Morgunblaðið - 14.01.2022, Page 17

Morgunblaðið - 14.01.2022, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 „Svo glettin, spaugsöm og spræk“ eru bernskuminningarnar af Ingibjörgu móðursystur minni, eða Imbu töntu eins og hún kenndi mér að kalla sig. Þær fyrstu frá Hálsi í Fnjóskadal upp úr miðri síðustu öld. Há og spengileg söng hún í kórnum ásamt systkinum sínum í þá nær 100 ára gamalli kirkjunni, og afi messaði. Klædd eftir nýjasta móð, ilmandi af púðri með þverklippt hár og snyrtitask- an auðvitað ekki langt undan. Mér fannst hún bæði falleg og skemmti- leg. Svo var hún mér svo góð. Hér í spariskúffu liggur saman- brotið koddaver með blúndu og bleikum útsaumi. Fíngert mynstur af teikningu úr Hannyrðaverzlun Ragnheiðar O. Björnsson eða búð- inni hennar Öddu frænku, sem Imba mín saumaði út og gaf mér nýfæddri. Það var gleðistund hjá okkur á Hrafnistu nú í haust að skoða saman þetta fallega ver meira en sjötíu árum síðar. Verið sem ég barn að aldri fékk að sofa við á tyllidögum. Reyndar kom Imba einnig við sögu aðeins fyrr, eða strax heima hjá Öddu frænku föðursystur sinni í Höphnershúsi á Akureyri, þegar undirrituð leit þar dagsins ljós og píanóstillirinn flúði aðstæður. Adda frænka var græn- keri eins og sagt er í dag, og hafði einlæga trú á töfrum náttúrulækn- ingastefnunnar. Svo næstu misser- in glímdu þær svolítið þessar elsk- ur, Adda frænka og Imba mín, um hvað barnið ætti að fá á pelann – mjólkurdreitil eða spínatseyði með hunangi. En Reykjavík bíður og elsku afi og amma flytja suður. Mörg voru kaffiboðin á Lynghaganum sem þá var nýbyggður, og ekki verra þeg- ar Imba frænka kom líka. Hún spáði nefnilega í bolla. Með geisl- andi brúnu augun sín og kankvís á svip lýsti hún því sem þar var að sjá og gestirnir vildu heyra, sem oftar en ekki var um fjallmyndar- lega menn, trúlofunarhringi og ferðalög. Spána innsiglaði Imba svo með því sem í botninum lá. Varla brást að þar leyndust tvö tif- andi hjörtu. Nokkru síðar er Bjarni Linnet mættur, galvaskur og gamansam- ur og með honum í för þau calypsó og hey mambó. Já, öll sú dásam- lega suðurameríska fjölskylda; tónlist sem lagði heiminn að fótum sér á þeim árum. En fyrr en varir er áratugur lið- inn og unglingsstelpan fær að fara til stuttrar dvalar með þeim Imbu, Bjarna og dætrunum Hönnu Gurru og Ragnheiði austur að Eg- ilsstöðum þar sem Bjarni er póst- og símstöðvarstjóri. Á leiðinni gist- um við hjá elsku Öddu frænku í Innbænum á Akureyri, þar sem henni og Imbu kom saman um að leyfa ungu dömunni að fara í Sjall- ann, þótt viðmiðunaraldri væri strangt til tekið ekki náð. Löngu síðar mátti árum saman reiða sig á veislurnar annan í jólum fyrir systkini Ingibjargar og fjöl- skyldur þeirra sunnan heiða. Borð- ið svignaði undan heitu súkkulaði og girnilegum kræsingum. Segja má að Imba hafi þannig haldið ut- an um stórfjölskylduna og við náð að taka a.m.k. árvissa stöðu hvert á öðru. Það húmar að kveldi. Fyrir hug- skotssjónum sé ég Imbu mína þrotna að kröftum senda mér síð- asta fingurkossinn. Þau smábörn sem lítið og ekkert hafa af foreldr- um sínum að segja eru lánsöm að eiga góða að. Og það átti ég. Elsku Imbu töntu mína kveð ég með hjartans þakklæti. Guðríður Adda Ragnarsdóttir. Takk, elsku Imba. Fyrir allar gistinæturnar og góðu dagana sem ég fékk að njóta á heimili ykkar Bjarna þegar ég var barn. Takk fyrir að leyfa mér að koma flestar helgar og svo oft þegar ég átti frí frá skóla. Takk fyrir að fá að drekka spur með lakkrísröri og baka pönnsur með stelpunum. Takk fyrir að leyfa mér að vera hjá ykkur. Elsku Imba. Þín elskandi systurdóttir, Vera. ✝ Margrét Guð- jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 19. ágúst 1932. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 4. janúar 2022. Foreldrar Mar- grétar voru Guð- jón Runólfsson, bókbandsmeistari á Landsbókasafn- inu, fæddur í Reykjavík 9. júlí 1907, dáinn 16. september 1999 og Kristín María Gísla- dóttir húsmóðir, fædd á Eski- firði 1. september 1909, dáin 31. ágúst 1972. Bræður Margrétar voru Gísli Hauksteinn, fæddur 12. júlí 1931, dáinn 12. mars 2006 og Runólfur, fæddur 13. nóv- ember 1935, dáinn 12. desem- ber 2019. Margrét giftist eiginmanni sínum, Herði Ágústssyni, 22. ágúst 1953, frá Vest- mannaeyjum, fæddur 22. ágúst 1932, dáinn 22. febrúar 2008. Foreldrar Harðar voru Ágúst Bjarnason gjaldkeri, Brink, Bjarni Snær og Andri Már. 6. María, fædd 1972, maki Siggeir Kolbeinsson, börn þeirra eru Rebekka Rún, Aníta Ýr og Atli Kolbeinn. Langömmubörnin eru 21. Margrét og Hörður tóku að sér fósturbarn, Unni M. Frið- riksdóttur, f. 6 september 1967, d. 25. febrúar 2013. Margrét ólst upp í Reykja- vík fyrstu árin á Bergstaða- stræti 60 og síðar í Meðalholti 7. Hún gekk í Austurbæj- arskóla síðan í Gagnfræða- skóla Ingimars. Eftir skóla- göngu fór Margrét að vinna hjá föður sínum á Lands- bókasafninu og vann þar til 1953. Margrét og Hörður fluttu til Vestmannaeyja og byggðu hús á Túngötu 21. Margrét var húsmóðir sín fyrstu hjúskaparár. Árið 1964 flutti fjölskyldan til Reykjavík- ur. Margrét aðstoðaði föður sinn við bókhald til fjölda ára, síðar hóf hún störf í Breið- holtsbakaríi og starfaði þar í 17 ár. Útför Margrétar fer fram í dag, 14. janúar 2022, klukkan 13 frá Seljakirkju. Í ljósi aðstæðna verða að- eins nánustu ættingjar og vin- ir viðstaddir útför. Streymi á www.seljakirkja.is www.mbl.is/andlat fæddur 18. ágúst 1910, dáinn 3. jan- úar 1993 og Fann- ey Jónsdóttir hús- móðir, fædd 29. janúar 1913, dáin 31. júlí 1940. Fóst- urmóðir Harðar var Aðalheiður Árnadóttir hús- móðir, fædd 7. janúar 1913, dáin 20. október 1987. Uppeldissystkini Harðar voru Birgir og Íris Sigurðarbörn og eru þau bæði látin. Börn Margrétar og Harðar eru: 1. Guðjón, fæddur 1953, maki Hrönn Ólafsdóttir, dætur þeirra eru Margrét og El- ísabet Maren. 2. Ágúst, fædd- ur 1955, maki Bryndís Guð- jónsdóttir, börn þeirra eru Hörður, Guðjón Ingi og Eva Ingibjörg. 3. Bjarni, fæddur 1957. 4. Hilmar, fæddur 1960, maki Laila Ingvarsdóttir, börn Hilmars eru Anna Heidi, Sara Fanney og Hilmar Benedikt. 5. Fanney, fædd 1967, maki Guð- mundur Már Þorvarðarson, börn þeirra eru Kristín María Elsku yndislega mamma okk- ar, við kveðjum þig með sorg í hjarta. Við rifjum upp góðar minningar frá Vestmannaeyjum, bílferðir og ferðalög um landið. Góðu stundirnar okkar allra saman á Þingvöllum. Kaffihúsaferðirnar í seinni tíð. Við munum sakna þess að sitja með þér við eldhúsborðið, spjalla, hlæja og gráta. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, áttir réttu svörin við öllu. Börnin okkar og vinir okkar allra leituðu ráða hjá þér og allt- af varstu reiðubúin að hlusta og gefa réttu ráðin. Þú varst kletturinn okkar. Minning þín mun lifa um ókomna tíð í hjörtum okkar allra. Takk fyrir allt, elsku mamma. Við brottför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. Og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannesdóttir) Fyrir hönd okkar systkin- anna, Guðjón. Elsku besta mamma mín, ekki átti ég von á því að þurfa að kveðja þig svona snemma. Þegar ég talaði við þig á nýársdag átti ég ekki von á að það væri okkar síðasta samtal. Að fá símtalið og vera staddur erlendis svo fjarri þér var afskaplega erfitt og óraunverulegt. Ég er samt þakklátur fyrir það að þú fékkst að fara í svefni eins og þú vildir á þínu fallega heimili og þú þjáðist ekki. Ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér og nú eruð þið sam- einuð á ný. Mikið er ég þér þakklátur fyr- ir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig alla tíð, því betri mömmu er vart hægt að hugsa sér. Það sem við systkinin vor- um heppin og allir okkar vinir líka. Vinir mínir tala enn um mömmu Maggý og við vinirnir úr Breiðholtinu eigum þér svo margt að þakka. Alltaf var hægt að leita til þín og fá ráð við öllu og allir velkomnir í kaffispjall og jafnvel spádóm. Minningarnar eru margar og góðar, Vestmannaeyjar, Mikla- brautin, Unufellið, Mosfellsbær, Þingvellir og öll jólaboðin. Árin í Vestmannaeyjum eru mér mjög kær, en þar fæddist ég og þú hélst að þú ættir von á drauma- stúlkunni en fékkst fjórða peyj- ann. Þú grínaðist með það og kallaðir mig Dimmalimm. Það hefur ekki verið auðvelt að ala upp fjóra kraftmikla peyja en þú leystir það verkefni vel eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Alltaf var matur á réttum tíma en oftar en ekki mættum við bræður seint og illa og ástæðan oftast fótboltinn. Draumastúlk- urnar urðu svo tvær eftir að við fluttum á Miklubrautina. Þá vor- um við orðin sex systkinin og mikið fjör á heimilinu. Alltaf varstu samt svo þolinmóð, hjálp- söm og hvetjandi og studdir okk- ur systkinin í öllu sem við gerð- um. Takk elsku mamma mín fyrir öll árin okkar saman, takk fyrir að vera einstök amma fyrir börn- in mín og barnabörn, takk fyrir að vera mamma mín. Þinn sonur, Hilmar Harðarson. Yndislega fallega mamma mín, fyrirmyndin mín og mín besta vinkona, sem fékk það hlutverk að ala mig í þennan heim og ég er endalaust þakklát fyrir, er farin frá mér. Mamma bar alla tíð hag minn og fjölskyldunnar minnar fyrir brjósti sama hvað. Hún var mín besta vinkona og gat ég alltaf leitað til hennar þegar mig vant- aði einhvern til að samgleðjast mér, finna til með mér, vera öxl til að gráta á eða hvað sem var. Mamma, ég mun sakna hlýja faðmsins þíns, brossins þíns og allra stundanna sem ég og fjöl- skylda mín fengum að njóta með þér til þinnar síðustu stundar. Það voru forréttindi fyrir okkur að fá að njóta þín öll þessi ár, elsku besta mamma mín. Ég græt og hjartað mitt græt- ur, brotið af söknuði en ég verð alltaf þakklát fyrir þig, elsku mamma. Takk fyrir mig og allt sem við áttum saman, elsku besta, yndislega og fallega mamma mín. Ég elska þig alltaf. Þín dóttir, María (Maja). Elsku hjartans mamma mín, hvernig fer ég að án þín? Hjarta mitt er í molum. Allt er svo tóm- legt án þín og óraunverulegt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Endalausar fallegar minningar koma upp í hugann eins og samvera okkar í bústaðn- um á Þingvöllum, þar sem þið pabbi elskuðuð að vera öllum stundum. Heimsókn þín til mín þegar ég var í námi í Florida. Þegar þú komst með mér í langa vinnuferð til Baltimore þar sem við keyptum jólagjafir og nutum okkar. Þú ég og Maja að hafa gaman saman í Boston, kaffi- húsaferðirnar okkar og margt margt fleira. Þú varst ein mikilvægasta manneskjan í lífi mínu og mín besta vinkona. Þú varst mín stoð og stytta í gegnum allt, þú gafst bestu ráðin og varst alltaf til staðar. Þú kenndir mér svo ótal- margt, fyrir það verð ég ævin- lega þakklát. Þú varst sann- gjörn, heiðarleg, þolinmóð, einlæg og hjartahlý. Þú sást allt- af það jákvæða í öllu fólki. Þú varst elskuð og þú elskaðir