Morgunblaðið - 12.01.2022, Blaðsíða 23
vanta og þarf þá að komast aftur á
æfingu. Ég þarf ekki meira en sum-
arfríið til að kúpla mig frá þessu,“
útskýrir Heimir en bendir einnig á
að með tímanum viða menn að sér
frekari fróðleik um íþróttina og
þjálfun.
„Á sínum tíma var ekkert internet
og maður þurfti að fara til útlanda á
námskeið. En það kom einnig fyrir
að haldin væru námskeið hér heima.
Ég man til dæmis eftir því þegar
Fram stóð fyrir námskeiði með Leif
Mikkelsen [fyrrverandi landsliðs-
þjálfara Dana]. Nú geta menn leitað
að fræðsluefni á netinu en HSÍ er
einnig með góð þjálfaranámskeið.
HSÍ hélt 2019 fyrsta Mastercoach-
námskeiðið hér á landi í samvinnu
með EHF fyrir stóran hóp íslenskra
þjálfara og fór ég á námskeiðið
ásamt tveimur samstarfsmönnum
mínum í Val, Óskari Bjarna Ósk-
arssyni og Ágústi Þór Jóhannssyni.
Fjöldi þjálfara náði sér þá í þessa
gráðu. Maður þarf endalaust að
bæta við sig.“
Viljum vera með öll yngri
landsliðin í efstu deild
Árangurinn hjá 18 ára landsliði
Íslands hefur oftar en ekki verið
mjög góður. Fyrir utan það að hafa
farið tvívegis í úrslitaleik á EM þá
nær Ísland merkilega oft að vera á
meðal átta efstu á EM í þessum ald-
ursflokki. Síðasta sumar hafnaði lið-
ið til dæmis í 8. sæti þótt ekki hafi
endilega farið mikið fyrir því í um-
ræðunni. Hvernig stendur á þessu?
„HSÍ leggur mikið upp úr því að
við séum með öll landsliðin í efstu
deild á EM. Það hefur oft tekist hjá
karlaliðunum. Ég er sammála þér að
árangurinn er ansi jafn hjá 18 ára
liðinu á heildina litið. Það eru nokkr-
ir toppar en fá slæm mót.
Okkur hefur blessunarlega tekist
að vera á meðal átta efstu á EM 18
ára mörg undanfarin ár, en þannig
höldum við okkur meðal bestu þjóð-
anna. Því fylgir alltaf dálítið spenna
að ná því vegna þess að þar viljum
við vera. Þeir sem eru fæddir 2002
höfnuðu á EM í Slóvakíu í 8. sæti en
það tryggir þá þeim sem fæddir eru
2004 keppnisrétt næst í úrslitum á
EM og HM. Þetta telur allt.
Líklega er helsta skýringin á
þessu að þjálfunin er góð í félögun-
um hér heima. Langflest ef ekki öll
félögin eru með góða þjálfara í yngri
flokkum og hafa metnað fyrir því.
Leikmennirnir eru sjálfir metnaðar-
fullir og ég gæti trúað því að á þess-
um aldri séum við duglegri að æfa
en aðrar þjóðir. Oft eru fleiri æfing-
ar á viku hér á Íslandi og ég held að
það hjálpi okkur að halda þessu við.
En við þurfum að bæta styrkinn.
Þar erum við aðeins á eftir.“
Flestir í gullaldarliðinu fóru
langt í yngri liðum
Blaðamaður veltir fyrir sér hvort
fylgni sé milli góðs árangurs í yngri
landsliðum og góðs árangurs hjá A-
landsliði. Þegar A-landsliðið hefur
náð afburðaárangri, höfðu þá lands-
liðsmennirnir einnig náð góðum ár-
angri með yngri landsliðum?
„Eðlileg þróun væri kannski að
einn, tveir eða þrír leikmenn úr
hverjum árgangi færu áfram upp í
A-landsliðið. Úr kjarna Evr-
ópumeistaraliðsins 2003 fóru Arnór
Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson,
Björgvin Páll Gústavsson og Kári
Kristján Kristjánsson áfram upp í
A-landsliðið. Ef við horfum á ís-
lenska landsliðið sem fékk verðlaun
á ÓL 2008 og EM 2010 þá höfðu
flestir í því liði náð fínum árangri í
yngri landsliðum.
Ef við skoðum þá sem eru fæddir
árið 2000 þá eru Viktor Gísli Hall-
grímsson og Haukur Þrastarson
þegar komnir í A-landsliðið. Ef við
skilum tveimur til þremur leik-
mönnum áfram í A-landsliðið þá er
það mjög gott. En það er aldrei neitt
gefið að góðir leikmenn í yngri
landsliðum komist í A-landslið síð-
ar.“
Evrópumeistarar árið 2003
Geysilega margir snjallir leik-
menn hafa farið í gegnum 18 ára lið-
in á svo löngum tíma. Fyrst þegar
Heimir var aðstoðarþjálfari voru
Gunnar Andrésson, sem nú er að-
stoðarþjálfari Heimis í 18 ára liðinu,
og fleiri í liðinu.
