Fréttablaðið - 17.03.2022, Side 32

Fréttablaðið - 17.03.2022, Side 32
Leikritið snýst að hluta til um að oft heldur fólk að það sem aðrir eiga sé miklu betra og eftirsókn- arverðara en það sem það á sjálft. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Umskiptingur er nýtt barna- leikrit eftir Sigrúnu Eldjárn sem frumsýnt verður í Þjóð- leikhúsinu laugardaginn 19. mars. Umskiptingur er einnig kominn út sem bók hjá Forlaginu og hefur verið dreift í búðir. Leikritið var valið úr 150 leikverkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið aug- lýsti eftir leikritum og hugmyndum að leikritum fyrir börn. „Ég fór að leita í hugmyndabankanum mínum og fann þar leikrit sem ég hafði skrif- að nokkru fyrr og fór að vinna í því aftur. Svo sendi ég það inn. Eftir að það var valið fannst mér alveg kjörið að breyta leikritinu í sögu og gefa hana út á bók,“ segir Sigrún. Saga á þremur plönum Eins og nafn verksins gefur til kynna er þar fjallað um umskipt- inga. Um söguþráðinn segir Sig- rún: „Umskiptingar koma fyrir í þjóðsögunum og eru þá yfirleitt gamlir álfakarlar sem skildir eru eftir í staðinn fyrir lítið barn sem rænt er úr vöggu sinni. Í minni sögu er tröllskessa nokkur sem þráir fegurð og æðri listir. Hún býr í helli með tröllakrökkunum sínum sem henni finnst helst til hávaðasöm og ófríð. Hún er þreytt á ástandinu, fer af stað í leit að fegurðinni og tekur einn tröllakrakka með sér. Hún gengur síðan fram á undurfagra stúlku sem steinsefur þar í berja- lautu. Skyndilega ákveður hún að taka stúlkuna með sér burt en skilja sofandi trölla strákinn eftir í hennar stað. Hún hefur á þeim skipti. Þegar bróðir stúlkunnar upp- götvar að systir hans er horfin og tröllastrákurinn uppgötvar um leið að mamma hans er týnd hefja þeir árangurslausa leit að þeim. Þeir hrópa örvæntingarfullir á hjálp. Ofurpabbi, ásamt ofurbörnum sínum tveimur, heyrir neyðar- ópin og fer strax á stúfana. Þá færist mikið fjör í leikinn! Sagan er á þremur plönum. Það eru systkinin Bella og Sævar sem eru í berjamó. Tröllskessan og hennar börn í helli sínum og að síðustu ofurfjölskylda á sveimi. Leikritið snýst að hluta til um að oft heldur fólk að það sem aðrir eiga sé miklu betra og eftirsóknarverðara en það sem það á sjálft. Mjög oft er það algjör misskilningur!“ Ný reynsla Sara Martí Guðmundsdóttir leik- stýrir verkinu, tónlistina semur Ragnhildur Gísladóttir og Snorri Freyr Hilmarsson leikmynd og búninga. Leikarar eru: Auðunn Sölvi Hugason, Arnaldur Halldórs- son, Katla Líf Drífu-Loisdóttir, Arn- dís Hrönn Egilsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson, Tinna Margrét Hrafnkels- dóttir og Andri Páll Guðmundsson. „Þetta er ný reynsla fyrir mig,“ segir Sigrún. „Reyndar gerði ég á sínum tíma leikrit upp úr tveimur sögum um Kugg og Málfríði og mömmu hennar. Sú leikgerð var sýnd í Kúlu Þjóðleikhússins. Það var samt öðruvísi en núna því þá var ég að vinna með kunnuglegar persónur sem ég hafði gert margar sögur um. Núna legg ég fram nýtt leikrit og svo taka leikstjórinn og leikararnir við. Fjölmargir aðrir leggja auðvitað hönd á plóg, til dæmis gerir Ragga Gísla frábæra tónlist við verkið og Snorri Freyr f lotta leikmynd og búninga. Ég er vön að sitja ein í mínu horni, skrifa og teikna og ráða öllu þegar ég geri bækur. Nú ákvað ég að vera ekki mikið að skipta mér af því hvernig þessir snillingar ynnu úr mínu verki. Mér fannst skemmtilegt að leggja það í hendurnar á þessu góða listafólki og sjá hvað úr verður. Það er einmitt það sem leikhúsið snýst um, að fólk vinni saman, allir leggi sitt af mörkum og útkoman verður dásamleg!“ n Tröllskessa þráir fegurð Sigrún Eldjárn sendir frá sér nýja barnabók og leikrit eftir sögunni verður frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Ný sýning verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar á morgun, föstudag- inn 18. mars klukkan 16-18. Sýning- in heitir Volcanoroids og þar verða sýndar ljósmyndir Guðmundar Óla Pálmasonar (einnig þekktur sem Kuggur). Viðfangsefnið er gosið við Fagradalsfjall. Guðmundur Óli er lærður ljós- myndari sem hefur haldið fjölmarg- ar sýningar og hafa verk hans birst í allnokkrum erlendum tímaritum. Guðmundur Óli hefur í gegnum árin þróað sína eigin einstöku aðferð í listsköpun sinni. Hann tekur ljós- myndirnar á útrunnar Polaroid- f lysjufilmur og bætir við ýmsum efnum í framköllunarferlinu. Við- fangsefninu og myndrammanum er þá stýrt af Guðmundi Óla en síðan sleppir hann tökunum með því að láta efnin hafa sín óútreiknan- legu áhrif á filmuna. Við þetta fá myndirnar óraunverulegan, draum- kenndan og jafnvel drungalegan blæ. Þess má geta að degi eftir opnun Volcanoroids verður ný heimildar- mynd um eldgosið við Fagradals- fjall, Fire and Iceland, frumsýnd í Bíó Paradís og þar er meðal annars fjallað um ljósmyndir Guðmundar Óla. Síðasti sýningardagur Volc- anoroids er 13. apríl. n Guðmundur Óli og gosið við Fagradalsfjall Ein af myndum ljósmyndarans á sýningunni í Mosfellsbæ. kolbrunb@frettabladid.is Myndir og bækur – heimildir og hliðarsögur, er yfirskrift fyrirlestrar sem Margrét Tryggvadóttir mynda- ritstjóri og rithöfundur heldur í Ljós- myndasafni Reykjavíkur á morgun, föstudaginn 18. mars klukkan 12.10. Margrét mun í erindi sínu veita áhugaverða innsýn í vinnu sína sem myndaritstjóri og fjalla um hvað felst í myndaritstjórn. Hún mun ræða hlutverk mynda í bókum og velta upp spurningum um hve- nær við þurfum þær og hvenær við getum jafnvel sleppt textanum. Að mati Margrétar getur rétt myndaval stutt við aðra frásögn en líka skapað ótal hliðarsögur sem geta verið dýr- mætar. Fyrirlesturinn fer fram í sýn- ingarsal Ljósmyndasafnsins á 6. hæð Grófarhúss. n Hlutverk mynda í bókum Margrét Tryggvadóttir rithöfundur heldur fyrirlestur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við þetta fá mynd- irnar óraunverulegan, draumkenndan og jafnvel drungalegan blæ. 24 Menning 17. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 17. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.