Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
✝
Kristjana
Kristjánsdóttir
fæddist á Klængs-
hóli í Skíðadal 13.
desember 1929.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
27. desember
2021.
Kristjana var
dóttir hjónanna
Kristjáns Hall-
dórssonar, f.
20.10. 1886, d.16.2. 1981 og
Margrétar Árnadóttur, f. 25.3.
1894, d. 24.8. 1980. Þau voru
bændur á Klængshóli. Krist-
jana var yngst 7 systra en þær
eru nú allar látnar.
Eiginmaður Kristjönu var
Sigurbjörn Árnason frá Ak-
ureyri, f. 18.9. 1927, d. 25.9.
2012.
Börn Kristjönu og Sig-
urbjörns eru: 1. Eva Sig-
dóttir, f. 19.12. 1965. Hennar
maður er Hermann Óskar
Hermannsson, f. 18.6. 1966, og
eiga þau tvo syni. 6. Anna Sig-
urbjörnsdóttir, f. 20.10. 1968.
Hennar fyrrverandi maki er
Malcolm Holloway, f. 26.9.
1953, og eiga þau tvo syni.
Fyrir hjónaband átti Sig-
urbjörn Guðmund Sigur-
björnsson, f. 22.5. 1949, d. 7.7.
1998. Kona hans var Bjarney
Sigvaldadóttir, f. 24.4. 1951,
og áttu þau þrjú börn. Barna-
börn Kristjönu og Sigurbjörns
eru 20, barnabarnabörn 41 og
barnabarnabarnabarn eitt.
Þegar Kristjana var ung hóf
hún hjúkrunarnám en hvarf
frá því þegar hún átti von á
sínu fyrsta barni. Þegar börn-
in voru orðin sex að tölu og
þau yngstu komin á skóla-
aldur dreif hún sig í sjúkralið-
anám og að því loknu vann
hún alla sína starfsævi á Víf-
ilsstöðum.
Útför Kristjönu fer fram frá
Garðakirkju í dag, 13. janúar
2022, og hefst athöfnin kl. 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat.
urbjörnsdóttir, f.
24.4. 1950. Eig-
inmaður er Ás-
björn Þorgilsson,
f. 31.12. 1944. Þau
eiga þrjú börn. 2.
Árni Sigurbjörns-
son, f. 10.11. 1951.
Fyrri kona hans
var Agnes Olga
Jónsdóttir, f. 8.9.
1951. Þau eiga tvo
syni. Seinni kona
Árna er Andrea Jónheiður Ís-
ólfsdóttir, f. 26.5. 1965, og
eiga þau þrjár dætur. 3. Jón
Ingi Sigurbjörnsson, f. 8.9.
1953. Kona hans er Harpa Sig-
ríður Höskuldsdóttir, f. 9.6.
1957, og eiga þau þrjú börn. 4.
Kristján Sigurbjörnsson, f.
11.9. 1955. Hans kona er Anna
Lísa Gunnarsdóttir, f. 18.11.
1957, og eiga þau tvo syni. 5.
Margrét Birna Sigurbjörns-
Elskuleg tengdamóðir mín er
farin. Og hjálpi mér hvað ég
sakna hennar. Hún var drottn-
ing. Ég sagði henni það oft og
jafn oft fussaði hún bara til
svars. Taldi alls ekkert drottn-
ingarlegt við sig. Ég sagði
henni þá að hún væri a.m.k. mín
drottning því hún bar sig æv-
inlega sem slík. Henni var það
eðlislægt, gekk um bein í baki
og axlir á sínum stað. Aldrei
lotin í herðum. Hún var afskap-
lega falleg sem ung kona, og
falleg og virðuleg á efri árum.
Ég þreyttist ekki á að ræða
þetta öðru hvoru, en hún hló
bara að „vitleysunni“ í mér. Ég
tjáði henni þá að þetta væri ein-
ungis staðreynd, ekki álit. Við
því varð henni svarafátt en
brosti aðeins og svaraði „jæja
þá…“
Það voru sannarlega ekki
lætin í henni tengdó minni eins
og ég var vön að kalla hana.