Fljótlega á eftir kom mjög sterkt
landslið með Ólaf Stefánsson, Dag
Sigurðsson og Patrek Jóhannesson
sem lykilmenn. Áður var minnst á
Guðjón Val og skömmu síðar sterk
kynslóð manna sem margir voru í
landsliðinu sem vann ólympíu-
verðlaun í Peking 2008: Hreiðar
Levý Guðmundsson, Ingimundur
Ingimundarson, Róbert Gunn-
arsson, Snorri Steinn Guðjónsson og
fleiri.
EM árið 2003 er skiljanlega mót
sem stendur upp úr hjá Heimi því
þá fór Ísland alla leið og varð
Evrópumeistari. Eina skiptið til
þessa sem Ísland hefur náð þeim ár-
angri í handboltanum.
„Fyrsta mótið í Þýskalandi var
mjög eftirminnilegt og skemmtilegt
eins og ég nefndi. Þetta er flott mót
og okkur tókst að vinna það árið
2017. En langeftirminnilegasta mót-
ið er EM þegar við urðum Evrópu-
meistarar. Maður man nánast
hverja einustu mínútu frá þessum
tveimur vikum í Slóvakíu. Einnig
var mjög skemmtilegt að komast í
úrslitaleik EM 2018 en þá töpuðum
við fyrir Svíum í úrslitaleik,“ segir
Heimir.
_ Viðtalið við Heimi er mun
lengra og mun birtast í heild sinni á
mbl.is/sport/handbolti síðar í vik-
unni.
Morgunblaðið/Golli
Sigursælir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson voru í Evrópumeist-
araliðinu 2003 og komust síðan á verðlaunapall með A-landsliðinu.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
_ Jón Daði Böðvarsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, vonast til þess að
losna frá enska B-deildarliðinu Millwall
síðar í þessum mánuði. Hann staðfesti
þetta í viðtali við KSÍ TV í gær og sagði
að verið væri að vinna í sínum málum.
Jón Daði hefur engin tækifæri fengið
með Millwall í vetur en hann er í lands-
liðshópnum sem mætir Úganda í Anta-
lya í Tyrklandi í dag og Suður-Kóreu á
laugardaginn. Hann er reyndastur
þeirra leikmanna sem taka þátt í verk-
efninu en Jón Daði hefur leikið 60
landsleiki.
_ Níu leikmenn eiga möguleika á að
spila sinn fyrsta A-landsleik í dag þegar
Ísland mætir Úganda. Það eru mark-
verðirnir Hákon Rafn Valdimarsson og
Jökull Andrésson og þeir Finnur Tómas
Pálmason, Damir Muminovic, Atli
Barkarson, Viktor Karl Einarsson,
Valdimar Þór Ingimundarson, Kristall
Máni Ingason og Viktor Örlygur Andra-
son.
_ Spænski körfuboltamaðurinn Javier
Valeiras er genginn til liðs við Grindvík-
inga en hann kemur frá Gannon-
háskóla í Bandaríkjunum. Valeiras er 23
ára gamall framherji og 203 sentimetr-
ar á hæð.
_ Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Ah-
met Yilmaz Calik, 27 ára gamall mið-
vörður úrvalsdeildarliðsins Konyaspor,
lést í bílslysi í höfuðborginni Ankara í
gærmorgun. Calik lék áður með Genc-
lerbirligi og Galatasaray og lék átta
landsleiki fyrir Tyrkland en hann var í
hópi Tyrkja í lokakeppni EM í Frakklandi
árið 2016.
_ Leo Anthony Speight, tvítugur ís-
lenskur strákur, ættaður frá Bretlandi,
hefur verið valinn í breska landsliðið í
taekwondo. Sveinn Speight faðir hans
skýrði frá þessu á Facebook og sagði að
Leo hefði staðist læknisskoðun, væri
kominn í eitt sterkasta landslið heims
og myndi flytja til Manchester á næst-
unni þar sem hann yrði í fullri, launaðri
vinnu sem afreksmaður í íþróttinni.
_ Ólafur Helgi Kristjánsson er kominn
í raðir Breiðabliks á ný en hann var
þjálfari karlaliðs félagsins þegar það
varð bikarmeistari og Íslandsmeistari
árin 2009 og 2010. Hlaðvarpsþátturinn
þungavigtin og fotbolti.net skýrðu frá
þessu en Ólafur mun samkvæmt því
starfa í kringum 2. flokk karla hjá félag-
inu og er með klásúlu um að geta farið
ef meira heillandi starf býðst annars
staðar. Ólafur hef-
ur þjálfað mikið
í Danmörku,
síðast lið
Esbjerg, en
þar var hon-
um sagt upp
störfum síð-
asta vor.
Eitt
ogannað
Hilmar Snær Örvarsson verður eini
Íslendingurinn sem tekur þátt í
heimsmeistaramótinu í skíðaíþrótt-
um fatlaðra en það verður sett í
Lillehammer í Noregi í dag. Þar
keppa um þúsund íþróttamenn frá
tæplega fimmtíu löndum en þetta
er í fyrsta sinn sem allar vetrar-
greinar fatlaðra eru í boði á einu og
sama heimsmeistaramótinu. Hilm-
ar keppir í svigi og stórsvigi á
mótinu en röðin kemur ekki að hon-
um fyrr en í næstu viku. Keppt er í
stórsvigi miðvikudaginn 19. janúar
og í svigi tveimur dögum síðar.
Hilmar Snær eini
sem fer á HM
Ljósmynd/ÍF
Noregur Hilmar Snær Örvarsson
keppir í stórsvigi og svigi á HM.
Valsmenn hafa fengið Ágúst Eð-
vald Hlynsson, leikmann 21 árs
landsliðsins í knattspyrnu, lánaðan
frá Horsens í Danmörku út þetta
tímabil. Ágúst er 21 árs miðjumað-
ur sem lék fyrst kornungur með
Breiðabliki en var síðan á mála hjá
Norwich og Bröndby. Hann lék
með Víkingi R. 2019 og 2020 og var
í láni hjá FH frá Horsens fyrri hluta
tímabilsins 2021. Hann hefur skor-
að 12 mörk í 53 leikjum í efstu deild
og spilað sjö leiki með 21-árs lands-
liðinu en aðeins komið við sögu í
fimm leikjum Horsens í vetur.
Ágúst í láni hjá
Valsmönnum
Morgunblaðið/Eggert
2021 Ágúst Eðvald Hlynsson lék
með FH fyrri hluta síðasta árs.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Áttundi landsleikur Íslands í karla-
fótbolta gegn Afríkuþjóð fer fram í
Antalya í Tyrklandi í dag þegar Ís-
land mætir Úganda í vináttulands-
leik, fyrsta leik ársins 2022.
Úganda er aðeins fimmta Afríku-
þjóðin af 54 innan knattspyrnu-
sambands álfunnar sem Ísland mæt-
ir í 513 A-landsleikjum karla frá
upphafi en Ísland hefur áður mætt
Suður-Afríku þrisvar, Nígeríu tvisv-
ar, Túnis og Gana einu sinni.
Ísland hefur unnið Suður-Afríku
tvisvar og gert eitt jafntefli og unnið
og tapað gegn Nígeríu, en auk þess
tapað fyrir Túnis og gert jafntefli við
Gana. Allt hafa þetta verið vináttu-
landsleikir nema þegar Nígería vann
Ísland 2:0 á HM 2018 í Rússlandi.
Ísland vann Nígeríu 3:0 í fyrsta
leiknum við Afríkuþjóð á Laugar-
dalsvellinum í ágúst 1981 þar sem
Árni Sveinsson, Lárus Guðmunds-
son og Marteinn Geirsson skoruðu
mörkin.
Núverandi landsliðsþjálfari, Arn-
ar Þór Viðarsson, skoraði í 4:1-sigri
gegn Suður-Afríku á Laugardals-
vellinum árið 2005. Veigar Páll
Gunnarsson skoraði í þeim leik og
aftur sigurmark gegn Suður-Afríku,
1:0, árið 2009.
Lið Úganda er í 82. sæti heims-
lista FIFA og í 16. sæti af 54 Afríku-
þjóðum. Liðinu hefur gengið mjög
vel frá því í haust, aðeins tapað ein-
um leik af sjö frá 2. september og
markatalan í þessum sjö leikjum er
5:2.
Rétt eins og hjá Íslandi vantar
marga fastamenn Úganda í dag en í
hópnum eru 12 leikmenn af þeim 27
sem voru í hópnum í síðustu leikjum
liðsins í undankeppni HM í nóv-
ember. Alla þá reyndustu vantar,
m.a. leikmenn sem spila í Skotlandi,
Slóvakíu og Ísrael, en 21 af þeim 23
sem eru í hópnum í dag leikur með
félagsliðum í Úganda.
Áttundi leikurinn gegn Afríkuþjóð
- Úganda er fimmta þjóðin í Afríku sem Ísland mætir í 513 landsleikjum karla
Heimir Ríkarðsson segir að litlu
hafi munað að Sigvaldi Björn
Guðjónsson, leikmaður pólska
stórliðsins Kielce og eini örvhenti
hornamaðurinn í hópi Íslands á
EM í Búdapest, hefði gengið ís-
lenska landsliðinu úr greipum.
„Sigvaldi er í A-landsliðinu í
dag en við misstum hann nærri
því í danska landsliðið. Hann bjó
í Danmörku og hafði verið valinn
til æfinga með Dönum. Ég frétti
af honum og hafði tal af Sigvalda
í þeirri von að hann myndi spila
fyrir Ísland. Eftir gott spjall þá
kom hann og æfði með okkur.
Sem betur fer,“ sagði Heimir en
Sigvaldi leikur sinn 40. landsleik
gegn Portúgal á föstudags-
kvöldið.
Náðu Sigvalda af Dönum
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Blue-höllin: Keflavík – Njarðvík ......... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Eyjar: ÍBV U – Grótta .............................. 18
TM-höllin: Stjarnan U – Selfoss ......... 20.30
Í KVÖLD!