Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 24
BYKO hefur frá upphafi verið samstarfsaðili stór- sýningarinnar Verks og vits, á því verður engin breyting í ár. Básinn verður stærri en nokkru sinni fyrr og kynntar verða fjölmargar spennandi nýjungar. Sem einn af samstarfsaðilum sýningarinnar leggjum við okkar af mörkum til að sýningin verði hin glæsilegasta. Þessi vettvangur er mjög mikilvægur og frábær leið til að tengjast viðskiptavinum og öðrum sýningargestum enn betur og nýtum við okkur reynsluna eftir hverja sýningu til að gera betur þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini. Í ár verðum við með 96 fer- metra bás inni á sýningarsvæðinu þar sem við munum reisa flotta byggingu sem skartar fjölbreyttu vöruúrvali og fróðleik. Við munum bjóða upp á kynningar frá birgjum og ráðgjöfum ásamt því að bjóða gestum að skoða nýjar stafrænar lausnir og spjalla við sérfræðinga. Einnig munum við sýna það helsta sem BYKO Leiga hefur upp á að bjóða í stærri leigutækjum og vinnupöllum á útisvæði þar sem gengið er inn í Laugardalshöllina. Á síðasta ári var stofnað nýtt svið: framþróun verslunar og viðskiptavina, ásamt því að móta nýja stefnu sem miðar að því að viðskiptavinurinn sé miðja alls í starfsemi okkar. Mun áfram- haldandi þróun lausna og þjónustu miða að því að uppfylla þarfir viðskiptavina. Okkar framlag á sýningunni í ár verður því kynning á stafrænum lausnum, sjálfbærni- vegferð okkar ásamt því að kynna nýjungar í vöruvali og þjónustu til viðskiptavina. Áhersla á ráðgjöf og fræðslu um mikilvægi sjálfbærni Umhverfisvitund hefur fylgt okkur hjá BYKO frá stofnun félagsins árið 1962 þegar stofnendur hófu garðrækt í Guðmundarlundi. Lundurinn var síðar gefinn Skóg- ræktarfélagi Kópavogs til útivistar fyrir almenning og hefur verið mikið notaður. Félagið hefur einnig stundað skógrækt í landi Drumboddsstaða og hafa eigendur og starfsmenn gróðursett þar yfir 130.000 tré sem í dag binda um 1.200 tonn af kolefni árlega. Þegar krafan um aðgerðir í loftslagsmálum hækkaði fórum við því að skoða hvað við gætum gert til að leggja okkar af mörkum og draga úr þeim áhrifum sem okkar starfsemi hefur á umhverfi okkar. Þannig varð umhverfis- stefna okkar „Vistvæn saman“ til og fórum við markvisst að vinna að því að lágmarka okkar kolefnis- spor með því að flokka úrgang, skipta yfir í LED-lýsingu og raf- væða bíla og tækjaflotann okkar. Við fórum í samstarf með Visthúsi árið 2017 um byggingu á Svansvottuðu húsi og höfum síðan þá bætt við okkur þekkingu og reynslu á vistvænum fram- kvæmdum og efnisvali. Við höfum sótt okkur sérþekkingu á vistvott- unarkerfum fyrir byggingar, bæði Svaninum og BREEAM og komið að lærdómsríkum samstarfsverk- efnum sem hafa veitt okkur innsýn í heildarferli slíkra framkvæmda. Hjá BYKO starfar BREEAM-vott- aður ráðgjafi sem aðstoðar bæði sölumenn og viðskiptavini við upplýsinga- og gagnaöflun ásamt því að veita ráðgjöf og standa að fræðslu um vistvæn byggingarefni og vistvottunarkerfi. Við höfum stutt við nýsköpunar- verkefni á borð við Visttorg sem vinna að fyrsta íslenska gagna- grunninum um vistvæn bygg- ingarefni. Einnig höfum við komið að verkefnum á borð við Svans- vottað íbúðarhús sem Visthönnun er að byggja og Svansvottuðum endurbótum