Morgunblaðið - 12.01.2022, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
Okkar ástkæri bróðir og frændi,
RAFN KONRÁÐSSON,
lést fimmtudaginn 16. desember.
Útför hans fer fram í Fossvogskirkju
miðvikudaginn 12. janúar klukkan 11.
Vegna aðstæðna í samfélaginu eru
kirkjugestir beðnir að framvísa neikvæðu hraðprófi sem
er ekki eldra en 48 klst. gamalt. Athöfninni verður streymt á
https://streyma.is/streymi/
Ásdís G. Konráðsdóttir
Erna Eggertsdóttir
Haraldur Eggertsson
Elsa Þóra Eggertsdóttir
og fjölskyldur
✝
Rafn Konráðs-
son fæddist í
Reykjavík 14. des-
ember 1937. Hann
lést 16. desember
2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríð-
ur Jónsdóttir, f. 1.
september 1895, d.
27. júní 1957 frá
Einlandi í Grinda-
vík og Konráð
Árnason, f. 26. febrúar 1902, d.
22. desember 1975 frá Hrauni í
Grindavík. Systkini Rafns eru:
1) Guðbjörg, f. 21. nóvember
1922, d. 31. janúar 1923. 2) Ásta
Halldóra, f. 6. nóvember 1924, d.
25. apríl 1944. 3) Árni Jón, f. 16.
september 1926, d. 7. mars 2017.
4) Sigríður Þóra, f. 15. nóv-
ember 1928, d. 31. desember
1982. 5) Jóhanna, f. 12. júlí 1930,
d. 27. desember 2011. 6) Ásdís
Guðbjörg, f. 21. mars 1936. Upp-
eldissystkini Rafns eru: 1) Sig-
urður Konráð, f. 9. ágúst 1942,
d. 31. maí 2015. 2) Ásta Jóhanna,
f. 23. febrúar 1944.
Rafn var yngstur
systkina sinna og
alinn upp á Berg-
þórugötunni í
Reykjavík. Hann
fór ungur til sjós og
vann fyrstu árin á
togurum. Síðar hóf
hann störf hjá Rík-
isskipum, upphaf-
lega á skipinu Herj-
ólfi en síðar á
strandferðaskip-
unum. Þegar Rafn lét af sjó-
mennsku, 60 ára gamall, fór
hann að sinna áhugamálum sín-
um, ljósmyndun og ættfræði.
Rafn bjó í nærri 60 ár hjá Egg-
erti bróður sínum og Elsu konu
hans. Þar hafði hann stórt hlut-
verk sem frændi og afi fjölskyld-
unnar, enda barngóður með ein-
dæmum. Rafn var ógiftur og
barnlaus en lætur eftir sig fullt
af „afa-“ og „langafabörnum“.
Útför hans fer fram í Foss-
vogskirkju í dag, 12. janúar
2022, klukkan 11.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat.
Það eru ekki allir afar sem
eignast börn eða barnabörn. Afi
er sá sem labbar með mann út á
róló, passar mann þegar mamma
og pabbi eru að vinna, kaupir
handa manni páskaegg, jóla-
pakka og laumar að manni um-
slagi á fermingardaginn. Fer í
bakaríið þegar hann sér að maður
er kominn í heimsókn, og passar
að það sé alltaf til eitthvað gott.
Hann myndar helstu viðburði í lífi
manns, afmæli, skólaskemmtanir,
útskriftir, fermingar og brúð-
kaup, en einnig þá hversdagslegu,
þegar maður sneri systkinum sín-
um hring eftir hring í stólnum
inni í stofu eða sat og horfði á
sjónvarpið. Hann var yngstur í
sínum systkinahópi en samt var
hann líka stóribróðir, hann var
afabróðir en líka afi, hann var
langafabróðir en líka langafi.
Rabbi kenndi manni að maður er
hlutverkin sem maður tekur sér
fyrir hendur.
Með því að gæta manns, sýna
manni örlæti og gjafmildi, um-
hyggju og aga, skipaði hann sér
mikilvægan sess í lífi okkar.
Hann minnti mann á ákveðin
gildi í lífinu, hafði skýra skoðun á
hvað það væri sem skipti máli og
lét manni líða eins og maður væri
eitt af því.
