Morgunblaðið - 14.01.2022, Page 20

Morgunblaðið - 14.01.2022, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 ✝ Lilja Gróa Kristjánsdóttir fæddist þann 10. febrúar 1928 á æskuheimili sínu að Njálsgötu 27b í Reykjavík. Hún andaðist á Eir hjúkrunarheimili í Reykjavík 27. des- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. 1885, d. 1955, og Kristján Jóhannesson, skósmiður á Njálsgötunni, f. 1878, d. 1967. Lilja var yngst systkina sinna sem öll eru látin. Þau voru: Guðlaug Katrín, f. 1909, d. 1982, Ólöf Jóhanna, f. 1912, d. 1989, Gunnar, f. 1913, d. 1986, og Sigrún, f. 1916, d. 1991. Hálfbróðir Lilju, sammæðra, var Óskar Þorgils Jónsson, f. 1900, d. 1917. Lilja giftist árið 1949 Þor- steini Ingimari Stefánssyni, f. 21. júní 1921, d. 4. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Arnfríður Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir, f. 1878, d. 1959, og Stefán Jón Sigurjónsson, bóndi að Skugga- Björgvinsdóttur. Dætur þeirra eru Hafdís Jóna, Helena Dröfn og Lilja María. Afkomendur Þorsteins og Lilju auk barna þeirra eru alls 36, þ.e. barnabörn 12, barna- barnabörn 22 og barnabarna- barnabörn tvö. Lilja starfaði við versl- unarstörf á yngri árum og stundaði auk hefðbundinnar skólagöngu, píanónám. Hún lék oft á píanóið sér til ánægju. Hús- móðurstörfin voru henni hug- leikin og þegar um hægðist í því hlutverki vann hún við ræst- ingar og harðfiskvinnslu. Á fyrstu búskaparárunum, sam- hliða öðrum störfum, unnu Lilja og Þorsteinn við framleiðslu lampaskerma heima hjá sér á kvöldin sem reyndist þeim drjúg tekjulind. Lilja fékkst mikið við handa- vinnu og var mjög fjölhæf og ið- in í þeim efnum. Hún stundaði einnig stangveiði með Þorsteini þegar færi gafst. Útför Lilju fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 14. janúar 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Kirkjugestir eru vinsamlega beðnir um að framvísa nei- kvæðu Covid-19-hraðprófi sem er innan við 48 tíma gamalt. Streymt verður frá útförinni á: https://beint.is/streymi/liljak https://www.mbl.is/andlat björgum í Deild- ardal í Skagafirði, f. 1874, d. 1970. Lilja og Þor- steinn hófu sinn bú- skap í Barmahlíð 52 í Reykjavík. Árið 1953 fluttu þau í Langagerði 46 sem þau byggðu af mik- illi útsjónarsemi og elju. Þar bjuggu þau í 58 ár. Börn Lilju og Þorsteins eru: 1) Kristján, f. 10. febrúar 1950, í sambúð með Kristínu Jónsdóttur Njarðvík. Börn Kristjáns og fyrrverandi eig- inkonu, Helgu Kristjánsdóttur, eru Vilhjálmur, Lilja og Helgi. 2) Guðrún Ingibjörg, f. 1. apr- íl 1954. Eiginmaður hennar var Viktor Daði Bóasson sem lést árið 2012. Börn þeirra eru Að- alheiður Eva, Þorsteinn Viðar og Elvar Örn. 3) Sigrún Erla, f. 12. febrúar 1959, gift Kjartani Blöndahl Magnússyni. Börn þeirra eru Magnús, Fanney og Íris. 4) Stefán, f. 13. júní 1963, kvæntur Sigríði Steinunni Mig langar að skrifa nokkur orð um yndislega tengdamóður mína Lilju Gróu Kristjánsdótt- ur. Hún var stór partur af lífi mínu í vel yfir fjörutíu ár eða frá því að við Stebbi minn kynntumst sextán ára gömul, urðum kærustupar og síðar hjón. Hugurinn reikar til ársins 1980, undirrituð var nýlega komin með bílpróf og var á leið- inni í helgarferð í Ölfusborgir á stórum Ford-jeppa sem pabbi minn lánaði mér og vinirnir voru pikkaðir upp í bílinn hver á fæt- ur öðrum. Þegar stoppað var í Langagerðinu til að pikka Stebba upp þá sagði Lilja: „Ekki ætlar þessi litla stelpa að keyra ykkur austur!