Fréttablaðið - 24.03.2022, Side 22

Fréttablaðið - 24.03.2022, Side 22
6 kynningarblað 24. mars 2022 FIMMTUDAGURVERK OG VIT Hlutverk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er meðal annars að tryggja öruggt húsnæði fyrir alla, undirbyggja vandaða ákvarðanatöku í húsnæðis- málum, lágmarka slys og tjón af völdum elds og raf- magns og tryggja faglegri undirbúning mannvirkja- gerðar. sandragudrun@frettabladid.is Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, teymisstjóri nýsköpunar hjá Hús- næðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina taka hlutverk sitt mjög alvarlega við að ná sam- félagslegum árangri í húsnæðis- og mannvirkjamálum. „Það gerum við í fyrsta lagi með því að tryggja öruggt húsnæði fyrir alla. Þannig bjóðum við meðal annars upp á hlutdeildarlán fyrir fyrstu kaupendur og lán til hús- næðisuppbyggingar á landsbyggð- inni. Stór partur af okkar starfi felst einnig í úthlutun á stofnfram- lögum til uppbyggingar á öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignarmörkum,“ upplýsir Þóra Margrét. „Í öðru lagi þá reynum við að fylgjast með og meta hvert fram- boðið er á húsnæðismarkaði hverju sinni og um leið áætla framtíðarþörfina svo unnt sé að taka markvissar ákvarðanir og stuðla að jafnvægi á markaðnum. Við gerum þetta með uppbyggingu gagnagrunna á borð við mann- virkjaskrá svo við getum fylgst með hver staða uppbyggingar er hverju sinni og með rafrænum húsnæðisáætlunum sveitarfélaga,“ útskýrir hún. „Í þriðja lagi er hlutverk okkar að lágmarka slys og tjón af völdum elds, rafmagns og skorts á gæðum í mannvirkjagerð. Í því sambandi stefnum við meðal annars að því í samstarfi við byggingarfulltrúa að tryggja samræmingu á eftirliti með byggingarframkvæmdum og bygg- ingarvörum. Einnig stuðlum við að því að byggingarstjórar, hönnuðir, hönnunarstjórar og iðnmeistarar séu meðvitaðar um sína faglegu ábyrgð, notist við virk gæða- stjórnunar kerfi í eftirliti sínu með framkvæmdum og þess háttar. Einnig erum við með brunavarnar- teymi sem vinnur að samræmingu brunavarna í landinu, hefur eftirlit með starfsemi slökkviliða, sinnir forvörnum og stuðlar að sam- vinnu þeirra sem starfa að bruna- vörnum.“ Stórt vistspor mannvirkja Þóra Margrét segir að stór partur af öllu þessu sé að reyna að minnka vistspor mannvirkjageirans en 30-40 prósent allrar kolefnislos- unar á heimsvísu koma frá mann- virkjageiranum. „Þess vegna er stór þáttur í okkar starfi að reyna að stuðla að vist- vænni mannvirkjagerð. Við hjá HMS höfum unnið að því í gegnum samstarfsverkefnið Byggjum grænni framtíð. En við höfum tækifæri til að gera betur í þeim efnum í gegnum lánastarfsemi okkar, upplýsingaöflun og reglu- verki byggingarframkvæmda,“ segir hún. „Hlutverk nýsköpunarteymis HMS er að stuðla að minna vist- spori mannvirkjageirans. Núna um daginn kom út mat þar sem árleg losun íslenskra bygginga var metin í fyrsta sinn. Það kom í ljós að byggingarefnin, einkum steypan, er stærsti losunar- þátturinn í mannvirkjagerð. Við erum að horfa á losun yfir allan líftíma íslenskra bygginga og hvort sem hún á sér stað innanlands eða erlendis.“ Þóra segir það hafa komið á óvart hvað losun vegna orkunýt- ingar mannvirkja á nýtingartíma þeirra er gríðarlega mikil. „Við höfum staðið í þeirri trú að við séum með svo græna orku, og hún er það í raun en engu að síður er losunin mikil, 30 prósent af kolefnissporinu. Þessar nýju upp- lýsingar um losun íslenskra bygg- inga gera okkur kleift að skilgreina markvissar aðgerðir til að minnka þessa losun. Þetta er aðalverkefnið okkar hjá nýsköpunarteyminu núna að vinna með.“ Mannvirkjarannsóknarsjóður Nýlega var stofnaður styrktar- sjóður fyrir rannsóknir og nýsköpun í mannvirkjagerð sem hefur verið nefndur Askur. Sjóður- inn er fjármagnaður af háskóla-, innviða- og nýsköpunarráðuneyt- inu og innviðaráðuneytinu en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) annast stjórn og daglega umsýslu sjóðsins. „Sjóðurinn veitir styrki til nýsköpunar- og rannsóknar- verkefna í mannvirkjagerð. Við auglýstum fyrstu úthlutun í lok síðasta árs og í síðustu viku veittu ráðherrarnir tveir 23 verkefnum styrki með formlegum hætti upp á 95 milljónir alls. Þetta eru gríðar- lega fjölbreytt verkefni,“ segir Þóra Margrét. „Næsta úthlutun úr Aski verður síðan auglýst í september næst- komandi. Við sjáum að þessir styrkir skipta mjög miklu máli við að efla nýsköpun og rannsóknir á sviði mannvirkjamála. Um leið eru þeir til þess fallnir að styðja við verðmætasköpun og atvinnu- sköpun hér á landi og stuðla að vistvænni mannvirkjagerð með beinum og óbeinum hætti. “ ■ Vistvænni mannvirkjagerð Stór þáttur í starfi HMS er að stuðla að vistvænni mannvirkjagerð. MYNDIR/AÐSENDAR Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, teymis- stjóri nýsköpunar. vpallar@vpallar.is • www.vpallar is Vinnupallar minna á að öryggi er margfalt meira virði en slys og tjón. Verum vel búin í kreandi aðstæðum og komum heil heim.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.