Takk fyrir allar Freyjukara-
mellurnar, kókómjólkina, mar-
engsinn og pylsurnar, skrípóið og
spjallið. Takk fyrir alla umhyggj-
una.
Hvíl í friði elsku Rabbi.
Sandra Dögg, Elsa,
Telma, Silja Lind, Brim-
ar Máni og Álfey Sól.
Fallinn er frá fyrrverandi
skipsfélagi minn, Rafn Konráðs-
son, eða Rabbi Konn eins og við
kölluðum hann. Löngu áður en
við fórum að sigla saman vissi ég
hver hann var enda vann hann
hjá sömu útgerð og faðir minn,
Skipaútgerð ríkisins, þótt þeir
hefðu ekki verið á sömu skipum
samtímis. Leiðir okkar Rabba
lágu fyrst saman þegar ég var
ráðinn þriðji stýrimaður á
strandferðaskipið Heklu
snemma árs 1979 þar sem hann
var háseti. Það fór ekkert á milli
mála að hér var á ferðinni góður
og traustur sjómaður sem hafði
séð tímana tvenna. Hann hafði
sig ekki mikið í frammi en var
með lúmskan húmor og vel að sér
í öllum málum. Hann hafði mik-
inn áhuga á kirkjum en ekki í
þeim tilgangi að sækja messur
þar heldur myndaði hann allar
kirkjur landsins. Bílar voru líka
áhugamál hjá honum og hafði
hann gaman af því að fara á bíla-
uppboð. Halldór heitinn Oddsson
skipstjóri okkar á Heklunni
deildi sama áhugamáli og þeir
tveir þreyttust seint á að ræða
bíla. Ekki vorum við lengi saman
á Heklunni því við yfirmennirnir
vorum stöðugt að fara á milli
skipa hjá útgerðinni en undir-
mennirnir voru ráðnir á tiltekið
skip. Það var svo ekki fyrr en
1987 að við urðum aftur samskipa
þegar ég tók við strandferðaskip-
inu Öskju sem skipstjóri en þá
var Rabbi bátsmaður þar um
borð. Það var mikill fengur fyrir
mig að hafa þennan reynda báts-
mann og góða félaga í minni
áhöfn. Við áttum eftir að sigla
saman næstu fjögur árin þar til
ég fór til annarra starfa. Eftir að
ákveðið var að leggja Ríkisskip
niður var Askja seld úr landi í
febrúar 1992 en þá fór Rabbi yfir
á Kistufell, sem áður hafði verið
Esja, en skipið var leigt til Sam-
skipa. Rúmu ári síðar lét hann af
sjómennsku fyrir fullt og fast.
Næstu árin hittumst við gjarnan
þegar við vorum að kveðja fyrr-
verandi samstarfsfélaga frá okk-
ar gömlu útgerð og urðu þá ávallt
fagnaðarfundir. Nú er allt orðið
sjóklárt hjá Rabba sem kominn
er í skiprúm á himnaskipinu og
við eftirlifandi skipsfélagar hans í
gegnum mörg ár minnumst hans
með hlýju og þakklæti. Ættingj-
um votta ég innilega samúð.
Hilmar Snorrason.
Rafn Konráðsson
✝
Þórhildur Katrín
Helgadóttir
fæddist á Húsavík
9.ágúst 1934. Hún
lést á Hrafnistuheim-
ilinu í Boðaþingi 27.
desember 2021.
Foreldrar hennar
voru Hólmfríður
Benediktsdóttir, f.
10.3. 1903, d. 13.10.
1992, frá Breiðuvík
á Tjörnesi og Helgi
Ólafsson, f. 9.1. 1902, d. 26.4.
1977, frá Ísólfsstöðum á Tjörnesi.
Systkini hennar eru Benedikt
Ingvar, f. 30.9. 1926, d. 12.1.
2012, Þorbjörg, f. 19.3. 1929, d.
25.10. 2016, Ólafur Eiður, f. 28.4.
1939, d. 8.12. 1988 og Árni Þór-
hallur, f. 22.12. 1945.
Eiginmaður Þórhildar var Þór-
ir Hilmarsson, f. 14.10. 1931, d.