Hún var hæglát, jafnlynd, skipti
ógjarnan skapi og þá sjaldan
hún reiddist yfir einhverju eða
einhverjum, þá fórum við hin að
skellihlæja því okkur þótti hún
svo fyndin við þær aðstæður.
Áður fyrr var hún bakandi
dag út og dag inn svo alltaf var
eitthvað til með kaffinu. Seinna,
þegar hún hætti að nenna
þessu, bakaði hún bara í Bónus
og Fjarðarkaup sagði hún. Hún
hlakkaði líka lengi til að hætta
að elda því henni þótti það æv-
inlega svo skelfilega leiðinlegt.
Þegar hún hætti því loksins,
sagðist hún vera Guðs lifandi
fegin. Hún eldaði þó alla tíð
rosalega góðan mat og fékk ég
öðru hvoru að njóta þess, sér-
staklega á þeim tíma þegar
Árni minn var á sjónum og ég
ein að væflast. Þá munaði engu
þótt einum aukadiski væri skellt
á borðið. Tengdó hafði verið vön
því í gegnum tíðina að gefa
mörgum að borða.
Heimili tengdó var félagsmið-
stöð. Það var endalaust gott að
koma til hennar og slappa af yf-
ir kaffibolla. Stundum var múg-
ur og margmenni hjá henni.
Alltaf svo gaman. Ég naut þess
líka þegar við sátum saman
tvær yfir kaffibolla og hún sagði
mér frá gömlum dögum þegar
hún ólst upp á Klængshóli. Hún
var svo mikil sveitastelpa og
henni þótti svo óendanlega
vænt um dalinn sinn. Það rifj-
uðust líka aldeilis upp gamlir
dagar þegar ég bauð henni fyrst
með mér á hestbak. Það var
eins og hún hefði fengið allan
heiminn að gjöf, slík var ánægj-
an sem skein úr andlitinu þegar
hún steig í hnakkinn. Hún hafði
ekki komið á hestbak í 30 ár en
það var eins og hún hefði aldrei
farið af baki allan þennan tíma.
Hún sat sem límd í hnakkinn.
Þegar hún þóttist orðin of göm-
ul til að fara á bak hafði hún
samt sem áður gaman af að
koma og klappa hestunum og
gauka að þeim smávegis nammi.
Ég bauðst oft til að snara henni
á bak og binda hana bara við
hestinn en einhverra hluta
vegna þáði hún það ekki.
Við lögðum nýlega á ráðin
um að skella okkur eins og eina
ferð í viðbót í hesthúsið en af
því varð því miður ekki að
þessu sinni. Þess í stað skrapp
hún í aðra ferð, að hitta mann-
inn sinn. Ég trúi að tengdafaðir
minn hafi tekið glaður á móti
henni og þau hafi það nú gott
saman. Hún var búin að bíða
dálítið eftir þessu og þrátt fyrir
söknuðinn get ég ekki annað en
glaðst með henni tengdamóður
minni og bið henni góðrar ferð-
ar.
Andrea Jónheiður
Ísólfsdóttir.
Kidda tengdamóðir mín var
mér mjög kær. Hún var tengda-
móðir mín í næstum fimmtíu ár,
en ég og Jón Ingi maðurinn
minn urðum kærustupar haust-
ið 1972. Ég man þegar ég sá
hana fyrst þessa glæsilegu og
fallegu konu. Það tókust fljót-
lega með okkur góð kynni og
hún sýndi mér aldrei annað en
góðvild og kærleika. Í Goðatún-
inu var oft margt um manninn
og alltaf tekið á móti fólki af
gestrisni. Ég bjó í Goðatúninu í
tvo vetur þegar ég var í námi,
þá vorum við um tíma ellefu
manns í heimili og það var mat-
ast í hollum. Kidda var hæglát
en glaðvær og gerði aldrei neitt
vesen úr hlutunum. Hún var þó
ákveðin þegar á þurfti að halda.
