Morgunblaðið - 12.01.2022, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.01.2022, Qupperneq 22
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Heimir Ríkarðsson hefur þjálfað ungmenni í handknattleik hérlendis í fjóra áratugi. Heimir gegnir veiga- miklu hlutverki í uppeldi fram- úrskarandi leikmanna því hann hef- ur í fjöldamörg ár tekið að sér að stýra 18 ára landsliði karla. Þar hafa ófáir atvinnumennirnir og landsliðs- mennirnir farið í gegn á löngum tíma en Íslandi hefur oft tekist að vera á meðal átta bestu þjóða í Evr- ópu í þeim aldursflokki. Heimir hefur ekki verið fyrir- ferðarmikill í fjölmiðlum í gegnum tíðina en féllst á að veita Morgun- blaðinu/mbl.is viðtal um þjálfunina þegar eftir því var leitað. „Ég byrjaði í raun með hand- boltaskóla fyrir HSÍ en það voru krakkar á aldrinum 14 og 15 ára. Ég skipulagði það en þá komu fleiri þjálfarar og einnig dómarar sem héldu fyrirlestra. En ég hef aðallega verið með 18 ára landsliðið í gegnum tíðina. Eiginlega gegnumsneitt. Ég byrjaði hjá HSÍ sem aðstoðar- þjálfari hjá mönnum eins og Jóhanni Inga Gunnarssyni, Steindóri Gunn- arssyni og Þorbergi Aðalsteinssyni. Var með þeim fyrstu árin sem að- stoðarmaður í 18 ára landsliðinu en ég þjálfaði þá stráka á sama aldri hjá Fram. Í kringum 1994 tók ég við sem þjálfari 18 ára landsliðsins. Í fyrsta landsliðinu sem ég stýrði var til dæmis Guðjón Valur Sigurðs- son. Þar voru fleiri sem urðu at- vinnumenn eins og Ragnar Ósk- arsson. Einnig menn sem eru þekktir þjálfarar eins og Halldór Jó- hann Sigfússon [á Selfossi] og Einar Jónsson [hjá Fram]. Villi naglbítur [tónlistarmaður] var þarna líka áður en hann fór að troða upp. Fyrsta mótið eftir að ég tók alfarið við var með þennan hóp á Sparkassen Cup í Þýskalandi á milli jóla og nýárs. Síðan þá höfum við nánast farið á það mót árlega. Þetta er mjög eftir- minnilegt mót vegna þess að þetta var hálfgerð frumraun og við höfn- uðum í þriðja sæti. Strákarnir voru gríðarlega vinsælir og mjög hvattir áfram af þýskum áhorfendum. Þeir heilluðu enda var mikil stemning í liðinu og áttu eiginlega höllina.“ Heimir hefur aldrei lagt þjálf- unina alfarið fyrir sig í þeim skiln- ingi að hún hafi verið hans atvinna. Hann hefur ávallt unnið í lögregl- unni en þjálfað handbolta með. Í dag er orðið mun algengara að fólk reyni að lifa af þjálfun íþróttafólks. Alltaf í fullri vinnu með „Ég var á vöktum í vinnunni alveg til ársins 2000 en naut mikils velvilja hjá mínum yfirmönnum. Ég fékk jafnvel að skreppa af vöktum til að taka æfingu en ég hef alltaf verið í fullri vinnu utan handboltans. Enda var það miklu algengara þegar ég var að byrja í þessu,“ segir Heimir en hann ákvað að prófa eitt sumar í lögreglunni en er þar enn. Enn meiri tilviljun réð því að hann reyndi fyrir sér sem þjálfari. „Ég ætlaði aldrei í þjálfun en hafði verið fenginn til að taka að mér unglinganefnd hjá Fram. Eftir að hafa ráðið þjálfara var nánast mitt fyrsta verk að segja honum upp vegna þess að hann mætti ekki á fyrstu tvær æfingarnar. Ekki fannst þjálfari og úr varð að ég og vinur minn Lárus Hrafn Lárusson tókum 3. flokk kvenna það árið. Þannig byrjaði ég í þjálfun.