Morgunblaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 18
✝
Meinert Jó-
hannes Nilssen
var fæddur 23.
ágúst 1922 í Lopra á
Suðurey í Fær-
eyjum. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 6. jan-
úar 2022.
Foreldrar hans
voru Julianna Maria
Midjord, f. 8.9. 1894,
póstmeistari í
Lopra, d. 6.5. 1973, af færeyskum
ættum og Jóhannes Nilsen Feen,
f. 5.5. 1873 sem lengst af stjórn-
aði hvalveiðistöð í Lopra, d. 7.3.
1959, var af norskum og sænsk-
um ættum. Meinert var fjórði í
röð tíu barna þeirra hjóna. Systk-
in Meinerts samfeðra voru fimm
sem faðir hans átti með fyrri eig-
inkonu sinni. Á lífi af systk-
inahópnum er Viggo Thorbjörn.
Meinert heillaðist snemma af
öllu sem sneri að sjónum og því
sem honum tengdist. Þegar hann
hafði aldur til fór hann elta föður
sinn í hvalveiðistöðina og að
sækja með honum á sjóinn.
Skólagangan litaðist því mikið af
þessum mikla áhuga hans þar
sem sjórinn átti hug hans allan.
Meinert fékk ungur sinn eigin
dórssyni árið 1964 á tveimur ver-
tíðum og voru þá veidd 1.200
tonn og sá hann um verkunina
frá a-ö. Einnig var hann verk-
stjóri hjá Saltveri um tíma sem
og hjá Jóni Sæmundssyni. Frá
árunum 1970 til 1972 starfaði
hann hjá Garðari í Koti og sá
m.a. um allt launabókhald. Hjá
Karvel Ögmundssyni útgerð-
armanni starfaði hann einnig við
ýmis störf. Meinert átti og rak
vörubifreið í mörg ár á Vörubíla-
stöð Keflavíkur. Lengst starfaði
hann sem hafnarvörður í Njarð-
vík frá árunum 1972 til 1992 en
lét þá af störfum vegna aldurs.
Færeyingar á Suðurnesjum
leituðu mikið til Meinerts og
reyndi hann að greiða úr málum
þeirra eins vel og hann gat og
segja má að heimili þeirra hjóna
hafi verið umboðsskrifstofa Fær-
eyinga í áratugi. Meinert var
einn af stofnendum Hjálpar-
sveitar skáta í Njarðvík og starf-
aði þar í mörg ár.
Meinert gerði út smábáta hér
landi frá árinu 1964 meðfram
annarri vinnu, allt fram á síðasta
ár. Hann var sæmdur heiðurs-
merki af norska hernum á síð-
asta ári fyrir framlag sitt á
stríðsárunum.
Vegna aðstæðna fer útförin
fram með nánustu aðstand-
endum frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
í dag, 14. janúar 2022, klukkan
13.
Athöfninni verður streymt á
www.facebook.com/groups/meinert
bát en fór síðan að
sigla um heimsins
höf á ýmsum gerð-
um af skipum.
Árið 1947 var
Meinert staddur í
Njarðvík þar sem
hann kynntist eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Gyðu Eiríks-
dóttur, f. 27.4. 1930.
Foreldrar hennar
voru Eiríkur Þor-
steinsson, f. 1898, d. 1986 og
Árný Ólafsdóttir, f. 1900, d.
1984. Gengu þau í hjónaband 1.
maí 1948. Börn þeirra eru: 1)
Erna, f. 1948, gift Unnari Má
Magnússyni, f. 1949, 2) Júlíanna
María, f. 1949, fyrrverandi maki
Einar Guðberg Björnsson, f.
1949, 3) Gyða Minný, f. 1951, gift
Sigfúsi Kristvin Magnússyni, f.
1950, 4) Eiríkur Arnar, f. 1951 en
hann er tvíburi við Gyðu Minný.
Langafabörnin eru 12, langa-
langafabörnin eru 27 og langa-
langalangafabörnin eru 7.
Meinert hóf að stunda sjó-
mennsku á Íslandi eftir að hann
og Gyða hófu búskap og þá að-
allega á bátum úr Njarðvík og
Keflavík. Hann stundaði útgerð
og fiskverkun með Gísla Hall-
Það eru forréttindi að hafa
fengið að hafa pabba hjá okkur
hjónum síðustu mánuðina. Hann
var einstaklega minnugur og
góður sögumaður og sagði meðal
annars sögur frá því að hann
sigldi á skipum í stríðinu. Hann
var alveg sérstaklega skapgóður
og þægilegur og vildi ekki láta
hafa mikið fyrir sér. Á hverjum
einasta morgni þegar við vökn-
uðum sagði hann: Nú fáum við
okkur lýsi, og á hverju kvöldi
bauð hann góða nótt og þakkaði
fyrir daginn. Hann vildi halda
sér í formi, gerði æfingar í
skúrnum og inni þegar hann
horfði á sjónvarpið. Harmon-
ikkutónlist var honum kær og
styttum við okkur stundir með
því að hlusta á og dansa við hana.
