Morgunblaðið - 12.01.2022, Page 24

Morgunblaðið - 12.01.2022, Page 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 Það geta allir fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi Freistaðu bragðlaukanna ... stærsti uppskriftarvefur landsins! Bandaríski leikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Milo Ventimiglia hlaut þann heiður að stjarna merkt honum var lögð í hina frægu stétt The Hollywood Walk of Fame. Ventimiglia er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum This is Us og Gilmore Girls. AFP Stjarna fyrir Ventimiglia Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jónas Þór Guðmundsson á sér nokk- ur hliðarsjálf sem tónlistarmaður. Eitt þeirra er Ruxpin, annað Octal Industries, þriðja Asonat og það nýj- asta og fjórða er Oh Mama. Hefur Oh Mama nú gefið út fjórar rafræn- ar breiðskífur með forvitnilegum nöfnum: Tímarit, Blokkir, Dalir og Húsgögn. Og lagatitlarnir eru í anda plötutitlanna og skondnir því á Hús- gögnum eru þeir sóttir í húsgagna- línur Ikea, á Blokkum nöfn gatna og staða með þekktum fjölbýlishúsum og á Dölum bera lögin titla sem dalir eru kenndir við, t.d. „Svarfaður“ og „Öxnar“. Tímarit hefur svo að geyma lög á borð við „Eimreiðina“, „Fjölni“ og „Vaka“. Passar upp á að ekkert sé skemmt Blaðamaður sendi tölvupóst á Jónas og fékk símanúmerið hans til baka og það greinilega erlent með landsnúmeri sem blaðamaður kann- aðist ekki við. „Eistland,“ svarar Jónas þegar hann er spurður að því hvert sé landið og í ljós kemur að þar hefur hann búið til fjölda ára. „Ég vinn við fornleifarannsóknir og að kenna,“ segir Jónas þegar blaða- maður hnýsist enn frekar. Jónas er menntaður sagnfræð- ingur en segist hafa verið plataður út í að fara í fornleifarannsóknir. „Ég er svokallaður „practical arche- ologist“, er ekkert að vinna að há- skólarannsóknum heldur meira í því sem þarf að gera, ef verið er að byggja eitthvað fer ég á svæðið og passa upp á að ekkert sé skemmt sem má ekki skamma,“ útskýrir hann, staddur í Tallinn. Jónas hefur í árafjöld gefið út tón- list og þá undir fyrrnefndum nöfnum Ruxpin og Asomat. „Svo er ég búinn að vera viðriðinn útgáfufyrirtækið Thule Records, ég er búinn að vera í hinu og þessu í raftónlistar- bransanum,“ segir hann frá. Í fyrra fór hann svo að gefa út plötur á net- inu undir nafninu Oh Mama. „Það var svo mikið að gera hjá mér – ég var með lítið barn og er með ennþá – það gafst svo lítill tími til að vinna almennilega í tónlist þannig að alltaf þegar krakkinn fékk sér blund tók ég upp fartölvuna og fór að setja saman eitthvað skemmtilegt og leika mér. En þetta passaði ekkert við það sem ég er að gera í hinum verkefn- unum mínum þannig að ég ákvað að safna þessu dóti saman og koma þessu út,“ segir Jónas. Út um allt – Þetta er „house“-tónlist, er það ekki? „Jú, mikið til house-tónlist eða retro breaks eitthvað,“ segir Jónas og bætir við að í rauninni sé þetta, jú, house, hústónlist. – Hentar þá vel í klúbbum en líka þegar maður er að ryksuga? „Jú, það er svona pælingin, eitt- hvað sem maður getur dillað sér við en líka aðeins á meðan maður er að ryksuga.“ – Þetta nafn, Oh Mama, hvaðan kemur það? „Þetta er algjört bull bara, ekki mikil hugsun á bak við þetta. Ég var ekkert að stressa mig mikið á þessu þegar þetta kom út,“ svarar Jónas, léttur í bragði. Hin verkefnin hans séu mjög stílhrein á meðan Oh Mama sé „út um allt“ og útrás fyrir hann eftir annasaman vinnudag og barnastúss. Hvað plötutitlana varðar segir Jónas Tímarit bæði tengjast því að rita tímann og gömlum dagblöðum sem heilli sagnfræðinördinn í hon- um. Húsgögn megi á ensku kalla „house files“ og tengist hústónlist. Hústónlistarskrár, sumsé. Sem fyrr segir tengjast lagatitl- arnir allir Ikea-húsgögnum og Blokkir vísa svo í tónlistarvinnsluna, að hann sé að vinna með blokkir í raðaranum, hljóðskrár sem hann raði upp og dragi til og frá. „Nöfnin á þeim lögum eru tengd blokkum á Íslandi; Engihjalli, Laugardalur og svo framvegis,“ segir Jónas og svo eru það Dalir. „Ég man ekki hver var pælingin þar,“ segir Jónas kím- inn um þá nafngift. Bjó í Engihjalla Myndirnar framan á öllum plötum nema einni, Blokkum, eru af börnum eða öllu heldur barni því þarna er Jónas sjálfur kominn, gamlar mynd- ir af honum úr fjölskyldualbúmum. „Ég ólst upp í Kópavoginum og blokkin sem er á umslagi Blokka er Engihjalli, klippt til og stækkuð upp,“ segir Jónas en hann bjó ein- mitt í Engihjalla. „Öll kóverin eru tengd mínu uppeldi, þannig séð,“ segir hann. En í ljósi þess hversu önnum kaf- inn Jónas er við fornleifarannsóknir, kennslu og barnauppeldi, þýðir þá eitthvað að spyrja hvað er fram und- an í tónlistinni? „Ég er í öðrum verk- efnum líka í tónlist og það er mikið til að koma út á vínilplötum,“ svarar Jónas. „Ég gef líka út undir nafninu Octal Industries og þar hafa verið að koma út tvær til þrjár vínilplötur á ári síðustu sjö árin og nóg að gera í því. Og með Ruxpin er alltaf eitthvað smá að koma út, mest á safnplötum undanfarið. Svo er ég að vinna að plötu með listamanni sem heitir Stafrænn Hákon. Við erum að vinna plötu saman með honum.“ Jónas segir þetta svo „andskoti skemmtilegt“ að honum takist alltaf að finna tíma fyrir tónlistina. „Þetta er allt púsluspil,“ segir hann að lok- um kíminn og að hann geti bara sofið þegar hann sé dauður. „Þetta er allt púsluspil“ - Oh Mama gaf út fjórar breiðskífur rafrænt í fyrra með hústónlist - Eitt af hliðarsjálfum Jónasar Þórs Guðmundssonar - Tímarit, Blokkir, Dalir og Húsgögn - Fleiri hliðarsjálf og samstarfsverkefni Marghliða Sagnfræðingurinn Jónas Þór á sér nokkur hliðarsjálf í tónlist. blokkir Ferna Plöturnar fjórar sem Jónas hefur gefið út með hústónlist, frá vinstri Tímarit, Blokkir, Dalir og Húsgögn. Lagatitlarnir eru í anda plötutitlanna. Hlekkir með útgáfum Jónasar: discogs.com/artist/24903- Ruxpin discogs.com/artist/462786- Octal-Industries discogs.com/artist/2689050- Asonat raftonar.bandcamp.com/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.