Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS Nýjar vörur Raita handklæði m/hettu 100x100 cm – 6.990,- stk Striped smekkir 2. stk. 3.590,- Striped smekkur m/ermum 3.390,- stk. Kappu bollar 2. stk. 3.590,- Rainbow skál m/loki 2.690,- stk. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er verkefni sem við þekkjum mjög vel og höfum fylgst með í langan tíma,“ segir Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri Far- ice. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í byrjun vikunnar hafa finnska ríkisfyrirtækið Cinia og bandaríska fyrirtækið Far North Digital undirritað viljayfirlýsingu um lagningu ljósleiðara frá Japan til Evrópu. Markmiðið með lagning- unni er að treysta gagnatengingar Vesturlanda við Austur-Asíu. Von- ast er til þess að ljósleiðarinn geti verið tekinn í gagnið eftir þrjú ár og gert er ráð fyrir tengingu til Íslands þótt ekkert sé frágengið þar um. Dýrt að leggja til Íslands Þorvarður segir að enn sé nokkuð óljóst hvort af þessum áformum verður. Þá sé langt því frá sjálfgefið að ljósleiðarinn verði tengdur til Ís- lands verði hann á annað borð lagð- ur. „Það er spennandi að sjá svona Arctic-kapal þróast og við höfum vitað af þessu verkefni í meira en ár. Við höfum rætt við þessa aðila heillengi og skoðað ýmsa kosti. Auð- vitað skoðum við öll svona verkefni sem liggja hér nærri og metum þær þarfir sem markaðurinn hefur. Þær hafa hingað til verið mest í Evrópu en það kann að vera að ýmis tæki- færi felist í tengingu við Japan eða Norður-Noreg. Þó liggur ekki beint við að stubbur komi inn til Íslands. Það lítur út fyrir að vera stutt leið á korti en eru kannski mörg hundruð kílómetrar. Kostnaðurinn verður það hár að þörfin þarf að vera ansi mikil.“ Tækifæri varðandi gagnaver Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, segir að umræddur ljósleiðari hafi ekki komið inn á borð stofnunarinnar. Hann kveðst aðspurður telja að um spennandi verkefni sé að ræða. „Það gæti skapað allskonar tæki- færi varðandi gagnaver og fleira sem við höfum ekki í dag. Hvað sem mönnum finnst nú um viðskipti við Kína og önnur ríki þá eru þetta gríðarlega stórir markaðir. Kannski einhver asísk fyrirtæki sjái sér hag í því að komast inn á Evrópumarkað og þá værum við fyrsta stopp. Hér er græn orka og hagstætt að reka gagnaver. Þetta myndi jafnframt auka öryggi fyrir okkur. Því fleiri strengir, þeim mun betur erum við tengd,“ segir Hrafnkell. Kapall undir Íshafið gæti verið spennandi kostur - Stjórnendur Farice ræddu við forsvarsmenn verkefnisins Morgunblaðið/Ómar Grænland Hugmyndir eru uppi um að leggja ljósleiðara frá Japan til Evr- ópu. Kapallinn gæti verið lagður bæði inn til Grænlands og Íslands. Þorvarður Sveinsson Hrafnkell V. Gíslason Farice hefur unnið að undirbún- ingi nýs sæstrengs til Írlands, Iris, frá árinu 2019. Strengurinn er að fullu fjármagnaður af ís- lenska ríkinu á þann hátt að rík- issjóður eykur hlutafé í Farice um 50 milljónir evra. „Við byrjum að leggja hann 1. maí frá Þorlákshöfn og hann verður vonandi tengdur í lok júlí ef allt gengur eftir. Svo verða prófanir út sumarið og inn í haustið en strengurinn getur þá verið kominn í gagnið í lok árs. Við höfum talað um að fjar- skiptaöryggi Íslendinga tífaldist við þetta,“ segir Þorvarður Sveinsson hjá Farice. Nýr strengur lagður í vor TENGING TIL ÍRLANDS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps fer fram á það að brú verði gerð yfir Héraðs- vötn á milli Skagafjarðarvegar og Kjálka. Segir nefndin að tryggar sam- göngur séu grunnur að því að vel tak- ist til við sameiningu sveitarfélaganna og að Skagfirðing- ar sjái sér hag í því að samþykkja sameiningu. Kosið verður um sameiningu sveitarfélaganna 19. febrúar og er utankjörfundarat- kvæðagreiðsla þegar hafin. Sam- starfsnefndin tel- ur að fleiri kostir en gallar séu við sameiningu og mælir með samþykkt tillögu um sameiningu. Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps og formaður samstarfs- nefndarinnar, segir að nánari kynning á vinnu nefndarinnar sé að hefjast þessa dagana og stefnt sé að fjórum íbúafundum í byrjun febrúar. Kynn- ingarefnið er meðal annars birt á vef- síðu verkefnisins, skagfirdingar.is. „Við reynum að höfða til sem flestra með upplýsingum og hvetja fólk til að láta sig málið varða. Mikilvægast er að fólk kynni sér málin og að sem flestir greiði atkvæði,“ segir Hrefna. Aðstaða til nýsköpunar Samstarfsnefndin hefur verið í samskiptum við stjórnvöld og þing- menn. Fram kemur í minnisblaði sem sent var þingmönnum og ráðherrum að vilji er til að koma upp aðstöðu til nýsköpunar og þróunar sem byggi á sérstöðu Skagafjarðar í matvæla- framleiðslu. Einnig að efla enn frekar skólastarf í héraðinu og er þar sér- staklega litið til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Háskólans á Hólum. Kjálkabrú er þriðja áhersluatriðið en sú framkvæmd hefur lengi verið á óskalista Skagfirðinga. Brúin mun tengja betur saman íbúa í þessum tveimur sveitarfélögum með hring- tengingu um framhluta héraðsins. Stefán Guðmundsson lagði til í til- lögu til þingsályktunar fyrir rúmum 25 árum að gerð yrði áætlun um þessa vegtengingu í framhluta Skagafjarðar við Kjálkaveg sem tengist síðan hringvegi í Norðurárdal. Í umsögn Vegagerðarinnar á þeim tíma kemur fram að aðstæður til að gera veg um Villinganes og brú yfir Héraðsvötn séu líklega góðar. Þá var kostnaður áætlaður 150 til 250 millj- ónir kr. Hljómgrunnur hjá ráðherrum Fulltrúar úr samstarfsnefndinni fóru nýlega á fund innviðaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra og hittu auk þess nokkra þing- menn. „Mér fannst þessir fundir ágætir. Við náðum að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og fannst þeir ljá okkur eyra. Ég er vongóð um að við höfum fengið hljómgrunn fyrir okkar hugmyndir og getum haldið áfram með þær,“ segir Hrefna. Hún segir mikilvægt að koma Kjálkabrú inn á samgönguáætlun. Samstarfsnefndin leggur á það áherslu að það verði gert við næstu endurskoðun samgönguáætlunar og hún verði sett þar í fyrsta áfanga. Flatatunga No rðu rár dal ur Skagafjarðarvegur H éraðsvötn Tunguháls Loftmyndir ehf. 1 Möguleg brú yfir Héraðsvötn Ný brú yfir Héraðsvötn Villinganes Brú yfir Hér- aðsvötn tengi sveitir saman - Kynning á sameiningu í Skagafirði að hefjast - Vilja brú á samgönguáætlun Hrefna Jóhannesdóttir Guðmundur Árni Stefánsson, fyrr- verandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sendiherra og fyrrv. þingmað- ur og ráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér fyrir Samfylk- inguna í kom- andi bæjar- stjórnar- kosningum í Hafnarfirði. Guðmundur Árni greindi frá þessu á facebooksíðu sinni í fyrra- dag. „Fyrsta skrefið í þeirri veg- ferð er þátttaka í prófkjöri flokks- ins sem fer fram 12. febrúar næstkomandi þar sem ég óska eftir stuðningi í 1. sæti listans,“ skrifaði Guðmundur Árni. Hann segir marga jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa haft samband við sig á síðustu vikum og óskað eftir því að hann legði lið við að styrkja stöðu jafnaðarmanna í bænum og hann hafi ákveðið að verða við þessu kalli. Segist hann vera þess fullviss að með góðri liðs- heild, skýrri stefnu og markvissum vinnubrögðum geti Samfylkingin orðið stærsti flokkur bæjarins. Segist Guðmundur Árni stefna að því að Samfylkingin tvöfaldi bæjarfulltrúatölu sína í Hafnarfirði úr tveimur í fjóra í sveitarstjórnar- kosningunum í maí. „Ég hætti í pólitík 2005. Hafði þá setið í bæjarstjórn í Hafnarfirði í 12 ár, þar af bæjarstjóri í sjö ár. Og síðan þingmaður í 13 ár, þar af ráðherra í hálft annað ár,“ segir Guðmundur Árni í færslunni. Snýr aftur í pólitík og sækist eftir 1. sæti Guðmundur Árni Stefánsson Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.