Pabbi var yndislegur, ljúfur
og mikill karakter. Hann var líka
gjafmildur og einstaklega hjálp-
samur.
Þegar hann fór að veiða í mat-
inn á bátnum sínum, nutu margir
góðs af. Hann vildi einnig láta
gott af sér leiða og var einn af
fjórum stofnendum Hjáparsveit-
ar skáta í Njarðvík.
Ég man að þegar við vorum
yngri fóru mamma og pabbi með
okkur í ferðalag á sumrin, með
boddý á vörubílnum. Við systk-
inin sváfum í honum, en mamma
og pabbi í tveggja manna tjaldi.
Það voru mjög skemmtilegar og
eftirminnilegar ferðir. Þegar
hann vann á vörubílastöðinni fór
ég líka oft með honum.
Það voru ógleymanlegir tímar
þegar við Sigfús fórum í ferðalag
til Færeyja með mömmu og
pabba. Við gistum í litla húsinu
sem pabbi ólst upp í. Það var
gaman að hitta allt frændfólkið,
sem er einstaklega gestrisið. Við
komum á eftir þeim til Færeyja
en þau sóttu okkur í ferjuna í
Vaagi og þaðan keyrðum við til
Lopra. Þegar við vorum að koma
upp hæðina fyrir ofan Lopra
biðjum við pabba að stoppa bíl-
inn. Ég opna skottið og næ í hólk
sem karlinn hélt að væri veiði-
stöng. En þar var íslenski fáninn
og við héldum honum út um
gluggann og veifuðum, svo allir
vissu að þarna væru Íslending-
arnir á ferð. Fólk kom út úr hús-
um sínum til að taka á móti okk-
ur. Síðan var fáninn settur á litla
húsið. Á morgnana þegar við
vöknuðum settum við fánann út
og þá vissu allir að við værum
komin á fætur. Livia frænka
jóðlaði eða jóddladi eins og hún
kallaði það og Sigfús jóðlaði á
móti, þá var kátt í Lopra.
Elsku pabbi, ég þakka fyrir
yndislegar stundir og allt sem þú
hefur gert fyrir okkur, þín verð-
ur sárt saknað.
Guð geymi þig.
Ég elska þig, þín dóttir,
Minný.
Í dag kveðjum við einstakan
mann, þegar ég minnist kærs
tengdaföður míns þá hugsa ég
meðal annars til veiðiferða okkar
saman. Ein var farin djúpt norð-
ur af Garðskaga einn daginn á
Glími, báturinn var 2,2 tonn að
stærð og fórum við tveir saman
snemma dags og lentum strax í
mokfiskiríi. Stór var fiskurinn,
klukkan fjögur vorum við búnir
að fylla bátinn og setja fisk í
ruslapoka sem geymdur var
frammi í stýrishúsi. Þegar kall-
inn tekur svo veðrið fyrir heim-
för var vitlausu veðri spáð. „Við
verðum að hætta,“ segir hann og
við pökkum saman með yfirfull-
an bátinn. Þegar heim var komið
var 3,2 tonnum landað upp úr
bátnum. Önnur veiðiferð var far-
in skömmu síðar á sömu slóðir og
var þá tæpum 3 tonnum landað
af 2,2 tonna trillu.
Kringum árið 1980 fórum við
tveir á lúðuveiðar út af Garð-
skaga og fengum sex stykki,
stærsta var 130 kg og var mikil
atgangur við að koma þeim um
borð. Þegar minn maður ætlaði
að krækja í enn eina vildi ekki
betur til en svo að þessi stærðar
krókur lenti í lunningunni og sat
þar pikkfastur, allt fór vel því há-
setanum var kennt um!
Eitt sinn fórum við út í Garð
til að laga kennileiti. Kirkjuhóll
var það, en hann sást illa frá sjó
og vildi kallinn hækka hann örlít-
ið. Úr varð að gömul þvottavél
var sett upp á hólinn og var kall-
inn ánægður með gjörninginn.
