Morgunblaðið - 14.01.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 14.01.2022, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 Raðauglýsingar Tilboð/útboð Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar 10.000 tonna eldi á laxi í Seyðisfirði á vegum Fiskeldis Austfjarða Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Fiskeldis Austfjarða hf. er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is Félagsstarf eldri borgara Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Lista- smiðja kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Allt hópastarf og viðburðir falla niður tímabundið. Nú er hægt að skrá sig í hreyfingu á vegum FEBG og tómstundanámskeið á vegum Jónshúss. Skráning fer fram á vef: sportabler.com/shop/gardabaer Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10.30. Bridge kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30, panta fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9.45 í Borgum, Pílukast í Borgum kl. 9.30. Gönghópur Korpúlfa leggur af stað kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. Hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30, hámark 20 manns í hverju rými.Tréútskurður í umsjón Davíðs á Korpúlfsstöðum kl. 13. Virðum sóttvarnir og förum varlega við gerum þetta saman. Kaffihúsið opið kl. 14.30-15.30 í Borgum. Hjartanlega velkomin. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna á Skólabraut frá kl. 9. Vegna aðstæðna og tilmæla yfirvalda þurfum við að fara varlega og því fellur söngstundin góða niður í dag. Förum gætilega inn í helgina, pössum upp á sóttvarnir og grímuskyldu þar sem þð á við. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á potta Eigum til lok á flest alla potta á lager. Td. stærðir 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, kringlótt lok og átthyrnt lok. HEITIRPOTTAR.IS Sími 777 2000 ✝ Hákon Heimir Kristjónsson fæddist í Reykjavík 20. desember 1928. Hann lést á Hrafn- istu Laugarási 7. janúar 2022. Foreldrar hans voru Kristín Mar- grét Jósefína Björn- son frá Gauksmýri í Línakradal V- Húnavatnssýslu, húsmóðir og skáld, f. 16.4. 1901, d. 9.10. 1997 og Kristjón Ágúst Þorvarðarson frá Leikskálum í Haukadal í Dalasýslu, f. 16.8. 1885, d. 13.7. 1962, síðast starfs- maður hjá Rafveitu Reykjavíkur. Æskuheimili Hákonar Heimis var á Hverfisgötu 16a í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1952 og útskrifaðist sem cand. juris frá Háskóla Íslands árið 1959. Meðfram námi vann hann við brúarsmíðar, byggingu Þjóð- leikhússins, rak sendibíl og hús- gagnaverslun og starfaði við launabókhald hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Að námi loknu var hann fulltrúi hjá borgarfógeta í Reykjavík og síðar fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík. Hákon Heimir öðlaðist réttindi héraðsdómslögmanns árið 1962. Árin 1965-1979 rak hann eigin lögmannsstofu í Reykjavík og hóf síðar störf sem Maki Guðmundur Elías Pálsson, málarameistari og íþróttakenn- ari, f. 24.3. 1952, d. 13.1. 1998. Þeirra börn eru: a) Páll Liljar verkfræðingur, f. 1973. Maki Guðný Þorsteinsdóttir fast- eignasali, f. 1973. Börn Páls og Gígju Þórðardóttur, fv. maka hans, eru Sölvi, f. 1996, Lára, f. 2002 og Laufey, f. 2004. Börn Guðnýjar eru Rúnar Steinn, f. 1994, Kolbrún María, f. 2000 og Þorsteinn, f. 2010. b) Ólafur Heimir viðskiptafræðingur, f. 1976. Maki Ingibjörg Gunn- arsdóttir, prófessor í næring- arfræði, f. 1974. Þeirra synir eru Elías Rafn, f. 2000, Gunnar Heimir, f. 2002 og Björgvin Ingi, f. 2004. c) Erla Rún sérfræð- ingur, f. 1989. Maki Auðun Ingi Ásgeirsson flugvirki, f. 1990. Þeirra dóttir er Elísa Hanna, f. 2020. 2) Hulda Margrét Há- konardóttir myndlistarkona, f. 4.7. 