Morgunblaðið - 14.01.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Útsala
30-50%
afsláttur
Sabine Leskopf,
borgarfulltrúi
Samfylkingar-
innar í Reykja-
vík, sækist eftir
3.-4. sæti í flokks-
vali flokksins.
Hún hefur ver-
ið varaborgar-
fulltrúi frá árinu
2014 og borgar-
fulltrúi frá 2018.
Á þessu kjörtímabili hefur hún far-
ið með formennsku í fjölmenning-
arráði sem og í innkaupa- og fram-
kvæmdaráði.
Sabine sækist
eftir 3.-4. sæti
Sabine
Leskopf
Þingflokkur Pír-
ata hefur sent
frá sér yfirlýs-
ingu þar sem
hatur og ras-
ismni í garð Len-
yu Rúnar Taha
Karim, varaþing-
manns flokksins,
er fordæmdur.
Segist þingflokk-
urinn jafnframt
fordæma hvers kyns haturs-
orðræðu.
„Lenya Rún er réttkjörin vara-
þingmaður á Alþingi og mikilvæg
rödd ungs fólks og fólks með er-
lendan bakgrunn. Allt frá kjöri sínu
hefur hún þurft að sitja undir rætn-
um persónuárásum, rasisma og hat-
ursorðræðu vegna uppruna síns.
Sumir fjölmiðlar hafa jafnvel geng-
ið svo langt að gera sér mat úr
þeirri hatursfullu orðræðu sem
Lenya Rún hefur orðið fyrir án þess
að gera nokkra athugasemd við
rasismann sem í henni felst,“ segir
m.a. í yfirlýsingu Pírata.
Hvetur þingflokkurinn stjórn-
málahreyfingar á Íslandi til að for-
dæma alla hatursorðræðu og ras-
isma í pólitískri umræðu. Þá biðlar
þingflokkurinn til fjölmiðla að sýna
ábyrgð í fréttaflutningi um haturs-
full ummæli með hliðsjón af þeim
skaða sem „gagnrýnislaus dreifing
slíkra ummæla“ geti haft.
Fordæma rasisma
í garð Lenyu Rúnar
Lenya Rún
Taha Karim
STUTT
Ketill Sigurður
Jóelsson við-
skiptafræðingur
gefur kost á sér í
1.-2. sæti á lista
Sjálfstæðis-
flokksins á Akur-
eyri fyrir kosn-
ingarnar í vor.
Ketill stundar
eigin rekstur
samhliða starfi
sem verkefnastjóri hjá Akureyrar-
bæ og hefur verið virkur í starfi
Sjálfstæðisflokksins í bænum.
Ketill gefur kost
á sér á Akureyri
Ketill Sigurður
Jóelsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Góð aðstaða skapar og eykur áhuga.
Framkvæmdir sem nú eru fram-
undan eru því þarfar og mikilvægar,“
segir Magnús Árnason, fram-
kvæmdastjóri Skíðasvæða höfuð-
borgarsvæðisins.
Mikil uppbygging
stendur nú fyrir
dyrum bæði í Blá-
fjöllum og Skála-
felli á Mosfells-
heiði svo sem
nýjar stóla- og
diskalyftur ásamt
snjóframleiðslu og
fleira. Heildar-
kostnaður við þá
uppbyggingu á
skíðasvæðunum tveimur sem fram-
undan er mun losa um það bil fimm
milljarða króna og verður greiddur af
sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu til samræmis við íbúa-
fjölda.
Gosi og Drottning
afkasta meiru
Í Suðurgili Bláfjalla er lyftan Gosi,
sem sett verður upp í breyttri legu
auk heldur sem brautir og endastöðv-
ar verða lagaðar að því. Byrjað verð-
ur að setja nýju lyftuna upp síðar á
þessu ári og stendur til að hún verði
tilbúin fyrir skíðavertíð næsta vetrar.
Í Kóngsgili er lyftan Drottning. Nú-
verandi búnaði þar verður skipt út
fyrir nýjan sem ætti að vera tilbúinn á
næsta ári – ef ekki á sama tíma og
Gosalyftan góða. Afkastageta svæð-
isins mun aukast verulega með til-
komu lyftanna tveggja eða um 4.800
manns á klukkustund. Fyrir eru níu
stólalyftur í Bláfjöllum sem flutt geta
um 10.500 manns á klukkustund.
