Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 6
Framkvæmdir standa nú yfir við lagningu nýrra hitaveitu-
lagna vestast á Seltjarnarnesi. Á myndinni, sem tekin er við
Sefgarða fyrr í vikunni, má sjá hvar nýja lögnin verður, á
móts við hjúkrunarheimilið Seltjörn. Samkvæmt upplýsingum
frá Seltjarnarnesbæ er um að ræða hitaveitulagnir sem færð-
ar eru út fyrir nýja Bygggarðahverfið sem er í undirbúningi
en einnig nýja lögn frá nýrri borholu sem boruð var síðasta
haust. Hitaveitulagnaverkefnið hófst síðasta haust og áætluð
verklok eru í næsta mánuði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flytja hitaveitulagnir fyrir nýja hverfið
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
Útsala
er hafin í
Dimmalimm
30%-50%
afsláttur!
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
dimmalimmreykjavik.is
DimmalimmReykjavik
Kaupendum á íbúðum hjá Þorpinu
vistfélagi í Gufunesi hefur verið til-
kynnt að afhending íbúða þeirra
dragist um allt að þrjá mánuði. Um
er að ræða 41 íbúð alls í tveimur hús-
um.
Við kaupsamning var uppgefin af-
hending 1. febrúar næstkomandi en í
bréfi frá framkvæmdastjóra Þorps-
ins til kaupenda segir að afhending
sé nú áætluð um miðjan apríl en í
síðasta lagi hinn 1. maí.
Fram kom á mbl.is í gær að í
ábendingu frá einum kaupenda komi
fram að Þorpið hafi ekki svarað
tölvupóstum og ætli sér ekki að
semja við kaupendur „þrátt fyrir að
hafa tilkynnt þriggja mánaða seink-
un með eins mánaðar fyrirvara“.
Umræddur kaupandi kveðst jafn-
framt vera ósáttur við að verð fast-
eignarinnar hafi hækkað þar sem
komið hafi fram í „smáa letrinu“ að
verðið sé bundið við byggingar-
vísitölu. Verð við afhendingu sé því
töluvert hærra en það sem standi í
kaupsamningi. „Það lítur allt út fyrir
það að þeir séu að taka allan kostnað
og umfram það út á ungum fyrstu
kaupendum með samþykki Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar,“
sagði í bréfi kaupandans.
Runólfur Ágústsson, þróunar- og
verkefnastjóri hjá Þorpinu vist-
félagi, segir að ástæðan fyrir þessari
þriggja mánaða seinkun nú sé fyrst
og fremst vegna Covid. „Aðstreymi
af aðföngum hefur verið mjög tregt
og svo bættist við seinkun á afhend-
ingu á heitu vatni og rafmagni frá
Veitum.“
Hann segir jafnframt að eftir
fundahöld með verktökum hafi verið
ákveðið endanlega að aftengja vísi-
tölutengingu íbúðanna frá og með 1.
febrúar þegar átti að afhenda þær.
„Það er bara sanngirnismál. Við
munum svo reyna að greiða úr mál-
um hvers og eins kaupanda.“
Runólfur segir enn fremur að eðli-
legt sé að verð íbúðanna sé tengt við
byggingarvísitölu. „Við erum með
samning við verktakann sem er vísi-
tölutengdur miðað við byggingar-
vísitölu og við tryggjum okkur með
sama hætti. Kaupendur eru að fá
vandaðar og góðar íbúðir á 5-8 millj-
ónum undir markaðsvirði. Þær hafa
á byggingartíma hækkað í verði
langt umfram byggingarvísitölu.“
Seinka afhendingu í Gufunesi
- Kaupandi ósáttur við Þorpið vistfélag - Aftengja vísitölu
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Vistfélag Byggingar í Gufunesi.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Um 56% útfara á höfuðborgarsvæð-
inu eru bálfarir. Á hverju ári fara
fram 2.300 útfarir á landinu og þar af
eru tæplega eitt þúsund bálfarir, að
sögn Þórsteins Ragnarssonar, for-
stjóra Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæma og formanns Kirkju-
garðasambands Íslands (KGSÍ).
