Fréttablaðið - 24.03.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 24.03.2022, Síða 4
Þá er nauðsynlegt, þegar farið er með eignir þjóðarinnar, að ferlið sé gagnsætt og fullt traust ríki um söluna. Það var búið að ákveða að þarna væri verið að brjóta reglur og horfðu fram hjá öðrum atrið- um sem bentu til annars. Skúli Sveinsson, lög- maður eiganda hússins FÁRÁNLEGA LÁGT VERÐ Við bjóðum upp á takmarkað magn af hjólbörðum og felgum fyrir fólksbíla, minni jeppa, stærri jeppa og pallbíla. Ný og ónotuð dekk á ótrúlegu lágu verði. Gott úrval af dekkjum og felgum. Hér fyrir neðan má sjá verðdæmi um dekk og felgur í boði: Dekkja- og felgugangar: 32” 255/75R17 - 199.000 kr. 33,5” 285/60R20 - 199.000 kr. 33” 275/70R18 - 179.000 kr. Dekkjagangur: 28” 235/55R18 - 59.900 kr. 30” 265/60R18 - 69.960 kr. 33” 275/70R18 - 79.600 kr. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ISBAND.IS, DEKK@ISBAND.IS OG Í SÍMA 590 2323 FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00 Fleiri stærðir í boði. Uppgefið verð er heill umgangur eða 4 stk með vsk. Fyrrverandi íbúar og aðstand- endur þeirra sem létust hafa stefnt eiganda Bræðraborgar- stígs 1. Í minnisblaði bygg- ingarverkfræðings eru gerðar miklar athugasemdir við skýrslu HMS um brunann. ingunnlara@frettabladid.is arib@frettabladid.is DÓMSMÁL Fyrrverandi íbúar og aðstandendur þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 sumarið 2020 telja sannað að Krist- inn Jón Gíslason, eigandi hússins og HD Verks, hafi valdið þeim tjóni þar sem húsið uppfyllti ekki kröfur um brunavarnir, eldvarnir og eld- varnareftirlit. Vísa þau í matsgerð Guðmundar Gunnarssonar bygg- ingarverkfræðings og skýrslur Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), máli sínu til stuðnings. Fram kemur í stefnunni að sex hinna fyrrverandi íbúa hafi orðið fyrir varanlegri örorku. Tveir krefj- ast þjáningarbóta. Öll hafa þau þurft að leita til ýmist sálfræðings eða geðlæknis vegna andlegrar heilsu sinnar í kjölfar brunans, þar á meðal vegna kvíða, þunglyndis og áfallastreituröskunar. Guðmundur hefur einnig unnið minnisblað fyrir lögmann eiganda hússins. Þar segir að skýrsla HMS sé lituð af afleiðingum brunans en ekki reglum um brunavarnir. „Þegar hús, sem byggt er árið 1906 og er að miklu leyti með þeim byggingarmáta sem þá var í gildi er skoðað eftir byggingarreglugerðinni sem var í gildi á árinu 2000, sést að til þess að uppfylla þá reglugerð þarf nánast að endurbyggja húsið,“ segir í minnisblaði Guðmundar. Bygg- ingarfulltrúi hafi ekki gert kröfu um endurbyggingu. „Í reynd hefur framkvæmdin varðandi breytingar á eldri húsum verið sú að þær breytingar sem verið er að sækja um eiga að uppfylla gild- andi kröfur en aðrir hlutar hússins eru hafðir óbreyttir því kröfur til brunavarna eru ekki afturvirkar.“ Þá eru gerðar miklar athuga- semdir við skýrsluna. „Skýrsla HMS um húsið er um margt mjög sérstök og ber með sér ályktanir sem eru huglægar og litaðar af afleiðingum brunans.“ Í skýrslu HMS segir að þær litlu brunavarnir sem hafi verið á teikningunum árið 2000 hafi ekki verið til staðar, það hafi gert húsið óbyggilegt frá brunatæknilegu sjónarhorni. Í stefnunni kemur fram að eigandinn hafi ekki brugðist við ítrekuðum áskorunum nágranna og leigjenda um að bæta brunavarnir, f lóttaleiðir, reykskynjara, slökkvi- tæki og annað aðbúnað. Í minnisblaðinu segir að í skýrslu HMS séu dregnar rangar ályktanir af teikningum byggingarfulltrúa. Teikningin sé frá fyrrverandi eig- anda fyrstu hæðar hússins sem hafi verið gerð í tengslum við umsókn um fyrirhugaðar breytingar á hús- inu um aldamótin og því ætti ekki að miða við reglugerðir um bruna- varnir frá aldamótum. Kröfur um brunavarnir séu ekki afturvirkar. „Sú fullyrðing að húsið verði vegna þessa óbyggilegt frá bruna- tæknilegu sjónarhorni lýsir ein- ungis skoðun skýrsluhöfundar en tekur ekki heildstætt á ástandi húss- ins og allra annarra húsa af þessari stærð og byggingarlagi á