Arkís arkitekta á eldra húsnæði sem nú hýsir þeirra starfsemi. Sú þekking sem starfsmenn okkar hafa öðlast mun nú ekki einungis nýtast viðskiptavinum okkar heldur höfum við ákveðið að fylgja eigin ráðlegginum og byggja vistvænt. Á lóð Timbur- verslunar okkar í Breiddinni eru framkvæmdir þegar hafnar við byggingu nýrra höfuðstöðva BYKO, Norvikur og Smáragarðs. Þessi bygging verður BREEAM- vottuð, 5 hæðir og byggð úr CLT-einingum og límtré. Mikil áhersla hefur verið lögð á lýsingu, loftræstingu, náttúrulega birtu og vistvæn byggingarefni við hönnun hússins. Við viljum vera öðrum hvatning til að láta sig málin varða, huga að sjálfbærni og leggja sitt af mörkum til að lágmarka losun og sporna við þróun í loftslagsmálum. Því er mikilvægt að við ekki bara fræðum og ráðleggjum heldur sýnum í verki mikilvægi þess að huga að sjálfbærni við mannvirkjagerð. Þetta er gríðarlega spennandi verkefni og mjög lærdómsríkt, við viljum því hvetja aðila í byggingar- iðnaði til að leita til okkar og nýta sér okkar reynslu, við erum alltaf til staðar. Stafræn framþróun og einfaldari viðskipti „Einfalt og fljótlegt“ eru einkunn- arorð nýrrar stefnu í stafrænni þróun fyrir viðskiptavini BYKO. Markmiðið með þessari þróun er að gera kaupferli viðskiptavina eins þægilegt og hægt er og mæta þannig þörfum nútíma viðskipta- hátta. Fyrsta skrefið í þessu ferli var að opna sjálfsafgreiðslukassa í verslunum okkar. Í fyrstu var einungis hægt að eiga viðskipti í staðgreiðslu en nú höfum við bætt við möguleikanum á að eiga reikn- ingsviðskipti í sjálfsafgreiðslu. Viðskiptavinir hafa tekið mjög vel í þessa nýjung og margir tekið því fagnandi að geta klárað viðskipti sín á hraðan og einfaldan máta. Á sýningunni munum við svo formlega opna nýjan þjónustuvef sem hefur fengið nafnið „Mitt BYKO“ en á þessum vef geta við- skiptavinir haft enn betri yfirsýn yfir sín viðskipti og viðskiptakjör ásamt því að geta stýrt því hverjir hafa úttektarheimild, séð eftir- stöðvar lánamarks og stillt inn ýmsa möguleika eins og beiðna- skyldu og fleira. Á þessum nýja vef geta einstaklingar með tengsl við félög og fyrirtæki fært sig á milli eigin viðskipta og fyrirtækjavið- skipta með einföldum hætti ásamt því að bóka tíma í ráðgjöf. Í tengslum við þennan nýja vef geta viðskiptavinir sótt sér rafrænt BYKO-kort sem tengt er viðkom- andi með þeim hætti að kortið er skannað og fyllir þannig inn allar viðeigandi upplýsingar í kerfið þegar verslað er. Því verður óþarfi BYKO traustur samstarfsaðili Verks og vits Hópurinn sem stýrir verkefni Byko á sýning- unni Verk og vit. Frá vinstri: Kjart- an Long, Gunnur Magnúsdóttir, Jóna Guðrún Kristinsdóttir og Sigurgeir Már Sigurðs- son – á myndina vantar Renzo G. Passaro. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Bláa línan frá Bosch er hönnuð með endingu, skilvirkni, öryggi og þægindi í huga fyrir fagmenn. GSB 18V-150C Solo L-Boxx 4 rafhlöðuborvélin frá Bosch er einstaklega hentug og öflug fyrir hvers kyns verkefni. MYNDIR/AÐSENDAR BYKO er söluaðili fyrir Bosch rafmagnsverkfæri og fylgihluti. GBH 18V-20 1,7J SOLO borhamarinn frá Bosch er öflugur og ending rafhlöðunnar er einstök. 8 kynningarblað 24. mars 2022 FIMMTUDAGURVERK OG VIT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.