1956. Maki Jón Óskar Haf- steinsson myndlistarmaður, f. 22.10. 1954. Þeirra sonur er Burkni J. Óskarsson, f. 1974. Maki Birna María G. Baarre- gaard, f. 1978. Þeirra synir eru Andrés Uggi, f. 1996, Björg- úlfur, f. 2003, og Baldur Björn, f. 2008. Hákon Heimir verður jarð- sunginn frá Lindakirkju í dag, 14. janúar 2022, klukkan 11. Í samræmi við gildandi sam- komutakmarkanir eru gestir beðnir að framvísa neikvæðu hraðprófi eða vottorði um ný- lega covid-sýkingu. Streymt verður frá athöfn- inni: www.lindakirkja.is/utfarir lögmaður hjá Sam- bandi almennra líf- eyrissjóða þar til hann fór á eft- irlaun. Hann var trúnaðarmaður sænska trygginga- félagsins Ansvars og endurskoðandi Tryggingafélagsins Ábyrgðar. Hákon Heimir var alla tíð bindind- ismaður og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum tengdum Góð- templarareglunni. Sat í stjórnum Bindindisfélags ökumanna, Ská- latúnsheimilisins og Trygginga- félagsins Ábyrgðar. Hann var mjög tónelskur og spilaði á pí- anó. Hann hóf nám í harmoniku- leik árið 1988 og gekk jafnframt í Harmonikufélag Reykjavíkur og spilaði í hljómsveitum félags- ins. Hákon Heimir kvæntist 16.8. 1952 Ólöfu Sigurjónsdóttur, skrifstofukonu og húsmóður, f. 4.2. 1931. Foreldrar Ólafar voru Guðrún Jónsdóttir frá Seljavöll- um undir A-Eyjafjöllum, hús- móðir, f. 16.5. 1893, d. 11.3 1987 og Sigurjón Jónsson frá Tjörn- um undir V-Eyjafjöllum, úrsmið- ur, f. 29.1. 1897, d. 22.9. 1969. Ólöf og Hákon Heimir eign- uðust tvær dætur: 1) Sigrún Erla Hákonardóttir tónlistarkennari, f. 27.5. 1954. Elsku afi, þær eru svo ótal- margar minningarnar sem ég á með þér, hver annarri dýrmætari. Minningar um ferðalög hingað og þangað um landið. Um bílferðirn- ar með þér og ömmu, þar sem þú sagðir mér frá örnefnum alls þess sem á vegi okkar varð, kenndir mér vísur og fræddir mig um Ís- lendingasögurnar. Minningar frá Mosgerði, þar sem þú kenndir mér að smíða og leyfðir mér að spreyta mig með hin ýmsu verk- færi. Þar sem við þræddum stíg- ana í skóginum og gáfum fuglun- um að borða, milli þess sem við lögðum okkur í hengirúmunum. Minningar frá Hverfisgötunni, þar sem ég fékk að gista í stof- unni, njóta þess að horfa á þig spila á harmonikkuna og fá pönnukökur á Gráa kettinum í morgunmat. Frá Lækjasmáran- um, þar sem þú sagðir mér frá og hlóst að öllu því skrýtna sem var í gangi í heiminum. Þar sem þú baðst mig aftur og aftur að syngja með þér lögin sem þú hafðir verið að rifja upp á píanóið og þar sem ég kynnti þig fyrir Auðuni og El- ísu Hönnu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir allar þessar minningar og fyrir allt það sem þú kenndir mér. Ég sakna þín sárt en gleðst yfir lífs- hlaupi þínu og þakka fyrir að hafa átt hlut í síðasta þriðjungi þess. Ást á tónlist áttum við alltaf sam- eiginlega og þegar þú varðst 90 ára samdi ég texta við lagiðWh- ispering sem ég hafði heyrt þig spila svo oft. Mér finnst eitt erind- anna eiga vel við þessa hinstu kveðju: Hákon hann heitir, afi Heimir og einkar ljúfan mann hann geymir. Gleður og fræðir frændmenn sína, fólki þykir vænt um hann. Góða ferð elsku afi, Erla Rún. Það fækkar í úrvalsliðinu, enn ein fyrirmyndin kveður. Skarpur, hnyttinn og vel máli farinn var hann tengdaafi. Staðfastur og rök- vís. Fróður um svo margt og minnugur. Hjartahlýr og traustur vinur okkar. Skemmtilegur sögu- maður og alvörutónskáld. Harm- onikkuspilari og píanósnillingur. Afi Heimir var svo margt og e.t.v. hafði hann valið gaumgæfi- lega þær innborganir í lífsins banka sem hann uppskar á efri ár- um. Alltaf léttur á fæti, standandi á haus inni í stofu og skoppandi á milli húsa á æskuslóðum í 101 Reykjavík eins og lítill kátur skólastrákur. Afabörnin og lang- afabörnin nutu þessara eiginleika, stutt í glens og grín, tónlist