Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
✝
Ingibjörg
Ragnheiður
Björnsdóttir fædd-
ist 14. september
1925 í Ásum í Skaft-
ártungu. Hún and-
aðist 19. desember
2021 á Hrafnistu í
Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru Björn O.
Björnsson, prestur
og náttúrufræð-
ingur, og Guðríður Vigfúsdóttir
húsfreyja frá Flögu í Skaft-
ártungu.
Systkini Ingibjaragar eru:
Vigfús, bókbandsmeistari og rit-
höfundur, Sigríður, myndlist-
arkona og listmeðferðarfræð-
ingur, Oddur leikritahöfundur
og Sigrún, leikkona og fyrrver-
andi skólastjóri Nýja tónlistar-
skólans.
Ingibjörg ólst upp í Ásum í
Skaftártungu til átta ára aldurs
en þá flutti fjölskyldan að
Brjánslæk á Barðaströnd. Fjöl-
skyldan bjó á þremur stöðum í
jafnmörgum landsfjórðungum
þar sem Björn faðir Ingibjargar
þjónaði sem prestur.
Ingibjörg var afbragðs náms-
nám við Konunglega tónlistar-
háskólann í Stokkhólmi.
3) Ragnheiður Linnet, söng-
kona og blaðamaður, f. 7. sept.
1962. Maki: Runólfur Pálsson,
framkvæmdastjóri meðferð-
arsviðs Landspítala og prófessor
við Læknadeild Háskóla Íslands.
Börn þeirra: a) Hrafnhildur, f.
29. apríl 1985, læknir og doktor í
læknavísindum. Maki: Björn
Rúnar Egilsson, aðjúnkt og
doktorsnemi í menntavísindum
við Háskóla Íslands: Börn
þeirra: Auður Katrín, f. 5. maí
2007, og Runólfur Egill, f. 2. júní
2018. b) Bjarni Páll, f. 10. sept.
1996, BSc. í sálfræði og meist-
aranemi í heilbrigðisvísindum
við Háskóla Íslands, sambýlis-
kona hans er Kristín Hildur
Ragnarsdóttir fjármála-
hagfræðingur.
Ingibjörg stundaði ýmis störf
um ævina, vann meðal annars í
hannyrðaverslun föðursystur
sinnar Ragnheiðar O. Björnsson
á Akureyri, var aðstoðarstúlka
hjá tannlæknum, læknaritari og
starfaði hjá Pósti og síma við
skrifstofustörf. Ingibjörg lærði á
yngri árum á píanó, spilaði mik-
ið og var formaður Guðspeki-
félags Hafnarfjarðar um árabil.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 14. janúar 2022,
klukkan 13. Streymt verður frá
athöfninni.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
maður en fór hefð-
bundna leið kvenna
síns tíma í skóla-
göngu.
Hún lauk gagn-
fræðaprófi og síðar
námi frá Hús-
mæðraskólanum á
Laugalandi. Hún
lærði auk þess við
Iðnskólann á Ak-
ureyri og lauk námi
frá Póst- og síma-
skóla Íslands.
Ingibjörg giftist 3. maí 1958
Bjarna Linnet, f. 1. sept. 1925, d.
6. sept. 2013, póst- og sím-
stöðvarstjóra. Hann var sonur
Kristjáns Linnet, sýslumanns og
síðar bæjarfógeta, og konu hans
Jóhönnu Júlíusdóttur Linnet
húsfreyju.
Börn Ingibjargar og Bjarna
eru: 1) Óskírður drengur, f. 25.
ágúst 1958, d. 25. ágúst 1958.
2) Jóhanna Guðríður Linnet,
söngkona og söngkennari, f. 5.
mars 1960. Maki: Kristján Bjarn-
ar Ólafsson rekstrar-
hagfræðingur. Börn þeirra eru:
a) Ingibjörg Ragnheiður, f. 11.
des. 1998 og b) Herdís Ágústa, f.
11. des. 1998, sem báðar stunda
Mér er ljúft og kært að kveðja
elskulega tengdamóður mína,
Ingibjörgu, sem lést á 97. aldurs-
ári að lokinni langri og farsælli
ævi.
Ingibjörgu kynntist ég fyrir 34
árum er við Jóhanna hófum sam-
búð. Það var gæfuspor að kynnast
þeim hjónum Ingibjörgu og
Bjarna og fjölskyldum þeirra. Í
hugum flestra voru Ingibjörg og
Bjarni eitt, þau voru mjög sam-
rýnd og lengst af fylgdu þeim dæt-
urnar Jóhanna og Ragnheiður.
