Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Active Liver inniheldur mjólkurþistil og ætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls. Í blöndunni er einnig kólín sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum, lifrarstarfsemi og eðlilegum efnaskiptum er varða amínósýruna hómósystein. Að auki inniheldur Active Liver túrmerik og svartann p pa . LIÐSSTYRKUR LIFRARINNAR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Nóg er að gera hjá Þörungaverk- smiðjunni á Reykhólum. Fram- leiðsla hefur gengið vel, gott ástand er á mörkuðum og áhugaverð verk- efni fram undan sem lúta að auknu samstarfi við há- skóla og rann- sóknastofnanir um rannsóknir á lífríki og verð- mætum lífefnum úr þangi og þara, og tækifærum til aukinnar verð- mætasköpunar og atvinnu- uppbyggingar. Sögu Þörungaverksmiðjunnar má rekja aftur til 8. áratugarins þegar framsýnir bændur við Breiðafjörð tóku höndum saman: „Þá langaði að nýta bæði þangið og þarann sem vex í firðinum og eins jarðhitann sem er hér á Reykhólum. Segir sagan að þeir hafi sent ríkisstjórn- inni erindi og látið fylgja með pen- ing í umslagi til að reyna að koma því til leiðar að verkefnið gæti haf- ist af krafti,“ segir Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverk- smiðjunnar en það var verkfræð- ingurinn Sigurður Hallsson sem lék stóran þátt í undirbúningi að stofn- un fyrirtækisins árið 1976, þá undir nafninu Þörungavinnslan. Um það leyti gerði Hafrannsóknastofnun rannsóknir á magni og ástandi þangs og þara í firðinum, svo stýra mætti nýtingunni betur. Eins og oft vill verða með ný- sköpunarfyrirtæki gekk reksturinn brösuglega í fyrstu og þurfti að endurfjármagna fyrirtækið 1986 og hefur það síðan borið nafnið Þör- ungaverksmiðjan. Byggðastofnun og fjölmargir einstaklingar sem lögðu hönd á plóg eiga samtals um 28% hlut í félaginu en 72% eru í eigu IFF sem er stór alþjóðleg samstæða margra fyrirtækja á mat- vælamarkaði. Á bilinu 20 til 25 manns starfa við að sækja hráefni í fjörðinn, þurrka það og vinna eftir kúnstarinnar reglum og landar fyrirtækið og vinnur úr um það bil 18 til 20.000 tonnum af klóþangi og hrossaþara á hverju ári. Innihalda áhugaverð efni Finnur segir Breiðafjörð besta staðinn á landinu fyrir svona fram- leiðslu þar sem náttúrufar hentar vel fyrir vöxt og viðkomu þörung- anna og eins fyrir starfsmenn Þör- ungaverksmiðjunnar að athafna sig: „Fjörðurinn er stór og mikill, fjöl- margir firðir og óteljandi eyjar og sker þar sem þangið vex. Fjörur eru almennt aflíðandi og stórar þar sem mikill munur er á flóði og fjöru en Breiðafjörður hefur að geyma um 60% af öllu klóþangi sem vex við strendur Íslands.“ útskýrir Stefnir vistkerfinu í voða ef tvöfalda á skurðinn - Finnur Árnason hjá Þörungaverksmiðjunni kveðst hafa áhyggjur af hug- myndum um að auka nýtingu á þangi í Breiðafirði - Vistvæn og verðmæt afurð Ljósmynd / Þörungaverksmiðja Þörungaverksmiðjan Í Reykhólahöfn er alndað um 18 til 20 þúsund tonnum af klóþangi og hrossaþara á ári hverju. Finnur Árnason Atvinna Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Mikið hvassviðri gekk yfir landið norðvestanvert í gær. Verst var staðan milli klukkan tólf á hádegi og sex um kvöld og voru heldur fá skip á miðunum vestur af landinu. „Þetta er vont veður og gengur á með hríðum. Við erum í vesturjaðr- inum á þessu veðri og þyrftum að fara yfir hinum megin til að komast í skaplegt veður,“ sagði Jóhannes Ell- ert Eiríksson, skipstjóri á Viðey ER-50, í samtali við blaðamann í gær. Það var kominn suðvest- anstormur á Vestfjarðamiðum og ölduhæðin um sex til átta metrar um klukkan eitt í gær þegar rætt var við Jóhannes Ellert, en skipið var á veiðum á Víkurálnum. „Þetta er eng- inn svakalegur sjór, það fer ekkert illa um okkur. Það gerist nú reyndar aldrei á Viðey að það fari illa um okkur. Þau láta vel í sjó þessi skip.“ Ekki gott að hífa úr festi Ekki var langt síðan Viðey mætti á miðin og því tilvalið að spyrja hvernig upphaf veiðanna hefði verið við þessar aðstæður? „Við köstuðum klukkan ellefu í gærkvöldi [þriðju- dag] og þetta er allt í lagi miðað við aðstæður – miðað við hvað veðrið er vont. Þetta sleppur til. Við höfum stundum þurft að toga bara aðra leiðina í hríðunum. […] Það er að- eins fast núna og það er ekki gott að hífa úr festi í svona slæmu veðri,“ svarar skipstjórinn. Hann segir að gert sé ráð fyrir að koma til hafnar annaðhvort í Grund- arfirði á sunnudagskvöld eða í Reykjavík á mánudag. Skjáskot/Vegagerðin Sjólagsspá Útlitið var ekki gott miðað við spár Vegagerðarinnar. Þurftu stundum að toga í aðra áttina - Töluvert hvassviðri á Víkurálnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.