Morgunblaðið - 12.01.2022, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Furðumarg-
ir setja
allt sitt
traust á að
vandamál, sem
þeir sjá hrannast
upp fyrir augum
þeirra, muni með
dularfullum hætti
hverfa af sjálfu
sér, aðeins sé þess gætt að
minnast varla á þau og til
þrautavara að afneita þeim
út í rauðan dauðann. Og
virðist þá oft furðulitlu
breyta þótt horft sé héðan til
frænda og vina í nálægum
löndum, sem reyndu „upp-
gufunaraðferðina“ til þraut-
ar uns sjálfsblekkingin
sprakk í andlitið á þeim, og
ljóst varð að væntingar um
ódýrar lausnir rættust ekki.
En þá varð ekki lengur við
neitt ráðið.
Um langa hríð höfum við
hér horft til Svíþjóðar sem
vellukkaðs fyrirmyndar-
ríkis, sem mætti hafa til for-
dæmis um svo margt. En nú
er svo komið, í ýmsum af-
drifaríkum efnum, að þar
hrannast upp dæmi um það
sem varast ber.
Hvern hefði órað fyrir að
fjölmenn íbúðahverfi borg-
anna í fyrirmyndarríkinu
væru komin í þá stöðu að
þurfa án tafar atbeina lög-
reglu eða sjúkraliðs til að
skakka „leik“? Þá má ekki
vænta þess að hjálpin sem
beðið er um berist fljótt, en
það er einmitt hraðinn, þeg-
ar engan tíma má missa, sem
mestu ræður um hvort
hjálpin komi að fullu gagni.
Svo er iðulega komið að
hjálparlið getur ekki mætt á
staðinn, þaðan sem hjálp-
arbeiðni barst, fyrr en náðst
hefur að draga saman fjöl-
mennar sveitir þungvopn-
aðra manna.
Land eins og Svíþjóð er
ekki eitt um þetta. Jón
Magnússon fv. alþing-
ismaður rifjaði upp í árs-
byrjun að „í Frakklandi
hefðu þungvopnaðir her-
menn gætt þess, að messu-
hald um jólahátíðina gæti
fari fram með eðlilegum
hætti. Af hverju þurftu her-
menn að vera á verði við
messur í þessu kristna landi,
Frakklandi, í hjarta Evr-
ópu? Vegna þess, að ítrekað
hefur kristnu fólki verið
ógnað og það er ekki svo
ýkja langt síðan að prestur
var myrtur fyrir altarinu í
dómkirkjunni í Reims, þegar
nokkrir Íslam-
ístar skáru hann
á háls og dönsuðu
í kringum hann
meðan hann var
að deyja, en hann
sagði „Vík burt
frá mér Satan.“
Því miður
gættu frönsk yf-
irvöld þess ekki þá frekar en
(stundum) síðar að gera þær
ráðstafanir sem þarf til að
kristið fólk geti iðkað trú
sína óáreitt...“ En nú varð
ekki hjá því komist að búa
sig eins og undir stríðsárás í
þessu mikla menningarlandi,
í höfuðborg þess og víðar,
vegna rökstudds ótta við
hryðjuverk og aðrar hættur.
Og Jón Magnússon spyr
sjálfan sig: „Hvernig skyldi
standa á því að fréttamiðlar
eins og Fréttastofa Rík-
isútvarpsins o.fl. skuli ekki
segja frá þessu? Finnst fólki
þetta ekki fréttnæmt.
Í aðdraganda jólanna
hafði verið ráðist gegn
skrúðgöngu kristinna til
heiðurs Maríu guðsmóður
auk ýmissa annarra hluta,
sem gerðu það að verkum að
yfirvöld töldu nauðsynlegt
að gæta öryggis kristins
fólks um jólahátíðina með
því að senda herinn á vett-
vang.“
Jón gefur sér að „góða
fólkið“ vilji ekki horfast í
augu við óþægilegan raun-
veruleika, sem þó blasi við,
og haldi áfram fast í ógrund-
aða stefnumótun, sem lítt
fáist rædd, þar til illa verði
aftur snúið.
Sigurður Már Jónsson
blaðamaður víkur einnig að
ástandinu í Frakklandi í
pistli og tengir við forseta-
kosningarnar sem fram fara
í apríl næstkomandi. Hann
segir að í kosningunum verði
sjálf þjóðfélagsgerðin undir
enda megi víða sjá merki um
klofning meðal frönsku þjóð-
arinnar sem birtist í vaxandi
átökum og ofbeldi. Hann
segir umrótstíma í frönsku
þjóðlífi og segir blöndun
ólíkra þjóðfélags- og trúar-
hópa setja álag á samfélagið
sem það eigi erfitt með að
bregðast við.
