara að fara í búðir og
skoða nýjar fatalínur.
Hvar kaupir þú helst fötin þín?
Ég kaupi flest allt notað, í Verzl-
anahöllinni eða álíka stöðum.
Annars reyni ég líka að grípa flíkur
í spennandi fatabúðum erlendis
sem eru kannski með annan stíl í
boði en er hérna heima.
Hvaða litir eru í uppáhaldi?
Ég hef verið að vinna með dökka
liti í dágóðan tíma núna en er að
koma mér út úr því. Ég leyfi mér
ekki að kaupa neitt svart í augna-
blikinu. Annars hugsa ég almennt
ekki um hluti sem uppáhalds.
Það fer alltaf eftir samhengi og
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Hér klæðist Ísidór Misbhv-gollu og bol frá COS. Prufubuxurnar eru saumaðar af Eysteini Aroni
Halldórssyni og Muna Jakobssyni. Svartur eyrnalokkurinn er frá Högnu Heiðbjörtu Jónsdóttur.
Hér klæðist Ísidór 66°Norður x CCTV-jakka og peysan er
saumuð af Muna Jakobssyni. .FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Samsøe Samsøe vegan leðurbuxur og hvítur netabolur sem var keyptur not-
aður. Keðju-eyrnalokkar frá Högnu Heiðbjörtu Jónsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Starri Freyr
Jónsson
starri
@frettabladid.is
stemningunni sem maður er í.
Þessa stundina er ég samt mikið
að horfa til jarðlita, líður þannig
þessa dagana.
Áttu minningar um gömul tísku-
slys?
Þó nokkur af unglingsárum
mínum voru tískuslys út í gegn,
endalausir litir settir saman alveg
samhengislaust. Það er að hluta
til af hverju ég færði mig meira í
dökka liti, mig vantaði eiginlega
„reset“ á minn eigin fatastíl.
Hvaða þekkti einstaklingur er
svalur þegar kemur að tísku?
Hef alltaf fílað lúkkið á King
Krule og A$ap Rocky.
Hvaða f líkur hefur þú átt lengst
og notar enn þá?
Það er líklegast svarta Rassvet
crewneck-peysan mín.
Áttu uppáhaldsverslanir?
Hérna heima fíla ég að fara í
Verzlanahöllina og Rauða kross-
inn. Þegar ég ferðast reyni ég alltaf
að taka góðan hring í Acne, það er
svo gaman að skoða flíkurnar þar
og sækja innblástur. Einnig hef ég
gaman af því að skoða Doverstreet
Market á netinu.
Áttu eina uppáhaldsf lík?
Ég held að það myndi vera
mjúku leðurbuxur frá Samsøe
samsøe.
Notar þú fylgihluti?
Ég er alltaf með hálsmen og
eyrnalokka og nýt þess mikið að
nota mismunandi skartgripi við
mismunandi lúkk.
Eyðir þú miklum peningum í föt
miðað við jafnaldra þína?
Nei, ég geri það ekki. Mér finnst
best að kaupa notað og missi mig
ekki í búðum almennt. Það koma
líka oft löng tímabil þar sem ég
velti tísku lítið fyrir mér og eyði
öllum mínum pælingum í músík
eða verk sem ég er að vinna að. Tek
síðan tímabil á móti þar sem ég
pæli í fötum og er þá duglegri að
kaupa nýjar flíkur. n
Ég er í augnablik-
inu að elta uppi
nýjar áskoranir og að
reyna að koma sjálfum
mér á óvart með því sem
ég er að semja.
Mér finnst
skemmti-
legt að
skoða
smáatriðin
í flíkum,
hvernig
breytingar
í sniðum
breyta
stemm-
ingunni og
svoleiðis.
2 kynningarblað A L LT 17. mars 2022 FIMMTUDAGUR