Ingibjörg, eins og Bjarni, lagði
aldrei illt orð til nokkurs manns og
fátt líkaði henni verr í lífinu en
óréttlæti eða þegar gengið var á
hlut manna. Ingibjörg hafði góða
nærveru, var hlý og stutt í brosið.
Henni var afar umhugað um fólkið
sitt og orðstír þess. Hún kunni því
vel er tengdasonurinn reyndi að
atast í henni. Kom þá fram glettn-
issvipur og skýr og skorinorð til-
svör umlukin djúpum húmor, sem
henni var einni lagið.
Ingibjörg var mikil jafnréttis-
kona og ætlaði sér ekki það hlut-
skipti að vera ævilangt þjónustu-
kona fyrir karlpeninginn og lét
eiginmanninn taka fullan þátt í
heimilishaldinu. Bjarni var þannig
um margt langt á undan sinni kyn-
slóð hvað þetta varðar og ást hans
og virðing fyrir Ingibjörgu var
óendanleg. Ingibjörg var ósérhlíf-
in við að taka á móti skákfélögum
Bjarna, halda kaffiboð fyrir Guð-
spekifélagið og ekki má gleyma
jólaboðunum fyrir Björnson-ætt-
ina en mikilvægi þeirra kom best í
ljós eftir að Ingibjörg treysti sér
ekki lengur til áframhalds.
Ingibjörg og Bjarni störfuðu
bæði hjá Pósti og síma í áratugi.
Áður hafði Ingibjörg unnið í mörg
ár sem klinka hjá þekktum tann-
læknum. Þess má hér geta að
Ingibjörgu fannst freklega gengið
fram hjá reynslu og þekkingu
Bjarna er hann sótti um en fékk
ekki tiltekið stöðvarstjórastarf hjá
Pósti og síma. Hún tók því ekki
með þegjandi þögninni heldur
óskað strax eftir fundi með þáver-
andi póst- og símamálaráðherra,
mætti vel til höfð eins og henni var
einni lagið, í sínu fínast pússi, og
kom skoðun sinni á framfæri við
ráðherrann. Fannst honum frúin
rökföst, kurteis, fögur og fylgin
sér. Nokkru síðar var Bjarni ráð-
inn stöðvarstjóri í Kópavogi og
skilaði þar farsælu starfi. Þessi
saga er til dæmis um kjark og
ákveðni Ingibjargar.
Tenging Ingibjargar var sterk
við fjölmarga landshluta sem m.a.
má rekja til þess að faðir hennar
var að norðan, afinn heiðursborg-
ari á Akureyri og móðirin að sunn-
an, frá Flögu í Skaftártungu. Séra
Björn gegndi ýmsum prestsstörf-
um um landið og starfaði hvað
lengst á Hálsi í Fnjóskadal. Þegar
við Jóhanna ferðumst um landið,
að meðaltali einn hring á ári, fæ ég
enn við flest sýslumörk, sögur og
sagnir um tengingar fjölskyldunn-
ar og ekki er laust við að sjá megi
tár blika á hvarmi við ljúfar minn-
ingar.
Ingibjörg náði að kveðja fjöl-
skylduna með reisn, sátt og full-
meðvituð um næsta skref. Síðustu
árin var hún búsett á Hrafnistu
við þokkalega heilsu og skýran
hug fram að hinstu stundu.
Á kveðjustund erum við full
þakklætis, með minningar um
yndislega konu og munum við
halda minningu hennar á lofti um
ókomin ár.
Farðu í friði, elsku Ingibjörg.
Kristján B. Ólafsson.
Elskuleg tengdamóðir mín hef-
ur kvatt þetta líf eftir að hafa búið
við heilsubrest og skerta færni
síðustu tvö árin sem hún eyddi á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu.
Þrátt fyrir það undi hún hag sín-
um vel sem þakka má ágætri
umönnun af hálfu starfsfólks og
mikilli umhyggju dætranna
tveggja, Jóhönnu Guðríðar og
Ragnheiðar.
Ingibjörg var falleg og greind
kona sem bjó yfir fágaðri fram-
komu. Hún var hlédræg og hæglát
í fasi en jafnframt ákveðin og föst
fyrir þegar henni þótti ástæða til.