Við hér munum ekki hafa
neitt upp úr því að spyrja
ekki spurninga sem brenna á
vörum sífellt fleiri og enn
síður á því að veita ekki
svör. Ekki er vitað til þess
að strútarnir hafi grætt á því
að stinga höfðinu í sandinn.
Það er óboðlegt að
forðast óþægilega
umræðu allt þar til
að í óleysanlegar
ógöngur er komið.
Danir hafa áttað sig
á því.}
Það er margt órætt,
sem versnar með þögn
H
vað varðar velferð, tel ég sem
hestafræðingur, að með réttri
aðkomu við hrossin sé líf
„blóðmera einna besta lífið
fyrir hross“. Þetta segir
bóndi á Suðurlandi í umsögn við frumvarp
mitt þar sem lagt er til að blóðmerahald
verði bannað. Annar telur engin raunsönn
dæmi eða gögn liggja fyrir um að hryss-
urnar verði óhjákvæmilega fyrir ofbeldi, illri
meðferð, misþyrmingum og dýraníði við
blóðtökuna.
Það er með hreinum ólíkindum að lesa
slíkar yfirlýsingar. Þeir bændur sem telja
sig til blóðmerabænda réttlæta þennan
gjörning á fylfullum hryssum og sjá ekkert
athugavert við hann. Hins vegar hafa vel á
annað hundrað bændur haft samband við mig, þakkað
mér fyrir að berjast gegn þessu dýraníði sem sé okkur
til ævarandi minnkunar. Ég velti því fyrir mér hvort
fólk átti sig á því sem raunverulega á sér stað við blóð-
töku á fylfullri ótemju. Bóndi nokkur spurði mig t.d.
hvort ég gerði mér grein fyrir því hvernig þyrfti að
lemja, berja og misþyrma ótemju til að koma henni inn
í þetta spítnarusl sem kallast blóðtökubás.
Allt þetta til að ná í vaxtarhormón sem hryssurnar
framleiða á fyrstu stigum meðgöngunnar fyrir folaldið
sitt svo það geti dafnað eðlilega, sem það gerir að sjálf-
sögðu ekki. Blóðið er sogið úr þeim fyrir líftæknifyr-
irtækið Ísteka sem býr til frjósemislyf fyrir gyltur. Sem
sagt meira svínakjöt fyrir neytendur með öllu
því dýraníði sem því fylgir, meira beikon.
Með réttu hefur blóðmerahald sætt mikilli
gagnrýni eftir myndskeið þýskra dýravernd-
unarsamtaka sem birtist í lok nóvember. Í
framhaldinu rifti líftæknifyrirtækið Ísteka
samningi sínum við tvo blóðmerabændur en
um 119 bændur hafa verið í samstarfi við
fyrirtækið. Þetta er í það minnsta matreitt
ofan í okkur á þennan hátt. Ég hef hins vegar
heyrt að uppsögnin við þessa bændur sé ein-
ungis í orði en langt frá því að vera á borði.
Einn umsvifamesti blóðmerabóndi Ísteka
einungis skipt um kennitölu til að halda iðj-
unni hindrunarlaust áfram?
Í sex ár hefur Íslandsstofa staðið fyrir
markaðsátaki íslenska hestsins. Árangurinn
orðinn augljós og hvert Íslandsmetið á fætur öðru verið
slegið í ræktun og útflutningi á íslenska hestinum.
Hundruð hafa atvinnu vegna þessa. Talið er að hátt í
10% allra ferðamanna sem sækja okkur heim séu gagn-
gert að koma til að heimsækja og fá að kynnast betur
hestinum okkar sem er dáður og elskaður úti um alla
Evrópu og þótt víða væri leitað.
Ég vil trúa því að sitjandi alþingismenn séu ekki ein-
ungis gegnumheilt dýravinir heldur vilji vernda þá
hagsmuni sem við erum að stefna í voða ef við stöðvum
ekki þessa iðju strax.
Inga Sæland
Pistill
Blóðugar blekkingar
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
F
jöldi atvinnulausra á land-
inu var nánast sá sami allt
frá því í september og
fram til áramóta en í des-
ember var skráð atvinnuleysi á land-
inu 4,9%, sem er sama hlutfall og í
október og nóvember. Þetta er
minnsta atvinnuleysi sem mælst hef-
ur frá upphafi heimsfaraldurs kór-
ónuveirunnar. Umskiptin eru mikil á
einu ári en í desember 2020 var al-
mennt atvinnuleysi á landinu 10,7%
og 11,6% í janúar á þessu ári. Það fór
síðan jafnt og þétt lækkandi frá mán-
uði til mánaðar og var komið niður í
7,4% í júní.
Ráðningarstyrkirnir hafa
skilað góðum árangri
Atvinnuleysi færist jafnan í
aukana á fyrstu vikum árs og spáir
Vinnumálastofnun því að atvinnuleysi
á landinu muni aukast í yfirstandandi
mánuði og verði á bilinu 5,1% til 5,3%.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, er frekar bjartsýn á
stöðuna í ljósi talna um þróun at-
vinnuleysis á seinustu mánuðum ný-
liðins árs. „Ég er mjög ánægð með
þessar tölur í desember. Þær eru
glettilega góðar miðað við allt,“ segir
hún.
Unnur segir að samvinna Vinnu-
málastofnunar og aðila vinnumark-
aðarins um vinnumarkaðsaðgerðir og
stuðningur stjórnvalda við átaksverk-
efnið Hefjum störf hafi greinilega
skilað mjög góðum árangri.
„Ráðningarstyrkirnir hafa virk-
að mjög vel. Góðu fréttirnar eru þær
að það er ekki óeðlilega hátt hlutfall
að koma til baka í atvinnuleitina. Við
höfum vaktað það mjög vel í nóv-
ember og desember,“ segir hún.
Þetta séu gleðifréttir. „Mér finnst
þessi árangur gríðarlega góður, hann
fer fram úr mínum björtustu vonum,“
segir Unnur.
Í seinasta mánuði tóku alls 4.648
einstaklingar þátt í hinum ýmsu úr-
ræðum. Þá voru 3.310 einstaklingar í
starfstengdum vinnumarkaðs-
úrræðum undir lok ársins og flestir
eða 3.272 á ráðningarstyrk innan fyr-
irtækja og stofnana.
Atvinnuástandið er nú sem áður
ólíkt eftir landshlutum. Mest á Suð-
urnesjum en þar mældist 9,3% at-
vinnuleysi í desember og þar fækkaði
atvinnulausum um 18 frá fyrri mán-
uði. Fram kemur á mánaðaryfirliti
Vinnumálastofnunar sem birt var í
gær að næstmest var atvinnuleysið á
höfuðborgarsvæðinu eða 5% og
minnkaði örlítið milli mánaða. Minnst
var atvinnuleysi í desember á Norð-
urlandi vestra 2,1%, á Austurlandi
2,5% og á Vestfjörðum 2,7%.
Unnur bendir á að langtíma-
atvinnuleysi hefur mjakast niður frá
því í apríl á síðasta ári. Alls höfðu
3.802 atvinnuleitendur verið án at-
vinnu í meira en 12 mánuði í lok des-
ember sl. og fækkaði um 281 frá nóv-
ember. Þeir voru hins vegar 4.213
talsins í desemberlok fyrir ári og hef-
ur þeim því fækkað um 411 frá des-
ember 2020.
10.161 einstaklingur voru at-
vinnulausir á landinu um seinustu
áramót, 5.756 karlar og 4.405 konur.
Hlutfall erlendra ríkisborgara meðal
fólks sem er án atvinnu er enn veru-
lega hátt. 4.289 erlendir atvinnuleit-
endur voru án atvinnu í lok desember
og fjölgaði um 114 milli mánaða.
Þetta svarar til 11,6% atvinnuleysis
meðal erlendra ríkisborgara.
Á heildina litið fækkaði atvinnu-
lausum í desember m.a. í opinberri
þjónustu, ferðaþjónustu, farþega-
flutningum, sérfræðiþjónustu, versl-
un og upplýsingatækni. Þeim fjölgaði
hins vegar í byggingariðnaði, gisti- og
veitingaþjónustu og í ýmiss konar
þjónustustarfsemi.
„Fram úr mínum
björtustu vonum“
9,2%
17,8%
13,0%
9,6%
8,8%
9,4% 9,8%
11,1%
12,0% 12,1%
12,8% 12,5%
12,1%
11,5%
10,0%
7,4%
6,1%
5,5%
5,0% 4,9% 4,9% 4,9%
3,5
5,7
10,3
7,5
5,6
7,4
2,1
7,5 7,9 8,5 9,0
9,9
1,4
10,6
1,4
10,7
1,2
11,6 11,4 11,0 10,4
9,1
7,4
6,1 5,5 5,0 4,9 4,9 4,9
Þróun atvinnuleysis frá mars 2020
2020 2021
mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des
Almennt atvinnuleysi
Vegna skerts starfshlutfalls
Heimild: Vinnumálastofnun
Höfuðb.sv.
Landsbyggðin
Vesturland
Vestfirðir
Norðurl.vestra
Norðurl.eystra
Austurland
Suðurland
Suðurnes
5,0%
4,8%
3,1%
2,7%
2,1%
4,4%
2,5%
3,7%
9,3%
Almennt
atvinnuleysi
eftir lands-
hlutum
í des. 2021
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við störf Skráð atvinnuleysi á land-
inu var 4,9% í desembermánuði.