Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 12
12 Íþróttir 24. mars 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. mars 2022 FIMMTUDAGUR Mikil tekjuaukning er í íslenskum fótbolta miðað við þau félög sem skilað hafa ársreikningi fyrir árið 2021. Tekjur Breiðabliks aukast um 171 milljón á milli ára sem er ögn meira en tekjuaukning Vals sem er um 154 milljónir á milli ára. FÓTBOLTI Af þeim knattspyrnu- félögum sem hafa skilað ársreikn- ingum fyrir árið 2021 er skulda- aukning hjá flestum. Þannig hækka skuldir knattspyrnudeildar KR um 38 milljónir króna á milli ára. Skuldir Vals minnka á milli ára og sömu sögu er að segja af Fram sem nú er komið upp í Bestu deildina eftir nokkurra ára fjarveru. Launaskrið Mikil aukning er í útgjöldum sam- hliða því að tekjur knattspyrnu- félaga eru að aukast, launaskrið virðist vera í íslenskum fótbolta en laun og launatengd gjöld hækka mikið á milli ára. Launakostnaður Vals hækkar um tæpar 60 milljónir á milli ára, hjá KR hækkar sami kostnaður um 36 milljónir króna. Hjá Breiðabliki hækkar launakostnaður um 43 milljónir á milli ára en á Akranesi hækkar sami kostnaðarliður um 17 milljónir á milli ára. Ríkisstyrkir Af þeim ársreikningum sem knatt- spyrnufélög í tveimur efstu deildum á Íslandi hafa skilað er aðeins ÍA sem greinir frá því hversu mikinn ríkisstyrk félagið fékk. Öll íþrótta- félög gátu sótt um styrk vegna Covid-lokana, flest félög færa þessa fjármuni undir aðrar tekjur og því er ekki hægt að sjá hversu mikið ríkið setti í vasa knattspyrnudeilda á síðast ári. Skagamenn fengu 29,5 milljónir úr ríkissjóði vegna Covid-lokana en ljóst er að stærri félög á höfuð- borgarsvæðinu fengu stærri sneið af kökunni en Skagamenn fengu í sinn hlut. ■ Miklar launahækkanir á milli ára í íslenskum fótbolta Skuldir hækka hjá flestum en tekjur og laun hækka verulega. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Valur 2021 2020 Rekstrartekjur 375 221 Rekstrargjöld 344 247 Launagjöld 253 197 Hagnaður/tap ársins 52 -24 Skuldir samtals 2,7 4 Eigið fé 151 101 ÍA 2021 2020 Rekstrartekjur 223 183 Rekstrargjöld 246 207 Launagjöld 148 131 Hagnaður/tap ársins 19 2,7 Skuldir samtals 12 3,2 Eigið fé 26 7,4 Grindavík 2021 2020 Rekstrartekjur 177 164 Rekstrargjöld 176 141 Launagjöld 99 74 Hagnaður/tap ársins 1,3 23 Skuldir samtals 1,4 1,2 Eigið fé 23 21 KR 2021 2020 Rekstrartekjur 311 238 Rekstrargjöld 299 254 Launagjöld 157 121 Hagnaður/tap ársins 10 20 Skuldir samtals 81 43 Eigið fé 9,3 18 Fjölnir 2021 2020 Rekstrartekjur 173 143 Rekstrargjöld 164 138 Launagjöld 113 88 Hagnaður/tap ársins 7,6 5,6 Skuldir samtals 24 17 Eigið fé 13 5,7 Breiðablik 2021 2020 Rekstrartekjur 616 445 Rekstrargjöld 567 438 Launagjöld 363 320 Hagnaður/tap ársins 47 13 Skuldir samtals 104 94 Eigið fé 27 3,9 Fram 2021 2020 Rekstrartekjur 60 45 Rekstrargjöld 59 41 Launagjöld 50 33 Hagnaður/tap ársins 0,8 4 Skuldir samtals 1,7 2,5 Eigið fé 5,2 3,3 Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Það eru auknar líkur á því að besti knattspyrnumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni hverfi á braut í sumar. Störukeppni Liver- pool við Mohamed Salah hefur staðið yfir í f leiri mánuði, Salah vill hærri laun en Liverpool er tilbúið að borga. Erlendir miðlar segja að sóknarmaðurinn frá Egyptalandi vilji nú fara í hóp launahæstu knattspyrnumanna í heimi, krafan er sögð vera 85 milljónir íslenskra króna á viku. Þessi magnaði sóknarmaður þénar í dag 34 milljónir á viku, því er um að ræða gríðarlega launa- hækkun sem Salah fer fram á. Liverpool hefur á undanförnum árum ekki verið að elta sam- keppnisaðila sína í launagreiðslum, félagið hefur verið afar klókt á leik- mannamarkaðnum og í samninga- málum sínum. Félagið ætlar ekki að ganga að kröfum Salah sem verður samningslaus eftir 16 mánuði. Ef Salah skrifar ekki undir nýjan samning við Liverpool á næstu vikum eru allar líkur á því að enska stórliðið sé tilbúið að selja hann í sumar. FSG sem á Liverpool gæti því freistast til þess að selja Salah í sumar frekar en að eiga það á hættu að einn besti knattspyrnumaður í heimi fari frítt sumarið 2023. Erlendir miðlar segja frá því að ítalska stórliðið Juventus hafi mikinn áhuga á Salah og að félag- ið vinni nú að því að klófesta hann í sumar. PSG, Real Madrid og f leiri lið hafa svo verið nefnd til sögunn- ar ef Liverpool neyðist til að selja hann. ■ Kröfur sem Liverpool kaupir ekki Mo Salah gæti farið í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Allar tölur eru í milljónum króna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.