“ Nóg að taka sér sumarfrí Spurður um hvernig menn endist svo lengi í þjálfuninni segir Heimir að fyrir sig hafi verið nóg að fá hefð- bundið sumarfrí. „Þetta er ástríða og ég væri löngu hættur ef mér þætti þetta ekki skemmtilegt. Mér finnst mjög gam- an að þjálfa þennan aldurshóp því áhuginn er svo mikill á þessum aldri. Það er reglulega gaman að vera nálægt leikmönnum sem eru á fullu í íþróttinni. Um leið og keppnistímabilinu lýkur hjá fé- lagsliðinu þá tekur við törn hjá landsliðinu. Þegar tímabilinu lýkur þá er maður oft búinn að fá alveg nóg en það þurfa ekki að líða marg- ar vikur þar til mig fer að klæja í puttana. Þá finnst mér eitthvað Ástríða að þjálfa unga leikmenn Morgunblaðið/Eggert Valur Heimir Ríkarðsson hefur þjálfað 2. og 3. flokk karla hjá Val í sautján ár ásamt því að þjálfa 18 ára landsliðskarla um árabil. - Heimir Ríkarðsson hefur byggt upp íslenska handboltamenn í fjóra áratugi Þjálfaraferillinn » Þjálfaði yngri flokka hjá Fram frá 1982 til ársins 2000 og var aðstoðarþjálfari í meist- araflokki um tíma. » Meistaraflokkur karla og 2. flokkur Fram frá 2000-2004. » Hefur verið hjá Val frá 2005 sem þjálfari 2. og 3. flokks karla ásamt því að hafa af og til verið í þjálfarateymi meist- araflokks karla. Eitt ogannað _ Knattspyrnumaðurinn Albert Guð- mundsson mun yfirgefa hollenska fé- lagið AZ Alkmaar þegar samningur hans rennur út í sumar. Þetta kemur fram í hollenska miðlinum NoordHol- lands Dagblad. Albert, sem er 24 ára gamall, hefur ekki viljað framlengja samning sinn við AZ. _ Knattspyrnumaðurinn Finnur Tóm- as Pálmason og sænska félagið Norr- köping hafa komist að samkomulagi um að hann yfirgefi félagið. Finnur kom til Norrköping á síðasta ári en lék með KR að láni síðasta sumar og spil- aði aldrei deildarleik með sænska lið- inu. _ Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við finnska mið- vörðinn Dani Hatakka. Hatakka er 27 ára og kemur frá Honka í heimaland- inu og semur við Keflavík út komandi leiktíð. _ Knattspyrnumaðurinn Þorleifur Úlfarsson var í gær valinn af Houston Dynamo í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Houston hafnaði í neðsta sæti Vesturdeildarinnar á síð- ustu leiktíð. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 England Southampton – Brentford ....................... 4:1 Staðan: Manch. City 21 17 2 2 53:13 53 Chelsea 21 12 7 2 45:16 43 Liverpool 20 12 6 2 52:18 42 Arsenal 20 11 2 7 33:25 35 West Ham 20 10 4 6 37:27 34 Tottenham 18 10 3 5 23:20 33 Manch. Utd 19 9 4 6 30:27 31 Wolves 19 8 4 7 14:14 28 Brighton 19 6 9 4 20:20 27 Leicester 18 7 4 7 31:33 25 Southampton 20 5 9 6 24:30 24 Crystal Palace 20 5 8 7 29:30 23 Brentford 20 6 5 9 24:30 23 Aston Villa 19 7 1 11 25:30 22 Everton 18 5 4 9 23:32 19 Leeds 19 4 7 8 21:37 19 Watford 18 4 1 13 22:36 13 Burnley 17 1 8 8 16:27 11 Newcastle 19 1 8 10 19:42 11 Norwich City 19 2 4 13 8:42 10 B-deild: Reading – Fulham.................................... 0:7 Staða efstu liða: Bournemouth 25 14 7 4 41:20 49 Fulham 24 14 6 4 58:19 48 Blackburn 25 13 7 5 43:28 46 WBA 25 11 9 5 31:19 42 QPR 24 12 5 7 37:30 41 Huddersfield 26 11 7 8 32:29 40 Afríkukeppnin Nígería – Egyptaland .............................. 1:0 Súdan – Gínea-Bissau .............................. 0:0 Alsír – Sierra Leóne................................. 0:0 Reykjavíkurmót karla Víkingur R. – Fylkir................................. 4:3 50$99(/:+0$ NBA-deildin Charlotte – Milwaukee ...................... 103:99 Detroit – Utah................................... 126:116 Boston – Indiana........................ (frl.) 101:98 New York – San Antonio ................... 111:96 Houston – Philadelphia...................... 