Hún var áberandi vanaföst. Þá
hafði hún sterkar skoðanir á ýms-
um málefnum sem oftast mátti
rekja til ríkrar réttlætiskenndar.
Ingibjörg hafði mikla samkennd
með þeim sem minna máttu sín og
studdi undantekningarlaust góð-
gerðarfélög sem leituðu til henn-
ar. Undir fremur alvörugefnu yf-
irbragði leyndist svo leiftrandi
kímnigáfa.
Æskustöðvarnar í Skaftár-
tungu voru Ingibjörgu ætíð hug-
leiknar. Hún var stolt af ættgarð-
inum, einkum foreldrum og
systkinum sínum fjórum, þeim
Vigfúsi, Sigríði, Oddi og Sigrúnu,
sem voru henni mjög kær. Óhætt
er að segja að Ingibjörg hafi átt
láni að fagna í lífinu. Þrátt fyrir
góða námshæfileika þá lauk hefð-
bundinni skólagöngu snemma
eins og títt var meðal kvenna af
hennar kynslóð og við tóku ýmis
störf, aðallega skrifstofustörf,
lengst af hjá Pósti og síma. Ingi-
björg fann sér einstakan lífsföru-
naut, Bjarna Linnet, og fetuðu
þau brautina á sérlega samrýndan
máta ásamt dætrunum tveimur.
Ingibjörg var fagurkeri og lagði
mikla áherslu á að búa fjölskyld-
unni fallegt og hlýlegt heimili sem
bar vott um smekkvísi. Hún var
listhneigð eins og systkini hennar
sem öll eru nafntoguð fyrir fram-
lag sitt til lista og menningar.
Ingibjörg var unnandi sígildrar
tónlistar, hún var sjálf afar mús-
íkölsk og lék á píanó. Skilaði það
sér til dætra hennar sem báðar
lögðu fyrir sig tónlistarnám.
Að loknum starfsferli sínum
dvöldu þau Bjarni tvívegis vetrar-
langt hjá okkur Ragnheiði í Bost-
on þar sem þau gættu dótturdótt-
urinnar Hrafnhildar. Þeim gekk
ótrúlega vel að aðlagast lífinu við
framandi aðstæður. Ingibjörg
fékk fljótlega mikið dálæti á
bandarískum körfuknattleik og
naut þess að horfa á sjónvarpsút-
sendingar frá kappleikjum kvöld
eftir kvöld. Hún tók ástfóstri við
ýmsa leikmenn og réð háttprúð
framkoma oft miklu þar um. Átt-
um við margar ánægjulegar
stundir saman á þessum árum og
er ferð til New York þar sem við
sóttum sýningu í Metrópólitanó-
perunni meðal þess sem bar hæst.
Missir Ingibjargar var mikill
þegar Bjarni féll frá fyrir rúmum
átta árum. Þrátt fyrir mikla ein-
veru og erfiðleika við athafnir
daglegs lífs kvartaði Ingibjörg
aldrei, heldur gladdist hún þeim
mun meira við heimsóknir dætra
sinna og barnabarna. Dáðist ég oft
að þrautseigju hennar.
Ég kveð tengdamóður mína
með miklu þakklæti fyrir dýrmæt-
ar samverustundir á liðnum árum.
Ljúfar minningar munu ylja um
ókomin ár.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Runólfur Pálsson.
Þegar ég hugsa til ömmu fyllist
ég hlýju og þakklæti. Ég er svo
þakklát fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við systur áttum saman
með ömmu, og þá miklu vináttu
sem við áttum. Það var alltaf svo
dásamlegt að koma til hennar í
kaffi, spjalla um tónlist, fara með
vísur og tala um allt milli himins
og jarðar. Það var líklega mest
tónlistinn sem sameinaði okkur,
og það var fastaliður hjá okkur í
Ásenda að setjast við píanóið og
spila og syngja saman. Skemmti-
legast fannst henni að hlusta á
Chopin eða Beethoven, enda með
mjög góðan smekk á píanótónlist,
og spurði hún oft ef hún heyrði
eitthvað fallegt spilað hvort það
væri nú ekki örugglega Chopin, og
það var oftast rétt. „Ertu nokkuð
enn að spila á þessa flautu þína?“
spurði amma mig einhvern tímann
með stríðnisglampa í augunum.
Hún vissi alveg að ég spilaði á
trompet en ekki flautu og ýjaði að
því að píanóið, sem var hennar
hljóðfæri, væri nú betri kostur.