og söng sem tónaði svo skemmtilega við rólegheitin í ömmu Ólu, sem sat á sínum stað við hannyrðir og hugarleikfimi. Heimilið notalegt, hreiðrið þeirra hjóna sem öllum leið svo vel á og sumarparadísin í Mosgerði sem geymir ófá bernskubrek afkomenda. Ég er þakklát fyrir allar dýr- mætu samverustundirnar, ósér- hlífni í garð fjölskyldunnar og fal- lega vináttu í rúman aldarfjórðung. Áfram sækjum við í rólegheitin og notalega nærveru ömmu Ólu og hugsum til afa Heimis með gleði í hjarta. Birna María Gunnarsdóttir Baarregaard. Heimir langafi minn var alltaf hress, jákvæður og glaður. Hann spilaði fyrir mig á munnhörpu, pí- anó og harmoniku. Heimir langafi leyfði mér að prófa öll hljóðfærin sín og sýndi mér hvernig þau virk- uðu. Alltaf þegar ég kom í heim- sókn var hann glaður að sjá mig og fannst gaman að tala við mig. Hann kallaði mig alltaf frænda. Við afi vorum svolítið líkir og vor- um mjög góðir vinir. Ég á eftir að sakna hans. Baldur Björn Burknason. Alltaf var létt yfir þér afi, grín- aðist mikið, sennilega einn mesti grínari sem ég hef kynnst. Þú sást spaugilegu hliðina á hlutum, at- burðum og lífinu almennt. Það voru forréttindi að eiga þig fyrir afa, alltaf að sinna mér, Óla og Palla. Sundferðirnar, alltaf að fara með okkur í sund, söngst fyrir okkur, svo með okkur „Sortanum birta bregður frí …“. Oft þegar ég fer í Laugardalslaugina þá heyri ég lagið í hausnum, góðar minn- ingar. Mosgerði breyttuð þið amma í ævintýraheim, með öllum stígunum og sögunum um hvað maður ætti að forðast. Ég komst svo seinna að því að það bjó eng- inn þar, heldur voru þetta líkleg- ast gjóturnar í landinu. Ekta þú, passa upp á okkur með ævintýr- um. Sunnudagsbíltúrarnir á Selja- velli og um land allt, þú elskaðir að keyra og sögurnar sem þú sagðir okkur í bílferðunum. Forréttindi. Ráðin þín sem ég varðveiti, þú gast séð jákvæðar hliðar á öllu, vitnaðir oftar en ekki í Hávamál og sagðir svo að lokum: „Hlutirnir hafa tilhneigingu til að leysast.“ Ég sakna þess að geta ekki spjall- að við þig meira afi og mun aldrei gleyma ráðunum þínum og þeim samtölum sem við áttum. Burkni. Í dag kveð ég kæran vin, Há- kon Heimi Kristjónsson, eftir löng og náin kynni. Fyrir um 84 árum kynntumst við Kristján, tvíburabróðir minn, þá nýfluttir á Hverfisgötu 40 í Reykjavík, dreng á okkar reki, sem bjó á Hverfisgötu 16a. Varð okkur þegar vel til vina, en engan okkar grunaði að þau vináttubönd sem þá voru hnýtt myndu endast til æviloka. Margar minningar æskuár- anna tengjast þessum vini okkar, sem í okkar hópi var alltaf kall- aður Heimir. Athafnasemi, sem okkur var í blóð borin, fólst m.a. í því að veiða dúfur sem við lokk- uðum inn í anddyrið heima hjá Heimi og seldum síðan eða gáfum eftir því sem við átti. Steyptum einnig tindáta sem við lékum okk- ur að. Þá aðstoðuðum við breska hernámsliðið í nokkra daga við að koma vistum og búnaði fyrir í ófullgerðu Þjóðleikhúsi handan við götuna og þáðum súkkulaði að launum. Síðan var okkur sagt upp og svæðið girt af. Árin liðu og fórum við hver sína leið til mennta, en alltaf var vin- áttan hin sama. Við Geirþrúður giftum okkur sama ár og Heimir og Ólöf, eignuðumst tvær dætur á líku reki og dætur þeirra tvær. Hafa dætur okkar og sum barna- barnanna einnig tengst sterkum vináttuböndum. Samgangur var jafnan mikill, jafnvel þegar um langa leið var að fara. Þau hjónin ásamt dætrum voru tíðir gestir hjá okkur er við bjuggum á Íra- fossi á sjötta og fram á sjöunda áratuginn, og við lögðum oft leið okkar til Keflavíkur og síðan til Reykjavíkur eftir að þau fluttu þangað. Saman keyptum við, ásamt fleirum, sumarbústað í Ölveri og eyddum þar mörgum yndislegum stundum á uppvaxtarárum dætr- anna. Fórum í ógleymanleg ferða- lög og