Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 44
Ég sagði mínum börnum frá krabbameininu öllum í einu, en þau eru á bilinu níu til tuttugu og þriggja ára, svo eðlilega voru viðbrögð þeirra alls konar. Sjáumst á fjöllum Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 SUMARLEYFISFERÐIR FÍ www.fi.is ninarichter@frettabladid.is Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vil- hjálmsson segir óstöðvandi áhuga á sögum fólks vera kveikjuna að þátt- unum Sögur sem breyta heiminum sem frumsýndir voru á dögunum. „Maður heyrir sögur allt í kringum sig. Ef maður er nógu duglegur að spyrja: Hvað gerðist? þá fær maður sögu. Mig langaði að búa til portrett af fólki bæði með ljósmyndun og í stúdíói og líka með senum þar sem það er í sínu umhverfi.“ Í þáttunum er rætt við Tino Nardini veitingamann, Ágústu Ágústsdóttur bónda, Karen Evu Harðardóttur matreiðslumann á Apótekinu og hönnuðinn Arnar Má Jónsson. Að sögn Þorsteins hafa allir sögu að segja. „Við gleymum því stundum að þetta er allt í kringum okkur.“ Aðspurður hvað bindi f j a r k a n n s a m a n svarar Þorsteinn að þau eigi sameiginlegt að ein ákvörðun hafi breytt lífi þeirra. „Það er þessi inn- blástur sem maður sækir oft í sögur annarra. Það er eitthvað sem fólk gerir sem verður til þess að allt breytist. Þau eru að gera hluti sem næra líf þeirra og ger a það stærra,“ segir hann og bætir við að fólk geti sótt innblást- u r í sl ík ar sögur. n Þorsteinn J. segir sögur af fólki Þorsteinn J. Vil- hjálmsson, sjón- varpsmaður Í kvöld heldur Kraftur kröftuga strákastund á Kexi. Til máls taka karlar sem hafa glímt við krabbamein sjálfir og sem aðstandendur. Einn þeirra sem taka til máls greindist með krabbamein í nóvember og fór sama kvöld á svona strákakvöld með syni sínum. margret@frettabladid.is Róbert Jóhannsson fréttamaður greindist með krabbamein í enda- þarmi í nóvember í fyrra. Valdimar sonur hans hefur rætt opinskátt um  sína upplifun af  veikindum föður síns í hlaðvarpsþættinum Að eiga mömmu eða pabba með krabba á KrakkaRÚV, og fengið mikið lof fyrir. „Ég ætla að tala um það hvernig það er að koma svona fréttum áleiðis til fjölskyldunnar. Ég sagði mínum börnum frá krabbameininu öllum í einu, en þau eru á bilinu níu til tutt- ugu og þriggja ára, svo eðlilega voru viðbrögð þeirra alls konar. Sam- skiptin okkar eftir þetta, með einu og einu barni í senn, eru svo mjög ólík.“ Höfðu gott af strákastundinni Kvöldið sem Róbert komst að því að hann væri með krabbamein fór hann einmitt á svona strákakvöld með elsta syni sínum, í nóvember. „Við höfðum afskaplega gott af því báðir. Það var mikil hjálp í því að heyra að þessar tilfinningar séu eðlilegar, það er eðlilegt að vera hræddur. Það var svo gott að heyra fólk tala um þetta á opinskáan hátt.“ Það eru ekki bara samskiptin við börnin sem koma fram í erindi Róberts, hann mun líka tala um sam- skiptin við maka sinn. „Við höfum alltaf átt auðvelt með samskipti. Það er kannski ljótt eða skrýtið að orða það svona, en við erum svo „heppin“ að hún hefur glímt við langvarandi veikindi, svo við höfum alveg dílað við svona stórar fréttir saman áður. Skilningurinn er mikill og svona Það er eðlilegt að vera hræddur Róbert Jóhanns- son frétta- maður greindist með krabba- mein í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK hefur verið eðlilegt lengi hérna heima.“ Kergja og reiði hluti af ferðinni Róbert nefnir einnig að það sé svo gott að tala um þetta sérstaklega þar sem það sjáist ekki utan á fólki að það sé með krabbamein. Samupp- lifunin sé mikilvæg. Pétur Helgason og Hilmir Snær Guðnason taka einnig til máls og tala um reynslu sína sem aðstandendur. Kona Péturs greindist með brjósta- krabbamein og hélt Pétur fyrst að hann myndi geta græjað allt saman og staðið vaktina, en svo fóru að koma upp óþægilegar tilfinningar, kergja og reiði. Pétur mun ræða opin- skátt um tilfinningaferðalagið. Hilmir Snær hefur misst tvær systur úr krabbameini á síðustu fjórum árum. Hann mun ræða um reynslu sína en síðustu ár hafi verið f jölskyldunni erfið. Veikindin, missirinn og sorgin hafi skapað mikið álag og hann talar um hvernig fjölskyldan er að vinna sig í gegnum reynsluna. Í lok stundarinnar mun Jónas Sig taka nokkur lög. Mælst er til þess að fólk skrái sig á viðburðinn á heima- síðu Krafts – kraftur.org. n Ágústa Ágústs- dóttir, einn viðmælenda þáttanna Sögur sem breyta heiminum. MYND/ÞORSTEINN J. 20 Lífið 24. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 24. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.