Þegar Meinert sótti Færeyjar
heim til að hitta vini og ættingja
hafði hann yfirleitt með sér
ýmiskonar lyf sér til handar-
gagns. En hann bar nafnbótina
doktor Nilssen í sínum heima-
högum þar sem hann hafði oftast
svör við veikindum fólks.
Á stríðsárunum sigldi Meinert
á skútu fyrir norska herinn sem
sigldi meðal annars til Banda-
ríkjanna. Var hann sæmdur
heiðursmerki árið 2020 vegna
framlags síns á stríðsárunum
sem eini eftirlifandi hásetinn.
Um þennan góða mann má
segja að hann var ávallt hress og
kátur og ekki síður blíður, með
góða nærveru, trúaður, mikil fé-
lagsvera og húmoristi. Hann var
stoltur af sínu fólki, dansmaður
góður og var síðast með dans-
sýningu 90 ára gamall. Hann var
sögumaður mikill og margir
brandarar fuku á norsku, fær-
eysku og íslensku og ekki má
gleyma hve mikil aflakló hann
var. Blessuð sé minning hans.
Takk fyrir samfylgdina, mikli
meistari.
Þinn tengdasonur,
Unnar Már.
Elsku hjartans afi minn,
Þegar ég hugsa tilbaka er ég
svo þakklát fyrir að hafa gefið
mér tíma og komið eins oft og ég
gat í heimsókn til ykkar ömmu.
Frá því ég fékk bílprófið lá leið
mín oftar en ekki til ykkar og
alltaf tók opinn faðmur á móti
mér, sögur frá den tid og að
sjálfsögðu ferskur fiskur eða
kökuhlaðborð. Aldrei virtist ég
borða nóg því í hvert sinn var ég
spurð; ætlarðu ekki að fá þér
meira?
Sonur minn hefur einnig verið
það lánsamur að kynnast ykkur
ömmu og hefur notið góðs af
samverunni. Í hjarta okkar sitja
eftir allar ævintýrasögurnar sem
þið hafið deilt með okkur og ykk-
ar hlýja nærvera. Þú sagðir okk-
ur sögur af uppvexti þínum í
Færeyjum, prakkarastrikum á
bryggjunni, frá því þegar þú
ungur að árum byrjaðir á sjónum
með pabba þínum, frá siglingum
í stríðinu og þ.á m. til New York.
Einnig lýstir þú tímanum í hval-
stöðinni, sagðir okkur frá húsinu
ykkar í Lopra og ferðalögum
ykkar fjölskyldunnar á trukkn-
um, eru eftirminnilegar sögur
sem aldrei gleymast. Alltaf hafð-
ir þú svo í handraðanum vísur á
færeysku og norsku sem þú fórst
með yfir kaffibollanum.
Ég man þegar þú kenndir mér
faðir vorið áður en ég fór að sofa
og oftar en ekki minntir þú okk-
ur á að taka lýsi og áttir ávallt
góð ráð við því að græða þau sár
sem við hlutum í ævintýrum okk-
ar. Þegar útidyrnar ykkar voru
opnaðar og hljómar heyrðust frá
nikkunni þinni, þá ljómaðirðu og
þá var extra gott að koma í heim-
sókn. Fram á hinsta dag naust
þú tónlistarinnar.
Þú hugsaðir alltaf vel um
heilsuna, varst harðduglegur í
allri vinnu og jákvæðni ein-
kenndi þig ætíð. Það er svo sann-
arlega gott veganesti fyrir mig
og Ísak Má út í lífið. Sjómennsk-
an átti hug þinn allan og er ég
óendanlega þakklát fyrir að hafa
getað farið með þér á Svölunni
þinni og upplifað þig á þínum
heimavelli.
Ég gæti haldið áfram en mun
minnast þín og hugsa til stóra
hlýja faðmsins þíns, einlæga
brossins, vísnanna þinna og
harmonikkugleðinnar. Þessara
stunda verður ávallt sárt saknað.
Takk fyrir ómælda gleði, sam-
fylgd og ljúfar samverustundir,
elsku afi.
Elskum þig.
Þín
Birgitta og Ísak Már.
Elsku besti afi minn.
Ég er búin að kvíða fyrir þess-
ari stundu í langan tíma og ég á
eftir að sakna þín svo mikið.
Þú varst besti afi og besti vin-
ur sem nokkur getur hugsað sér.
