Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 25
að telja upp persónuupplýsingar í hvert sinn sem verslað er. Við munum á sýningunni leiðbeina gestum við innskráningu, leiða þá í gegnum þá þjónustu sem er í boði á vefnum ásamt því að fara í gegnum notkun rafræna BYKO- kortsins. Vöruþróun og nýjungar Á sýningunni munu okkar helstu sérfræðingar vera til taks fyrir áhugasama sem vilja kynna sér betur þær nýjungar sem við höfum upp á að bjóða. Meðal þess sem við munum kynna á sýningunni eru nýjar lausnir í utan- og innanhússklæðningum. Þar má nefna nýtt undirkerfi fyrir utanhússklæðningar sem BYKO hefur verið að útfæra í samráði við verktaka sem sérhæfðir eru í klæðningalausnum. Þetta kerfi líkist hefðbundnum kerfum en hefur þann kost að hægt er að vatnsverja einangrunina til dæmis með Siga-dúk og hún helst alltaf þurr. Omega-prófíllinn tryggir svo góða loftun undir klæðningu sem hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður, þar sem vatn og vindar ráða oft ríkjum og undirþrýstingur myndast í byggingunni sem eykur hættu á útveggjaleka í gegnum steypusprungur. Við höfum einnig fengið nýja birgja í klæðningum og getum nú boðið bæði ál- og bond- klæðningar, sérsniðnar að þörfum viðskiptavina. Enn ein nýjungin í klæðningum er Lunawood – Ther- mowood sem er Svansvottuð, hita- meðhöndluð viðarklæðning sem hentar vel til notkunar bæði innan dyra og utan. BYKO hefur í yfir 30 ár framleitt glugga og þar af í 20 ár í verk- smiðju okkar í Lettlandi. Gestum sýningarinnar gefst kostur á að skoða nokkrar útfærslur en BYKO- glugginn var hannaður á Íslandi með tilliti til íslenskrar veðráttu og stenst þær kröfur sem gerðar eru til glugga. BYKO-glugginn hefur þróast í takt við tímann og auknar kröfur varðandi hljóðeinangrun, einangrun og styrkleika. Að auki eru gluggarnir slagregnsprófaðir reglulega. BYKO-gluggann er bæði hægt að fá sem timburglugga eða sem álklæddan timburglugga sem er vinsælasta týpan okkar. Að sjálf- sögðu bjóðum við upp á útihurðir í stíl við gluggana. Útihurðir eru til í óteljandi útfærslum og ef óskað er, sérsmíðum við þær eftir teikning- um, ljósmyndum eða góðu minni viðskiptavinarins. Einnig verður til sýnis „alda- mótagluggi“ sem er gluggi fram- leiddur í samstarfi við rótgróna gluggaverksmiðju í Danmörku. Þessi gluggi er mjög vinsæll hjá þeim sem eru að gera upp gömul hús eða byggja ný hús í gömlum stíl að hætti húsa sem voru byggð á Íslandi um aldamótin 1900. Síðast en ekki síst má nefna álgluggalausn í rennihurð sem til sýnis verður en BYKO býður upp á hinar ýmsu tæknilausnir þegar kemur að álglugga- og hurðalausn- um. Geta sérhæfðir starfsmenn að auki sérhannað lausnir, allt eftir þörfum viðskiptavina. Þannig að ef þig vantar glugga eða klæðingu á húsið þá þarftu ekki að leita langt yfir skammt, þú færð þetta allt í BYKO. Enn ein nýjungin sem við munum bjóða gestum upp á að skoða eru kantelement frá Grund- mäklarna. Þetta er einföld lausn fyrir plötusteypu og er leyfileg fyrir Svansvottaðar byggingar. Kantelementin eru forsniðin mót úr EPS-einangrun með áfastri trefjasementsplötu sem hægt er að raða saman eftir þörfum við- skiptavina og nýta til að steypa plötu fyrir byggingu. Gísli Álfgeirs- son ráðgjafi mun vera til staðar og sýna og segja áhugasömum nánar frá þessari nýjung. BYKO hefur um árabil selt hágæða danskar innréttingar frá JKE og býðst viðskiptavinum í Okkar framlag á sýningunni í ár verður kynning á staf- rænum lausnum, sjálf- bærnivegferð okkar ásamt því að kynna nýjungar í vöruvali og þjónustu til viðskipta- vina. Kostir þess að nota CLT og möguleik- arnir eru nánast óendanlegir. CLT er notað í veggi, gólf og þök og kemur tilsniðið. Meðal annars er hægt að fá furu, greni, lerki, þin, birki