Morgunblaðið - 12.01.2022, Page 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
tugur og ég að fæðast í Barða-
voginum.
Húmorinn var alltaf í fyrir-
rúmi á milli okkar og kallaði
hann mig t.d. „hundinn sinn“
sem ég „þóttist“ náttúrlega vera
mjög móðguð yfir – en í raun
elskaði.
Kæri Garðar, eftir því sem
árin hafa liðið, átta ég mig ávallt
betur á hversu heppin ég var
sem lítil stelpa að hafa þig við
hlið mér. Upplifun t.d. á „Life
Magazine“ sem þú þýddir og
last upphátt fyrir okkur er
ógleymanleg – maður áttaði sig
á að það voru til öðruvísi blöð en
þau íslensku.
Þá sendir þú gjafir til mín og
kort þegar þú varst í námi í
Stokkhólmi sem voru í sérstöku
uppáhaldi hjá mér og ekki síst
tveir bílar sem mér fannst
„kúl“.
Hvar sem þú ert nú staddur,
elsku Garðar, sem ég efast
reyndar ekki um að er á þínum
útvalda stað sem þú átt svo
sannarlega skilið, vil ég þakka
þér fyrir allt sem þú gafst mér
sem var mikið. Hugsa til þín
ávallt.
Samúðarkveðjur til ykkar
allra, elsku Alla, Diddi, Gummi,
Þórhildur og fjölskyldur.
Helga Magnúsdóttir.
Garðar Svavarsson, tengda-
faðir hans Egils Arnar okkar, er
látinn og við hjónin í fjarlægu
landi og getum því ekki fylgt
honum síðasta spölinn. Við
hugsum heim til þeirra allra, til
tengdadóttur okkar Þórhildar
og barna þeirra Egils, til Aðal-
heiðar Sigurðardóttur, eftirlif-
andi eiginkonu Garðars, og sona
þeirra Garðars og eiginkvenna
þeirra, til fjölskyldna þeirra.
Garðar var í okkar huga ein-
stakur maður. Hann var um svo
margt frábrugðinn okkar hóp,
hann var fámáll, virtist aldrei
haggast, en ef hann lagði orð í
belg var eftir því tekið. Sumir
eru þannig af Guði gerðir að það
er gott að vera þeim nálægt því
frá þeim stafar bæði velvild og
manngæska. Garðar var dæmi
um slíkan mann, hann virtist
hafa náð þeirri rósemd hugans
sem er svo mikilvæg í amstri
dagsins og hafði lag á að miðla
henni áfram. Hafði þannig áhrif
á umhverfi sitt.
Þegar JPV útgáfa var að
stíga sín fyrstu skref og þau
Egill Örn og Þórhildur höfðu
eignast Kristján Dag var Garð-
ar boðinn og búinn að sinna
drengnum og hafði á honum ein-
stakt lag og það sama gilti svo
um Guðrúnu Klöru þegar hún
fæddist.
Þau Aðalheiður höfðu komið
sér upp fallegu og hlýlegu húsi í
Barðavogi sem bar vott um
verklagni þeirra og myndar-
skap. Þau hjón voru samhent og
nutu þess að ferðast saman um
fjarlæg lönd og hér heima. Síð-
ustu misseri glímdi Garðar við
alzheimer en hann tapaði aldrei
lyndiseinkennum sínum. Það var
eftir því tekið hve rólegur, bros-
mildur og æðrulaus hann var í
veikindum sínum.
Við þökkum af alhug sam-
fylgdina og umhyggjuna sem
hann sýndi okkur öllum. Bless-
uð sé minning góðs manns.
Guðrún Sigfúsdóttir og
Jóhann Páll Valdimarsson.
✝
Kristján Valdi-
mar Hann-
esson fæddist í
Bárufelli í Gler-
árþorpi 12. maí
1935. Hann lést 3.
janúar 2022.
Foreldrar Krist-
jáns voru hjónin
Hannes Júlíus Jó-
hannsson, f. 22.
mars 1892, d. 23.
janúar 1983, frá
Árgerði í Saurbæjarhreppi, og
Sigurlína Margrét Kristjáns-
dóttir, f. 28. febrúar 1900, d. 26.
október 1968, frá Espihóli í
Hrafnagilshreppi. Bræður hans
eru Jón Kristján Hannesson, f.