4.3. 1999. Börn þeirra: 1) Kolbrún,
f. 3.7. 1958. Börn: 1a) Þórir Árni, f.
1991, d. 2008, 1b) Axel Helgi, f.
1992, 1c) Herdís Brá, f. 1996. Fað-
ir Jón B. Guðlaugsson, f. 1959. 2)
Stefán Arnar, f. 13.10. 1959, maki
Ragnhildur B. Traustadóttir, f.
1960. Börn: 2a) Þórhildur Katrín,
f. 1986, maki Halldór F. Ólafsson,
Björgvin, f. 2006, Kolbrún, f. 2009,
Sonja Katrín, f. 2012, Guðmundur
Atli, f. 2013, Stefán Þjóðar, f. 2015,
Adrían Leó, f. 2015, Íris Brynja, f.
2019, Líam Elí, f. 2019, Atlas Ein-
ar, f. 2019, Tómas Joseph, f. 2020,
Heiðar Rafn, f. 2020, Ares Máni, f.
2021, Hilmir Smári, f. 2021.
Þórhildur ólst upp á Húsavík
ásamt foreldrum sínum og
systkinum á Túngötu 11 (Braut).
Hún gekk í grunnskóla þar og
æfði handbolta á unglingsárum.
Hún fór í Húsmæðraskólann á
Laugum 18 ára gömul. Þórhild-
ur og Þórir giftu sig 1957 og ári
síðar fæddist fyrsta barn þeirra
hjóna. Þau fluttu til Danmerkur
í sex ár þar sem Þórir lærði
byggingarverkfræði og eign-
uðust þar fjögur börn. Til Ís-
lands fluttu þau aftur 1965 til að
börnin yxu upp sem Íslendingar.
Í Garðabænum byggðu þau sér
hús og síðasta barn þeirra fædd-
ist. Þau fluttu til Sauðárkróks
1974 í fjögur á meðan Þórir
gegndi bæjarstjórastöðu og Þór-
hildur vann þar á leikskóla. Þá
fluttu þau í Kópavoginn og
bjuggu þar uns yfir lauk.
Þórhildur vann við umönn-
unarstörf á Kópavogshæli þar
til hún hætti vegna aldurs og bjó
síðustu ár sín í Vogatungu og
síðar í Boðaþingi.
Útför Þórhildar Katrínar fór
fram í kyrrþey að hennar ósk
frá Kópavogskirkju 11.1. 2022.
f. 1985, 2b) Arnar
Freyr, f. 1989, 2c)
Halldór Snær, f.
2000, maki Alicia
Flanigan, f. 2002. 3)
Helga, f. 21.11.
1960, maki Sigbjörn
G. Ingimundarson,
f. 1955. Börn: 3a)
Davíð Már, f. 1987,
maki Eva Gunn-
arsdóttir, f. 1967,
3b) Sigríður Kol-
brún, f. 1990. Faðir Kristinn Ó.
Ólafsson, f. 1959, d. 2019. 4) Katrín,
f. 7.1. 1962, d. 6.12. 1992. 5) Halla, f.
26.8. 1964, maki Björgvin Bjarna-
son, f. 1963. Börn: 5a) Katrín Þóra,
f. 1984, maki Erna Eiríksdóttir, f.
1986, 5b) Guðmundur Bjarni, f.
1986, maki Guðrún A. Ein-
arsdóttir, f. 1990, 5c) Jón Atli, f.
1993, maki Jessica Bailey, f. 1995,
5d) Ásdís, f. 1994, maki Benedikt F.
Gylfason, f. 1990. 6) Snorri Arnar,
f. 30.3. 1970, maki Steinunn Ketils-
dóttir, f. 1972. Barn: 6a) Katrín
Tinna, f. 2006, móðir Jenna L.
Jónsdóttir, f. 1973. Barn Stein-
unnar: 6b) Ásdís M. Grétarsdóttir,
f. 1993, maki Stefán B. Andrésson,
f. 1988. Langömmubörnin eru 13:
Elsku mamma. Mikið er ég
þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir
mömmu öll þessi ár. Þú sem ég gat
leitað til í gleði og sorg.
Þú varst ekki spör á orðin og oft
var erfitt að þurfa að viðurkenna
að þú hafðir rétt fyrir þér.
Manstu þegar gott rokklag
heyrðist í útvarpinu og við skellt-
um okkur í dans! Ég búin að læra
dans í Svíþjóð en þú engu síðri
dansari. Þú hefur greinilega lært
eitthvað fleira en að bródera í hús-
stjórnarskólanum.
Þær eru margar minningarnar
sem koma upp í hugann núna þeg-
ar þú hefur lagt í þína hinstu för.
Góða ferð elsku mamma og
skilaðu kveðju.
Hvíl í friði elsku mamma og
amma,
Helga, Davíð Már og
Sigríður Kolbrún.
Elskuleg móðir mín, Þórhildur
Katrín Helgadóttir, er látin. Fyrir
hennar hönd er ég þakklát fyrir að
hún hafi fengið hvíldina því síðustu
ár hafa verið henni erfið eftir blóð-
tappa sem hún fékk og lamaðist af
og það var ekki hennar að geta ekki
þvælst út um allt og verið með í öllu.
Söknuðurinn er mikill og verð-
ur skrítið að geta ekki farið til
hennar eða hringt í hana til að
segja henni nýjustu fréttirnar eða
trúa henni fyrir nýjustu leyndar-
málunum eins og t.d. hver væri
ólétt og fékk hún alltaf fréttirnar á
undan öllum öðrum og það fannst
henni mjög spennandi.
Hún var góð móðir og vinkona
og gott að leita til hennar. Mamma
var sterk kona sem gekk í gegnum
bæði sorgir og gleði í sínu lífi og
tókst á við hlutina af miklum styrk.
Hún vann alltaf úti fulla vinnu
með sex börn, bakaði, saumaði og
sá um heimilið, ég held það hljóti
að hafa verið meiri en 24 tímar í
sólarhringnum hjá henni.
Henni þótti mjög skemmtilegt
að fylgjast með litlu langömmu-
börnunum sínum og alltaf þegar
ég kom til hennar var eitt af því
fyrsta sem hún spurði „ertu með
myndir?“ og svo gat hún horft á
þær aftur og aftur en þótti enn þá
betra þegar þau komu til hennar,
þá ljómaði hún.
Elsku mamma, ég þakka fyrir
að hafa fengið að ganga í gegnum
lífið með þér, það gerði það svo
sannarlega innihaldsríkara og á
ég eftir sakna þín óskaplega mik-
ið. Nú ertu komin í draumalandið
og hittir aftur pabba, Kötu, Þóri
og alla þá sem þú hefur saknað úr
lífinu, góða ferð elsku mamma.
Þín dóttir
Halla.
Það eru forréttindi að fá að
kveðja drottningu eins og Þórhildi
tengdamömmu sem snerti hjarta
mitt sem og margra með sinni um-
hyggju og gleði sem var í kringum
hana. Takk fyrir þau yndislegu ár
sem ég fékk að njóta með þér og
þau jákvæðu áhrif sem þú hafðir á
mitt líf. Þú varst mikil fjölskyldu-
kona með stórt hjarta, þolinmæði,
sjálfstæði, samskiptahæfni, húm-
or og eljusemi. Eitt það mikilvæg-
asta sem þú kenndir mér er æðru-
leysið, að sætta okkur við það sem
við fáum ekki breytt og kjark til að
breyta því sem við getum breytt
og visku til að greina þar á milli.
Enda tryggðir þú að þitt fólk gerði
sitt besta. Hugsa oft til þess þegar
varst hjá okkur í nokkrar vikur í
Birmingham og Manchester og
tókst langa göngutúra með göngu-
stafina enda var uppgjöf ekki til í
þinni lífsins orðabók. Þú óskaðir
eftir að verða helgaramma fyrir
Katrínu Tinnu þegar við bjuggum
þar, rúmlega áttræð, og reyndist
henni dásamleg amma, takk. Síð-
ustu árin reyndu á þig, eftir að þú
jafnaðir þig illa eftir lærbrot og
heilablóðfall á níræðisaldri, en þó
að sumarlandið hafi kallað á þig
voru hvorki hjarta þitt né hugur
tilbúin í ferðalagið enda fylgdist
þú með stjórnmálum og dægurlíf-
inu til síðasta andardráttar.
