Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
MELTU PIZZUNA
BETUR!
Einkaleyfisvarin meltingarensím, þau öflugustu sem völ er á.
1-2 hylki
með mat
getur öllu
breytt
14. janúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.29
Sterlingspund 176.39
Kanadadalur 103.08
Dönsk króna 19.754
Norsk króna 14.808
Sænsk króna 14.322
Svissn. franki 140.19
Japanskt jen 1.1205
SDR 181.32
Evra 147.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.7716
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Félag atvinnurekenda (FA) hefur
farið þess á leit við umboðsmann Al-
þingis að hann hefji frumkvæðis-
athugun á stjórnsýslu eftirlitsstofn-
ana vegna Íslandspósts. Við sögu
koma meintar niðurgreiðslur til að
bæta upp tap Póstsins af alþjónustu
en fram kom í ViðskiptaMogganum
nýverið að fyrirtækið tapaði 3,4
milljörðum á samkeppni innan al-
þjónustu árin 2018-2020.
Með alþjónustu er vísað til þeirrar
lágmarkspóstþjónustu sem notend-
um póstþjónustu skal standa til boða
á jafnræðisgrundvelli, samkvæmt
lögum um póstþjónustu.
Málið varðar annars vegar
ákvörðun um viðbótarframlag til
Póstsins og hins vegar þau ummæli
fulltrúa viðkomandi ráðuneytis og
Byggðastofnunar að lagaákvæði um
að verðskrár endurspegli raun-
kostnað sé óvirkt.
Skyldi fá rúman hálfan milljarð
Forsaga málsins er sú að Póst- og
fjarskiptastofnun (PFS) úrskurðaði
í febrúar síðastliðnum (ákvörðun nr.
1/2021) að ríkið skyldi greiða Póst-
inum 509 milljónir króna vegna
hreins kostnaðar fyrir veitta alþjón-
ustu á árinu 2020, að frádregnu 250
milljóna króna viðbótarframlagi.
Samkvæmt erindi FA féllst stofn-
unin þar með á að ákveða framlag á
grundvelli gjaldskrár Póstsins sem
tók gildi 1. janúar 2020 og gilti til 1.
nóvember síðastliðins. Eftirlit með
póstlögum færðist frá Póst- og fjar-
skiptastofnun til Byggðastofnunar
1. nóvember síðastliðinn.
Fól í sér undirverðlagningu
Bent er á að samkvæmt 2. máls-
grein 17. greinar laga um póstþjón-
ustu, sem gilti frá 1. janúar 2020 til
miðs árs 2021, skyldi gjaldskrá fyrir
alþjónustu vera sú sama um allt
land. Jafnframt að í 3. málsgrein
sömu lagagreinar komi fram að
gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli taka
mið af raunkostnaði við að veita
þjónustuna að viðbættum hæfileg-
um hagnaði.
Þvert á fyrirmæli laganna
Á hinn bóginn hafi gjaldskrá
Póstsins fyrir pakkasendingar innan
alþjónustu verið langt undir raun-
kostnaði við að veita þjónustuna, að
viðbættum hæfilegum hagnaði,
þvert á fyrirmæli 3. málsgreinar 17.
greinar laganna. Verðlagning á
landinu öllu hafi verið miðuð við
verð á pakkasendingum innan höf-
uðborgarsvæðisins og það leitt til
tekjutaps fyrir Póstinn á pakka-
sendingum innanlands. Með því hafi
gjaldskrá Póstsins falið í sér „undir-
verðlagningu, sem veitti fyrirtækinu
forskot á keppinauta sína í pakka-
dreifingu“.
Í erindi FA er einnig rifjuð upp
frétt í Morgunblaðinu 4. mars 2021
en þar kom fram að samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið teldi að 3.
mgr. 17. gr. póstlaga væri „ekki að
öllu leyti virk“.
Framlagið yrði afturkallað
Í tilefni af þeirri frétt sendi FA
erindi á ráðuneytið og fór fram á að
það hlutaðist til um að Póst- og fjar-
skiptastofnun afturkallaði áður-
nefnda ákvörðun um 509 milljóna
króna viðbótarframlag til Póstsins,
en í þeirri ákvörðun hafi ekki verið
vikið að 3. mgr. 17. gr. laganna um
raunkostnað.
Ráðuneytið hafi svarað því til að
þegar því barst fyrirspurn frá Morg-
unblaðinu hafi það leitað upplýsinga
hjá Póst- og fjarskiptastofnun til að
geta svarað spurningum blaðsins.
„Ef svar ráðuneytisins til Morg-
unblaðsins er lesið í heild og sam-
hengi kemur í ljós að ekki er um að
ræða afstöðu ráðuneytisins til þess
hvort 3. mgr. sé að öllu leyti virk,“
sagði í svari ráðuneytisins til FA.
Afstaðan ekki rökstudd
Af þessu svari megi ráða að það
hafi verið afstaða Póst- og fjar-
skiptastofnunar að 3. mgr. 17. gr.
póstlaga hafi ekki verið að öllu leyti
virk. Stofnunin hafi því ekki litið til
ákvæðisins við úrlausn framan-
greindrar ákvörðunar, en rökstuðn-
ingur fyrir því komi þar hvergi
fram.