skil- yrðislaust. Börnin mín gátu ekki fengið betri ömmu en þig. Ég hefði ekki getað fengið betri mömmu en þig. Ég mun sakna þess að koma til þín í kaffi og spjall. Ég mun sakna þess að faðma þig og finna hlýju þína. Ég er svo þakklát fyrir okkar tíma saman elsku besta fallega mamma mín. Ég elska þig og sakna óendanlega mikið. Þín dóttir Fanney. Elsku Maggý. Það var alveg sama við hvaða tilefni eða að- stæður við hittumst, alltaf áttum við gott spjall og skipti þá engu máli um hvað. Þú varst vel að þér um margt ef hreinlega ekki allt, það sann- aði sig yfirleitt best þegar Trivial Pursuit var spilað, þá iðaðirðu í skinninu að svara, í öllum flokk- um, þegar aðrir vissu ekki svar- ið. Þú sýndir öðru fólki einlægan áhuga, eitt af þínum einkennum svo sannarlega, þessi einlægni. Það sem stendur mér alltaf efst í huga er það hvað þú barst alltaf hag annarra fyrir brjósti, alltaf spurðirðu um hvernig gengi, í vinnunni eða við önnur verkefni sem var verið að eiga við hverju sinni. „Hvað segja strákarnir, en Kristín (ömmubörnin)?“ voru al- gengar spurningar. Ég hefði svo sannarlega kosið að eiga mögu- leika á fleiri samtölum við eld- húsborðið hjá þér yfir kaffibolla og því kruðeríi sem á borðum var hverju sinni. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við öll feng- um með þér. Í dag kveð ég tengdamóður og góðan vin. Þinn tengdasonur, Guðmundur. Elsku amma Maggý. Við vissum öll að einn daginn myndir þú kveðja, en svona óvænt áttum við ekki von á. Þú hefðir orðið 90 ára í ágúst. Við vorum heppin að fá mörg ár af hlýjum faðmi, góðum ráð- um, sögum og endalaust af fal- legum minningum, hver einasta svo dýrmæt. Tíminn sem við átt- um með þér og afa á Þingvöllum og í Unufellinu standa upp úr sem og jóladagur þegar við hitt- umst öll stórfjölskyldan og borð- uðum saman hangikjöt, uppstúf og rófustöppuna frægu. Elsku amma, þú varst einstök og glæsileg kona, eins og allir vita sem voru svo lánsamir að kynnast þér, þú varst hvetjandi, ákveðin, en umhyggja, jákvæðni og örlæti voru þín aðalsmerki. Aldrei heyrðum við þig tala illa um nokkurn mann. Þannig manneskja varstu, alltaf sástu það góða í fólki. Þú varst afar listræn, málaðir og föndraðir og við svo heppin að fá að gjöf frá þér á hverjum jól- um, jólaskrautið sem er okkur svo dýrmætt. Jólasveinarnir sem skreyta heimili okkar systkin- anna hver jól og hafa gert í mörg ár. Alltaf gafstu þér tíma fyrir spjall og sýndir okkur barna- börnunum og barnabarnabörn- unum mikinn áhuga, þakklæti var þér ofarlega í huga, þú tal- aðir mikið um hversu heppin þú værir með afkomendur og hversu rík þú værir. Núna ertu komin í faðm afa og þið dansið saman eins og daginn sem þið kynntust. Við elskum þig og söknum þín meira en orð fá lýst. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Þín barnabörn, Anna Heidi Hilmarsdóttir, Sara Fanney Hilmarsdóttir, Hilmar Benedikt Hilmarsson. Elsku amma okkar. Við viss- um alltaf að þessi dagur rynni upp en við vorum svo engan veg- inn tilbúin til að kveðja þig. Við hlýjum okkur þó við þá tilhugsun að þú hafir loksins fengið að hitta afa aftur, kysstu hann frá okkur. Það hafa svo sannarlega verið forréttindi að fá að alast upp með þér, búa með þér og læra af þér seinustu 20 árin. Það verður erf- itt að venjast því að hafa þig ekki niðri, aðeins nokkrum þrepum frá okkur, þar sem við gátum alltaf komið þegar eitthvað var að, ef okkur langaði að spjalla eða vantaði hlýtt faðmlag. Við erum svo þakklát fyrir all- ar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Allar ferðirnar upp í sumarbústaðinn