Ég er svo þakklát fyrir allar
góðu minningarnar og stundirn-
ar okkar saman. Frá því að ég
var lítil stúlka vildi ég gera allt
eins og þú. Þú varst örvhentur
en ég rétthent en ég var og ber
enn úrið mitt á sömu hendi og
þú, ég reyndi að borða og skrifa
með vinstri líka. Ég elti þig eins
og skugginn um allt. Ég elskaði
að vera niður á höfn þegar þú
varst að vinna og beið þín í
glugganum á skúrnum þegar
veðrið var vont og þú vildir ekki
að ég væri á bryggjunni. Ég svaf
líka uppi í hjá ykkur ömmu fram
eftir aldri og þið breidduð yfir
mig helming og helming af
sængunum ykkar og við hlust-
uðum á veðurfréttirnar áður en
við sofnuðum.
Þú kenndir mér að fara með
bænirnar mínar á hverju kvöldi
og þess verð ég ævinlega þakk-
lát.
Þið amma voruð alltaf til stað-
ar fyrir mig og ég er svo þakklát
Guði að hafa gefið mér bestu afa
og ömmu sem nokkur getur
hugsað sér.
Ég elska þig af öllu mínu
hjarta elsku besti afi minn og þú
verður ávallt í hjarta mínu.
Megi Guð og englarnir geyma
þig þangað til við hittumst að
nýju.
Þín
Kolbrún.
Meinert Jóhannes
Nilssen
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
Elskuleg eiginkona mín, mamma,
tengdamamma, amma og langamma,
SVANHILDUR H. SIGURFINNSDÓTTIR,
Lilla,
lést á Landspítala 31. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Grímur Davíðsson
Sigurgeir Grímsson Hlíf Halldórsdóttir
Margrét Sigrún Grímsdóttir Erlendur Sigurður Sigurjóns.
Sigurfinnur Óskar Grímsson Inga Katrín Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGA GUÐLAUG TRYGGVADÓTTIR,
Eikarlundi 23, Akureyri,
lést fimmtudaginn 6. janúar á Beykihlíð,
Akureyri. Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 21. janúar klukkan 13.
Gestir þurfa að framvísa hraðprófi ekki eldra en 48 klst.
Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Blóm og kransar
vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Ingu er bent á
Krabbameinsfélagið. Þökkum starfsfólki Beykihlíðar fyrir
kærleiksríka umönnun.
Friðfinnur Steindór Pálsson
Ólafur Tryggvi Friðfinnsson Ásta Sólveig Albertsdóttir
Herdís Anna Friðfinnsdóttir Jóhann Oddgeirsson
Erna Rún Friðfinnsdóttir Kristinn Hólm Ásmundsson
ömmu- og langömmubörn
Elskulegur sonur minn og bróðir okkar,
KOLBEINN HLYNUR TÓMASSON
fv. sjómaður,
Þóroddsstöðum, Ölfusi,
lést á heimili sínu laugardaginn 8. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Tómas Jónsson
Kristbjörn Hjalti Tómasson
Sigríður Hulda Tómasdóttir
Jón Heimir Tómasson
Berglind Tómasdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
PÉTURS JÓNSSONAR
vörubílstjóra á Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Grænuhlíðar og Skógarhlíðar á Hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir
kærleiksríka og góða umönnun.
Helga Eyjólfsdóttir
G. Ómar Pétursson
Jón Pétursson
og fjölskyldur
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
STEINGRÍMUR S. JÓNSSON
rafmagnsverkfræðingur,
andaðist miðvikudagskvöldið 12. janúar.
Jón Hilmar Stefánsson Elísabet Bjarnadóttir
Bjarni Hilmar Jónsson
Stefán Hrafn Jónsson
Bróðir okkar og frændi,
ÁSKELL JÓNASSON,
Þverá,
Laxárdal,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 11. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalbjörg Jónasdóttir
Snorri Jónasson
Okkar yndislega móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
prentsmiður,
Austurhlíð 10, Reykjavík,
andaðist á aðfangadagsmorgun,
24. desember, og verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 21. janúar klukkan 13. Gestir eru beðnir að framvísa
neikvæðu hraðprófi sem ekki er eldra en 48 klst. Streymt verður
frá athöfninni á: https://youtu.be/ycg3nurfFsk
Lilja D. Alfreðsdóttir Magnús Ó. Hafsteinsson
Linda R. Alfreðsdóttir Guðný G. Gunnars- Lindud.
Eysteinn A. Magnússon Signý St. Magnúsdóttir
Páll Kristjánsson Kristjana Kristjánsdóttir
Bjarni Kristjánsson Gunnar Kristjánsson
Anna K. Kristjánsdóttir