Fréttablaðið - 24.03.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 24.03.2022, Síða 26
Ég áttaði mig ekki á því hversu stór og fjölbreyttur hópur af starfsfólki vinnur hjá Ístaki fyrr en ég hóf störf hjá fyrirtækinu. Kristbjörg Bjarkadóttir Ístak var stofnað árið 1970 og saga þess spannar því meira en hálfa öld. Starfs- menn fyrirtækisins eru á fjórða hundrað. Heimamarkaður Ístaks er Ísland, Grænland og Færeyjar. Fyrirtækið getur því boðið starfsfólki sínu tækifæri til að starfa úti á landi eða í löndunum í kringum okkur. Ístak er hluti danska verktaka- fyrirtækisins Per Aarsleff og hefur gott aðgengi að sérfræðiþekkingu móðurfélagsins. Tækifæri til að starfa erlendis geta einnig skapast á vegum Per Aarsleff. Möguleikar á starfsþróun eru miklir hjá Ístaki. Engin tvö bygg- ingarverkefni eru eins og því er mikið um nýjar áskoranir. Þrátt fyrir að Ístak sé í grunninn verktakafyrirtæki í byggingar- iðnaði starfar þar fólk með mjög fjölbreyttan bakgrunn og mennt- un. Má þar nefna verkfræðinga, tæknifræðinga, viðskiptafræðinga, stóran hóp iðnmeistara, húsa- smiði, múrara, rafvirkja, bifvéla- virkja, tækjamenn og verkamenn svo eitthvað sé nefnt. Tækifærin eru ótal mörg fyrir fólk með alls konar þekkingu hjá fyrirtækinu. Núna vantar sérstaklega til starfa tæknimenn, verkstjóra, iðnaðarmenn og tækjamenn. Helstu verkefni Ístaks í dag eru Hús íslenskunnar, stækkun Reykjanesvirkjunar, stækkun á flughlaði og viðbygging við Leifs- stöð, endurbygging Orkuveitu- hússins, stækkun á þjóðvegi 1 um Kjalarnes, skóli og menningarmið- stöð í Nuuk á Grænlandi ásamt fjölda annarra stærri og smærri verkefna. Hjá Ístaki starfar öflugt BIM/ VDC-þróunarteymi sem saman- stendur af sérfræðingum með ólíkan bakgrunn og sérþekkingu. Tilgangur teymisins er að þjóna verkum og deildum fyrirtækisins með sérhæfðri þjónustu BIM og annarri upplýsingatækni með það að markmiði að skapa virði fyrir verkefnin og auka ánægju við- skiptavina okkar. BIM er skammstöfun fyrir enska hugtakið Building Information Modelling sem á íslensku hefur verið þýtt sem upplýsingalíkön. Með notkun BIM og öðrum staf- rænum verkfærum er mögulegt að hagræða og betrumbæta ýmsa verkferla, allt frá hönnunarstigi og alveg fram að rekstrarstigi. Kristbjörg Bjarkadóttir hóf störf hjá Ístaki sumarið 2019 sem gæða- og öryggisfulltrúi. Hún segir gæða- og öryggisdeild Ístaks vinna þvert á alla starfsemi Ístaks sem hafi gert henni kleift að kynnast öllum innviðum Ístaks og öllum verkefnum sem voru í framkvæmd á þeim tíma. „Ég áttaði mig ekki á því hversu stór og fjölbreyttur hópur af starfs- fólki vinnur hjá Ístaki fyrr en ég hóf störf hjá fyrirtækinu.“ Eftir heilt sumar í gæða- og öryggismálum gafst henni tæki- færi til að halda áfram störfum í sömu deild þar sem hún kynntist vel BIM-upplýsingatæknideildinni sem vinnur gjarnan mjög náið með gæðadeildinni. „Við það varð ég alveg heilluð af BIM og hversu mikið það getur skapað virði fyrir verkefnin að notast við BIM. Ég ákvað því eftir heilt ár að fara í M.Sc. í BIM. Eftir námið kom ég síðan strax aftur til starfa hjá Ístaki sem BIM sér- fræðingur í BIM-deildinni þar sem ég tekst á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni. Eitt það skemmtilegasta við að vinna hjá Ístaki er hversu fjölbreytt verkefni við önnumst og að sjá eitthvað fara frá þrívídd af tölvu- skjánum og verða að veruleika,“ segir Kristbjörg Bjarkadóttir. Víðir Einarsson hóf störf hjá Ístaki haustið 2013, nýkominn úr mastersnámi í Svíþjóð. „Ég byrjaði í tilboðsdeild fyrirtækisins og starfaði þar við tilboðsgerð, kostnaðarútreikninga og áætlana- gerð. Í gegnum tilboðsgerðina kom ég í raun að öllum verkefnum Ístaks. Starfið er fjölbreytt og hefur maður mikil samskipti við birgja og verktaka auk þess að hafa mikil samskipti við aðra starfsmenn Ístaks Eftir tæp sjö ár í tilboðs- deildinni fór ég að vinna „út á verki“ en ég flutti til Hornafjarðar í hálft ár og vann þar sem verkefna- stjóri við byggingu fjögurra brúa á Suður- og Suðausturlandi. Oft kemur upp sú staða að Ístak getur boðið ævintýrafólki að vinna að verkefnum utan höfuð- borgarsvæðisins og jafnvel utan landsteinanna. Þegar ég kom að austan fór ég aftur í tilboðsgerðina en stoppaði stutt við og núna í lok árs 2021 byrjaði ég að vinna við stækkun Norðurbyggingar flug- stöðvarinnar. Þetta er 21 þúsunds fermetra stækkun og mjög spenn- andi verkefni. En það sem mér finnst magnað- ast er að sjá eitthvað sem hefst bara sem tölur á blaði í tilboðsdeildinni og verður að heljarinnar mann- virki. Það er öllu því frábæra sam- starfsfólki sem maður vinnur með að þakka,“ segir Víðir Einarsson. ■ Óþrjótandi og fjölbreytt tækifæri fyrir starfsmenn Kristbjörg Bjarkadóttir, BIM/VDC-sérfræðingur, og Víðir Einarsson, sem vinnur við stækkun Leifsstöðvar, við Hús íslenskunnar sem er eitt verkefna Ístaks. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ístak hf | Bugðufljóti 19 | 270 Mosfellsbær | Sími 530 2700 | istak.is Ístak hefur verið brautryðjandi á íslenskumbygginga- markaði í yfir hálfa öld. Með frumkvæði að vopni og framkvæmdagleði í fyrirrúmi þjónum við fjölbreyttum hópi kröfuharðra verkkaupa. Við leggjum áherslu á stöðugar umbætur, stafrænar lausnir og gott handverk. Þannig tryggjum við árangur í verki og ánægju viðskiptavina. Við horfum stolt til baka og bjartsýn til framtíðar. Fjölbreytt verkefni og spennandi vinnustaður Verk og vit 2022 BÁS B20 10 kynningarblað 24. mars 2022 FIMMTUDAGURVERK OG VIT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.