á Þingvöllum, þar sem við áttum margar okkar bestu stundir. Við getum enn séð þig fyrir okkur sitjandi úti á palli, þar sem þú baðaðir þig í sólinni og horfðir út á fallegu Sandey. Öll jólin sem við áttum saman. Þeim munum við aldrei gleyma. Það var þér svo mikilvægt að setjast til borðs á slaginu sex og hlusta á Hallgrímskirkjuklukk- urnar hringja inn jólin. Þannig áttu jólin líka að vera. Þú leyfðir okkur líka alltaf að taka þátt í matseldinni og hafðir svo gaman af, elsku amma. Við biðum alltaf svo spennt eftir jólaballinu í Oddfellow, þar sem þú dansaðir með okkur í kringum jólatréð og söngst há- stöfum með jólalögunum. Þú varst svo mikið jólabarn, elsku amma. Allar dásamlegu minningarn- ar okkar saman munum við ávallt geyma í hjarta okkar. Elsku amma, takk fyrir að deila með okkur viskunni sem þú bjóst yfir, skoðunum þínum, sög- unum og öllum góðu ráðunum sem þú hafðir. Takk fyrir að elska okkur og taka okkur eins og við erum. Kem ég nú að kistu þinni, kæra amma mín, mér í huga innst er inni ástarþökk til þín. Allt frá fyrstu æskustundum átti ég skjól hjá þér, í þínu húsi þar sem við undum, þá var afi líka hér. Kem ég nú að kveðja ömmu, klökkvi í huga býr. Hjartans þökk frá mér og mömmu, minning lifir skýr. Vertu sæl í huldum heimi. Horfnir vinir fagna hljótt. Laus við þrautir, Guð þig geymi. Góða amma, sofðu rótt. (Helga Guðm.) Við munum sakna þín svo, elsku amma. Við vitum að þér líður vel núna, þó svo að við hefð- um viljað fá meiri tíma með þér. Við munum hittast aftur seinna og þangað til munum við varð- veita það sem þú veittir okkur í gegnum lífið. Við elskum þig svo heitt, amma okkar. Þín barnabörn, Rebekka Rún, Aníta Ýr og Atli Kolbeinn. Elsku amma Maggý, það var alltaf svo skemmtilegt að koma í heimsókn til þín og þú áttir alltaf eitthvað gott handa okkur. Þú varst alltaf svo hress, blíð og góð. Þú þreyttist aldrei á að tala við okkur og spurðir alltaf um allt sem við vorum að gera. Við vild- um óska þess að við hefðum haft lengri tíma með þér og við mun- um sérstaklega sakna þín þegar við höldum upp á 13 ára afmælið okkar. Við elskum þig elsku besta amma Maggý. Þínir Bjarni Snær og Andri Már. Elsku fallega amma mín, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Ég er svo þakklát fyrir tím- ann sem ég átti með þér og er svo þakklát fyrir að hafa átt svona hjartahlýja og góða ömmu eins og þig. Þú varst alveg ein- stök kona, svo sterk, dugleg, svo falleg og alltaf góð við alla. Ég lít svo mikið upp til þín af því ég gat alltaf leitað til þín og þú gafst mér alltaf bestu ráðin. Það er sárt að hugsa til þess að ég þurfi að halda stúdentsveisluna mína án þín þar sem ég veit hvað þú varst spennt að koma og fagna með mér. En ég veit þó að þú verður með mér í anda og skálar með okkur. Ég mun alltaf varðveita minn- ingarnar sem við eigum saman, það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín og spjalla um líf- ið og tilveruna, og aldrei brást það að þú bauðst manni úrval af kexkökum. Það er svo margt meira sem ég vildi tala við þig um og upplifa með þér áður en þú fórst. Það bíður þangað til ég sé þig næst, elsku amma mín. Ég elska þig og sakna þín endalaust. Þín Kristín María. Margrét Guðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma, við mun sakna þín rosa mikið. Það var alltaf svo gaman að fara í heimsókn til þín og það fyrsta sem þú gerðir var að fara beint í nammiskápinn að ná í prins póló, horfðir svo á pabba og sagðir: „Ég ræð hér!“ Matthildur Eva og Hrafnhildur Lilja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.