Kidda var yngst sjö systra
sem ólust upp í Skíðadal. Hún
talaði fallega um systur sínar,
fjölskyldu sína og dalinn sem
var henni mjög kær. Á veggn-
um við rúmið hennar á hjúkr-
unarheimilinu hékk málverk
sem hún gerði af Skíðadalnum.
Kidda var mjög músíkölsk og
hafði fagra sópranrödd. Hún
var virk í kórastarfi stóran
hluta ævinnar. Hún var líka list-
feng og hafði hæfileika í mál-
aralist þótt hún hafi ekki gefið
því mikinn tíma. Kidda hafði
yndi af garðyrkju og það voru
ófáir afleggjararnir úr garðin-
um hennar sem rötuðu heim til
okkar á Egilsstaði. Hún ræktaði
dalíur og fleiri laukplöntur í
stórum stíl og það var nú stund-
um gert grín að því þegar hún
var að bera allar þessar plöntur
inn og út úr húsi þegar hún var
að herða þær á vorin. En það
skilaði árangri í litafegurð
blómanna við húsið. Enda fengu
tengdaforeldrar mínir verðlaun
fyrir fallegan blómagarð.
Kidda átti stóra fjölskyldu.
Hún sýndi þeim ávallt mikla
ræktarsemi, fylgdist með öllum,
spurði um þau, gladdist þegar
vel gekk og sýndi umhyggju
þegar þess þurfti. Mér fannst
vera merkilegt hvað hún fylgd-
ist vel með öllum og vissi margt
um svona marga! Hún var líka
umkringd ást og umhyggju fjöl-
skyldu sinnar. Börnin mín köll-
uðu hana alltaf ömmu í Góð-
atúni.
Umhyggja Kiddu fyrir öðrum
var henni eðlislæg. Þegar hún
var innan við tvítugt hóf hún
nám í hjúkrunarfræðum. Hún
þurfti að hætta námi því við
tóku barneignir og þær skyldur
sem konur á þeim árum tóku á
sig. Tengdapabbi minn var sjó-
maður og mikið að heiman.
Kidda var alltaf mikill dugnað-
arforkur og vann ýmis störf ut-
an heimilis eins og hægt var.
Hún var af þeirri kynslóð
kvenna sem þvoðu þvotta í
þvottalaugunum í Laugardaln-
um. Þegar börnin voru orðin
nógu stálpuð settist Kidda aftur
á skólabekk og lauk sjúkralið-
anámi og vann sem sjúkraliði á
Vífilsstaðaspítala í mörg ár.
Síðastliðið ár var tengda-
mömmu minni fremur erfitt,
hún fluttist á hjúkrunarheimili í
byrjun árs, fékk þar góða
umönnun en það var ljóst að
heilsu hennar hafði mjög hrak-
að. Við Jón Ingi fluttum til
Reykjavíkur í haust og gátum
því heimsótt hana oft og voru
það alltaf fagnaðarfundir. Fram
til síðasta dags spurði hún um
börnin okkar, tengdabörnin og
barnabörnin, faðmaði okkur og
knúsaði. Við vorum hjá henni
annan í jólum og þá var ljóst að
hverju dró. Hún fékk friðsælt
andlát þá um nóttina.
Hvíldu í friði, elsku tengda-
mamma mín og vinkona.
Þín
Harpa.
Amma mín er látin. Hún var
orðin mjög gömul og var sjálf
orðin þreytt en það breytir ekki
þeirri staðreynd að ég syrgi
hana meira en orð fá lýst.
Amma fékk mig í fangið þegar
ég var nýkomin í heiminn og
fékk ég svo nafnið hennar, og
gælunafn, sem ég hef borið stolt
alla tíð. Fólk hefur oft spurt
mig af hverju ég sé kölluð
Kidda og svarið er einfalt: Af
því amma var kölluð það. Ég
mun sakna þess að eiga ömmu
mína að, hún var ein af mínum
bestu vinkonum, auk þess að
vera amma mín auðvitað. Ég
var alltaf ömmustelpa og fékk
stundum að fara ein í bæinn í
heimsókn til ömmu og afa. Ég
fór þá jafnvel með ömmu í vinn-
una á Vífilsstöðum, sem var
gríðarlegt sport fyrir sveita-
stelpuna mig. Ég á svo margar
minningar frá því að vera í
Goðatúninu: Amma að þvo mér
um hendurnar með sínum silki-
mjúku höndum fyrir matinn og
góðu lyktinni sem var alltaf
heima hjá þeim. Við amma
skrifuðumst á um tíma og mér
fannst það ofsalega skemmti-
legt og ég er nokkuð viss um að
ég á bréfin frá henni einhvers
staðar uppi á lofti, því ég henti
engu sem kom frá ömmu. Ég
hlakka til að lesa þau yfir þegar
ég finn þau.
