Morgunblaðið - 12.01.2022, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is
Tilnefningarnefnd Regins hf. auglýsir eftir framboðum og
tilnefningum til stjórnar Regins fyrir aðalfund félagsins sem
haldinn verður fimmtudaginn 10. mars 2022.
Til að framboð og tilnefningar til setu í stjórn félagsins hljóti
umfjöllun tilnefningarnefndar skal senda þær eigi síðar en
25. janúar 2022 á tilnefningarnefnd@reginn.is.
Frekari upplýsingarmá finna á vefsíðu félagsins
www.reginn.is/fjarfestavefur
Tilnefningarnefnd Regins hf.
TILKYNNING
FRÁTILNEFNINGARNEFNDREGINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Aflaheimildir í makríl náðust ekki á
síðasta ári og falla um 10 þúsund
tonn niður á milli ára, samkvæmt út-
reikningum Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi. Meginregla er sú að
heimilt er að flytja 10% aflamarks á
milli ára. SFS fór fram á að leyft yrði
að flytja allt að 30% aflamarks skips í
makríl frá árinu 2021 til ársins 2022,
en undir lok árs var ljóst að flytja
hefði þurft um 23% á milli ára svo
ekkert hefði fallið niður. Niðurstaða
sjávarútvegsráðherra var að heimila
flutning á 15% heimilda.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmda-
stjóri SFS, segir
að þessi ákvörðun
ráðherra sé sér-
kennileg og mál-
stað Íslands ekki
til framdráttar í
samningaviðræð-
um um stjórn
makrílveiða. „Þá
gætu glötuð út-
flutningsverð-
mæti numið 2-3 milljörðum króna,
samkvæmt varfærnu mati okkar,“
segir Heiðrún Lind. „Í þeim tölum
eru ekki óbein áhrif eins og tekjur
sjómanna, landverkafólks og sveit-
arfélaga, né tekjuskattur fyrirtækja
að ógleymdu veiðigjaldi sem hefði
getað orðið um 55 milljónir miðað við
5,27 króna veiðigjald á kíló af mak-
ríl.“
Þurfum aukinn sveigjanleika
Heiðrún Lind segir að erindi frá
SFS um heimild til að flytja allt að
30% á milli ára hafi legið í sjávarút-
vegsráðuneytinu frá því í september
í fyrra til að tryggja að ekkert félli
niður á milli ára. Í raun hafi engin
svör fengist við þessari beiðni fyrr
en ákvörðun lá fyrir milli jóla og ný-
árs og reglugerð var gefin út. Heið-
rún Lind segist hafa fengið óljósar
skýringar og skýringar sem ekki
standist á því hvers vegna ákveðið
var að miða við 15%, en ekki hærri
tölu eins og útgerðin fór fram á.
„Meðan ósamið er við önnur
strandríki skiptir veiðireynsla veru-
legu máli,“ segir Heiðrún Lind. „Þar
sem við höfum ekki aðgang að veið-
um í lögsögum annarra ríkja þurfum
við aukinn sveigjanleika í tíma.
Vegna göngumynsturs, tíðarfars,
veiðanleika og fleiri breytilegra
þátta er nauðsynlegt að horfa yfir
stærra tímabil og því meiri sveigj-
anleiki þeim mun betra.“
Getur skaðað hagsmuni Íslands
Heiðrún Lind segist telja að þessi
ákvörðun geti skaðað hagsmuni Ís-
lands í viðræðum um stjórn makríl-
veiða. Við séum að ósekju að hlekkja
fætur okkar umfram það sem megi
telja eðlilegt.
„Íslendingar hafa tekið sér kvóta
sem við teljum réttmætan meðal
annars út frá veiðireynslu og viðveru
makríls í lögsögu. Ef við ein strand-
ríkja ætlum að takmarka veiðar okk-
ar sem þessu nemur, þá erum við
beinlínis að skaða okkar samnings-
stöðu með því að draga úr mögulegri
veiði,“ segir Heiðrún Lind.
Hún nefnir að Færeyingar hafi
leyft að færa allt það magn sem var
óveitt af kvóta þeirra á milli ára.
Þannig geymi þeir í raun 43% af því
sem þeir úthlutuðu sér og máttu
veiða á nýliðnu ári.
Glötuð verðmæti 2-3 milljarðar
- Um 10 þúsund tonn af makríl falla niður á milli ára að mati SFS - Ekkert hefði fallið niður með leyfi
fyrir flutningi 23% heimilda - Ráðherra heimilaði flutning á 15% - Málstað Íslands ekki til framdráttar
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Unnið hefur verið af krafti við breikkun Suðurlandsvegar
undanfarin ár og Alþingi hefur veitt umtalsverða fjármuni til
þeirra verkefna. Framkvæmdir við breikkun Suðurlands-
vegar á milli Hveragerðis og Selfoss standa nú yfir en Íslensk-
ir aðalverktakar vinna verkið.
Í ár eru fimmtíu ár liðin síðan hægt varð að aka á bundnu
slitlagi frá Reykjavík til Selfoss. Um var að ræða tvíbreiðan
veg, alls 58,2 kílómetra, frá Lækjartorgi til Selfoss. Vega-
gerðin hófst 1966 og vegurinn vígður seint í nóvember 1972.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breikka bundið slitlag á fimmtíu ára afmælinu
Tölvuþrjótarnir sem stóðu á bak við
árásirnar á netkerfi Strætó komust
yfir aðgang að gagnagrunnum sem
hafa að geyma afrit af upplýsingum
úr Þjóðskrá og kerfiskenni-
töluskrám.
Meðal þeirra gagna sem þeir náðu
úr kerfinu var málaskrá Strætó þar
sem finna má afrit af erindum og
fyrirspurnum frá almenningi, tengi-
liðaupplýsingar forsvarsmanna
birgja, samstarfsaðila og verktaka,
sem og afrit af umsóknargögnum
umsækjenda um störf, auk launa-
kerfisins þar sem finna má tengiliða-
upplýsingar, reikningsupplýsingar
og launaupplýsingar núverandi og
fyrrverandi starfsfólks Strætó.
Enn bendir ekkert til þess að
tölvuþrjótarnir hafi misnotað upp-
lýsingarnar, að því er fram kemur í
tilkynningu. Ekki sé hægt að útiloka
að þær hafi verið afritaðar.
Náðu í upplýsingar
um laun og umsóknir
- Árásir gerðar á netkerfi Strætó
Morgunblaðið/Hari
Gögn Meðal þeirra gagna sem þeir
náðu úr kerfinu var launakerfið.
Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa
sent kvörtun til embættis land-
læknis vegna þess sem þau segja
einhliða og villandi framsetningu
sóttvarnalæknis á gagnsemi þess að
bjóða heilbrigðum 5-11 ára börnum
bólusetningu gegn Covid-19 með
bóluefni frá Pfizer.
Í bréfinu segir að upplýsingagjöf
sóttvarnalæknis hafi einkennst af
rangfærslum. Gert sé lítið úr þeirri
áhættu sem fylgi bóluefninu til
skemmri og lengri tíma.
Þá segja samtökin að virkni bólu-
efnisins gegn Ómíkron-afbrigði Co-
vid-19 hjá börnum hafi alls ekki
verið rannsökuð.
Samtökin krefjast þess að land-
læknir leggi fyrir sóttvarnalækni
að stöðva bólusetningar 5-11 ára
barna með bóluefninu, þar til emb-
ættið hafi gert úttekt á áreiðan-
leika þeirra forsendna sem sótt-
varnalæknir leggur til grundvallar
umræddri aðgerð.
Kvarta til landlæknis
vegna sóttvarnalæknis