Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Beðið Vetrarveðrið á Íslandi býður sjaldnast upp á þær aðstæður að hægt sé að bíða lengi eftir strætó eða rútu, án þess að hafa neitt skjól eða skýli, líkt og þessar konur á Höfðatorgi í vikunni. Kristinn Magnússon Stundum er líkt og kjörnir fulltrúar geti ekki farið af stað í breytingar nema þær séu stórkostlegar og yfirtrompi allt sem þegar hefur verið gert. Þangað til er einfald- lega sem minnst gert. Við Íslendingar erum best í heimi í svo ótrú- lega mörgu og setjum markið alltaf hátt, það á oft líka við um hugmyndir sem kjörnir fulltrúar fá þegar kemur að breytingum. Sumir bera okkur gjarnan saman við borgir og lönd sem hafa margfaldan þann íbúa- fjölda sem hér er. Í stað þess að hampa okkar sérstöðu vilja þessir aðilar að við verðum eins og allar aðrar borgir. Við sem smá- þjóð eigum ekki að vera með minnimátt- arkennd yfir því hvað önnur lönd hafa afrek- að. Við megum ekki gleyma því að okkar sérstaða er líka eft- irsóknarverð. Græn svæði eru væn svæði Það eru lífsgæði að búa í borg og hafa að- gengi að fallegum grænum svæðum, hvort sem þau eru nánast ósnert eða mannanna verk. Við verðum að gæta að þeim líffræðilega fjölbreytileika sem er í Reykjavík. Það er okkar að afhenda borgina komandi kyn- slóðum svo þær geti notið þeirra for- réttinda að búa í höfuðborg sem státar af fallegum grænum svæðum sem eru aðgengileg fyrir alla. Lífs- gæði okkar eru ekki mæld í því hversu þétt við byggjum. Við verð- um að vanda alla þéttingu og huga jafnframt að því hvort innviðir þoli þéttinguna. Ef þeir gera það ekki ættum við að staldra við og vinna frekar nýtt byggingarland en gæta þess þó að hafa nálægð við náttúr- una og græn svæði. Þétting byggðar er viðkvæm og þegar verið er að skipuleggja þéttingu í grónum hverfum verðum við að stíga varlega til jarðar til að skerða ekki lífskjör þeirra sem búa í hverfunum með of mikilli þéttingu. Það eru litlu hlut- irnir sem geta skipt okkur miklu máli, hlutir sem skipta miklu máli t.d. fyrir umhverfið. Líkt og að auka götuþrif; þó svo margir þættir spili inn í, t.d. svifryksmengun, þá eru götuþrif ákveðin forvörn, einfalt og auðvelt mál sem eykur loftgæði borgarbúa. Gerum betur í sorphirðu Því miður hefur Reykjavíkurborg dregist aftur úr öðrum sveit- arfélögum í sorphirðu, þar verðum við að gera mun betur. Ef sveitarfé- lagið Múlaþing, þar sem íbúafjöldi er rúmlega fimm þúsund, getur af- hent öllum íbúum í þéttbýli þrjár tunnur; eina gráa fyrir almennan úr- gang, aðra græna fyrir flokkaðan úr- gang og eina brúna fyrir lífrænan úrgang, þá er ótrúlegt að höfuðborg Íslands geti það ekki. Þessu þarf að bæta úr strax. Fjöldi sveitarfélaga stendur sig mun betur og því auðvelt að leita ráða og hrinda þessu í fram- kvæmd. Því miður virðist öll orka og miklir fjármunir á þessu kjörtímabili hafa farið í nýja gas- og jarðgerð- arstöð, Gaju, sem átti að vera stór- kostleg breyting en breyttist í sorg- arsögu sem flestir þekkja orðið þar sem fjármunum hefur verið illa varið í verkefni sem átti að leysa vanda en gerði það ekki. Gerum betur, það er auðvelt og þarf ekki að kosta okkur mikið ef við horfum bæði á lítil og stór verkefni, hlustum á íbúa Reykjavíkur því hér á okkur öllum að líða vel. Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Það eru lífsgæði að búa í borg og hafa aðgengi að fallegum grænum svæðum. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykja- vik.is Allt skiptir máli Mikill fjöldi fyrirtækja stefnir til Hafnarfjarðar á næstu mánuðum og árum. Það sést þegar litið er til fjölda seldra atvinnulóða undanfarin misseri. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íbúa bæjarins, enda fylgir þeim vaxandi atvinnu- tækifæri og auknar tekjur fyrir sveitarfélagið. Í kjölfar markvissrar atvinnuuppbyggingar má segja að sprenging hafi orðið í sölu atvinnu- lóða á síðastliðnu ári í Hafnarfirði. Þá voru seldar alls 47 lóðir, flestar í Hellnahrauni, sem er helsta atvinnu- uppbyggingarsvæði bæjarins. Vænt- anlegar eru a.m.k. jafn margar lóðir á markað á því ári sem nú er að hefjast. Þessi mikla lóðaúthlutun til fyr- irtækja er í samræmi við stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæð- isflokks og Framsókn- arflokks um að laða fyrirtæki til Hafn- arfjarðar og hlúa vel að þeim sem þegar starfa í bænum. Í því ljósi hefur álagningarhlutfall fast- eignaskatta á atvinnu- húsnæði verið lækkað umtalsvert á síðustu ár- um og er það nú með því lægsta á höfuðborg- arsvæðinu, eða 1,40%. Við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir 2022 var haldið áfram á sömu braut með því að lækka vatns- og fráveitugjöld milli ára. Fjórföldun á milli ára Alls hefur Hafnarfjarðarbær selt 70 atvinnulóðir síðastliðin fjögur ár en salan fjórfaldaðist á milli áranna 2020 og 2021. Við skynjum að enn sé fyrir hendi mikill áhugi hjá fyr- irtækjum á nýjum lóðum í Hafn- arfirði. Þess vegna hefur verið ákveð- ið að skipuleggja 50 lóðir til viðbótar undir atvinnuhúsnæði. Verða þær til- búnar til úthlutunar á allra næstu vik- um. Þegar allt er tekið saman verði því á árunum 2018-2022 yfir 600 þús- und fermetrum ráðstafað til atvinnu- starfsemi í Hafnarfirði. Markmið núverandi meirihluta er að draga til bæjarins öflug fyrirtæki sem auka umsvif í bæjarfélaginu og skapa ný störf. Ætla má að í því hús- næði sem hefur verið og verður byggt á þessum lóðum verði vinnustaðir a.m.k. 1.500 manns. Það munar um minna. Stórauknar tekjur Alls námu sölutekjur Hafnarfjarð- arbæjar árið 2021 af atvinnulóðum hátt í tveimur milljörðum króna. Þá má jafnframt áætla að fasteignagjöld vegna uppbyggingar á seldum lóðum árin 2021-2022 nemi allt að hálfum milljarði króna árlega. Fyrirtækin velja Hafnarfjörð vegna þess að bærinn býður upp á hagstætt umhverfi sem er vinsamlegt atvinnulífinu. Áhersla hefur verið lögð á skilvirkni í þjónustu við fyrir- tæki, meðal annars með stafrænum leiðum við úrvinnslu mála. Þessir þættir hafa mikla þýðingu fyrir þann fjölda fyrirtækja sem er í bænum en ekki síður í að laða ný fyrirtæki að. Þá skiptir það miklu máli hve lóðirnar eru vel staðsettar, með nálægð við höfn, alþjóðaflugvöll og góðar teng- ingar á Reykjanesbrautina. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um mikilvægi þess að byggja upp öflugt atvinnulíf í bæjarfélaginu. Þá er auðvitað fyrsti kostur fyrir marga Hafnfirðinga að geta stundað vinnu innan bæjarmarkanna og sótt þjón- ustu þar. Einnig léttir það á umferð- arálagi á stofnbrautum til og frá bæn- um. Auk þessa verður til fjöldi afleiddra starfa þar sem fyrirtækin munu verða þarna starfandi um ókomin ár. Þessi auknu umsvif styrkja stoðir bæjarins og skapa fjöl- mörg ný tækifæri fyrir íbúa Hafn- arfjarðar. Fyrirtækin velja Hafnarfjörð Eftir Rósu Guðbjartsdóttur Rósa Guðbjartsdóttir » Í kjölfar markvissrar atvinnuuppbygg- ingar má segja að sprenging hafi orðið í sölu atvinnulóða á síðast- liðnu ári í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. rosa@hafnarfjordur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.