Ég bjó hjá ömmu og afa um
tíma þegar ég var í framhalds-
skóla og þau reyndust mér allt-
af svo vel. Amma huggaði mig í
fyrstu ástarsorginni og var allt-
af til staðar fyrir litlu Kidduna
sem var að upplifa alls konar á
þessum tíma, eins og fylgir ung-
lingsárunum. Ég hef haldið
miklu sambandi við ömmu og
afa alla tíð og það var alltaf gott
að koma til þeirra. Vöfflurnar
hennar ömmu um helgar, ilm-
urinn í garðinum, jarðarberin,
afi að stússa í bílskúrnum, sól-
bað á stéttinni, Trabantinn,
sjónvarpshornið, listaverkin
þeirra beggja, píanóið í stof-
unni. Allar þessar minningar
hlýja mér að innan en á sama
tíma finn ég að mér finnst sárt
að þetta sé allt liðið og muni
ekki koma aftur.
Eftir að afi lést var ég enn
meira í heimsóknum hjá ömmu
og ég mun lifa á þessum heim-
sóknum og minnast þeirra alla
ævi. Við sátum og drukkum te
eða kaffi og spjölluðum um allt
undir sólinni. Amma var alltaf
opin fyrir nýjum hlutum og var
á Facebook, spilaði netskrafl og
hlustaði á bækur á netinu. Hún
var alveg ótrúlega fljót að til-
einka sér nýja hluti og kom mér
svo oft á óvart. Þetta var kona
sem fæddist og ólst upp sín
fyrstu ár í torfbæ, takk fyrir.
Getið ímyndað ykkur það sem
hún sá gerast á sinni ævi. Þetta
ræddum við allt í spjalli okkar
við borðið heima hjá ömmu.
Elsku amma, ég veit þú ert
komin til afa núna og þið eruð í
ykkar besta formi, að dansa á
Hótel Borg, hamingjusöm að
vera sameinuð á ný. Takk fyrir
að vera amma mín og takk fyrir
að elska mig, þú áttir svo gott
með að láta mann finna fyrir
væntumþykju þinni. Takk fyrir
að kenna mér að vera góð
manneskja, takk fyrir að hvetja
mig áfram í öllu, hvort sem það
var að spila á píanóið, mála,
skrifa eða hvað það var sem ég
tók mér fyrir hendur. Ég vona
að ég verði jafn góð amma og
þú. Ég elska þig, nú og að ei-
lífu, og trúi því að við munum
verða sameinaðar á ný með öll-
um hinum í sumarlandinu. Þín
Kristjana (Kidda).
Hún amma mín í Túni!
Ég gæti skrifað margt um
þessa litlu „virðulegu“ konu. Ég
skrifa virðuleg innan gæsalappa
því ef betur var að gáð leyndist
í henni kaldhæðinn húmoristi.
Hún gat sko verið fyndin, en
hún gat líka verið kvíðin. Ég
mun aldrei gleyma því þegar
hún deildi áhyggjum sínum og
kvíða yfir að ég myndi aldrei
ganga út, verandi tæplega 21
árs gömul. Hún reyndi að mæla
með hinum og þessum herra-
mönnum sem hún þekkti til en
ég sagðist nú vilja fá að sjá um
þessi mál sjálf. Hún lét sig nú
ekki mikið varða um þær óskir
mínar…
Þær voru ófáar te- og kaffi-
stundirnar okkar. Við spiluðum
og ræddum um allt milli himins
og jarðar. Eins og flestir vita
var hún alltaf með nokkrar
sortir á borðum, fannst alveg
ómögulegt ef þær voru ekki að
minnsta kosti þrjár eða fjórar,
sem gat stundum verið mér til
mikils ama… en eins og áður
segir var alveg ómögulegt að
segja nei við þessa blessuðu
konu! Jafnvel þótt maður segði
„nei takk, amma, ég er með of-
næmi fyrir þessu“ var það ekki
meðtekið án japls, jamls og fuð-
urs.