„Uppbygging í Bláfjöllum hefur
verið lengi á dagskrá, en skipulagður
undirbúningur hófst árið 2010. Svona
verkefni taka alltaf langan tíma, svo
sem skipulagsvinnan, samanber að
Bláfjöll eru á vatnsverndarsvæði og
því þurfa öll mál mjög nákvæma
skoðun. Þar nefni ég staðsetningu
lyfta, frárennslismál, athuga þarf um-
hverfisáhrif af hugsanlega meiri um-
ferð og fleira,“ segir Magnús og held-
ur áfram:
„Nú eru skipulagsmálin frágengin
og fleiri slíkir þættir. Reyndar var bú-
ið að samþykkja allar fjárveitingar
árið 2018 og framkvæmdir áttu að
hefjast árið 2020, þegar allt fór í bak-
lás vegna kórónuveirunnar. Gengi ís-
lensku krónunnar breyttist svo verð á
þeim búnaði sem pantaður hafði verið
rauk upp. Því var málið sett í bið.
Núna er hins vegar kominn á bind-
andi samningur um kaup á lyftum
sem framleiðendur í Austurríki eru
byrjaðir á. Þetta er allt að smella
saman og eftir tvö ár verður umhverf-
ið og aðstaðan hér í Bláfjöllum orðin
allt önnur og betri en nú.“
Gera brekkurnar betri
Auk endurnýjunar lyftanna
tveggja stendur til árið 2025 að setja
upp tvær nýjar skíðalyftur til við-
bótar í Bláfjöllum. Þetta eru stóla-
lyfta í Eldborgargili og diskalyfta í
Kerlingardal, sem er sunnanvert í
fjallaklasanum. Áður en til þess kem-
ur verða á svæðinu sömuleiðis sett
upp snjóframleiðslutæki. Á næsta ári
stendur svo til að setja upp nýja stóla-
lyftu í Skálafelli, sambærilega þeim
tveimur sem verða endurnýjaðar í
Bláfjöllum. Raunar eru í undir-
búningi margvíslegar aðrar fram-
kvæmdir í Skálafelli, svo sem snjó-
framleiðsla og uppsetning á
girðingum sem safna snjó saman og
gera brekkurnar betri.
„Uppsetning á snjógirðingum er al-
gjört lykilatriði fyrir starfsemina í
Skálafelli, þar sem snjóleysi hefur oft
verið til vandræða. Síðasta vetur var
svæðið alfarið lokað vegna snjóleysis.
Raunar er opið í Skálafelli í mjög tak-
markaðan tíma, eða bara um helgar
frá því í byrjun febrúar og fram í apr-
íl. Með betri aðstöðu verður vonandi
hægt að fjölga dögum sem opið er
þar,“ tiltekur Magnús.
Aðspurður segir hann misjafnt
milli ára hvernig aðstæður til iðkunar
á skíðasvæðum höfuðborgarsvæð-
isins séu. Í fyrravetur hafi sjaldan
verið færi, en þeim mun oftar 2020.
Þá hafi hins vegar þurft við bestu að-
stæður í nægum snjó að loka öllu 20.
mars vegna veiruvarna.
Þúsundir fólks í fjöllin
„Ef vísað er til hnattrænnar hlýn-
unar þá er ekki snjóléttara nú en áð-
ur, en öfgar í veðráttu meiri. Djúpar
lægðir koma oftar. Við höfum þó náð
að halda okkar striki með því að halda
opnu hér í Bláfjöllum. Nú gat fólk til
dæmis komist á skíði hér milli jóla og
nýárs sem hefur ekki gerst lengi.
Starfsemi íþróttafélaga sem sinna
skíðum og snjóbrettum er öflug og á
góðum dögum koma þúsundir fólks í
fjöllin. Skíðaganga hefur verið í góð-
um vexti undanfarin ár og þá er fjalla-
skíðasportið, sem mikið er stundað á
Tröllaskaga, vinsælt. Að mörgu leyti
er skíðaiðkun þjóðaríþrótt Íslend-
inga, sem þarf að svara með góðri að-
stöðu og endurbótum á því sem fyrir
er,“ segir Magnús að síðustu.
Nýjar stólalyftur og snjóframleiðsla
- Uppbygging í Bláfjöllum og Skálafelli fyrir um fimm milljarða - Nýjar lyftur og snjóframleiðsla
- Langt og flókið undirbúningsferli - Fleiri dagar í fjöllum - Meiri öfgar í veðráttunni
Tölvumynd/Landslag
Fjallaklasi Svona verður svipur skíðaparadísarinnar í Bláfjöllum þegar lokið verður þeirri uppbyggingu sem nú er að hefjast og tekur nokkur ár.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skálafell Ný stólalyfta er væntanleg og innviðir svæðisins verða styrktir.
Magnús
Árnason