91:111 Sacramento – Cleveland .................. 108:109 Portland – Brooklyn......................... 114:108 Efstu lið í Austurdeild: Chicago 26/11, Brooklyn 25/14, Miami 25/ 15, Milwaukee 26/17, Philadelphia 23/16, Cleveland 23/18, Toronto 20/17, Charlotte 22/19, Washington 20/20, Boston 20/21. Efstu lið í Vesturdeild: Golden State 30/9, Phoenix 30/9, Utah 28/ 13, Memphis 28/14, Dallas 22/18, Denver 20/18, LA Lakers 21/20, Minnesota 20/20, LA Clippers 20/21, Portland 16/24. 4"5'*2)0-# Sara Björk Gunnarsdóttir lands- liðsfyrirliði í knattspyrnu er byrjuð að æfa á ný í herbúðum franska stórliðsins Lyon. Sara er mætt eftur til franska liðsins eftir að hafa eignast dreng með knattspyrnumanninum Árna Vilhjálmssyni í nóvember á síðasta ári. Landsliðsfyrirliðinn lék síðast með Lyon gegn Bröndby frá Dan- mörku í Meistaradeild Evrópu 10. mars á síðasta ári. Sara hefur áður gefið það út að hún stefni á að leika með íslenska landsliðinu á Evr- ópumótinu í Englandi í sumar. Sara byrjuð að æfa með Lyon AFP Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir feistar þess að spila á EM í sumar. Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hef- ur verið ráðinn í ráðgjafastarf hjá Knattspyrnusambandi Íslands til sex mánaða. Grétar hætti störfum hjá Everton sem yfirmaður inn- kaupamála skömmu fyrir jól en hann var þar í þrjú ár og þar áður fjögur ár sem yfirmaður knatt- spyrnumála hjá Fleetwood Town. Grétar mun m.a. vinna að þarfa- greiningu, stefnumótun og þróun gagnagrunns KSÍ, sem og greining- arvinnu sem getur gagnast öllum félagsliðum og landsliðum. Morgunblaðið/Golli KSÍ Grétar Rafn Steinsson hefur verið ráðinn til sex mánaða. Grétar Rafn ráðinn til KSÍ Kristján Jónsson í Búdapest kris@mbl.is Karlalandsliðið í handknattleik skil- aði sér á keppnisstað í Búdapest um miðjan dag í gær ásamt fylgdarliði en Ísland mætir Portúgal á föstu- daginn í fyrsta leik sínum í B-riðli lokakeppni EM. Landsliðshópurinn hefur farið mjög gætilega í janúar vegna heimsfaraldursins og dvaldi liðið saman á hóteli í Reykjavík meðan á undirbúningi liðsins stóð. Daginn fyrir brottförina í gær fóru allir í PCR- próf vegna kór- ónuveirunnar og reyndust allir landsliðsmenn- irnir neikvæðir. Hópurinn flaug með leiguflugi frá Icelandair, sam- starfsaðila HSÍ, í gær og starfsfólk flugfélagsins beið landsliðsmanna í innrituninni í landsliðstreyjum í gærmorgun. Landsliðsmennirnir voru ekki í fjölmenni í flugstöðinni á leið sinni til Ungverjalands en flugvélin hélt af stað skömmu eftir að mesta um- ferðin er í Leifsstöð. Eins og gefur að skilja væri reiðarslag fyrir leik- menn að smitast á þessum tíma- punkti og þurfa að einangra sig frá hópnum í marga daga fyrir utan áhrifin sem hópsmit gæti haft. Landsliðsmennirnir fóru í PCR-próf eftir komuna til Búdapest í gær og fá væntanlega niðurstöðurnar í dag. Hingað til hefur tekist að forða leik- mönnum frá smiti og verður svo vonandi áfram. Gestgjafarnir Ung- verjar eru einnig í riðli Íslands á EM sem og Hollendingar sem leika undir stjórn Erlings Richardssonar. Margir sveitungar Erlings frá Vest- mannaeyjum ætla að mæta á stað- inn og fylgjast með mótinu eins og fram kom á baksíðu Morgunblaðs- ins á dögunum. Hafa sloppið við smit til þessa - Karlalandsliðið í handknattleik kom á keppnisstað í Búdapest í gær Guðmundur landsliðsþjálfari. 22 ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.