Við áttum okkur nú ýmis
leyndarmál, eitt þeirra komst
upp að lokum innan fjölskyld-
unnar. Virðulega litla amma
mín sagði mér nefnilega eitt
sinn að sér þætti voða gott að
fá sér smá kvöldsopa, en „kon-
ur á hennar aldri gætu nú ekki
látið sjá sig í mjólkurbúðinni“.
Þetta fannst mér alveg fráleitt
og reyndi að segja henni að hún
væri á hárréttum og afar lög-
legum aldri til að vera fasta-
kúnni. Hún hristi bara hausinn
og fussaði. Alltaf tók hún við
manni með stórt bros á vör, en
þegar mjöður í brúnum poka
fylgdi með var brosið extra
breitt.
Einu sinni lenti ég í því að
stórmóðga hana greyið, það var
nú alveg hreint óvart, árið 2007
varð mér á að segja við hana að
hún væri orðin gömul, þá hvarf
stóra brosið og mín setti heldur
betur í brýnnar. Eftir þetta
voru öll kort frá henni und-
irrituð „amma (gamla) í Túni“.
Þetta var því væntanlega
geymt en ekki gleymt… úps…
já það var ekki hægt að segja
að hún væri gleymin. Með alla
sína afkomendur mundi hún
alltaf eftir afmælum allra. Það
verður því skrítið að venjast því
að heyra ekki í henni á afmæl-
isdaginn hvert ár. Ég man enn
ræðuna sem ég fékk frá henni á
17 ára afmælisdaginn minn, en
þá hafði síminn minn verið
batteríslaus fyrri part dags.
Skulum bara segja að það hafi
ekki fallið vel í kramið hjá okk-
ar konu. Ég gæti haldið enda-
laust áfram en elsku amma
mín:
Þó svo ég muni alltaf sakna
þín, þá get ég ekki leyft mér að
gráta úr sorg. Ég mun eflaust
gráta, en þó með gleði í hjarta
yfir því að langþráð ósk þín um
að sameinast afa á ný skuli loks
hafa ræst. Skál fyrir þér.
Þín
Hafdís.
Kristjana
Kristjánsdóttir
✝
Þökkum þá samúð og hlýhug sem sýnd hafa verið
vegna fráfalls þeirra hjóna,
ÁSTHILDAR G. STEINSEN
og
GARÐARS STEINSEN
Aðstandendur
Ástkær eiginmaður, vinur, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
ÓLI ÁRNI VILHJÁLMSSON
frá Bustarfelli í Vestmannaeyjum,
lést á Landspítala að morgni aðfangadags.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Streymt verður á http://promynd.is/oliarni
klukkan 13 föstudaginn 14. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafía Skarphéðinsdóttir
Ástkær móðir mín og amma,
GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 22. desember.
Útför hennar fer fram frá Mosfellskirkju
föstudaginn 14. janúar klukkan 11.
Vegna sóttvarnatakmarkana verða aðeins
aðstandendur og nánir vinir viðstaddir.
Björn Þór Vilhjálmsson
Magnús Kolbjörn Björnsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ÞORBERGSDÓTTIR,
Sísí,
lést á Hrafnistu Ísafold föstudaginn
31. desember. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni mánudaginn 17. janúar klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Streymi verður frá athöfninni á https://youtu.be/sg8SDazZ7co.
Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat
Vegna samkomutakmarkana verður pláss fyrir 50 kirkjugesti.
Þórir Aðalsteinsson Þorbergur Aðalsteinsson
Hilmar Már Aðalsteinsson Sigrún M. Hallgrímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn