Morgunblaðið - 14.01.2022, Page 14

Morgunblaðið - 14.01.2022, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Við þekkjum af heimavelli að stundum koma nokkrar vikur í röð þar sem „fréttasnápar“ verða að hafa sig alla við til að hefja þunnildisatburði upp í boðlegar fréttir. Verður þá neyðarbrauð að flenna upp frétt- ir með feitum fyrirsögnum og bjarga deginum. Sjaldnast þarf að kvarta þeg- ar heimurinn allur er undir. En vandinn er sá að það þarf sláandi frétt að utan til að slá út brúk- lega innlenda frétt. Síðustu daga hafa óljósar fréttir af innlendum vettvangi, eins konar ókveðnar vísur í fréttastíl, haft einna mest fréttalegt gildi. Fæstir vita þó, þrátt fyrir mikla umfjöllun, hvað raunverulega gerðist og hvort það snúist um ógeðfellda at- burðarás eða hafi að einhverju leyti verið sett á svið. Tilfinn- ingin er enn þá sú, að hvað sem það var sem gerðist, þá hefði það betur verið ógert. En hverjum hentar helst að hafa umræðuna á svo þokukenndum grunni? Ekki almenningi, það eitt er víst. Henti helstu aðalleikendum, einhverjum þeirra eða eftir at- vikum öllum að hafa það svo hlýtur það að vera í þágu al- mennings að tryggja að það tak- ist ekki. En hitt er alls ekki úti- lokað, að eftir 22 mánaða veirukássu í hvert mál hafi óvæntur hvirfilvindur tekið te- bollana yfir og sá ofsastormur hafi tryggt óvænt umræðuefni sem enginn gat stillt sig um að smjatta á. Sé það svo, þá hverfur sá fréttastormur brátt því fréttaveður endast stutt í tebollum. Og svo vill til að víða krauma magnþrungnar fréttir, jafnt stórar sem smáar, sem frétta- öngþveitið í tebollunum hefur sett til hliðar hér. Það er stór- frétt sem ekki hefur tekist með öllu að lesa úr að Pútín forseti lét skyndilega smala saman hundr- að þúsund hermönnum og því hafurtaski sem fylgir. Hann gerði það ekki „af því bara“ og muni einhvern næstu daga kalla herfylkin heim. Þeim í Kiev er ekki rótt enda muna þeir hvern- ig fór síðast. Þá endurheimti Pútín Krímskaga, sem Rússar höfðu haldið utan um í þrjár ald- ir eða allt þar til að Krústsjov gaf ráðamönnum í Kiev skagann í tilefni dagsins sem þá var. Hann meinti ekkert sérstakt með því. Var sjálfur Úkraínu- maður og allt þar heyrði hvort sem er undir Kreml. En svo hrundu Sovétríkin, eins og óvilj- andi, og þá átti sjálfstæð Úkra- ína orðið Krímskaga. Þá ætluðu búrókratar í Brussel og Obama vestan hafs að færa landið til bókar í ESB og jafnvel Nató. Pútín taldi það svik. Sendi hann lið til að styðja þá Úkraínumenn sem vildu þétt samband við Moskvu. Tók hann Krímskaga í leiðinni. Hótuðu Brussel og Wash- ington hörðum efnahagsþvingun- um skilaði Pútín ekki skaganum. Stór lönd eins og Þýskaland tóku að mestu bara þátt í því í þykjustunni enda stórkostleg gasviðskipti við Kreml fram undan. Skrifstofumaður í Bruss- el, sem hefur ekki verið upplýst hvað hét, hringdi í skrifstofu- mann á Rauðarárstíg í Reykja- vík og sagði honum að Íslend- ingar yrðu að leggja margfaldan hlutfallslegan þunga í að hræða Rússa og var því samstundis hlýtt. Og hvernig brást Pútín við hinum hörðu aðgerðum? Brosti út í annað. Og þegar Biden var sagt tvisvar frá hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu fékk hann minnisblað um þær þvinganir sem Rússar fengju nú fetaði liðsafnaður hans sig yfir landamærin. Pútín var svo beðinn að senda menn á fund. Sá fundur skilaði, eins og að var stefnt, og heppnaðist því prýðilega að mati deiluaðila. „Nú á að sjá hvað setur“ að sögn Bidens, en þar er ekki komið að tómum kofa. Gamli Biden og Hunter sonur hans voru sér- stakir umbjóðendur Obama í Úkraínu og komu aldrei tóm- hentir frá þeim trúnaðarstörfum í milljónum dollara talið. Svo eru dæmin um litlu málin sem verða stór. Gamla heims- veldið var næstum búið að farga Boris leiðtoga sínum fyrir ári þegar hann lét eftir spúsu sinni að skipta um veggfóður á prívat- íbúðinni sem þau hafa til afnota í Downingstræti. Fóðrið þótti í dýrari kanti og voru innanbúðar- menn fljótir að leka frétt um það. Ýmsir vildu reka Boris. En nýja stórmálið er