Amma var svo mikill fagurkeri og
heimilið hennar var alltaf yndis-
lega fallegt, listaverk eftir fjöl-
skyldumeðlimi fylltu alla veggi.
Hún var alltaf svo fallega tilhöfð, í
fallegum fötum og smekklega
máluð. Það kom oft fyrir að ef ég
kom til hennar í kaffi í einhverri
nýrri flík, þá tók hún eftir því um
leið og ef henni leist vel á flíkina
átti hún það til að spyrja hvort það
mætti nokkuð kaupa svona fyrir
sig líka. Amma var eldskörp og
það var ekkert sem fór framhjá
henni.
Mér finnst sárt að hafa rétt
misst af að kveðja elsku ömmu.
Amma var ein mín besta vinkona
og ég er stolt og meyr að fá að
bera nafnið hennar, en ég veit að
hún var líka stolt að eiga nöfnu.
Hún sagði oft við starfsfólkið á
Hrafnistu þegar ég kom í heim-
sókn að ég væri nafna hennar og
barnabarn. Ég vona að hún hafi
verið eins stolt af mér og ég var af
henni, en amma kom ítrekað á
óvart með dugnaði sínum og góðu
hugarfari.
Ég veit að þú ert hvíldinni fegin
elsku hjartans amma mín, en ég
sakna þín samt svo mikið. Ég veit
að afi og litli sonurinn bíða eftir
þér með opinn faðminn, og þar
mun þér líða vel.
Takk fyrir allt elsku amma.
Þín
Ingibjörg.
Elsku hjartans amma okkar,
amma Imba með rauða varalitinn.
Imbúlimbimm. Hjartahlý, ákveð-
in, skörp og glettin. Algjör drottn-
ing.
Við systkinin nutum þess bæði
að verja miklum tíma með ömmu
og afa. Þegar þau hættu störfum
dvöldu þau lengi í Bandaríkjunum
meðan foreldrar okkar voru í
námi, lengst í 9 mánuði í senn. Það
er merkilegt að þeim hafi þótt
þetta sjálfsagt, enda óvíst hvað
biði þeirra í ókunnugu umhverfi.
Þau sýndu hins vegar ótrúlega að-
lögunarhæfni og það var notalegt
að hafa þau á heimilinu þar sem
þau hugsuðu um einkabarnabarn-
ið og léttu undir í heimilisstörfum.
Á kvöldin var gjarnan horft á
íþróttir og amma og afi fylgdust
ákaft með. Eftir að við fluttum
heim til Íslands var haldið í hefð-
irnar og það vakti víst undrun ná-
grannanna þegar afi og amma
sáust stundum læðast út laust eft-
ir miðnætti, en þá var körfuknatt-
leikur í beinni útsendingu sem
ekki mátti missa af. Það var aldrei
langt á milli okkar, aldrei meira en
eitt hús, og þegar amma og afi
fluttu úr Vesturbænum í Bústaða-
hverfið, þá fast að áttræðu, var
það vegna þess að barnabörnin
gátu ekki hugsað sér annað en að
hafa þau nærri.
Amma hafði næmt auga og
heimilið bar þess fagurt vitni. Hún
var alla tíð mikil hannyrðakona og
myndarleg í höndunum. Síðasta
verkið var húfa handa langömmu-
barni, þrátt fyrir þverrandi styrk
og dapra sjón. Amma var alla tíð
ákveðin, sem kom einna gleggst
fram síðustu árin sem hún dvaldi
ein á heimili sínu og tókst á við
ýmsar áskoranir af einstöku hæg-
læti og jafnlyndi. Samverustund-
irnar voru ófáar og mikið hlegið,
enda hafði amma hárfínan húmor
og var glettin með eindæmum.
Síðdegiskaffi var heilög stund og
rommkúlurnar aldrei langt undan.
Hún unni tónlist og spilaði sjálf
lengi á píanó en naut þess að
hlusta á afkomendur sína í seinni
tíð. Amma var svo ákaflega stolt af
fjölskyldunni sinni, og við af
henni. Ein mesta gæfa okkar
systkinanna var sú mikla vinátta
sem tókst með ömmum okkar og
öfum. Ótal ferðalög austur í sum-
arbústað, helgidagar, hátíðar-
stundir og hversdagsheimsóknir.
Það var afar kært á milli þeirra og
mikill stuðningur og velvilji alla
tíð.
