Morgunblaðið - 12.01.2022, Page 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 18. janúar 2022
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ
50 ÁRA Bára ólst upp í Byggðar-
horni í Sandvíkurhreppi í Flóa en býr
á Selfossi. Hún er leikskólakennari og
deildarstjóri á leikskólanum Jötun-
heimum á Selfossi og hefur starfað
með börnum í 30 ár. Áhugamálin eru
fjölskyldan, útihreyfing og söngur, en
Bára er í Kór Selfosskirkju. „Við er-
um á gönguskíðum og veiði á sumrin
og erum að græja okkur upp í kajak-
sportinu.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Báru er
Ágúst Ármann Sæmundsson, f. 1974,
vinnur hjá Íslenska gámafélaginu.
Börn Báru eru Alexander Freyr, f.
1991, Andrea Björk, f. 1994, Gísli Frank, f. 1997, og Elfa Björk, f. 2003.
Barnabörnin eru Vaka Röfn Alexandersdóttir, f. 2017, og Brynjar Úlfur, f.
2021, sonur Andreu. Foreldrar Báru: Gísli Geirsson, f. 1945, fv. bóndi í
Byggðarhorni, býr nú á Selfossi, og Ingibjörg Ingadóttir, f. 1949, d. 2018,
bókavörður á Selfossi. Þau bjuggu í Byggðarhorni.
Bára Kristbjörg Eyfjörð Gísladóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þetta ætti að verða góður dagur
í vinnunni. Mundu að þakka fyrir það
sem þú hefur. Gamall kunningi skýtur
upp kollinum og það veldur þér áhyggj-
um.
20. apríl - 20. maí +
Naut Tjáðu ástvini þínum hug þinn og
hikaðu ekki við að taka áhættu. Þú vinn-
ur best undir álagi, það væri kannski
sniðugt að æfa sig í öðru.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Leyfðu mönnum að gaspra;
þeir gefast upp og þá kemur þinn tími.
Allt er þegar þrennt er gæti átt við í dag.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það er stundum erfitt að greina
kjarnann frá hisminu en það er nauðsyn-
legt að þú gerir það. Einhver sýnir þér
yfirgang, taktu á því strax.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ef þú skipuleggur viðburð um of
verður þú líklega fyrir vonbrigðum. Það
þarf ekki allt að vera fullkomið.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Hlutirnir fara eins og þú óskaðir
þér. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína
og þá fer allt að gerast hraðar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Sköpunarkraftur þinn er mikill um
þessar mundir jafnvel svo að þú átt erf-
itt með að velja og hafna. Afskiptasemi
viss aðila fer í taugarnar á þér.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er margt sem byrgir
sýn og því er nauðsynlegt að gefa sér
góðan tíma til þess að kanna allar að-
stæður. Lyftu þér upp í kvöld.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Spennan sem þú finnur fyrir
vegna nýrra kynna er gagnkvæm. Síg-
andi lukka er best og því eru allar svipt-
ingar til lítils, þegar upp er staðið.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú þarft að tala þínu máli og
veist að enginn getur gert það fyrir þig.
Hæfileikar þínir til samskipta eru í há-
marki núna.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Mundu að þú ert umkringd/
ur góðu fólki sem gerir allt fyrir þig.
Hvernig væri að skipuleggja óvissuferð
með makanum?
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þetta er ekkert verri tími en hver
annar til þess að brydda upp á nýj-
ungum. Þig langar að víkka sjóndeildar-
hringinn. Skoðaðu hvað er í boði.
Brottnáminu úr kvennabúrinu.
Snorri hélt marga tónleika með Jón-
asi Ingimundarsyni og gáfu þeir m.a.
út geisladisk árið 2006. Snorri var
líka í tíu ár einn af tenórunum þrem-
ur sem sungu á svölunum við Sólon
Íslandus á Þorláksmessu. „Þetta var
Leðurblökunni árið 1999, hann var í
fyrstu óperufærslu Íslensku óper-
unnar í Hörpu, sem var Töfraflautan,
og söng síðast í La traviata á liðnu
ári. Eftirminnileg hlutverk hér
heima eru t.d. Stýrimaðurinn í Hol-
lendingnum fljúgandi og Pedrillo í
S
norri Wium fæddist 12.
janúar 1962 í Reykjavík
og ólst upp á Háaleitis-
braut. Hann gekk í Álfta-
mýrarskóla og Iðnskól-
ann í Reykjavík og fór að læra
málarann eins og faðir hans og afi.
