Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Opnuð hefur verið ný ellefu rúma legudeild á Reykjalundi, en þangað verða teknir sjúklingar sem lokið hafa fyrstu meðferð á Landspítala en þurfa áfram að dveljast á sjúkra- stofnun. Að því leyti er verið að létta að einhverju marki það mikla álag sem er á sjúkrahúsinu vegna Co- vid-19. Gripið hefur verið til sam- bærilegra ráðstafana að undanförnu með liðsinni fleiri heilbrigðisstofnana víða um land. „Í heilbrigðiskerfinu þarf þvert á stofnanir að vera samstaða í að leysa úr aðsteðjandi neyðarástandi. Því má í rauninni segja að við hér á bæ séum þátttkendur í samfélagslegu verkefni,“ segir Pétur Magnússson, forstjóri Reykjalundar, í samtali við Morgunblaðið. Opnuðu deild og fólk kallað úr fríi Að staðaldri er á Reykjalundi starfrækt tólf rúma deild með sólar- hringsþjónustu. Hlé var gert á starf- seminni þar yfir jólin eins og venja er, en um hátíðir var álagið á Land- spítalanum orðið slíkt að biðlað var til Reykjalundar um liðsinni. Því var deildin opnuð aftur 29. desember og starfsfólk sem var í jólafríi kallað til vinnu. Ljóst var enn fremur að meira þyrfti til og því var fyrr- greindri deild með rúmunum ellefu bætt við. Því fylgir hins vegar að endurhæfingarstarf lungna-, hjarta- og taugateyma verður takmarkað á meðan, en um 50 skjólstæðingar sækja að staðaldri þjónustu þeirra. Ekki er fyrirséð hve lengi starf- semi legudeildanna á Reykjalundi verður haldið úti en vonandi verður hægt að færa starfsemina í eðlilegt horf sem allra fyrst. „Að starfrækja hér tvær deildir með alls 23 sjúkrarúmum er vissu- lega áskorun. Nýjasta deildin er til dæmis í húsnæði sem tæplega hentar fyrir sólarhringsþjónustu, en við látum þetta ganga upp, seg- ir Pétur. „Okkar frábæra starfs- fólk hefur líka verið tilbúið, ekki síst hjúkrunarfræðingarnir, þótt þetta sé utan þeirra daglega verk- sviðs. Iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, félagsráðgjafar og sálfræðingar, svo ég nefni stéttir, hafa líka tekið þátt í umönnun sjúklinga og jafn- vel stjórnendur. Sjúklingarnir sem hingað koma eru valdir af Land- spítalanum, en viðmiðið er þó jafn- an að þeim nýtist endurhæfingar- þjónusta, sem er kjarninn í starfi Reykjalundar.“ Að undanförnu hefur verið tals- vert um að sjúklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum dvelji eft- ir það á sjúkrahúsum úti á landi, svo sem spítölunum í nágrenni Reykja- víkur – í Keflavík, á Selfossi og Akranesi. Einnig hefur fólk verið sent á sjúkrahúsið á Akureyri og nú nú síðast heilbrigðisstofnanirnar á Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað, Vestmannaeyjum og Ísafirði. Þannig eru nú fjórir sjúklingar sem áður voru á Landspítala komnir á sjúkra- deild á Ísafirði, en rúmin þar eru alls fimmtán, segir Gylfi Ólafsson, for- stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða. Út á land og létt af Landspítala - Sjúklingar fluttir á heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur - Ísafjörður, Sauðárkrókur, Húsavík og Neskaupstaður - Leysa úr vanda í neyðarástandi - Fólk úr mörgum stéttum leggur lið á Reykjalundi Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Umönnun Mikið álag er á öllu heilbrigðiskerfi landsins þessa dagana og því kappkostað að stilla saman krafta og þekkingu fólks á landinu öllu. Gengið var þungum skrefum á löngum gangi sjúkrahússins á Ísafirði í gærdag. Pétur Magnússon Gylfi Ólafsson Mýflug hf. annast sjúkraflugið í landinu og hefur á síðustu dög- um farið í fjölda ferða með sjúk- linga út á land, þá eftir að þeir luku meðferð á sjúkrahúsi í Reykjavík. „Í gegnum tíðina höf- um við auðvitað oft fengið þau verkefni að flytja sjúklinga út á land úr bænum. Slíkar ferðir eru hins vegar mun fleiri nú en í annan tíma vegna þess mikla álags sem er á Landspítalanum vegna Codvid-19. Núna í augna- blikinu lágu fyrir beiðnir um að við færum í sex svona ferðir en við höfum í verkefnum af þess- um toga að undanförnu meðal annars farið á Ísafjörð og Sauð- árkrók,“ segir Leifur Hall- grímsson hjá Mýflugi. Sjúklingum í flugi fylgir jafn- an sérhæfður sjúkraflutninga- maður. Ef tilvik eru alvarleg eða sérstök ástæða til, er læknir einnig með í för. Mýflug gerir út tvær flugvélar vegna sjúkraflugsins. Slíkir flutningar í fyrra voru um 800, sem þá gerir rúmlega tvær ferð- ir á degi hverjum. Margar ferðir MÝFLUG MEÐ SJÚKLINGA Mýflug Vélin tilbúin að fara í loftið. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Útsvarstekjur Hörgársveitar hækkuðu um fimmtung frá því sem var árið á undan, eða um 19% sem er vel umfram landsmeðaltal. Hækkunin nam 60 milljónum króna milli ára, fóru úr 312 millj- ónum árið 2020 í 372 milljónir í fyrra. Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri seg- ir auknar út- svarstekjur stuðla að frekari uppbyggingu í ört vaxandi sveitarfélagi. Íbúar Hörg- ársveitar voru rétt um 700 tals- ins á síðastliðnu ári og fjölgaði um 8% milli ára, en gert er ráð fyrir að þeir verði orðnir eitt þúsund í upphafi ársins 2026. Fjöldi íbúða hefur risið í svo- nefndu Lónsbakkahverfi sem stendur við mörk sveitarfélaganna Hörgársveitar og Akureyrar. Þar var frá fyrri tíð nokkurt þéttbýli með um 100 íbúum, en frá því haf- ist var handa við að stækka hverf- ið hafa um 95 íbúar bæst við það. Skoða alla möguleika Útlit er fyrir að á næstu tveim- ur árum bætist enn í hópinn og stefnir í að í lok næsta árs eða byrjun ársins 2024 muni um 400 manns búa í þéttbýliskjarnanum við Lónsbakka að sögn sveitar- stjóra. Snorri segir stöðuna með þeim hætti um þessar mundir að mikil ásókn sé í lóðir í hverfinu og því séu verið að skoða alla þá mögu- leika sem fyrir hendi séu til að stækka hverfið. „Það er mikil eft- irspurn eftir lóðum og við reynum að bregðast við henni eftir bestu getu,“ segir Snorri. Fram hafa komið hugmyndir um að taka svæði á gömlum íþróttavelli undir íbúðabyggð, en þær eru skammt á veg komnar. Eitt af þeim úrlausnarefnum sem við blasa verði farið í slíkar fram- kvæmdir segir hann vera tilfærslu þjóðvegar 1, en sveitarfélagið hafi óskað eftir tillögum frá Vegagerð varðandi framtíðarlegu þjóðveg- arins á þessum slóðum. Þá segir Snorri að möguleiki opnist á að byggja örfáar íbúðir á svæði við Lónsá, en fyrir liggur að rekstri gistiheimilis og tjaldsvæðis á bökkum árinnar verði hætt. Það sé enn líkt og íþróttavöllurinn í frumskoðun. Annað svæði er í uppbyggingu í sveitarfélaginu, Hagabyggð við Glæsibæ þar sem möguleiki er á allt að 30 einbýlum á stórum sjáv- arlóðum. Gera megi þá ráð fyrir um 70 nýjum íbúum í þeirri byggð á komandi árum. Mestu framkvæmdir í sögunni „Það er ekkert sem bendir til annars en hér verði mikil upp- bygging á næstu árum og almenn bjartsýni ríkir í samfélaginu hér, við finnum að fólk hefur áhuga fyrir að setjast hér að,“ segir Snorri. Vaxandi sveitarfélag stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum við að styrkja sína innviði en hann segir að nú í ár muni Hörgársveit standa í meiri framkvæmdum en nokkru sinni í langan tíma. „Við höfum metnað til að taka vel á móti nýjum íbúum og mun- um innan tíðar hefjast handa við að stækka leikskóla og gera end- urbætur á grunnskólanum, Þela- merkurskóla,“ segir hann. Þrátt fyrir heimsfaraldur og erfiða tíma segir Snorri fjárhaginn traustan. „Góð afkoma undanfarin ár gerir okkur kleift að fara út í fjárfrekar framkvæmdir án þess að steypa okkur í skuldir.“ Mikil uppbygging í Hörgársveitinni - Íbúum fjölgaði um 8% í fyrra og útsvarstekjur jukust um 19% - Mikil eftirspurn eftir lóðum - Miklar framkvæmdir á árinu til að styrkja innviði - Til skoðunar að stækka Lónsbakkahverfið Morgunblaðið/Margrét Þóra Hörgársveit Mikil ásókn er í lóðir í kringum Lónsbakkahverfið svonefnda og sveitarfélagið reynir að bregðast við. Snorri Finnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.