Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 Gætið þess að börn nái ekki í vöruna. www.msb.is illjant þvottaefni fyrir Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Staða innlagna á Landspítala vegna kórónuveirunnar er mun nær bjart- sýnustu spám en svartsýnustu, eins og staðan er núna, ef litið er á töl- fræði innlagna og spálíkön um inn- lagnir næstu daga. Það kemur heim og saman við það sem Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sögðu á þriðju- dag, þegar tilkynnt var um áfram- hald sóttvarnaaðgerða. Spálíkan Landspítala frá því á föstudag gerir ráð fyrir að um 52 verði á sjúkrahúsi vegna veirunnar 20. janúar næstkomandi. Er þá mið- að við 0,5% innlagnahlutfall og er það bjartsýnasta spá. Líklegasta spáin er þó að um 67 manns liggi inni fyrir 20. janúar og svartsýnasta spá gerir ráð fyrir að 83 muni liggja inni á spítala vegna veirunnar 20. janúar. Blessunarlega er staðan þó mest í líkingu við bjartsýnustu spár, eins og áður sagði. Staðan á gjörgæslu er einnig nær bjartsýnustu spám Hvað gjörgæslu varðar gera bjartsýnustu spár ráð fyrir því að 10 liggi á gjörgæslu Landspítala 20. janúar. Alls liggja nú sex á gjör- gæslu og fjórir í öndunarvél. Líklegasta spá spálíkans Land- spítala gerir ráð fyrir að þar liggi 18 sjúklingar 20. janúar og svartsýn- asta spá gerir ráð fyrir að 27 verði á gjörgæslu 20. janúar. Allar þessar spár miða við að inn- lagnahlutfall af heildarsmitum í samfélaginu sé 0,5% en áður lék vafi á hvort ætti að miða við 0,5% eða 0,7%. Í upplýsingum frá spítalanum segir að óhætt sé að miða frekar við lægra hlutfallið, sem gefur bjartari mynd. Ómíkron-afbrigðið vægara Í svari Landspítala við fyrirspurn mbl.is segir svo að til þess að staðan færðist nær því sem svartsýnustu spár gera ráð fyrir, þyrftu smittölur að hækka. Og ekki bara það, heldur þyrftu hópsmit að koma upp meðal viðkvæmra aðila í samfélaginu eins og þeirra sem eru ónæmisbældir eða á líftæknilyfjum, svo dæmi séu tekin. Komi upp hópsmit meðal slíkra hópa er líklegra að innlögnum fjölgi. Þá segja sérfræðingar spítalans að vegna þess hve ómíkron-afbrigðið er vægt muni innlögnum ekki fjölga þótt ómíkron-smitum fjölgi. Inn- lögnum fjölgi frekar ef smit breiðist út til þeirra sem eru viðkvæmir fyrir. Svo er að öllum líkindum ólíklegra að þeir sem greinast með ómíkron og þurfi á innlögn að halda rati alla leið á gjörgæslu. Því sé möguleg sviðs- mynd næstu daga og vikna að fólki fjölgi á sjúkrahúsi með veiruna, en fækki á gjörgæslu. Með hliðsjón af öllu þessu voru sérfræðingar spítalans spurðir hvað þeim þætti um að ráðist yrði í aflétt- ingar á sóttvarnatakmörkunum og voru þeir sammála um að það væri ekki ráðlegt. Ef takmörkunum yrði aflétt að einhverju leyti væri líklegra að smit kæmist til viðkvæmra hópa og þannig myndi innlögnum fjölga, eitthvað sem sérfræðingarnir segja að spítalinn megi ekki við. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landspítalinn Mögulega mun fólki á sjúkrahúsi fjölga á næstunni, en þeim fækka sem eru á gjörgæslu. Bjartsýnustu spár spítalans ganga eftir - Ljóst að innlagnahlutfall er minna en gert var ráð fyrir Fjöldi smita og innlagna á LSH með Covid-19 frá 1. júlí 2021 júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. 