landinu,“ segir í minnisblaðinu. Ætla megi að svipað ástand sé á húsum frá byrjun 20. aldar, um sé að ræða vanda sem hafi legið fyrir frá því sumarið 1915 eftir brunann í Hótel Reykjavík. Einnig er gerð athugasemd við að breytingar hafi verið gerðar á húsinu sem voru ekki í samræmi við sam- þykktar teikningar. Í minnisblaðinu segir að líklega sé um að ræða létta milliveggi sem séu undanþegnir byggingarleyfi og algengt sé að eig- endur setji upp án tilkynningar. Skúli Sveinsson, lögmaður Krist- ins Jóns og HD Verks, segir ljóst af minnisblaðinu að ályktun HMS byggi á röngum forsendum. „Það var búið að ákveða að þarna væri verið að brjóta reglur og horft fram hjá öðrum atriðum sem bentu til annars,“ segir hann. n Nánar á frettabladid.is Gera athugasemdir við skýrslu HMS Húsið brann þann 25. júní 2020. Þrír létust í brunanum. Karlmaður á sjö- tugsaldri kveikti í húsinu. Hann var dæmdur ósakhæfur í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI elinhirst@frettabladid.is  STJÓRNSÝSLA Í gær fór fram útboð Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent- um af hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem jafngildir 450 milljónum hluta í bankanum. Útboðsgengið var 117 krónur á hlut en gengi hlutabréfanna var komið í 124,6, við lok markaða í dag og hafði hækkað um 3,42 millj- arða króna miðað við útboðsgengi. Útboðsgengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,3 prósent við lokun markaðar í gær. „Við sjáum að nú var gríðarleg umframeftirspurn eftir þessum hlutum og þess vegna mikilvægt að við fáum skýringar á því hvers vegna gefinn var svona ríflegur afsláttur. Við munum kalla eftir upplýsingum og umræðu um það og eins eigum við eftir að sjá hverjir kaupendurnir eru,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Svo virðist sem fjármálaráðherra sé að drífa sig að koma þessum hlut- um út og burtséð frá hvort fólk vilji selja banka eða ekki. Þá er nauð- synlegt, þegar farið er með eignir þjóðarinnar, að ferlið sé gagnsætt og fullt traust ríki um söluna.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmað- ur Pírata, segir að núverandi fjár- málaráðherra eigi ekki að fá leyfi til þess að selja Íslandsbanka þar sem hann hafi sýnt fram á að hann standi ekki undir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Það hafi komið berlega í ljós í síðasta útboði á hlutabréfum í Íslandsbanka þegar það hafi verið markmið að hámarka endur- heimtur ríkissjóðs. Það sé auðvitað brandari miðað við hver niðurstaða útboðsins varð og 27 milljarðar af ríkisfé hafi runnið í gjafaumbúð- um til kaupenda hlutabréfanna í Íslandsbanka í því útboði, beint úr vasa almennings. n Krefjast skýringa á afslætti á hlutum í Íslandsbanka kristinnhaukur@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Hú snæðisverð hækkaði meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum í faraldrinum. Eftir að hækkun húsnæðisverðs í Skandinavíu byrjaði að dala um mitt ár 2021 hélt hún áfram að rísa hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Norrænu ráð- herranefndarinnar um stöðuna í þjóðfélaginu á Norðurlöndum. Í skýrslunni segir að hækkunin hafi í heildina verið meiri utan höf- uðborgarsvæðisins en innan þess. Þetta er nokkuð í takt við þróunina annars staðar á Norðurlöndum. n Ísland sker sig úr í húsnæðisverði Verðið hefur hækkað meira utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess í faraldrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR bth@frettabladid.is GRENIVÍK „Maður hef ur auð- vitað áhyggjur af fólkinu en við vonum það besta, hugur okkur er hjá hinum slösuðu,“ segir Þröstur Friðfinns son sveitarstjóri í Greni- vík eftir sprenginguna í snyrtivöru- fyrirtækinu Pharmarcti ca í gær. Tveir starfsmenn voru f luttir á sjúkra hús með bruna á verka eftir sprenginguna. 12-14 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu. n Vona það besta eftir sprengingu 4 Fréttir 24. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.