1924, d. 2004, Jóhann Benedikt
Hannesson, f. 1925, d. 1990, Sig-
urður Indriði Hannesson, f.
1929 og Helgi Bergmann Hann-
esson, f. 1937.
Eftirlifandi eiginkona Krist-
jáns er Geirlaug Sigurjóns-
dóttir, f. 8. september 1938, frá
Ási í Glerárþorpi. Foreldrar
Geirlaugar voru hjónin Sigur-
jón Ármann Jónsson, f. 4. júlí
1904, d. 29. október 1964 og
Ingibjörg Oktavía Sveinsdóttir,
f. 18. október 1916, d. 5. júní
1996. Kristján og Geirlaug gift-
ust á gamlársdag 1962.
Börn Kristjáns og Geirlaugar
eru: 1) María Helga, f. 1963, gift
Ólafi Njáli Óskarssyni, börn
þeirra eru Friðjón Geir, f. 1979,
Elfa Dögg, f. 1985, Bryndís
Helga, f. 1989 og Ólöf Vala, f.
1994. Þau eiga 6
barnabörn. 2)
Hannes Indriði, f.
1964, giftur Drífu
Matthíasdóttur,
synir þeirra eru
Kristján Páll, f.
1988, Jóhann
Helgi, f. 1990 og
Ingólfur Þór, f.
1999. Eiga þau 4
barnabörn. 3) Sig-
urbjörn, f. 1967,
giftur Hugrúnu Dögg Harð-
ardóttur. Sonur þeirra er Jör-
undur Guðni, f. 1999. Sig-
urbjörn á einnig soninn Jónas
Frey, f. 1987. Þau eiga eitt
barnabarn. 4) Sigurlína Margét,
f. 1969, d. 4. janúar 2022, eft-
irlifandi eiginmaður Jón Sig-
mar Sigmarsson. Börn þeirra
eru Sigmar Páll, f. 1992, Sylvía
Ösp, f. 1998 og Júlíus Geir, f.
2005. Þau eiga eitt barnabarn.
5) Kristján Kristjánsson, f.
1979.
Kristján fór snemma að vinna
ýmis verkamannastörf sem al-
gengt var á þeim tíma bæði til
sjós og lands en aðalstarf hans
á ævinni var sjómennska á tog-
urum og vertíðarbátum en frá
1964 var hann á trillum. Þá
vann Kristján um tíma stóran
hluta úr ári á Nótastöðinni
Odda.
Útför Kristjáns verður gerð
frá Glerárkirkju á Akureyri í
dag, 12. janúar 2022, klukkan
10.
Í dag kveð ég eiginmann og
þakka fyrir það ferðalag sem
við höfum átt í gegnum lífið.
Hann var mjög heimakær, vildi
ekki flækjast, ef átti að fara
bara eina helgi þá gat ég bara
farið ein með börnin, nema ef
átti að fara að renna fyrir sil-
ung í vötnum, þá varð að fara
um leið og búið var að vinna.
Oft hentum við börnunum út í
bíl og renndum af stað með
tjald og nesti. Jökuldalsheiðin
var staðurinn, helst við Ána-
vatn. Heilsunni fór að hraka
hin síðari ár, þá velti hann sér
á lóðinni milli blómabeða, það
varð að taka arfann í burt. Svo
kom að því að hann þurfti að-
stoð frá fleirum, þá fékk hann
loks úrval af konum til að sinna
sér og hafði orð á því við þær,
best líkaði honum við þær sem
svöruðu honum. Þakka vil ég
öllum þeim englum sem hafa
sinnt Kristjáni í hans veikind-
um. Guð blessi ykkur.
Geirlaug Sigurjónsdóttir.
Kristján Valdimar
Hannesson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
LILJA GRÓA KRISTJÁNSDÓTTIR,
andaðist mánudaginn 27. desember á Eir
hjúkrunarheimili. Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 14. janúar
klukkan 13. Allir eru velkomnir í kirkjuna og eru gestir beðnir um
að framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst.
gamalt. Streymt verður frá athöfninni á:
https://beint.is/streymi/liljak.
Kristján Þorsteinsson Kristín Jónsdóttir Njarðvík
Guðrún Þorsteinsdóttir
Erla Þorsteinsdóttir Kjartan Blöndahl
Stefán Þorsteinsson Sigríður St. Björgvinsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
ÞÓRHILDUR KATRÍN HELGADÓTTIR
frá Húsavík,
lést mánudaginn 27. desember í faðmi
fjölskyldunnar á Hrafnistuheimilinu
í Boðaþingi. Útför fór fram í kyrrþey að hennar ósk.
Bestu þakkir til allra sem sýndu okkur hlýju og kærleik við andlát
hennar.
Kolbrún Þórisdóttir
Stefán Arnar Þórisson Ragnhildur Bjarney Traustad.
Helga Þórisdóttir Sigbjörn G. Ingimundarson
Halla Þórisdóttir Björgvin Bjarnason
Snorri Arnar Þórisson Steinunn Ketilsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HÁKON HEIMIR KRISTJÓNSSON
lögfræðingur,
áður á Hverfisgötu 16a,
lést á Hrafnistu Laugarási síðastliðinn
föstudag. Hann verður jarðsunginn í Lindakirkju 14. janúar
klukkan 11. Í samræmi við gildandi samkomutakmarkanir eru
gestir beðnir að framvísa neikvæðu hraðprófi eða vottorði um
nýlega covid-sýkingu. Streymt verður frá athöfninni á
lindakirkja.is/utfarir.
Ólöf Sigurjónsdóttir
Sigrún E. Hákonardóttir
Hulda Hákon Jón Óskar
Páll Liljar Guðmundsson Guðný Þorsteinsdóttir
Burkni J. Óskarsson Birna María G. Baarregaard
Ólafur Heimir Guðmundsson Ingibjörg Gunnarsdóttir
Erla Rún Guðmundsdóttir Auðun Ingi Ásgeirsson
og barnabarnabörn
Okkar kæri faðir, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR FRANZ MIXA
læknir,
lauk jarðvist sinni laugardaginn 8. janúar.
Auglýsum jarðarförina síðar.
Már Wolfgang Mixa Kristín Loftsdóttir
Halla Guðrún Mixa
Katrín Mixa Sveinn Steinarsson
Mímir, Alexía, Sól, Svanfríður, Elvar Ólafur og Sólvin Anton
✝
Birna Valgeirs-
dóttir fæddist í
Ólafsvík 17. janúar
1941. Foreldrar
hennar voru Val-
geir Kristjánsson,
fæddur 7. mars
1900, dáinn 10.
september 1961 og
Unnur Runólfs-
dóttir, fædd 8.
mars 1920, dáin 12.
apríl 2007. Birna
átti þrjú alsystkini: Valgeir Víð-
isson, f. 23.5. 1943, d. 2010, Guð-
rún Valgeirsdóttir, f. 25.6. 1946,
Auður Valgeirsdóttir, f. 21.4.
1953. Hálfsystkini Birnu sam-
feðra eru Egill, f. 5.3. 1925, d.
19.6. 2012, Þorbjörg, f. 14.6.
1927, d. 20.3. 2021, Kristján, f.
29.8. 1928, d. 18.3. 2002, Guðný,
f. 27.9. 1930, d. 11.2. 2008.
Eiginmaður Birnu er Rúnar
Guðjón Guðjónsson, prentari og
söngvari, fæddur 16. september
1940. Foreldrar hans voru Guð-
jón Theódórsson, f. 5.9. 1915, d.
23.4. 1986, Lydia Guðjónsdóttir,
f. 25.5. 1921, d. 10.3. 1998. Börn
Ósk, Birta Katrín, Birna María
og Sóley Kara. Barnabarna-
börnin eru orðin 9 talsins.
Birna og Rúnar hófu sinn bú-
skap á Laugarnesvegi, en þau
bjuggu lengst af í Dúfnahólum 2
þar sem þau ólu börnin sín upp,
síðar bjuggu þau á Skúlagötu
20, í Írabakka 34 og nú síðast á
Lindargötu 61. Birna og Rúnar
áttu sitt annað heimili í sum-
arbústað sínum í Skorradal.
Birna lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla verknáms Reykjavík
árið 1958. Birna starfaði við
skrifstofustörf á endurskoð-
unar- og lögfræðiskrifstofum og
seinna hjá Olíuverslun Íslands,
hjá Olíufélaginu hf. og lengst af
hjá Tryggingastofnun ríkisins
sem þjónustufulltrúi þar sem
hún endaði sinn starfsferil.
Birna var virk í íþróttum sem
ung kona og spilaði sem fyrirliði
í meistaraflokki í handbolta með
Val og einnig stundaði hún ac-
robatic í Ármanni.
Birna var ennfremur mikil
fjölskyldukona, var heimavinn-
andi húsmóðir til fjölda ára og
var virk í lífi barnabarna sinna.
Útför Birnu fer fram í Lang-
holtskirkju í dag, 12. janúar
2022, klukkan 13.
Birnu og Rúnars
eru: 1. Ásgeir Örn,
f. 9.6. 1965, maki
Steina Stein-
arsdóttir, 1.8. 1966.
Börn Ásgeirs eru
Eydís Ósk, móðir
hennar er Unnur
Inga Bjarnadóttir.
Stefan Örn, móðir
hans er Poula Jør-
gensen. Börn Ás-
geirs og Steinu eru
Sandra María og Róbert Rúnar.
2. Valgeir, f. 28.11. 1966. Börn
hans eru Sigurður Helgi, móðir
hans er Sigurlaug Markúsdóttir,
Sunneva Rut, móðir hennar er
Brynja Olgeirsdóttir. Sólrún
Zoë, móðir hennar er Dagný
Helgadóttir. 3. Ásdís María, f.
14.2. 1977, maki Atli Freyr
Þórðarson, f. 27.7. 1977. Börn
þeirra eru Fannar Freyr, Bjart-
ur Birnir og Jökull Húni. 4. Íris
Ósk, f. 22.7. 1979. Maki Þor-
steinn Páll Sverrisson. Sonur Ír-
isar er Bjarki Þór, faðir hans er
Ragnar Páll Rafnarsson. Börn
Írisar og Þorsteins Páls eru Ylfa
Elsku mamma. Þau verða
heldur fátækleg orðin þegar
móðir er syrgð. Hvernig er
hægt að þakka nógsamlega það
ævistarf, kærleik, hlýju og ást
sem hefur verið til staðar alla
tíð? Það er margt að þakka í
gegnum tíðina. Það að eiga ást-
ríka móður sem hefur sýnt
barni þolinmæði, virðingu og
hlýju er besta næring sem hægt
er að fá út í lífið. Mamma var
hlý kona og sýndi það bæði
börnum sínum og barnabörnum
og fólkinu sínu. Hún elskaði
ekkert heitar en að verja tíma
með fjölskyldunni. Þegar ég var
barn gat hún setið á gólfinu hjá
okkur systrunum þar sem við
lékum okkur og hjálpaði hún
alltaf til með föndur af mikilli
þolinmæði og var dugleg að
hrósa fyrir verkin.
Seinna meir átti hún enda-
lausan tíma fyrir barnabörnin
sín og var yndisleg amma. Ást-
ina og kærleikinn sem hún hef-
ur sýnt börnunum mínum fæ ég
aldrei fullþakkað. Strákarnir
mínir elskuðu að heimsækja
ömmu og afa. Mamma var alltaf
natin við barnabörnin sín. Hún
passaði að eiga alltaf eitthvað til
að gleðja þau. Það var hægt að
finna leikföng á sínum stað und-
ir stofuborðinu, forláta Fischer
Price-eldavél ásamt bollastelli
síðan við systurnar vorum börn.