“ Rúmum tveimur árum síðar var ég flutt inn í risið hjá tengdaforeldrum mínum þar sem við Stebbi hófum okkar sambúð og áttum von á frum- burðinum okkar. Þar bjuggum við í rúm tvö ár og þar leið okk- ur vel í góðu sambýli við þau Lilju og Þorstein. Við hjónin ásamt dætrum okkar áttum margar góðar stundir með tengdaforeldrum mínum, ferðuðumst mikið með þeim um landið okkar og veiði- ferðirnar voru ófáar sem farnar voru ýmist norður í Skagafjörð eða á aðrar veiðislóðir. Tengdamamma var jákvæð og þakklát kona, hún var alltaf til í að koma með okkur hvert sem við fórum og var alltaf tilbúin á núll-einni. Jafnvel þeg- ar við hjónin fengum þá hug- dettu að skreppa til Portúgals eitt árið með tveggja daga fyr- irvara og buðum henni að koma með þá var hún sko til og fór með okkur, þar áttum við ynd- islegar stundir. Hún var mikil handverks- kona, hafði gaman af allri handavinnu og skar út marga fallega muni í tré. Stebbi minn er yngsta barn foreldra sinna og áttu þau mæðgin einstakt samband svo aðdáun vakti og var yndislegt að fylgjast með. Lilja var myndarleg og góð húsmóðir, yndisleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma sem fylgdist vel með öllu sínu fólki og var mjög áhugasöm um að vita hvar hver var og hvað fólkið hennar var að bardúsa. Þegar barna- börnin voru erlendis í námi eða starfi hvert á fætur öðru var það hennar heitasta ósk að þau skil- uðu sér heim aftur fyrr en seinna. Þegar síðustu ungarnir fluttu svo búferlum heim til Ís- lands síðasta sumar var mín heldur betur ánægð að vita af öllum sínum í heimalandinu. Tengdamamma var hálfgerð fréttamiðstöð fyrir fólkið sitt, hún fylgdist vel með því sem var í gangi hverju sinni og það var alltaf fróðlegt að koma til henn- ar í heimsókn og fá fréttir af öðrum fjölskyldumeðlimum. Í byrjun árs 2020 flutti Lilja á Eir hjúkrunarheimili og bjó þar til hinstu stundar. Þar naut hún umönnunar, nærgætni og hlýju starfsfólksins sem þar starfar og á þakkir fjölskyld- unnar fyrir sitt óeigingjarna starf. Að lokum þakka ég tengda- móður minni alla þá hlýju og stuðning sem hún hefur sýnt mér í gegnum tíðina og bið þess að hún sé nú komin í faðm Þor- steins síns og þeirra sem á und- an eru gengnir. Hún á alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Sigríður St. Björgvinsdóttir. Með virðingu og þakklæti minnist ég tengdamóður minnar Lilju Gróu Kristjánsdóttur. Við hittumst fyrst á Þorláks- messu fyrir sextán árum þegar hún bauð mér í árlegt skötuboð barna og tengdabarna. Lilja tók á móti mér með opinn faðminn, fagnaði þessari nýju konu í lífi Kristjáns og þar með var ég komin í hópinn hennar sem hún fylgdist með, hvatti, samgladdist og sýndi stuðning, allt eftir því hvernig gaf í lífsins ólgusjó. Lilja fylgdist vel með sínum börnum og þeirra fjölskyldum alla daga enda undi hún sér hvergi betur en í fjölskyldu- faðminum. Lilja hafði einstakt og rómað vit á verklegum framkvæmdum, sér í lagi smíðum, utanhúss og innan. Kristján, sem er iðinn við smíðar og viðhald fyrir heimilið okkar, bústaðinn og skíðaskál- ann, greindi henni iðulega frá því sem stæði til og því sem hann var að framkvæma. Lilja sýndi þessu bardúsi öllu ótrúleg- an áhuga