Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 6
Framkvæmdir standa nú yfir við lagningu nýrra hitaveitu- lagna vestast á Seltjarnarnesi. Á myndinni, sem tekin er við Sefgarða fyrr í vikunni, má sjá hvar nýja lögnin verður, á móts við hjúkrunarheimilið Seltjörn. Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ er um að ræða hitaveitulagnir sem færð- ar eru út fyrir nýja Bygggarðahverfið sem er í undirbúningi en einnig nýja lögn frá nýrri borholu sem boruð var síðasta haust. Hitaveitulagnaverkefnið hófst síðasta haust og áætluð verklok eru í næsta mánuði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytja hitaveitulagnir fyrir nýja hverfið 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Útsala er hafin í Dimmalimm 30%-50% afsláttur! DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 dimmalimmreykjavik.is DimmalimmReykjavik Kaupendum á íbúðum hjá Þorpinu vistfélagi í Gufunesi hefur verið til- kynnt að afhending íbúða þeirra dragist um allt að þrjá mánuði. Um er að ræða 41 íbúð alls í tveimur hús- um. Við kaupsamning var uppgefin af- hending 1. febrúar næstkomandi en í bréfi frá framkvæmdastjóra Þorps- ins til kaupenda segir að afhending sé nú áætluð um miðjan apríl en í síðasta lagi hinn 1. maí. Fram kom á mbl.is í gær að í ábendingu frá einum kaupenda komi fram að Þorpið hafi ekki svarað tölvupóstum og ætli sér ekki að semja við kaupendur „þrátt fyrir að hafa tilkynnt þriggja mánaða seink- un með eins mánaðar fyrirvara“. Umræddur kaupandi kveðst jafn- framt vera ósáttur við að verð fast- eignarinnar hafi hækkað þar sem komið hafi fram í „smáa letrinu“ að verðið sé bundið við byggingar- vísitölu. Verð við afhendingu sé því töluvert hærra en það sem standi í kaupsamningi. „Það lítur allt út fyrir það að þeir séu að taka allan kostnað og umfram það út á ungum fyrstu kaupendum með samþykki Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar,“ sagði í bréfi kaupandans. Runólfur Ágústsson, þróunar- og verkefnastjóri hjá Þorpinu vist- félagi, segir að ástæðan fyrir þessari þriggja mánaða seinkun nú sé fyrst og fremst vegna Covid. „Aðstreymi af aðföngum hefur verið mjög tregt og svo bættist við seinkun á afhend- ingu á heitu vatni og rafmagni frá Veitum.“ Hann segir jafnframt að eftir fundahöld með verktökum hafi verið ákveðið endanlega að aftengja vísi- tölutengingu íbúðanna frá og með 1. febrúar þegar átti að afhenda þær. „Það er bara sanngirnismál. Við munum svo reyna að greiða úr mál- um hvers og eins kaupanda.“ Runólfur segir enn fremur að eðli- legt sé að verð íbúðanna sé tengt við byggingarvísitölu. „Við erum með samning við verktakann sem er vísi- tölutengdur miðað við byggingar- vísitölu og við tryggjum okkur með sama hætti. Kaupendur eru að fá vandaðar og góðar íbúðir á 5-8 millj- ónum undir markaðsvirði. Þær hafa á byggingartíma hækkað í verði langt umfram byggingarvísitölu.“ Seinka afhendingu í Gufunesi - Kaupandi ósáttur við Þorpið vistfélag - Aftengja vísitölu Morgunblaðið/Sigurður Unnar Vistfélag Byggingar í Gufunesi. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Um 56% útfara á höfuðborgarsvæð- inu eru bálfarir. Á hverju ári fara fram 2.300 útfarir á landinu og þar af eru tæplega eitt þúsund bálfarir, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, for- stjóra Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma og formanns Kirkju- garðasambands Íslands (KGSÍ). Hlutfall bálfara hefur hækkað hratt. Við erum þó eftirbátar Svía og Dana þar sem bálfarir eru um 80% útfara á landsvísu og langt yfir 90% í stærri borgum. Kirkjugarðarnir hafa skilað inn- anríkisráðuneytinu tillögu um upp- byggingu nýrrar bálstofu. Þar eiga að vera tveir brennsluofnar með full- komnum hreinsi- búnaði. Stefnt er að því að ný bál- stofa kirkjugarð- anna fyrir Ísland verði tilbúin innan 5-6 ára. Heildarframlag ríkisins til kirkju- garða landsins í fyrra nam 1.285.100.000 krónum, samkvæmt heimasíðu KGSÍ. Þar af fór rúmlega einn millj- arður til umhirðu garðanna, greftr- anir kostuðu 191 milljón og rekstur bálstofu 66 milljónir. Inni í þessum brúttótölum er 8% framlag í kirkju- garðasjóð, sem er jöfnunarsjóður kirkjugarða. KGSÍ gerir tillögu um hvernig peningunum er skipt á milli kirkju- garðanna sem eru um 250 talsins. Þar er m.a. tekið tillit til umfangs umhirðu og fjölda greftrana á ári. Fjársýsla ríkisins deilir út fénu. Kirkjugarðarnir eru fyrir alla Orðið kirkjugarður vísar til tengsla við kirkjuna. Þórsteinn segir fjarri því að kirkjugarðar séu ein- ungis fyrir kristna. „Samkvæmt lögum eru kirkju- garðarnir fyrir alla, hvort sem þeir tilheyra tilteknu trú- eða lífsskoðun- arfélagi eða standa utan slíkra fé- laga,“ segir Þórsteinn. Hann segir aldrei spurt um trúfélagsaðild þegar óskað er eftir greftrun eða bálför. Dæmi eru um að trúfélög hafi helgað sér grafreiti. Þannig eru Ásatrúar- félagið og múslimar með grafreiti í Gufunesgarði og Bahá’í-samfélagið í Kópavogsgarði. Þá er óvígður reitur í Gufunesgarði fyrir þá sem eru utan trúfélaga eða vilja ekki hvíla í vígðri mold. Þórsteinn segir að í öllum nýj- um kirkjugörðum og við stækkun slíkra garða sé gert ráð fyrir reit fyr- ir þá sem standa utan trú- eða lífs- skoðunarfélaga. Lítill hópur vill dreifa ösku Hægt er að fá leyfi til að dreifa ösku látinna utan kirkjugarða. Laga- breyting þess efnis tók gildi 2002. Dreifa verður öskunni utan við skipulögð svæði, þ.e. í óbyggðum eða í sjó. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að rýmka reglur um dreifingu ösku látinna. Þórsteinn telur að al- menningur sé ekki að knýja á um það og segir að þeir sem vilji fá að dreifa ösku utan kirkjugarða séu mikill minnihluti og stór hluti hans útlend- ingar sem búa ekki hér á landi. „Fólk sem lætur dreifa ösku sinni með þessum hætti fer utan kirkju- garða eða grafreita,“ segir Þór- steinn. „Skipulagsyfirvöld vilja hafa eitthvað með þessa dreifingu að gera. Þau vilja t.d. ekki að það sé sí- fellt verið að dreifa ösku í Gullfoss. Það hefur verið svolítill þrýstingur á þetta að utan. Verði það rýmkað sér maður fyrir sér að það komi heilu fjölskyldurnar til að dreifa ösku við Gullfoss, Geysi, á Þingvöllum og víð- ar. Fólk vill almennt ekki að þetta sé þannig.“ Hlutfall bálfara hækkar stöðugt - Um 100 milljónir á mánuði fara til reksturs um 250 kirkjugarða - Sum trúfélög eru með sérgrafreiti Þórsteinn Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.