Góða ferð í sumarlandið.
Þín
Steinunn (Steina).
Elsku besta amma.
Farið er nú eitt stórt og fallegt
hjartameð andlit sem ávallt var
með bros á vör.
Aldrei fórstu að kvarta enda
með þér var alltaf fjör.
Áttum við öll margar góðar
stundir með þér.
Hvíldu í friði elsku besta amma.
Ég mun klárlega sakna þín hér.
Katrín Tinna Snorradóttir.
Þórhildur Katrín
Helgadóttir
HINSTA KVEÐJA
Hvíldu í friði, elsku
amma.
Þín verður sárt saknað
og við elskum þig.
Ásdís María, Stefán Bragi
og Líam Elí.
Ég er 6 ára og þú ert 87
ára.
Leitt að þú sért dáin.
Hafðu gaman á himnum,
langamma. Ég sakna þín.
Adrían Leó Stefánsson.
✝
Jón Helgi Hjör-
leifsson fæddist
20. júlí 1943 á Gils-
bakka í Austurdal,
Skagafirði. Hann
lést 22. desember
2021 á SAK Akur-
eyri. Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
rún Helgadóttir, f.
20.8. 1909, d. 18.4.
1950, og Hjörleifur
Jónsson, f. 2.8. 1890,
d. 9.4. 1985. Alsystkini Jóns eru
Aldís Torfhildur, f. 25.4. 1942,
drengur f. 25.10. 1944, d. 25.10.
1944, Þórdís Sigurbjörg, f. 26.1.
1947, drengur, f. 26.1. 1947, d.
26.1. 1947, Kristrún Jóhanna Ás-
dís, f. 23.12. 1948. Bróðir, sam-
feðra, er Friðjón, f. 13.11. 1917, d.
27.10. 1985. Systkini sammæðra
eru Elín Árdís Ingvarsdóttir, f.
30.11. 1930, d. 2.11. 1980, Birna
Dóttir Jóns er Rósa Björk, f.
18.6. 1981. Blóðmóðir Rósu er
Sigurbjörg Lilja Michelsen, f.
12.11. 1963. Maður Rósu er Kevin
Martin, f. 9.10. 1980. Sonur
þeirra er Kiljan Kormákur Mart-
in, f. 15.1. 2013. Fósturforeldrar
Rósu eru Sveinn Hallgrímsson og
Gerður Karítas Guðnadóttir.
Jón ólst upp á Gilsbakka.
Framan af ævi stundaði hann bú-
skap og vinnumennsku, bjó bæði á
Gilsbakka og til nokkurra ára á
Egilsá. Um miðjan níunda áratug-
inn flutti hann á Sauðárkrók og
hefur búið þar síðan. Jón starfaði
lengi hjá Slátursamlagi Skagfirð-
inga og seinna var hann vaktmað-
ur í Steinullarverksmiðjunni.
Útför hans verður frá Sauðár-
krókskirkju í dag, 12. janúar
2022, klukkan 14. Hlekkur á
streymi:
https://www.mbl.is/andlat.
Aðalheiður Árdal
Jónsdóttir, f. 24.8.
1937, d. 22.5. 2003,
Sigrún Hjördís, f.
8.9. 1939 og Ragn-
heiður Bryndís, f.
8.9. 1939, d. 8.12.
2017.
Sambýliskona
Jóns var Kristín
Ingadóttir, f. 15.5.
1948 á Borg í Skrið-
dal. Synir hennar og
Guðmundar Traustasonar, f.
14.10. 1947, d. 30.8. 1986, eru
Ingi, f. 24.7. 1974, kona hans er
Oddný Ragna Pálmadóttir, f.
21.12. 1989, þeirra börn eru Guð-
mundur Helgi, f. 28.3. 2017 og
Kristrós Ísafold, f. 16.7. 2020. 2)
Þórir, f. 4.3. 1981, kona hans er
Ingibjörg Sólrún Indriðadóttir, f.
15.1. 1989. Dóttir þeirra er Þór-
dís Lilja, f. 1.12. 2016.