Það var okkur öllum þungbært
þegar afi lést, en amma sýndi þá
mikinn styrk og eljusemi við að
búa ein því færni hennar við dag-
legar athafnir fór þverrandi. Sam-
band þeirra afa var bæði fallegt og
gott og þau mjög samrýnd. Það
kom fyrir að amma sást hvíla sig
með mynd af afa þéttingsfast við
brjóstið og ljóst að söknuðurinn
var mikill. Það var eftirtektarvert
hvað hún var alltaf vera glæsileg
og fín til fara, bar virðingu fyrir
sjálfri sér og öðrum. Minnið sveik
aldrei og sögurnar alltaf jafn-
skemmtilegar. Dætur þeirra afa
bera foreldrum sínum fagurt vitni
og var aðdáunarvert hvað þær
sinntu þeim ætíð af mikilli ást og
alúð. Amma hélt reisn allt til loka
og fyrir það erum við þakklát.
Einstaka og fallega amma
Imba. Hafðu hjartans þökk fyrir
ævarandi ástúð og hlýju.
Dreymi þig ljósið og sofðu rótt.
Þín
Hrafnhildur og Bjarni Páll.
Elsku amma Imba. Mér þykir
það sárt að hafa ekki getað kvatt
þig.
Þú fórst tveimur dögum áður
en ég kom til landsins. Þú sem
ætlaðir að verða hundrað ára og
heimsækja mig til Stokkhólms. Þú
varðst hins vegar 96 ára og stór-
glæsileg. Þú hafðir alltaf eitthvað
uppbyggilegt og fallegt við mann
að segja. Þú trúðir á mann og
hvattir. Þú fékkst mann til að
springa úr hlátri með þinni glettni
og ólýsanlega góða húmor. Þú
varst djúp og vitur og vel með á
nótunum, allt til síðasta dags.
„Sýnið fólkinu að ég sé amma
ykkar,“ sagðir þú við okkur Imbu í
sumar áður en við spiluðum tón-
leika fyrir ykkur á Hrafnistu. Í lok
tónleikanna réttir þú fram faðm-
inn í hjólastólnum og við hlupum
til þín. Við sýndum glaðar fólkinu,
að þú værir amma okkar. „Er
þetta Chopin?“ sagðir þú þegar
við spiluðum fallega tónlist fyrir
þig og oftast var svarið „já“.
Ég mun aldrei gleyma stund-
unum þar sem við sungum saman
uppáhaldslögin þín en þar deild-
um við sko sannarlega sama
áhuga á tónlist. Nú ertu komin til
afa Badda og sonar þíns sem and-
aðist stuttu eftir fæðingu, og viltu
vinsamlegast skila ástarkveðju til
þeirra. Ég er þakklát fyrir þitt
góða líf og þakklát fyrir að við
Imba gátum spilað fyrir þig uppá-
haldslagið þitt, Smávinir fagrir, í
sumar. Ég er þakklát fyrir að hafa
fagnað með þér 96 ára afmælinu
þínu síðastliðinn september. Ég er
þakklát fyrir gamlar minningar og
alla þína ást.
Þú verður alltaf mín besta vin-
kona og ég veit að þú hefðir viljað
kveðja mig, rétt eins og ég hefði
viljað kveðja þig.
Þín
Herdís Ágústa Linnet (Dísa).
Hún Imba, stóra systir mín, er
látin. Myndir minninganna birtast
mér, ein eftir aðra:
Pabbi okkar var prestur og í
nokkur ár bjuggum við á Hösk-
uldsstöðum á Skagaströnd og þar
var kirkja. Ég minnist þess þegar
Imba var 12 ára gömul og ég átta
ára. Þá fórum við báðar oft inn í
kirkju og lokuðum vel á eftir okk-
ur. Imba settist við orgelið og fór
að spila eitthvert dægurlag, sem
vinnukonurnar voru svo oft að
syngja við störfin sín. Við Imba
vorum búnar að læra textana og
sungum fullum hálsi með undir-
spili Imbu, hún söng millirödd og
lét mig um laglínuna. Ég man
hvað mér fannst gaman að fylgj-
ast með hvernig Imba dillaði öxl-
unum í takt.
Árin liðu og pabbi ákvað að
hætta prestskap til þess að gefa út
tímaritið Jörð, sem var hans hug-
sjón. Því fluttum við til Reykjavík-
ur haustið 1940. Þá geisaði önnur
heimsstyrjöldin og Ísland var her-
setið af Bretum. Í útjaðri Reykja-
víkur voru komnir margir her-
kampar og daglega var fjöldi
hermanna á göngu í miðbænum.