Þarna gátu strákarnir mínir
alltaf sótt sér litla bolla og feng-
ið hjá henni ömmurúsínur. Svo
þegar þeir urðu eldri breyttist
góðgætið í takt. Best þótti
drengjunum mínum að fá í eitt
ár að búa í sama hverfi og
amma og afi. Þeir voru næstum
of litlir til að fara einir á milli
en freistingarnar í ömmuknúsi
kölluðu á þá þótt þeir næðu
varla upp í dyrabjölluna. Iðu-
lega voru þeir sendir heim með
sætabrauð í poka og komu sigri
hrósandi heim, hafandi upplifað
sjálfstæðið við að fara sjálfir á
milli og svo glaðninginn sem
fylgdi.
Mamma var gestrisin kona
og það mátti sjá að fólk sótti í
samverustundirnar. Vinir barna
hennar voru vinir foreldra okk-
ar. Það voru ófá áramótin þar
sem fólk safnaðist saman heima
til að fagna áramótum. Einnig
voru allir velkomnir í Skorradal
þar sem mamma og pabbi áttu
sumarbústað sem var þeirra
annað heimili. Það var alltaf
nóg pláss fyrir alla og svefn-
pláss leyst með flatsæng eins
og mamma orðaði það. Hún bjó
þeim pabba fallegt heimili bæði
í Skorradal og í Dúfnahólunum
þar sem hún skreytti með fal-
legum hlutum sem áttu sér
sögu. Hún hugaði að umhverfi
sínu í smáatriðum. Ég man öll
jólin sem barn að vakna á að-
fangadagsmorgni þar sem hún
hafði breytt heimilinu í jólaland
yfir nóttu þar sem jafnvel gard-
ínum hafði verið skipt út fyrir
jólalegri kost. Hún bjó börn-
unum sínum fallegt heimili fullt
af hlýju.
Mömmu var alltaf umhugað
um fólkið sitt og fylgdist vel
með því. Við töluðum saman
flesta daga og hún vildi gjarnan
heyra hvað barnabörnin voru að
taka sér fyrir hendur. Það hef-
ur myndast tóm í þann tíma
dags sem við vorum vanar að
tala saman, tilfinningin að
hringja í mömmu kemur sterk á
hverjum degi og það eru við-
brigði að geta ekki átt þessa
stund sem gerði daginn minn
ríkari. Ég mun sakna kærleiks-
samtals, góðra ráða og dillandi
hláturs. Ég kveð mömmu með
djúpu þakklæti fyrir þann kær-
leik, hlýju og ást sem hún hefur
gefið okkur.
Ásdís María Rúnarsdóttir.
Hlýja, kærleikur og virðing
eru orð sem koma upp í huga
mér þegar ég minnist Birnu
Valgeirsdóttur, tengdamóður
minnar.
Birna var afburðagestrisin
kona og naut ég þeirrar ein-
stöku gestrisni í öll þau 28 ár
sem ég þekkti hana og var gest-
komandi á heimili hennar og
Rúnars. Hún var vel að sér og
las mikið og naut ég þess að
sitja hjá henni í eldhúsinu í
Dúfnahólum og ræða um menn
og málefni líðandi stundar. Oft
gaf hún manni ráð um hvers-
dagslega hluti sem ég vildi óska
núna að ég hefði tekið betur
eftir því að ráðagóð var hún og
fór afskaplega vel með hlutina
sem hún átti. Alltaf gaf hún sér
nægan tíma fyrir mig og síðar
börnin mín og fyrir það verð ég
henni ávallt þakklátur.
Hvíl í friði.
Atli Freyr.
Birna Valgeirsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kæra amma.
Mig langar að þakka þér
fyrir allar frábæru stund-
irnar okkar saman. Þú
varst klár, sterk og sann-
kölluð fyrirmynd. Ég er
þakklátur fyrir tímann sem
ég fékk með þér og allt sem
þú kenndir mér.
Þinn
Fannar Freyr.
Elsku amma.
Ég vil bara þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar
sem ég hef átt með þér. Það
eina sem ég vil er eitt
augnablik til að kveðja þig.
Samt er ég þakklátur fyrir
að þú ert komin á betri
stað.
Kær kveðja,
Bjartur Birnir.
Elsku amma.
Takk fyrir að vera svona
góð öll þessi ár og mér
fannst mjög gaman þegar
við áttum heima nálægt
ykkur.
Jökull Húni.