og eik sem lokayfirborð. BYKO býður upp á hinar ýmsu tæknilausnir þegar kemur að álglugga- og hurðalausnum. BYKO mun kynna nýjar og spennandi lausnir í utan- og innanhússklæðning- um á sýningunni. Þar má nefna nýtt undirkerfi fyrir utanhússklæðningar. BYKO hefur um árabil selt hágæða danskar innréttingar frá JKE og býðst viðskiptavinum í að fá þar teiknaðar sérsniðnar lausnir. MYNDIR/AÐSENDAR verslun okkar í Breidd að fá þar teiknaðar sérsniðnar lausnir, eitt- hvað sem mörgum hentar betur en hinar stöðluðu. Allar hvítar innréttingar frá JKE eru leyfi- legar í Svansvottuð hús þar sem framleiðandinn hefur skipt yfir í eiturefnalausa húðun á hvítum innréttingum og frekari þróun er í gangi hjá þeim hvað varðar vist- vænar lausnir. Innrétting ásamt fallegri borðplötu verður til sýnis í básnum okkar ásamt eldhús- tækjum frá GROHE. Gestum sýningarinnar mun gefast færi á að prufa GROHE Blue tæki sem er eldhústæki með inn- byggðum sódavatnstanki. Hægt er að fá bæði hefðbundið kranavatn sem og sódavatn beint úr kran- anum. Einnig verða til sýnis bæði eldhústæki og handlaugartæki frá GROHE í ýmsum litum. BOSCH-sérfræðingur verður með okkur á sýningunni og mun sýna gestum nýjungar í verkfærum en BYKO er söluaðili fyrir Bosch- rafmagnsverkfæri og fylgihluti fyrir rafmagnsverkfæri. Bosch er þýskur framleiðandi sem hóf að framleiða verkfæri árið 1886 og rafhlöðuverkfæri árið 1969. Bosch höfðar bæði til fagmanna sem og einstaklinga. Bláa línan frá Bosch er hönnuð með endingu, skil- virkni, öryggi og þægindi í huga fyrir fagmenn. Nýjustu verkfærin í þessari línu eru svokölluð BiTurbo- verkfæri og koma þau öll í 18V raf- hlöðulínunni. Það sem gerir þessi verkfæri svo öflug er samvinna rafhlöðu og kolalausra mótora með það að markmiði að hámarka afköstin án þess að draga úr endingu rafhlaða. Í dag fást í BYKO fjölmörg BiTurbo-verkfæri og yfir 100 verkfæri sem passa við sömu rafhlöðurnar. Nýjustu rafhlöð- urnar heita ProCore og hafa slegið í gegn hjá fagmönnum. Einnig mun Bosch kynna á sýningunni nýjustu sagarblöðin og bora með karbít- lausnum sem gera alla vinnu mun þægilegri og fljótvirkari. Önnur nýjung hjá BYKO er CLT, eða krosslímt timbur, sem hefur verið að ryðja sér til rúms á íslenskum byggingarmarkaði síðustu ár. Kostir þess að nota CLT og möguleikarnir eru nánast óendanlegir. CLT er notað í veggi, gólf og þök og kemur tilsniðið með öllum úrtökum sem óskað er eftir. Það getur því verið mikill kostn- aðarsparnaður í notkun CLT-ein- inga miðað við almenn uppsteypt hús eða timburhús, sérstaklega þar sem athafnasvæði er lítið eða langt er að sækja aðföng og steypu en einnig ef byggingin þarf að rísa hratt og hljóðlega. Efnisrýrnun er nánast engin þar sem einingarnar koma tilsniðnar á byggingarstað- inn og verða því nær engin afföll á efni. CLT-einingarnar er hægt að fá í ýmsum útfærslum en sérstaðan felst í að boðið er upp á nokkrar tegundir af timbri sem lokayfir- borð eininganna. Meðal annars er hægt að fá furu, greni, lerki, þin, birki og eik sem lokayfirborð. BYKO hefur í samvinnu við Þórhall Sigurðsson arkitekt endurhannað nokkrar gerðir sumarhúsa sem BYKO hefur boðið upp á frá árinu 2007. Eru húsin stórglæsileg og hægt er að fá þau í ýmsum stærðum og útfærslum, að sjálfsögðu úr CLT-einingum og með gluggum og klæðningum frá BYKO. Hægt verður að skoða teikningar af þessum húsum á sýningunni. Við hjá BYKO erum afar stolt af þessari vegferð sem við erum á þegar kemur að sjálfbærni og stafrænum lausnum. Við hlökkum mikið til að hitta gesti sýningar- innar og heyra hvað þeir hafa að segja um allar nýjungarnar sem við ætlum að kynna og sýna. n kynningarblað 9VERK OG VITFIMMTUDAGUR 24. mars 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.