Fréttablaðið - 24.03.2022, Side 29

Fréttablaðið - 24.03.2022, Side 29
Vinnupallar ehf. bjóða upp á mikið úrval af öryggisbún- aði fyrir byggingarsvæði. Aðaláherslan er á vinnupalla og fallvarnarbúnað, en fyrir- tækið er sífellt að sækja inn á ný svið og auka við breitt vöruúrvalið. Vinnupallar ehf. bjóða upp á vandaðan öryggisbúnað fyrir mannvirkjaiðnaðinn og reka öfluga tækjaleigu. Þar er meðal annars hægt að fá hágæða vinnupalla frá Plettac, fallvarnarbúnað frá Pro- tekt, stiga og tröppur, umferðar- öryggisvörur, girðingar og göngu- brautir, hitablásara, ryksugur, hita- og þurrktæki frá Biemmedue, álpalla frá Euroscaffold sem og útleigu á vörubíl. Fyrirtækið er sífellt að sækja inn á ný svið og auka við breidd sértæks vöruúrvals. „Vinnupallar ehf. er ungt fyrir- tæki í sókn sem var stofnað árið 2017 í tengslum við þörf á betri vinnupöllum og fallvarnarbúnaði fyrir byggingariðnaðinn. Fyrir- tækið leigir og selur vinnupalla af öllum stærðum og gerðum, allt frá umfangsmiklum samsettum pallakerfum fyrir stórfelldar fram- kvæmdir yfir í einfalda, létta hjóla- palla sem henta þegar jafnvel ein- staklingar laga einn vegg í einu,“ segir Gunnar Örn Benediktsson, sölustjóri hjá Vinnupöllum. „Við erum líka með alls kyns fallvarnarbúnað, eins og belti, taugar og tengipunkta til að tryggja aðila sem vinna hátt uppi eða í öðrum aðstæðum þar sem fallvarnarbúnaður er nauðsyn- legur. Fyrirtækið hefur verið í stöðugri sókn frá stofnun og vaxið ásmegin. Vöruúrval hefur aukist jafnt og þétt og mun vaxa enn frekar á þessu ári. Yfirlýst markmið Vinnupalla er að styðja við öryggi í mann- virkjaiðnaði með framúrskarandi vörum (ekki úrvali endilega heldur vel völdum inn eftir tilgangi), góðu verði, fræðslu um öryggi og notkun vara sem og langvarandi viðskiptasambandi. Öryggismál í mannvirkjaiðnaði á Íslandi fara síbatnandi með aukinni vitund og fræðslu,“ segir Gunnar. „Vinnu- pallar eru að styðja þessa jákvæðu þróun sem endranær og erum við þekkt fyrir góðar og traustar vörur sem og fræðslu sem ætlað er að tryggja öryggi fólks við fram- kvæmdir.“ Góð þjónusta, vörur og verð „Það sem er sérstakt við Vinnu- palla er að við höfum einstaka þjónustulund. Við leggjum áherslu á að þjónusta fólk lausnamiðað með bros á vör. Framkvæmdir eru afar sértækar og miklar áskoranir þeim tengdar. Okkar markmið felst í vöru- merkinu okkar – öruggar lausnir – og það stundum við alla daga. Að veita viðskiptavinum öruggar lausnir með jákvæðni og drif- krafti,“ segir Gunnar. „Eigendurnir hafa unnið í tengslum við mannvirkjaiðnaðinn um árabil og eru vel meðvituð um þarfir iðnaðarins. Þannig er allt starfsfólk með puttann á púlsinum hverju sinni og stefnan er að bjóða einungis upp á þær lausnir sem nýtast markvisst fyrir öryggi í iðnaðinum. Auk þess að bjóða upp á gæða- vörur erum við líka með góð verð. Til dæmis hef ég ekki fundið ódýrari leigu á hjólapöllum en hjá okkur,“ segir Gunnar. „Við bjóðum upp á flestar vörur bæði til leigu og sölu og munum alltaf bjóða öruggar lausnir á sanngjörnu verði með langtíma viðskiptasamband í huga. Hjá okkur snýst þetta um góða þjónustu, góða vöru og góð verð.