1.553 154 1.101 nýtt innanlands- smit greindist sl. sólarhring Fjöldi staðfestra smita innanlands Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð Covid-19-smit 43 206 1.101 9.815 eru með virkt smit og í einangrun 9.769 einstaklingar eru í sóttkví 43 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,þar af sex á gjörgæslu, fjórir í öndunarvél 43einstaklingar eru látnir 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við höfum verið mjög heppin og ég er þakklátur fyrir hvernig okkur hefur tekist að verja starfsemina. Þar leikur starfsfólkið lykil- hlutverk,“ sagði Jón Viðar Matthías- son, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins (SHS) og framkvæmda- stjóri almanna- varnanefndar höfuðborgar- svæðisins, um áhrif faraldursins á SHS. Hann hef- ur stungið sér niður hjá þeim. „Undanfarið höfum við verið með 7-10 starfs- menn í einangrun af um 170 manna hópi sem sinnir út- köllum. Það hefur í flestum tilvikum verið vegna smita úti í samfélaginu, en smitin ekki rakin beint til vinn- unnar. Við höfum aldrei áður séð jafn háar tölur um smit hjá okkur,“ sagði Jón Viðar. Sjúkraflutningamenn eru í náinni snertingu við faraldurinn eins og sést vel á fjölgun Covid-sjúkraflutn- inga. Faraldurinn hefur aukið mjög álagið á SHS. Þegar delta-afbrigði veirunnar kom og síðar ómíkron var ljóst að þétta þyrfti raðirnar. Starfs- fólki var fjölgað síðasta haust til að mæta álaginu. Það hefur gefist vel, að sögn Jóns Viðars. Hraðpróf á vaktaskiptum „Við höfum farið afskaplega var- lega og verið með mjög strangar reglur varðandi sóttvarnir, hólfanir, hópaskiptingu og ýmsar aðrar var- úðarráðstafanir. Það koma t.d. engir utanaðkomandi inn á slökkvistöðv- arnar. Við gerum reglulega hraðpróf á vaktaskiptum og höfum gripið nokkur smit þannig. Viðkomandi fer þá í PCR-próf og ef það er jákvætt tekur við einangrun. Aðalmálið er að fólk fari varlega og virði sóttvarna- reglur,“ sagði Jón Viðar. „Starfsfólk okkar hefur verið mjög meðvitað um ástandið bæði í leik og starfi og farið varlega og eftir reglum.“ Bólusetningar gegn Covid-19 gera augljóslega gagn hvað varðar veik- indi þeirra sem smitast, að mati Jóns Viðars. Starfsmenn SHS sem hafa smitast hafa ekki veikst illa. Örv- unarbólusetningin virðist einnig hafa dregið enn meira úr smithættu og líkum á alvarlegum veikindum. Jón Viðar minnti á að reynslan í samfélaginu sýndi að þetta gæti allt breyst með skömmum fyrirvara. Strangar ráðstaf- anir gegn smiti - Tekist hefur að verja starfsemi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkrabíll Sótthreinsa þarf bílana eftir hvern Covid-flutning. Jón Viðar Matthíasson Covid-19-flutningar hjá Slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu (SHS) voru 5.470 árið 2021 en 2.152 árið 2020. Heildarboðanir á sjúkrabíla jukust um 27,8% á milli áranna 2020 og 2021. Ef Covid-19-flutningar eru teknir út var aukningin 19% á milli ára. Þetta kemur fram í yfirliti SHS um árið 2021. Faraldurinn jók álagið og verkefnum fjölgaði en ekki þurfti að skerða starfsemina. Auk reglulegra starfa var leitað liðsinnis SHS við framkvæmd bólusetninga, m.a. á bólusetningabíl, sýnatöku fyrir Covid-19-göngudeild LSH og fleira. Boðanir fóru yfir 100 á sólarhring 274 daga ársins 2021 en árið áður gerðist það í 101 dag. Met var slegið 6. ágúst 2021 þegar farið var í 181 boðun á einum sólarhring, eða rúmlega sjö á klukkustund. Miklar annir í fyrra SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS (SHS) Fleiri flutningar. ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.