Jón Hjörleifsson var uppalinn á
Gilsbakka í Austurdal og bjó þar
lengi framan af ævi. Hann var elst-
ur fjögurra alsystkina frá Gils-
bakka. Jón átti auk þess nokkur
hálfsystkini. Jón var við búskap
ásamt föður sínum og Hjörleifi
Kristinssyni, sem ólst upp á Gils-
bakka og bjó þar alla sína tíð. Jón
fór síðar að Egilsá og bjó þar í fé-
lagi við Guðmund skáldbónda,
hann átti sitt fé en hirti einnig fé
Guðmundar. Jón var göngugarpur
og klettamaður á yngri árum og
hafði gaman af að smala fé, hann
var ólatur að leita ef hann vissi að
fé vantaði. Um miðjan níunda ára-
tuginn brá Jón búi og flutti til
Sauðárkróks. Þar hóf hann störf
hjá Slátursamlagi Skagfirðinga og
varð þar fljótlega ársmaður.
Traustari mann var vart hægt að
hugsa sér, Jón var alltaf mættur á
réttum tíma, var alltaf við. Hann
var afskaplega liðlegur við við-
skiptavini Slátursamlagsins, en oft
fékk fólk að geyma frystivöru hjá
félaginu. Jón sá um allt svoleiðis,
hann tók vel á móti fólkinu og öllum
var boðið í kaffi. Jón var einstakt
hraustmenni og á haustin var hans
starfi að að vera í frystiklefanum.
Aldrei man ég eftir því að hann
minntist á það að sér væri kalt.
Þegar hann var að saga kjöt var
hann berhentur. Þannig gat hann
sagað heilu dagana. Maður gat
fengið í sig kulda bara við að horfa
á hann. Auk starfa í Slátursamlag-
inu vann Jón á næturvöktum í
Steinullarverksmiðjunni. Jón starf-
aði óslitið hjá Slátursamlaginu þar
til rekstri þess var hætt skömmu
fyrir síðustu aldamót.
Það var alltaf gott að hitta Jón,
hann var glaður og heilsaði alltaf
með fallegu brosi. Jón var einn af
þessum stálheiðarlegu og gegn-
heilu sveitamönnum sem aldrei
gleyma uppruna sínum og þeim
gildum sem þeir voru aldir upp
við. Jón var mikill húmoristi, fund-
vís á það spaugilega í tilverunni og
hafði afskaplega skemmtilegan
smitandi hlátur. Það var gott að
hlæja með honum.
Jón hélt góðum tengslum við
sína sveit og þá sérstaklega Kjálk-
ann, hann var í stjórn Lestrar-
félags Silfrastaðasóknar í 53 ár og
þá gjaldkeri. Hann sá um að
kaupa bækurnar, keypti nýjar
bækur fyrir hver jól og svo meira
eftir áramótin. Hann var mjög vel
lesinn og vel að sér, einn af þess-
um mönnum sem búa yfir þessari
djúpu, víðsýnu sveitamannavisku.
Jón var mörg vor við sauðburð
hjá Jóhanni, vini sínum í Sól-
heimagerði, hafði gaman af að
halda tengslum við búskap.
Stundum tók hann að sér girðing-
arvinnu í sinni sveit.
Jóni þótti vænt um föðurleifð
sína, Gilsbakka, og þau systkin
hafa hugsað vel um jörðina. Við
þrír félagar höfum í mjög mörg ár
fengið að reka hross á Gilsbakka að
sumrinu. Það samstarf hefur alltaf
gengið vel og allir verið ánægðir.
Eftir að Jón flutti á Sauðárkrók
kynntist hann Kristínu Ingadótt-
ur, sem verið hefur sambýliskona
hans í rúmlega þrjá áratugi.
Þeirra sambúð hefur verið farsæl
og eins samband Jóns við syni
Kristínar, þá Inga og Þóri.
Að leiðarlokum er ég þakklátur
fyrir kynnin við Jón og sendi fjöl-
skyldu hans allri innilegar samúð-
arkveðjur og fel Jóni þeim Guði,
sem sólina hefur skapað.
Agnar á Miklabæ.
Jón Helgi Hjörleifsson