“ Síaukið úrval af vönduðum og endingargóðum vörum „Við erum með breitt vöruúrval og viljum vera leiðandi þegar kemur að vinnupöllum og stigum. Við erum með flott úrval af stigum og tröppum fyrir allan iðnað og leggjum mikla áherslu á að selja vandaðar vörur,“ segir Gunnar. „Við bjóðum líka upp á vinnu- staðagirðingar og umferðarör- yggisvörur og erum í sterkri sókn inn á þann markað, en umferðar- öryggisvörur eru notaðar til að tryggja öryggi þeirra sem starfa við vegavinnuframkvæmdir. Við sinnum þessari þörf mjög vel og erum með góðar vörur og verð. Við hugsum vöruúrval út frá framkvæmdasvæðum. Vinnustaðir þurfa að vera öruggt rammaðir af, þess vegna bjóðum við upp á girðingar, göngubrýr, umferðaröryggismerki og svo framvegis. Framkvæmdasvæði þurfa að vera hrein og þurr, því felur vöruúrvalið í sér ryksugur, iðnaðarsópa, þurrktæki, raka- skiljur og þess háttar. Allar vörur eru valdar á þennan máta inn. Síðan höfum við prófað nokkrar aukavörur, þar má nefna LED-ljósavesti fyrir fólk sem þarf að vera vel sjáanlegt í skamm- deginu. Vestin nutu mikilla vinsælda, enda sjást hefðbundnir glitborðar ekki nema lýst sé á þá en LED-ljósavestin sjást úr 2-3 kílómetra fjarlægð,“ segir Gunnar. „Við bætum við einni eða tveimur nýjum vörum í hvert skipti sem við kaupum frá birgja því við erum alltaf að bæta, þétta og máta úrvalið. Við seljum bæði til almennings sem fagfólks. Framkvæmdafólk þarf sterkar, endingargóðar gæða- vörur á hagstæðu verði,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í nánum sam- skiptum við okkar viðskiptavini og leitumst eftir endurgjöf á bæði vörum og þjónustu frá Vinnu- pöllum. Það er besta leiðin til að standa á tánum og sinna hlutverki fyrirtækisins sem best.“ Tilboð á Verki og viti og vörukynning í boði „Á sýningunni Verk og vit ætlum við að kynna okkur, vörumerkið og úrvalið hjá okkur. Við erum ungt og öflugt fyrirtæki en viljum sýna breiddina í fyrirtækinu og hvað við erum með marga snerti- fleti við öryggi í mannvirkjagerð á Íslandi,“ útskýrir Gunnar. „Við munum kynna fjölda frábærra til- boða, en við vorum að taka á móti nokkrum gámum af glæsilegum, nýjum og spennandi vörum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér úrvalið hjá okkur geta haft samband við okkur óháð búsetu á landinu, því nýlega réðum við sölumann sem verður á ferðinni um allt land til að kynna fyrir- tækið og vörurnar okkar,“ segir Gunnar. „Fólk og fyrirtæki mega endilega hafa samband ef þau óska eftir heimsókn og vörukynn- ingu.“ n Hægt er að hafa samband við Vinnupalla ehf. í gegnum vpallar@ vpallar.is eða síma 787 9933. Verslunin er staðsett við Smiðs- búð 10 í Garðabæ og hún er opin alla virka daga frá 8-17. Einnig er lipur vefverslun í stöðugri vinnslu á vpallar.is. Hágæða öryggisbúnaður fyrir mannvirkjaiðnað Vinnupallar ehf. búa yfir öflugu teymi sem hefur það markmið að styðja við öryggi í mannvirkjaiðnaði á Íslandi. MYNDIR/ALMA JOHANNS Gunnar Örn Benediktsson, sölustjóri, og Sighvatur Ívars- son, sölumaður hjá Vinnu- pöllum ehf. Hjá Vinnupöllum er meðal annars hægt að fá hágæða vinnupalla frá Plettac af ýmsum stærðum og gerðum. Vinnupallar bjóða meðal annars upp á vandaðan fallvarnarbúnað frá Protekt. Vinnupallar er sífellt að auka við vöruúrvalið og þar er líka hægt að kaupa og leigja hitablásara, ryksugur og hita- og þurrktæki. kynningarblað 13FIMMTUDAGUR 24. mars 2022 VERK OG VIT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.