Hlutfall bálfara hefur hækkað
hratt. Við erum þó eftirbátar Svía og
Dana þar sem bálfarir eru um 80%
útfara á landsvísu og langt yfir 90% í
stærri borgum.
Kirkjugarðarnir hafa skilað inn-
anríkisráðuneytinu tillögu um upp-
byggingu nýrrar bálstofu. Þar eiga
að vera tveir brennsluofnar með full-
komnum hreinsi-
búnaði. Stefnt er
að því að ný bál-
stofa kirkjugarð-
anna fyrir Ísland
verði tilbúin innan
5-6 ára.
Heildarframlag
ríkisins til kirkju-
garða landsins í
fyrra nam
1.285.100.000
krónum, samkvæmt heimasíðu
KGSÍ. Þar af fór rúmlega einn millj-
arður til umhirðu garðanna, greftr-
anir kostuðu 191 milljón og rekstur
bálstofu 66 milljónir. Inni í þessum
brúttótölum er 8% framlag í kirkju-
garðasjóð, sem er jöfnunarsjóður
kirkjugarða.
KGSÍ gerir tillögu um hvernig
peningunum er skipt á milli kirkju-
garðanna sem eru um 250 talsins.
Þar er m.a. tekið tillit til umfangs
umhirðu og fjölda greftrana á ári.
Fjársýsla ríkisins deilir út fénu.
Kirkjugarðarnir eru fyrir alla
Orðið kirkjugarður vísar til
tengsla við kirkjuna. Þórsteinn segir
fjarri því að kirkjugarðar séu ein-
ungis fyrir kristna.
„Samkvæmt lögum eru kirkju-
garðarnir fyrir alla, hvort sem þeir
tilheyra tilteknu trú- eða lífsskoðun-
arfélagi eða standa utan slíkra fé-
laga,“ segir Þórsteinn. Hann segir
aldrei spurt um trúfélagsaðild þegar
óskað er eftir greftrun eða bálför.
Dæmi eru um að trúfélög hafi helgað
sér grafreiti. Þannig eru Ásatrúar-
félagið og múslimar með grafreiti í
Gufunesgarði og Bahá’í-samfélagið í
Kópavogsgarði. Þá er óvígður reitur
í Gufunesgarði fyrir þá sem eru utan
trúfélaga eða vilja ekki hvíla í vígðri
mold. Þórsteinn segir að í öllum nýj-
um kirkjugörðum og við stækkun
slíkra garða sé gert ráð fyrir reit fyr-
ir þá sem standa utan trú- eða lífs-
skoðunarfélaga.
Lítill hópur vill dreifa ösku
Hægt er að fá leyfi til að dreifa
ösku látinna utan kirkjugarða. Laga-
breyting þess efnis tók gildi 2002.
Dreifa verður öskunni utan við
skipulögð svæði, þ.e. í óbyggðum eða
í sjó. Fyrir Alþingi liggur frumvarp
um að rýmka reglur um dreifingu
ösku látinna. Þórsteinn telur að al-
menningur sé ekki að knýja á um það
og segir að þeir sem vilji fá að dreifa
ösku utan kirkjugarða séu mikill
minnihluti og stór hluti hans útlend-
ingar sem búa ekki hér á landi.
„Fólk sem lætur dreifa ösku sinni
með þessum hætti fer utan kirkju-
garða eða grafreita,“ segir Þór-
steinn. „Skipulagsyfirvöld vilja hafa
eitthvað með þessa dreifingu að
gera. Þau vilja t.d. ekki að það sé sí-
fellt verið að dreifa ösku í Gullfoss.
Það hefur verið svolítill þrýstingur á
þetta að utan. Verði það rýmkað sér
maður fyrir sér að það komi heilu
fjölskyldurnar til að dreifa ösku við
Gullfoss, Geysi, á Þingvöllum og víð-
ar. Fólk vill almennt ekki að þetta sé
þannig.“
Hlutfall bálfara hækkar stöðugt
- Um 100 milljónir á mánuði fara til reksturs um 250 kirkjugarða - Sum trúfélög eru með sérgrafreiti
Þórsteinn
Ragnarsson