Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 14
14
UMRÆÐAN
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
Hergagnafram-
leiðsla hefur verið
gríðarleg frá því um
aldamótin 1900. Stór-
veldi hafa risið og fall-
ið í rúst, jafnvel á ör-
fáum árum.
Árangurinn er gegnd-
arlaus sóun verðmæta,
hráefna og orku og
ekki má gleyma öllum
þeim tugum mannslífa
sem fallið hafa í vopna-
viðskiptum.
Í dag hefur lítið dregið úr
hergagnaframleiðslu þótt lok
kalda stríðsins hafi markað
ákveðin straumhvörf fyrir
þriðjungi aldar. En her-
gagnaframleiðslan virðist eft-
ir sem áður vera stjórnlaus
og hefur haft gríðarleg áhrif
á stjórnvöld allt of margra
landa. Mannréttindum er vik-
ið til hliðar í skjóli hervalds
og má líta á blaðamenn og
blaðaljósmyndara sem á
hverjum degi setja sig í lífs-
hættu við að afla frétta, eink-
um þar sem vopnaviðskipti
eiga sér stað. Og við horfum
á örlög blaðamanna eins og
Assange sem fletti ofan af
stríðsglæpum Bandaríkja-
hers. Þýska blaðamanninum
Carl von Ossietsky voru veitt
friðarverðlaun Nóbels 1935
fyrir að vekja athygli heims-
byggðarinnar á gríðarlegri
hernaðaruppbyggingu á veg-
um nasista. Hann var látinn
dúsa við illan aðbúnað í fang-
elsum nasista og dó vorið
1938 ófrjáls maður. Og Ass-
ange á nú að sæta ómann-
eskjulegri meðferð fyrir að
vekja athygli á stríðsglæpum
Bandaríkjahers í Írak. Er
það einkennilegt þar sem
Bandaríkin eru elsta lýðræð-
isríki heims, þar sem mann-
réttindi hafa fram að þessu
verið virt að mestu leyti.
Ein hliðin á hergagna-
framleiðslunni er hversu mik-
il sóunin er. Á meðfylgjandi
mynd, sem tekin var í Ástalíu
fyrir nokkrum árum, er sýnt
hvar búkar 23 gamalla her-
flugvéla af gerðinni F-111 eru
urðaðir á fjórum dögum með
stórvirkum vinnuvélum. Allur
rafeindabúnaður var fyrst
fjarlægður og eins það sem
unnt var að endurnýta. Und-
arlegt er að búkurinn, sem
aðallega er úr áli, hafi ekki
verið endurnýttur eins og
vera ber. Vængjunum var
þrýst saman til að minnka
umfang og til þess var notað
asbest, sem þykir mjög var-
hugavert efni. Auðvitað þurfa
herir að endurnýja búnað
sinn og það kostar offjár.
Í fréttum var sagt fyrir
skömmu að herkostnaður
BNA í Afganistan undan-
farna tvo áratugi hefði numið
um 250.000 milljörðum króna.
Þetta eru gríðarlegir fjár-
munir sem myndu duga okk-
ur á Íslandi í meira en tvær
aldir til að reka ríkissjóðinn
okkar miðað við reksturinn í
dag. Allt þetta mikla fé telst
glatað og verður ekki nýtt í
annað og þarfara. Um það í
næstu grein.
Vonandi getur orðið breyt-
ing á þessu. En til þess þarf
hugrekki, þor og vilja.
Eftir Guðjón
Jensson
Guðjón Jensson
»Ein hliðin á her-
gagnafram-
leiðslunni er hversu
mikil sóunin er.
Höfundur er leiðsögumaður
og eldri borgari í
Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com
Gegndarlaus sóun verðmæta
Fyrir 30-40 ár-
um var í fjölmiðl-
um mikið talað um
grátkór útgerð-
armanna. Nú er
kominn fram nýr
grátkór, sem slær
þeim fyrri algjör-
lega við, það er
grátkór Landspít-
alans. Undanfarna
mánuði og reyndar
mörg misseri eða ár hefur það
verið þannig að varla líður sá
dagur að ekki birtist í ein-
hverjum fjölmiðlinum grát-
andi læknir eða hjúkrunar-
fræðingur á Landspítalanum.
Sjúkraliðar eru miklu hófstillt-
ari. Það er grátið yfir því að
það vanti lækna, að það vanti
hjúkrunarfræðinga og annað
hjúkrunarfólk. Það er grátið
yfir bráðamóttökunni, yfirfull-
um spítala og allt of fáum gjör-
gæslurýmum. Það er grátið
yfir aðstöðuleysi starfsfólks og
gömlu fólki sem taki allt pláss-
ið. Það er grátið yfir allt of
lágu kaupi og það er grátið
yfir eilífum niðurskurði.
Fyrir nokkrum árum fór ég
á spítala á landsbyggðinni til
þess að heimsækja sjúkling.
Mér var bent á að fara inn
ákveðinn gang, ég opnaði
hverja sjúkrastofuna af ann-
arri og hvergi var neinn sjúk-
lingur. Það var ekki fyrr en í
næstinnstu stofu að ég fann
þann sem ég ætlaði að heim-
sækja og endastofan var opin
og hjúkrunarfólk á ferli. Það
voru sem sagt aðeins tvær
sjúkrastofur í notkun af öllum
þessum fjölda. Á Akureyri eru
fimm gjörgæslurými á spít-
alanum þar (RÚV 25.8. 2021).
Afar sjaldan berast fréttir af
því að þar liggi fólk með covid.
Er ekki hægt að jafna betur
álag á milli sjúkrahúsa lands-
ins?
Þetta er
orðinn ansi
þreytandi
grátkór og fer
læknum og
hjúkrunar-
fræðingum
ekki vel. Síð-
ustu þrettán
ár starfsferils
míns vann ég
m.a. við fram-
talsgerð og
yfirferð fram-
tala fólks og
fyrirtækja.
Það var ekki hægt annað en að
taka eftir því, að algengt var
að þeir hjúkrunarfræðingar
og læknar víða um landið sem
ég sá tölur um voru með á
bilinu tvöföld til sexföld árs-
laun mín, sem er með fjögurra
ára háskólanám að baki.
Örugglega má skýra tals-
verðan mun með vaktavinnu,
meiri yfirvinnu, meiri mennt-
un eða meiri ábyrgð en samt,
hvers vegna allt þetta væl?
Í biblíunni er talað um sjö
magrar og sjö feitar kýr. Með
tilliti til ofanritaðs datt mér í
hug að gæta að því hve mögur
síðustu sjö ár hafa verið á
Landspítalanum. Ég fór á vef
Fjársýslu ríkisins og sá í rík-
isreikningnum að árið 2014
voru rekstrargjöld Landspít-
alans 44,4 milljarðar króna og
árið 2020 voru þau 88,8 millj-
arðar króna. Þrátt fyrir allan
grátinn og allt talið um nið-
urskurð höfðu fjárframlög rík-
isins til Landspítalans tvöfald-
ast, hækkað um 100% á sjö
árum. Finnst fólki þetta eðli-
legt?
Af hverju höfum við Íslend-
ingar gert lífið okkur svona
erfitt og dýrt á þessum covid-
tímum, alveg frá því að allir
sem það vildu fengu bólusetn-
ingu? Börn og ungmenni hafa
verið svikin um félagslíf í skól-
unum, gamla fólkið fær ekki
að dansa eða taka þátt í sínu
félagsstarfi og fullfrískt vinn-
Grátkór Landspítalans
Eftir Guðjón
Smára
Agnarsson
Guðjón Smári
Agnarsson
» Þrátt fyrir allan
grátinn og allt
talið um niðurskurð
höfðu fjárframlög
ríkisins til Land-
spítalans tvöfald-
ast, hækkað um
100% á sjö árum.
Eðlilegt?
Höfundur er á eftirlaunum.
gudjonsmari@outlook.com
andi fólk fær ekki að skemmta
sér og er látið hanga heima í
sóttkví, væntanlega á fullum
launum. Er ekki verið að fórna
geðheilsu allra þeirra sem
ekki þola einveru og þrá að lifa
eðlilegu grímulausu lífi fyrir
heilsu þeirra tiltölulega fáu
sem veikjast alvarlega af Co-
vid? Allt vegna grátkórs á ein-
um spítala. Í hittifyrra skráðu
á annað þúsund fyrrverandi
starfsmenn í heilbrigðisgeir-
anum sig í bakvarðasveit. Má
ekki kalla í fleira af því fólki
þegar þörf er á? Það eru líka
margir atvinnulausir og
kannski gætu sumir þeirra
gengið í störf bakvarðanna
tímabundið. Er ekki hægt að
nýta betur spítalana utan
Reykjavíkur? Er ekki hægt að
flytja einhverja sjúklinga frá
Reykjavík til Akureyrar eða
annarra spítala á landsbyggð-
inni? Það þykir sjálfsagt að
flytja fárveikt fólk frá lands-
byggðinni til Reykjavíkur og
okkur sveitamönnunum finnst
það frábær þjónusta. Má ekki
snúa sjúkraflugvélunum og
sjúkrabílunum við?
Er ekki kominn tími fyrir
heilbrigðisráðherra að hlusta
á fleiri sjónarmið en grátandi
lækna og hjúkrunarfræðinga
á einum spítala? Kannski ættu
sumir læknanna líka að leyfa
sér það að fá sér eitt glas af
rauðvíni með kvöldmatnum.
✝
Garðar Svav-
arsson fæddist í
Austurhlíð v/
Reykjaveg í Reykja-
vík 21. október
1930. Hann lést í
Reykjavík 31. des-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Ársól Klara
Guðmundsdóttir,
fædd 26. nóvember
1908, dáin 17. des-
ember 2000 og Svavar Sigfinns-
son, fæddur 29. nóvember 1906,
dáinn 29. september 1992. Þau
skildu.
Systir Garðars var Regína
Fjóla, fædd 29. maí 1929, dáin 11.
október 2013. Uppeldissystur
Garðars voru Guðrún, fædd
1921, dáin 2011, Rósa Guðrún,
fædd 1923, dáin 1984 og Guð-
finna Gyða, fædd 1925, dáin
2011.
Hálfsystkini Garðars sam-
feðra voru Erla, fædd 1931, Sig-
ríður Magnea, fædd 1933, Einar,
ir er Hrafnhildur Tinna, fædd
2010. Fyrir átti Hjördís Daníel
Hrafn, fæddur 1995 og Mel-
korku, fædd 1997. 3) Þórhildur,
fædd 1973, hennar maki er Egill
Örn Jóhannsson, fæddur 1974.
Þeirra börn eru Kristján Dagur,
fæddur 2003 og Guðrún Klara,
fædd 2006.
Garðar var í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar og fór síðar í vél-
virkjanám hjá Sigurði Svein-
björnssyni í Reykjavík 1948-1952.
Garðar tók vélstjórapróf 1954 og
tæknifræðipróf frá Stockholms
Tekniska Institut 1956.
Garðar starfaði sem tækni-
fræðingur hjá Rafha í Hafn-
arfirði 1956-1966 og starfaði síð-
an hjá Olíufélaginu Skeljungi hf.
þar til hann lét af stöfum árið
2002.
Útför Garðars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 12. janúar
2022, og hefst athöfnin klukkan
13.
Vegna aðstæðna geta aðeins
nánustu aðstandendur og vinir
verið viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni
og nálgast má hlekk á
www.mbl.is/andlat.
fæddur 1935, Her-
bert, fæddur 1937,
Unnur Aldís, fædd
1938, Guðbjörg,
fædd 1940, Magnús,
fæddur 1946 og Ró-
bert, fæddur 1947.
Garðar ólst upp
hjá afa sínum Guð-
mundi Ólafssyni,
bónda í Austurhlíð
v/Reykjaveg, fædd-
ur 10. september
1885, dáinn 7. janúar 1947, og
seinni konu hans Herdísi Helgu
Guðlaugsdóttur, fædd 19. maí
1895, dáin 2. desember 1961.
Garðar kvæntist 27. febrúar
1965 Aðalheiði Fanneyju Sigurð-
ardóttur, fædd 21. janúar 1944.
Þeirra börn eru: 1) Sigurður
Magnús, fæddur 1967, hans maki
er Birna Pála Kristinsdóttir,
fædd 1967. Þeirra sonur er Garð-
ar Andri, fæddur 1995. 2) Guð-
mundur Helgi, fæddur 1968,
hans maki er Hjördís Hjörv-
arsdóttir, fædd 1971. Þeirra dótt-
Það er skrýtið að setjast nið-
ur og semja minningargrein um
föður sinn. Þó svo að pabbi hafi
átt gott og langt líf sem maður
getur verið þakklátur fyrir, þá
er eftirsjáin eftir honum mikil.
Hann var kletturinn í mínu
lífi, fyrirmyndin mín. Hann
gekk með mér í gegnum súrt og
sætt, ófáar stundirnar áttum við
saman á biðstofum lækna, þar
sem ég lærði hvað orðið þol-
inmæði þýddi því pabbi átti mik-
ið af slíku.
Hann var duglegur að kenna
mér, hann vildi að ég yrði sjálf-
stæð og ég átti að geta gert
hlutina sjálf. Hann kenndi mér á
hamar, skrúfjárn, borvél, hann
lét mig tengja ljós, skipta um
kló á snúrum, hengja upp mynd-
ir, lét mig taka í sundur pípu-
lögn til að losa stíflu, allt var
þetta gert í þeim tilgangi að efla
mig og gera mig að sjálfstæðum
einstaklingi.
Hann valdi ofan í mig bækur
til að lesa, þegar ég var búin að
lesa allt sem hæfði mínum aldri
var farið í að fikra sig í erfiðari
bókmenntir, en með þeim fylgdi
líka spjall um bækurnar til að
dýpka skilninginn og útskýra
erfiða hluti.
Pabbi var óþreytandi í að
fræða mann og spjalla við mann.
Þegar ég var lítil þá sungum við
mikið saman og kunni ég Vor-
kvöld í Reykjavík aftur bak og
áfram ansi ung að árum, ásamt
fleiri slíkum lögum. Við tókum
heilu og hálfu syrpurnar þegar
við vorum tvö saman í bílnum
þannig að bílferðir okkar urðu
aldrei leiðinlegar.
Pabbi og mamma hafa alltaf
verið óþreytandi við að aðstoða
okkur á allan máta. Þau hafa
mætt fyrst og farið síðust, hvort
sem það á við um flutninga,
framkvæmdir eða pössun á
barnabörnum, alltaf hafa þau
verið boðin og búin.
Ég er svo þakklát fyrir það
að börnin okkar þau Kristján
Dagur og Guðrún Klara hafa
fengið að kynnast afa sínum
svona vel og eiga þau bæði góð-
ar minningar af samverustund-
um sínum með honum.
Það er bæði þroskandi og
mikil gæfa í lífinu að hafa alist
upp við það atlæti og þá ást sem
pabbi sýndi manni. Ég held að
það séu ekki margir sem búa yf-
ir öllum þeim kostum sem pabbi
hafði, vonandi hefur maður
fengið hluta af þeim í arf og í
gegnum uppeldið þannig að
maður geti skilað þeim áfram til
barnanna sinna og samferða-
fólks.
Pabbi, takk fyrir allt, ég mun
ávallt sakna þín og minnast þín.
Þórhildur Garðarsdóttir.
Það er söknuður í hjörtum
margra í dag þegar tengdafaðir
minn Garðar Svavarsson verður
lagður til hinstu hvílu. Ég
kynntist Garðari fyrir 30 árum
þegar ég og sonur hans Sig-
urður Magnús kynntumst og
síðar giftumst.
Garðar tók mér einstaklega
vel enda var hann einstakt ljúf-
menni, alltaf var stutt í brosið
og kurteisi var honum í blóð
borin. Við náðum fljótt vel sam-
an og hann hafði ætíð áhuga á
því að vita hvað ég var að fást
við í námi og störfum. Það var
gaman var að ræða við hann,
hann las mikið og var sérstak-
lega fróður um sögu og tækni-
mál.
Garðar var vélstjóri og tækni-
fræðingur að mennt og hafði
lært í Reykjavík og í Stokk-
hólmi. Hann var einstaklega
handlaginn og mér fannst hann
einfaldlega geta gert allt sjálfur.
Hann og Aðalheiður kona hans
byggðu sér sjálf snoturt hús í
Barðavogi með fallegum og ein-
staklega skjólgóðum garði sem
hefur verið vel nýttur af stór-
fjölskyldunni.
Garðar hafði mikla ánægju af
því að ferðast og þau hjónin
ferðuðust um allan heim á með-
an heilsan leyfði. Tengdaforeldr-
arnir komu margsinnis í heim-
sókn til okkar hjóna á meðan við
bjuggum í Seattle í Bandaríkj-
unum og við kynntumst vel þeg-
ar ekið var í einum bíl dögum
saman til að skoða landið. Einn-
ig fórum við saman í fjölmargar
sumarbústaðaferðir og við ferð-
uðumst saman um landið okkar
sem hann var svo fróður um.
Garðar var einstaklega hjálp-
samur og ég minnist þess sér-
staklega hvað hann aðstoðaði
okkur mikið þegar við fluttum
aftur til Íslands og keyptum
okkur húsnæði. Þá var hann
boðinn og búinn í að aðstoða
okkur við að brjóta niður veggi,
leggja parket, hengja upp ljós,
mála, lána okkur verkfæri og
gera allt sem þurfti til að vel
færi um fjölskylduna á nýjum
stað.
Eftir að við fluttum aftur til
Íslands þá kynntist nafni hans,
strákurinn okkar, afa sínum vel.
Garðar var okkur iðulega innan
handar við að skutla í píanótíma
sem og aðrar tómstundir og á
sumrin átti hann oft athvarf hjá
afa sínum á milli leikjanám-
skeiða og skólagarða.
Það er með miklum söknuði
að ég kveð tengdaföður minn,
en ég geri það með vissu um að
hann lifði góðu og viðburðaríku
lífi.
Birna Pála Kristinsdóttir.
Garðar Svavarsson, tengda-
faðir minn, var einstakur maður.
Aldrei fyrr hafði ég kynnst
manni með jafn mikið jafnaðar-
geð og hann. Aldrei sá ég hann
skipta skapi, alveg sama hvað
gekk á. Hann var einstaklega
ljúfur, traustur og góður maður.
Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með þolinmæði hans alveg
sama hvað gekk á. Alltaf vildi
hann sínu fólki allt það besta og
var tilbúinn til þess að leggja
mikið á sig til að svo gæti orðið.
Ósjaldan fylltist maður sam-
viskubiti yfir allri þeirri aðstoð
sem hann veitti okkur, kom allt-
af þegar þess þurfti og gerði
iðulega meira en um var rætt.
Hann var dýrmætur maður,
hann Garðar, og ég er honum
ákaflega þakklátur og þá ekki
síst fyrir þau góðu áhrif sem
hann hafði á börnin okkar Þór-
hildar og þá góðu fyrirmynd í
öllu sem hann var. Æðruleysi í
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur, allt til síðasta dags, er
nokkuð sem maður getur aðeins
óskað sér að geta tamið sér á
lífsleiðinni.
Hafðu kæra þökk fyrir og
hvíl í friði.
Egill Örn Jóhannsson.
Elsku afi.
Það er skrýtið fyrir okkur að
kveðja þig, að hitta þig ekki
lengur ásamt ömmu inni í
Barðavogi. Þú hefur fylgt okkur
vel eftir síðan við fæddumst.
Þegar við vorum lítil þá fengum
við mikið að vera hjá þér og
ömmu en þú varst alltaf til stað-
ar fyrir okkur. Þú varst óþrjót-
andi að lesa fyrir okkur, syngja
með okkur og sýna okkur og
fræða um hina ýmsu hluti, eins-
og ótalmörgu spurningaspilin
sem við spiluðum saman þar
sem þú varst fljótur að svara
hvort sem það var fyrir þitt lið
eða ekki. Þið amma fóruð með
okkur í óvissuferðir upp í sveit,
fóruð með okkur í bústaðaferðir,
á kaffihús, í Kringluna og hing-
að og þangað sem okkur langaði
til að fara eða gera. Hjá ykkur
gleymdist alltaf að það væri til
sjónvarp eða sími, það var alltaf
eitthvað skemmtilegra að gera.
Þú hafðir alltaf áhuga á því
sem við vorum að gera, og vildir
vita hvernig gengi. Við eigum
eftir að sakna þín mikið elsku
afi og munum passa vel upp á
ömmu.
Þín
Kristján Dagur og
Guðrún Klara.
Garðar var að sönnu ein af
mínum foreldramyndum sem ég
mun ávallt vera þakklát fyrir.
Hann stríddi mér, ögraði,
fræddi og í því öllu fólst kær-
leiki sem ég mun alltaf meta og
nú sakna.
Myndirnar eru svo skýrar
sem koma upp í hugann, eins og
m.a. að búa undir sama þaki í
nær 12 ár frá því hann var tví-
Garðar Svavarsson