En lífið gekk sinn vanagang, ég
var orðin 14 ára og Imba 18. Hún
átti góða vinkonu sem var kölluð
Stína, og þær vinkonurnar fóru oft
á sunnudagseftirmiðdögum á
Borgina. Þá var þar sérstakt pró-
gramm á milli kl. 3 og 5, þar sem
danshljómsveit spilaði djass og
kaffigestir gátu dansað; – áfengi
var ekki veitt á þessum kaffitíma-
dansi.
Svo var það einhverju sinni, að
Stína gat ekki farið með Imbu í
þetta vinsæla sunnudagskaffi. Þá
sagði Imba systir við mig, að ég
væri svo fullorðinsleg, að ég gæti
vel komið með henni í staðinn fyrir
Stínu í sunnudagskaffið á Borg-
inni – það væri bara upplagt og
hún þyrfti bara að mála og púðra
mig, þá væri ég bara eins og 17 ára
stúlka. Ég sló til og fór með henni
á Borgina. Fyrst fórum við inn á
snyrtingu og þar málaði hún mig
og púðraði – og ef einhver spyrði
hvað ég væri gömul þá ætti ég hik-
laust að segja ég væri 17. Síðan
fórum við inn í borðsalinn, sett-
umst við tveggja manna borð og
pöntuðum okkur kaffi og kökur.
Djasstónlistin var á fullu og mikið
fjör á dansgólfinu. Herrarnir voru
bæði Íslendingar og amerískir off-
isérar.
Við vorum rétt byrjaðar á
kaffinu þegar okkur var boðið upp
í dans. Eftir þrjá dansa kom alltaf
smá pása og þá fylgdi dansherr-
ann okkur í sætið. Satt að segja
gekk okkur Imbu illa að ljúka við
að drekka kaffið okkar því okkur
var linnulaust boðið upp, ýmist af
íslenskum herrum eða amerísk-
um. Það sem meira var, þarna
lærðum við systur að dansa jitte-
buck.
Hún Imba systir mín var
skemmtileg og hugmyndarík
stóra systir. Hún var glæsileg og
falleg ung stúlka, há og grönn,
með dökkt og fallegt hár, augun
voru brún og tjáningarfull, þau
ljómuðu svo fallega á góðum
stundum. Margir ungir menn voru
hrifnir af Imbu, en hún var stolt
og vandlát og hélt þeim í hæfilegri
fjarlægð, þar til hinn ljúfi maður,
Bjarni Linnet, hreppti hnossið.
Nú hefur hún Imba systir mín
kvatt þennan heim og í mínum
huga er hún flogin yfir móðuna
miklu þar sem Bjarni og litli son-
urinn, sem lést í fæðingu, hafa tek-
ið fagnandi á móti henni.
Sigríður Björnsdóttir.
Ingibjörg Ragnheiður Björns-
dóttir (Imba frænka), föðursystir
okkar, hefur kvatt eftir langt og
gæfuríkt líf, 96 ára að aldri. Hún
var elst í hópi fimm systkina, en
þegar eru látnir bræðurnir Vigfús
(Viddi) og Oddur. Imba var ein-
stök kona og hefði Beta, móðir
okkar og mágkona Imbu, fengið
að lýsa henni með nokkrum orðum
hefðu þau verið þessi; sætust, blíð-
ust og best. Við börn Vidda og
Betu gerum þessi orð að okkar.
Allir sem þekktu Imbu frænku
sáu og vissu að þar fór kona sem
bjó yfir miklum persónutöfrum.
Hún var kvenna fríðust, glettin,
húmoristi, hlý og hógvær á sinn
einstaka hátt.
Daggir falla, dagsól alla
kveður, en mig kallar
einhver þrá yfir
fjallaveldin blá.
(Hulda)
Góða ferð til Sumarlandsins
elsku Imba frænka, en þar verður
ástvinafögnuður þar sem Bjarni,
Viddi, Oddur, afi og amma taka á
móti þér.
Innilegar samúðarkveðjur
elsku Hanna Gurra, Ragnheiður
og fjölskyldur,
Fyrir hönd systkinanna,
Ingibjörg Ragnheiður og
Guðríður Elísa Vigfúsdætur.
Ingibjörg Ragn-
heiður Björnsdóttir