og hringdi síðan dag- inn eftir til að athuga hvernig hann hefði leyst úr þeim vanda sem rætt hafði verið um. Fólk sem ástundar sjálfsrækt leggur ríka áherslu á þakklætið en það eykur lífsgleði, bætir heilsu, svefn og svo margt fleira. Lilju var þakklætið í blóð borið og ástundaði það ríkulega enda af þeirri kynslóð sem veit að ekkert er sjálfgefið. Allar sam- verustundir og allt sem hún naut þakkaði hún fyrir af fyllstu einlægni. Henni varð tíðrætt um umhyggjusemi starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Eir og lýsti þakklæti í þeirra garð sem fjöl- skyldan tekur heilshugar undir. Síðustu samskipti við Lilju voru á Þorláksmessu en þá af- þakkaði hún skötu. Það var tákn um að komið væri að leiðarlok- um eftir langa og farsæla ævi. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku Lilja. Kristín Jónsdóttir Njarðvík. Ég er skírð í höfuðið á elsku ömmu minni sem lést í faðmi fjölskyldu sinnar á þriðja degi jóla. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki heimsótt ömmu lengur, hringt í hana eða notið annarra samverustunda. Ég á ekkert nema yndislegar minningar um ömmu mína. Amma var alveg sérstaklega áhugasöm um hvernig allir í fjölskyldunni hennar höfðu það og hvað hver og einn var að fást við. Amma var mikil félagsvera og var alltaf til í að taka þátt í ævintýrum með sínu fólki. Gam- an var að koma í heimsóknir í Langagerðið til ömmu Lilju og Þorsteins afa. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar amma lék á píanóið, sýndi mér allan saumaskapinn svo sem kjóla og útsaum ásamt mörgum fallega útskornum munum. Ekki var síðra þegar amma hringdi og hóf samtalið á því að spyrja: „Ert þetta þú kjúklingurinn minn?“ Amma hafði mjög góða nærveru og var þægileg í sam- skiptum. Það var mikill missir fyrir ömmu þegar afi féll frá. Þau voru samrýnd hjón, enda gift í tæp sextíu og átta ár. En núna hafa þau hist á nýjan leik, halda áfram að rækta garðinn, sinna handavinnu og fara saman í veiðitúra. Minning mín um góða ömmu gleymist ei og hvíli hún í friði. Lilja Kristjánsdóttir. Lilja Gróa Kristjánsdóttir ✝ Unnur Daníels- dóttir fæddist í Reykjavík 19. mars 1947. Hún lést á heimili sínu í Mörkinni, Suður- landsbraut 66, 3. janúar 2022. Foreldrar henn- ar voru Daníel Ell- ert Pétursson, f. 13.6. 1900, d. 14.6. 1977 og Guðlaug Jónína Jóhannesdóttir, f. 18.3. 1910, d. 31.5. 1969. Systkini Unnar: 1) Einar, f. 6.9. 1927, d. 8.5. 2001, 2) Vigdís, f. 15.2. 1935, d. 4.5. 2013, 3) Málfríður Agnes, f. 25.11. 1936, d. 3.2. 2006, 4) Pétur Jóhannes, f. Gyðríður Guðrún Jónsdóttir, f. 22.7. 1922, d. 3.7. 1991. Síðari eiginmaður Gyðríðar var Óskar Júníusson, f. 12.9. 1922, d. 10.8. 2001. Seinni eiginmaður Unn- ar, Guðjón Hilmar Jónasson, f. 26.6. 1950, d. 2.3. 2016 Börn Unnar og Gunnars eru: 1) Jónína Unnur, f. 26.2. 1969, maki Jóhann Helgi Þráinsson. Börn Jóhanns eru: Íris Úlfrún, Elín Helena og Sigurþór. 2) Sóley Björg, f. 27.10. 1971, maki Kristján Hallur Leifsson. Börn: a) Guðjón Örn Hall- dórsson, f. 15.12. 1994, maki Jessica Thorn, b) Arnhildur Unnur, f. 3.3. 2002, c) Rann- veig Ísey, f. 21.2. 2005, d) Kristján Gunnar, f. 5.3. 2012. 3) Gunnar Vigfús, f. 27.11. 1972, maki Íris Palmqvist Svendsen. Útför Unnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 14. jan- úar 2022, kl. 15. Streymt verður frá athöfn: https://www.mbl.is/andlat 16.9. 1938, d. 26.5. 1979, 5) Jónína Helga, f. 3.9. 1940, d. 29.11. 2012, 6) Örn Sævar, f. 27.11. 1942, 7) Friðgerður Bára, f. 27.11. 1942, d. 23.11. 2006, 8) Gunnlaugur Guð- mundur, f. 15.8. 1945, d. 30.11. 1998, 9) Freyja Kolbrún, f. 14.9. 1948. Unnur giftist 26.11. 1971 Gunnari Vigfúsi Guðjónssyni sjómanni, f. 22.6. 1949, d. 1.2. 1973. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Björgvin Ólason, f. 26.4. 1921, d. 26.1. 1962 og Þegar sjúkdómsþrautir þjaka þá er gott að sofna rótt. Erfitt þeim sem eftir vaka Er að bjóða góða nótt. Elsku mamma, sárt er að kveðja þig svona allt of fljótt en þú hefur nú aldeilis þurft að hafa fyrir þessu lífi. Við byrj- uðum okkar feril á mjög erfiðan hátt, þú lentir í bílslysi þar sem þú kastaðist út úr bifreiðinni kasólétt að mér og var þér ekki hugað líf en þú stóðst þig eins og hetja eins og sögur segja. Varst búin að vera meðvitund- arlaus í heila viku áður en ég kom í heiminn og það þótti nú aldeilis kraftaverk á þeim tíma. Við brögguðumst vel, þú í þessu nýja hlutverki, orðin mamma án þess þó að hafa munað eftir meðgöngunni. Eftir þetta eign- uðust þú og pabbi systkin mín tvö og voruð þið pabbi að koma ykkur fyrir í Kópavoginum á æskuheimili okkar þegar annað áfallið dundi á, pabbi fórst í sjó- slysi 1. febrúar 1973 og þú orðin ekkja og með þrjú ung börn á aldrinum fjögurra ára, eins árs og tveggja mánaða, eingöngu 26 ára gömul. En elsku mamma, vá hvað þú stóðst þig eins og hetja í þessu verkefni þínu, ég fæ aldrei þakkað þér nógsamlega fyrir hvað þú hélst vel utan um okkur systkinin í þessu öllu saman, þú áttir einnig góða og samheldna fjölskyldu sem hjálp- aði þér í þessu. Minnist einnig góðu og skemmtilegu ferðalaganna okk- ar um landið og erlendis, það var gaman að fara með þér til Englands að skoða þar sem þú hafðir verið au pair, man bara hvað mér þótti það merkilegt að mamma mín hefði verið au pair- stúlka. Þú varst einnig dugleg að ferðast til mín þegar ég bjó í Englandi og fyrir það er ég þakklát. Það var alveg sama hvað kom upp á, aldrei kvartaðir þú, elsku mamma, hvort sem þú fékkst blóðtappa í lungað, sem betur fer ekki skaðlegan, og svo kom hjartaáfallið og svo að endingu lungnakrabbinn en þú hélst ótrauð áfram alveg sama hvað; svarið frá þér var bara: svona er þetta bara, elskan, og hélst áfram (held barasta að þú hafir átt níu líf eins og kötturinn, elsku mamma). En svo kom að því að þú þurftir að flytja af heimili þínu í Sunnuhlíð vegna heilsubrests þar sem þú hafðir átt heimili síðan árið 2007 en við vorum heppin að þú komst að á hjúkr- unarheimilinu Mörkinni 2020 og hvað við vorum þakklát fyrir þegar mátti fara að heimsækja þig aftur eftir Covid-lokanir. Ég á eftir að sakna þess, elsku mamma, að koma að spila við þig á leiðinni heim eða bara að kíkja á kaffihúsið og fá okkur smá sykurlaust með kaffinu. Við systkinin munum halda utan um hvert annað og rifja upp gamlar og góðar sögur og deila með barnabörnum þínum, einnig taka í nokkur spil fyrir þig, en þangað til næst, elsku mamma: Nattý nattý. Þín dóttir, Jónína Unnur. Elsku mamma mín ég vona að þú sért komin í draumalandið umvafin fólkinu þínu,og að þú sért núna orðin heilbrigð. Þið eruð vonandi líka að taka í spil því þér þótti það svo gam- an. Takk enn og aftur fyrir mig og mína, þú vildir allt fyrir okk- ur gera, svo hittumst við glaðar þegar minn tími kemur. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi) Þín Sóley. Þekktirðu hana móður mína? Þá ertu heppinn. Hún var góð kona sem vildi öllum vel. Auðvit- að er þetta séð með augum son- ar hennar. En mamma hafði þá mannkosti að hún vildi að fólki liði vel, var mjög hjálpsöm alveg fram undir það síðasta. Og það var hún jafnvel þegar hún sjálf var ekki upp á sitt besta. En allavega, hún var með gott hjarta. En mamma var líka skert. Hún lenti í alvarlegu slysi. Og þegar hún var rétt yfir tvítugt, nýorðin móðir, missti hún móður sína. Þremur árum síðar missti hún eiginmann sinn sem var á 24. aldursári. Ein, óvinnufær vegna örorku og með þrjú börn gafst hún samt ekki upp. Mamma átti líka fjársjóð. Hún átti systkini og það níu talsins! Þau gerðu líf okkar fjöl- skyldunnar á svo margan hátt auðveldara og litríkara. Föður- amma mín, hún Gyðríður, og hennar maður og dætur voru líka fús að hlaupa undir bagga ásamt öðrum ættingjum og það hjálpaði líka til. Eftir langvarandi veikindi sem hrjáðu mömmu stærstan hluta ævi hennar fékk hún loks- ins hvíld. Lokabarátta hennar stóð stutt yfir. Við fjölskyldan fengum að kveðja hana og þá hugsaði ég bæði hve hvíldin var orðin langþráð og að dauðinn er mikill óvinur. 1. Korintubréf 15:26: „Dauðinn er síðasti óvin- urinn sem verður að engu gerð- ur.“ Ég þrái að sjá mömmu eins og hún á að sér að vera og það er von mín. Og ég veit að ég get treyst því þó að ekkert okkar hafi upplifað það enn. Jóhannes 15:28: „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur þegar allir þeir sem í gröfunum eru munu heyra raust hans og ganga fram.“ Þá verður yndislegt að fá að kynnast mömmu minni. Gunnar Vigfús Gunnarsson. Unnur var góð tengda- mamma, alltaf til í hluti – fara í bíltúr, heimsækja vini og vanda- menn, fara á kaffihús saman, í göngutúra. Hún sagði oft þegar við fórum í bíltúr og vorum á leiðinni heim: Eigum við ekki að fá okkur bita? Mér er líka minn- isstætt þegar við fórum í búðir saman. Hún þvertók fyrir að máta, sama hvað ég reyndi að fá hana til þess (sjálfri finnst mér agalega leiðinlegt að skila föt- um, sérstaklega ef maður mát- aði þau ekki). Ég var kannski aðeins of mikið að reyna að stýra henni því þarna lítur þessi annars ljúfa kona ákveðið á mig og segir skýrt: Ég vil ekki máta! Svo var það þegar við sátum úti að kvöldlagi hjá foreldrum mínum síðasta vor og okkur fannst endilega að henni hlyti að vera kalt enda sólin sest og lopapeysurnar komnar fram. Nei, nei, það var ekki að ræða það, engin þörf á teppi. Hún var bara hæstánægð. Maður vildi einhvern veginn alltaf að henni liði vel og fannst það vera á manns ábyrgð að hún myndi ekki forkelast og þess háttar. En samband okkar var hlýlegt og mér þótti svo innilega vænt um hana og þykir enn og hlakka til að hitta hana aftur. Þá verður sorgin horfin og tími til að búa til nýjar minningar með elsku Unni. Íris Palmqvist. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku amma okkar, þín barnabörn, Guðjón Örn, Arnhildur Unnur, Rannveig Ísey og Kristján Gunnar. Unnur Daníelsdóttir HINSTA KVEÐJA Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Þinn tengdasonur, Jóhann Helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.