„Ég var sendur í sveit til frænku
minnar á Baugsstöðum í Stokkseyr-
arhreppi þegar ég var 12-15 ára, en
það var góður tími. Svo fer ég að
vinna hjá pabba og afa, það lá alveg
beint við.“ Hann varð málarameist-
ari 1985 en byrjaði í Söngskólanum
um sama leyti og stundaði nám hjá
Magnúsi Jónssyni og Dóru Reyndal.
Að því loknu fór hann í Konserva-
toríum Vínarborgar og lauk diplóma-
prófi þaðan árið 1992. Aðalkennarar
hans þar voru Svanhvít Egilsdóttir
og Carol Blencho-Mayo.
Snorri hefur sungið með Jugend-
stil Theater, Salzburger Tourne, við
óperuhúsin í Lippstadt, Flensburg,
Kaiserslautern og víðar. Þá söng
hann þrjú sumur í kór Wagnerhátíð-
arinnar í Bayreuth. Snorri var fast-
ráðinn einsöngvari við óperuna í
Coburg í Þýskalandi á árunum 1992-
1996. „Ég er svo feginn að hafa farið
út á sínum tíma, það var ómetanleg
reynsla. Það var t.d. mikil upplifun
að fá að vera fluga á vegg í Bayreuth
og fylgjast með helstu Wagner-
söngvurum þess tíma.
Mínir helstu áhrifavaldar voru
Ingólfur Guðbrandsson, sem sagði
mér að ég ætti að fara í söngnám
þegar ég var í Pólýfónkórnum hjá
honum 19 ára. Ég var ekki gamall
þegar ég fór að hlusta á Jussi Björ-
ling og Carreras og heillaðist af þess-
um hljóðheimi óperunnar. Ég hugs-
aði aldrei út í að ég yrði söngvari en
eitt leiddi af öðru.“ Fleiri áhrifavald-
ar Snorra voru einnig Garðar Cortes,
skólastjóri Söngskólans, Svanhvít
Egilsdóttir og Jónas Ingimundarson.
„Ári 1996 komum við fjölskyldan
heim til Íslands og ég stofnaði mitt
eigið fyrirtæki, einbeitti mér að
málningunni og að byggja hús fyrir
okkur fjölskylduna. En í kringum
2000 fer ég aftur að syngja og syng
eitt hlutverk á ári hjá Íslensku óper-
unni og ýmislegt annað.“ Hans fyrsta
hlutverk hjá Íslensku óperunni var í
mjög skemmtilegur siður og var orð-
inn partur af Þorláksmessu, að mér
fannst og mörgum öðrum, og leiðin-
legt að þetta skuli vera hætt.
Við fjölskyldan förum svo aftur út
árið 2005, en fyrrverandi konan mín
fór í nám og bjuggum við fyrst úti í
Vín. Ég fer þá að syngja úti en held
líka áfram að syngja hér heima. Fjöl-
skyldan flutti svo heim 2007, en þau
vildu ekki búa úti og ég varð eftir en
ég gefst upp á því haustið 2008 að
vera einn í útlöndum og kem heim
korter í hrun,“ en Snorri var þá fast-
ráðinn í Landestheater Detmold í
Þýskalandi og söng víðar. „Ég ákvað
að ráða mig til Detmold því þar var
ráðist í það stórvirki að setja upp all-
an Niflungahringinn eftir Wagner.
Þar söng ég m.a. Loka í Rheingold.“
Snorri fór svo að færa sig yfir í
leiðsögumanninn upp úr 2010, fór í
gönguleiðsögn í Leiðsöguskólanum í
Kópavogi og lauk prófi í jöklaleið-
sögn, Árið 2012 er leiðsögu-
mennskan orðin hans aðalstarf. „Ég
átti breyttan jeppa sem ég hafði ver-
ið að ferðast í. Það leiðir mig út í
þetta að taka fólk upp á hálendið og
upp á jökla,“ en Snorri er með eigið
fyrirtæki og er í prívatleiðsögn, frá
Snorri Wium, málari, söngvari og leiðsögumaður – 60 ára
Leiðsöguparið Snorri og Klara fyrir framan bílinn sem þau hafa notað til
að flytja ferðamenn um hálendið og jökla landsins.
Gott að geta skipt um búning
Samstarfsmenn Bjarni Thor Kristinsson, Jónas Ingimundarson og Snorri.
Ópera Snorri sem Pedrillo í Brott-
náminu úr kvennabúrinu.
Til hamingju með daginn
Hafnarfjörður Markús Orri Ólafsson
fæddist 18. febrúar 2021 kl. 22.08 á
fæðingardeild Landspítalans í Reykja-
vík. Hann vó 3.200 g og var 50 cm
langur. Foreldrar hans eru Ingunn
Vilhelmína Ólafsdóttir og Ólafur
Freyr Gíslason.
Nýr borgari