Síðan rifjar FA upp samtal
Morgunblaðsins við Byggðastofnun
17. desember sl., sem þá hafði tekið
við eftirliti með póstlögum, en þar
hafi stofnunin tekið undir þessa af-
stöðu og hafi í undirbúningi „að úr-
skurða Íslandspósti á ný framlag úr
ríkissjóði vegna hinnar undirverð-
lögðu verðskrár“. Með því sé verið
að niðurgreiða „ólögmæta undir-
verðlagningu Íslandspósts með fé
skattgreiðenda“.
Lagaákvæði virt að vettugi
Loks er það álit FA að með fram-
angreindri ákvörðun Póst- og fjar-
skiptastofnunar, og ummælum full-
trúa samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneytisins og Byggðastofnunar,
virðist stjórnvöld virða að vettugi
gildandi lagaákvæði. Stjórnvöldum
sé ekki heimilt að ákveða upp á sitt
einsdæmi að gildandi lagaákvæði sé
óvirkt en opinberar yfirlýsingar
stjórnvalda þar að lútandi grafi með
„ósvífnum hætti“ undan grundvall-
arreglu stjórnskipunarréttarins um
þrískiptingu ríkisvaldsins.
Póstmálin verði rannsökuð
Morgunblaðið/Hari
Pósturinn Fyrirtækið hefur verið sakað um undirverðlagningu.
- FA hefur farið þess á leit við umboðsmann Alþingis að hann rannsaki Póstinn
- Varðar meinta undirverðlagningu og að ákvæði um raunkostnað sé talið óvirkt
Umsóknarfrestur í Gullegginu,
sem er eins og fram kemur í til-
kynningu stærsta og elsta frum-
kvöðlakeppni Íslands, rann út á
miðnætti í gær. Kristín Soffía
Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ice-
landic Startups segir ljóst að um-
sækjendur verði langtum fleiri en
verið hefur síðustu ár.
250 manns höfðu staðfest þátt-
töku þegar Morgunblaðið ræddi
við Kristínu seint í gær. Flestir
umsækjenda eru með tilbúna við-
skiptahugmynd en einnig er þó
nokkuð af einstaklingum skráð án
hugmyndar, að sögn Kristínar.
Spurð um ástæðu fyrir hinni
miklu þátttöku í ár segir Kristín
að hún sé margþætt. Án efa spili
inn í að nú í fyrsta skipti geti allir
verið með, en áður þurftu teymi að
innihalda a.m.k. einn háskólanema
eða einhvern sem hefði klárað há-
skólanám á síðustu fimm árum.
„Önnur ástæða er að við höfum
flutt keppnina frá hausti og fram í
janúar. Það hjálpar til við að
kynna keppnina fyrir háskóla-
samfélaginu.“
Samfélagið er fjölbreytt
Kristín segir ástæðu þess að
ákveðið var að opna keppnina fyr-
ir öllum þá að samfélagið sé fjöl-
breytt og takist á við margvíslegar
áskoranir. Því þurfi fjölbreyttan
hóp frumkvöðla. „Við erum alltaf
að leysa þau vandamál sem upp
koma í okkar eigin reynsluheimi.
Ef hópurinn er of einsleitur koma
einsleitar hugmyndir og lausnir.“
Um næstu helgi fer fram svo-
kallað masterklass Gulleggsins en
þar verður fólki kennt að fá hug-
mynd og móta hana. Þá verður
fólki kennt að mynda tengsl við
frumkvöðlasenuna og hvað það
þýðir að vera frumkvöðull. Úr-
slitakeppnin fer svo fram 4. febr-
úar.
Nýsköpun Fjölbreyttur hópur
frumkvöðla er í Gullegginu.
Á þriðja hundrað
sóttu um í Gullegginu
- Í fyrsta sinn sem allir geta verið með
« Jóhann Ólafur
Jónsson, forstjóri
Annata, segir kaup
framtakssjóðsins
VEX I og annarra
fjárfesta á allt að
helmingshlut í fé-
laginu mikilvægan
lið í frekari sókn.
„Aðdragandinn
var sá að við höf-
um gengið í gegn-
um miklar breytingar á fyrirtækinu og
fært allar hugbúnaðarlausnir félagsins í
skýið hjá Microsoft. Það er að hluta
tæknivinna en henni fylgir mikil fjárfest-
ing í endurhönnun á öllum hugbúnaðar-
lausnum okkar.
Horfa til stærri fyrirtækja
Jafnframt gerir þetta fyrirtækinu
kleift að selja þjónustuna til stærri fyrir-
tækja á heimsvísu – fyrirtækja sem
framleiða bíla, vinnuvélar og svo fram-
vegis – en það krefst uppbyggingar og
fjárfestingar í mannafla erlendis. Við
töldum okkur komin á þann stað að við
þyrftum bakhjarl. Við erum frumkvöðlar
– stofnuðum fyrirtækið fyrir um 20 ár-
um – og vildum fá til liðs við okkur
reyndari aðila til að styðja okkur áfram í
þessari vegferð,“ segir Jóhann Ólafur.
Markmiðið sé vaxa inn á markaðs-
svæði og í iðngreinum sem fyrirtækið
er að þjónusta. Stjórnendur Annata hafi
rætt um möguleikann á að skrá félagið
á hlutabréfamarkað á næstu þremur til
fimm árum. Þá jafnvel bæði á Íslandi og
í erlendri kauphöll. baldura@mbl.is
Íhuga skráningu
á næstu misserum
Jóhann Ólafur
Jónsson
STUTT