gamalt. Um það bil sem stóra veggfóðurs- málið kom upp hafði embættis- maður sent út eitt hundrað tölvupósta til að bjóða til „vinnu- fundar“ í garðinum á 10. Og nú loks var þessu leyndarmáli lekið og eru það léleg afköst. En reið- in bullaði upp nú því að þá máttu ekki tveir menn hittast á krá, búrókrati Borisar boðaði hundr- að í „vinnu“garðveislu á 10. Vilja nú enn fleiri reka Boris en eftir veggfóðrið. Má velta fyrir sér hvað hefði gerst á stríðsárunum hefði það lekið út og taldar öruggar fréttir að WC, þáverandi húsbóndi á 10, hefði verið staðinn að því að vera ekki kenndur í heilan dag, sem hafði ekki hent hann í áratugi og var ekki betra fyrir það. Sjálf- sagt hefði Churchill sjálfur talið atburðinn alvarlegan þótt þessi slysalegu mistök yrðu óviljandi og fyrir óaðgæslu sakir. Þau eru ólík málin að stærð og lögun sem hrista upp í fólki á skrítnum tímum} Stór mál og smá til að sjá Þ ær áskoranir sem heimurinn hefur þurft að takast á við vegna heims- faraldursins eru fordæmalausar. Íslenskt samfélag, ekki síður en önnur samfélög, hefur þurft að leggja sig allt fram við að takast á við þann veruleika sem veiran hefur fært okkur til að tryggja áframhaldandi hagsæld til framtíðar. Strax í upphafi faraldurs ákvað ríkisstjórnin að beita ríkisfjármálunum af krafti til þess að tryggja öfluga viðspyrnu samfélagsins – sem er meðal annars í anda breska hagfræðingsins Johns M. Keynes. Keynes hafði legið undir feldi við rannsóknir á kreppunni miklu, þar sem neikvæður spírall dró kraftinn úr hag- kerfum um allan heim. Niðursveifla og markaðsbrestur snarfækk- aði störfum, minnkaði kaupmátt og í leiðinni tekjur hins opinbera, sem hélt að sér höndum til að eyða ekki um efni fram. Keynes hélt því fram að þannig hefðu stjórnvöld dýpkað kreppuna og valdið óbætanlegu tjóni. Þvert á móti hefði hið opinbera átt að örva hagkerfið með öllum tiltækum ráðum, ráðast í opinberar fram- kvæmdir og eyða tímabundið um efni fram. Þannig væru ákveðin umsvif í hagkerfinu tryggð, þar til kerfið yrði sjálfbært að nýju. Með þetta meðal annars í huga hefur ríkisstjórnin var- ið milljörðum króna síðan 2020 til að tryggja kröftuga viðspyrnu á sviði menningarmála. Með fjármagninu hef- ur tekist að brúa bilið fyrir listafólkið okkar þar til hjól samfélags og atvinnulífs fara að snúast á nýjan leik. Af- rakstur þessarar fjárfestingar er óumdeildur. Menning og listir eru auðlind sem skilar efna- hagslegum gæðum til samfélagsins í formi at- vinnu, framleiðslu á vöru og þjónustu til neyslu innanlands og útflutnings. Við þurfum ekki annað en að horfa til þeirra landa sem fremst eru, þar sem rannsóknir sýna að skap- andi atvinnugreinar leggja sífellt meira til hagvaxtar. Sömu sögu má segja af viðspyrnuaðgerð- um stjórnvalda fyrir ferðaþjónustuna en samtals var 31 milljarði króna varið til þeirra árin 2020 og 2021. Nýverið var kynnt grein- ing KPMG á áætlaðri stöðu íslenskrar ferða- þjónustu í árslok 2021. Aðgerðir stjórnvalda hafa skipt sköpum í að styðja við aðlögunar- hæfni ferðaþjónustufyrirtækja á tímum covid og gera greinina betur í stakk búna til þess að þjónusta fleiri ferðamenn þegar fólksflutningar aukast að ráði milli landa á ný. Ferðaþjónustan verður lykillinn að hröðum efnahagsbata þjóðarbúsins en greinin getur á skömmum tíma skapað gríðarlegar gjaldeyristekjur fyr- ir landið. Þrátt fyrir að við séum stödd á krefjandi tímapunkti í faraldrinum er ég bjartsýn á framtíðina. Ég trúi því að ljósið við enda ganganna sé ekki svo ýkja langt í burtu en þangað til munu stjórnvöld halda áfram að styðja við menninguna, ferðaþjónustuna og fleira eins og þurfa þykir, með efnahagslegri loftbrú sem virkar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Efnahagsleg loftbrú sem virkar Höfundur er viðskipta-, menningar- og ferðamálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is U mfangsmiklar breytingar verða á skipan ráðuneyta Stjórnarráðsins með fjölgun ráðuneyta og til- flutningi málaflokka og stofnana milli ráðuneyta sem tillaga forsætis- ráðherra felur í sér en hún var lögð fyrir Alþingi 10. desember. Umsagn- ir um málið streyma til þingsins þessa dagana og eru ekki allir á eitt sáttir um einstakar breytingar og tilflutninga. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, gerir athugasemd- ir við þær fyrirætlanir að stofnanir sem starfa í mjög nánum tengslum við HÍ verði framvegis ekki vistaðar í sama ráðuneyti og háskólar. Há- skólarnir eiga skv. tillögunni að heyra undir ráðuneyti háskóla, iðn- aðar og nýsköpunar. Jón Atli bendir á í umsögn að hins vegar standi til að vista stofnanir á borð við Lands- bókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Stofnun Árna Magnússonar og Þjóð- minjasafnið í ráðuneyti menningar og viðskipta. Þessar stofnanir séu „órjúfanlegur hluti fræða- og vís- indastarfs háskólans“ og skil- greindar sem háskólastofnanir í lög- um. Hann minnir m.a. á að HÍ lagði bókasafn sitt inn í hið sameinaða safn Landsbókasafn-Háskóla- bókasafn árið 1994. Safnið sé í reynd ein af grunnstoðum háskóla- starfseminnar og náið daglegt sam- starf eigi sér stað milli háskólans og safnsins sem snerti beint kennslu og rannsóknir. Hið sama eigi við um Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum. Þar komi m.a. starfsfólk hennar að kennslu og nemendur hafi aðgang að gögnum stofnunarinnar. Þá sé náið samstarf milli Þjóðminjasafnsins og HÍ, eink- um á sviði kennslu og rannsókna í fornleifafræði og þjóðfræði. „Nýjar tillögur um breytta skipan ráðuneyta eru skynsamlegar um margt, en koma ekki vel út hvað varðar Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn eða bókasafnamál almennt, en þau mál hafa verið á víð og dreif í stjórnkerfinu, og verða það áfram skv. þessum tillögum,“ segir Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður í umsögn þar sem hún lýsir margbreytilegum verk- efnum safnsins. Leggur hún til að felldir verði niður ósýnilegir múrar stofnanamenningar og stuðlað að samvinnu, samráði og samhæfingu innan stjórnarráðsins, eins og segi í greinargerð þingsályktunar- tillögunnar og starfsemi safnsins verði tengd bæði menningar- og við- skiptaráðuneytinu og háskóla-, iðn- aðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður leggur til í umsögn að Þjóðminjasafnið sem háskólastofn- um verði fært undir forræði ráðu- neytis háskóla og vísinda en hafi að auki sterk tengsl við ráðuneyti menningar og viðskipta. Vara við aðskilnaði háskóla og safna Morgunblaðið/Golli Í Þjóðarbókhlöðunni Rektor HÍ segir að daglega sé náið samstarf milli háskólans og safnsins sem snerti kennslu og rannsóknir í þágu samfélagsins. „BHM gerir athugasemdir við að svo virðist sem þekking sérfræð- inga Stjórnarráðsins hafi ekki ver- ið nýtt sem skyldi í undirbúningi breytinganna á skipan ráðuneyta sem nú stendur til að festa í sessi […],“ segir í umsögn BHM um til- löguna um breytingar á Stjórnar- ráðinu. Vísar BHM einnig til um- sagnar Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins sem gerir einnig athugasemdir við þetta í umsögn. Er minnt á að inn- an Stjórnarráððsins sé að finna gífurlega þekkingu og reynslu af stefnumörkun og stefnumótun hjá sérfræðingum. Félaginu sé ekki kunnugt um að þessi þekking sér- fræðinga hafi verið nýtt sem skyldi við undirbúning breytinganna. „FHSS bendir á mikilvægi þess að nefndin beini því til forsætisráðu- neytisins að viðhaft verði fullnægj- andi samráð við sérfræðinga Stjórnarráðsins um innleiðingu fyrirhugaðra breytinga,“ segir í umsögn félagsins. Fram kemur í umsögn BHM að Friðrik Jónsson, formaður banda- lagsins, sendi forsætisráðherra tölvupóst í desember vegna end- urskipulagningar Stjórnarráðsins og benti á mikilvægi þess að svo viðamiklar breytingar yrðu gerðar í sem breiðastri sátt, samráði og samstarfi við starfsfólk ráðuneyta og stofnana. BHM segir einnig að ekki megi gera breytingar á starfs- kjörum þeirra sem sinna störfum sem flytja á milli ráðuneyta. Þekking sérfræðinga ekki nýtt BHM OG FHSS HVETJA TIL SAMRÁÐS UM BREYTINGARNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.