útilegur. Einnig hélt vina- hópurinn í mörg ár upp á áramótin saman með annál, söng og skemmtiatriðum. Í fjölda ára hittust eiginkonur okkar reglu- lega í saumaklúbbi. Við Heimir nýttum tímann vel á meðan, fór- um í bíó, horfðum á sjónvarp eða sátum að spjalli. Skemmtum okk- ur alltaf vel í félagsskap hvor ann- ars, enda aldrei orðið sundurorða öll þessi ár. Um árabil dönsuðum við í hjónaklúbbnum Laufinu og spilakvöldin voru ófá. Heimir var miklum mannkost- um búinn, hlýr, nærgætinn, með létta lund, ræðinn og ráðhollur. Einlægur vinur sem ekki mátti vamm sitt vita. Einnig margfróð- ur og næmur á hið skoplega í til- verunni. Helsta áhugamál Heimis var tónlistin. Hann var góður pí- anóleikari, lék allt eftir eyranu og sat löngum stundum við píanóið. Hann spilaði einnig á gítar og lærði á harmonikku á efri árum. Nýtti hann þessa hæfileika t.d. til að leika fyrir vistmenn á dvalar- heimilum aldraðra. Þegar þau hjónin voru sjálf komin inn á Hrafnistu var það hans helsta ánægja að spila fyrir sig og aðra. Á seinni árum, er við vorum að- eins tveir eftir af gamla vinahópn- um, brugðum við Geirþrúður okk- ur nokkuð reglulega með þeim hjónum á kaffihús. Þar var margt skrafað eins og gengur, gamlar minningar dregnar fram og sagð- ar fréttir af dætrunum og afkom- endum þeirra. Elsku Ólöf, við Geirþrúður vottum þér, dætrunum, Sigrúnu og Huldu, og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Farðu sæll kæri vinur! Ólafur Bjarnason. Hákon Heimir vann í mörg ár sem lögfræðingur á vegum SAL, Sambands almennra lífeyrissjóða. Ég minnist hans með mikilli hlýju. Hann vann störf sín bæði með ábyrgð og festu. Sem fram- kvæmdastjóri SAL á þessum tíma er mér þó efst í huga hversu góður félagi hann var. Fyrir góð kynni og samveru vil ég nú minnast hans og veit ég að samstarfsfólk hans hjá SAL er mér sammála. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag“ kvað Tómas Guðmunds- son. Það er margt til í því nú þegar Hákon Heimir hefur ferðbúist og kvatt samferðamenn sína. Lífið heldur áfram en verður ekki eins fjölskrúðugt og áður. Ég votta Ólöfu og fjölskyldu Hákons Heimis samúð mína en minningin um góðan og traustan mann mun lifa. Hrafn Magnússon. Ef aldur er afstætt hugtak þá er aldursbil eitthvað sem ekki er til. Nú þegar við hjónin kveðjum einn okkar besta vin, sem var ein- um 16 árum eldri en við, upplifum við það þannig að Heimir hafi lifað með okkur í núinu og upplifað það eins og við. Það er einstakur hæfi- leiki og í raun Guðs gjöf að geta talað við alla, unga sem aldna, þannig að í samtalinu upplifðir hver og einn að hann sé að tala við jafningja. Þennan eiginleika hafði Heimir í ríkum mæli. Heimir var þannig gerður að hann vildi ekki láta tala mikið um sig, en var tilbú- inn til að tala um aðra og þá ætíð á góðum og jákvæðum nótum, ann- að kunni hann ekki. Þrátt fyrir að vera vitandi um þessi persónuein- kenni Heimis ætla ég að bera á hann lof, vitandi að nú getur hann ekkert um það sagt. Eins og fyrr segir lifði Heimir í núinu. Ef mað- ur færði eitthvað óvænt í tal við hann, hvort við ættum að gera eitthvað eða fara eitthvað, var svarið ætíð: já, því ekki, hvenær? Alltaf til í það óvænta, alltaf fljótur til svars og alltaf dansaði Ólöf með, jafn jákvæð og lifandi. Þess- um stundum lauk oftar en ekki með því að Heimir sagði: „Þakka ykkur fyrir að bjarga deginum!“ Heimir var reyndar merkilega margskiptur persónuleiki. Mikill músíkmaður, listaspilari á píanó, samdi lög, átti lag sem vann til verðlauna í danslagkeppni SKT, mikill listamaður. Listamenn eru oft tilfinningaríkir einstaklingar, það vill fylgja sköpunarþörfinni. Heimir bar ekki tilfinningar sínar á torg, hann var einn jarðbund- nasti einstaklingur sem ég hef kynnst, samt lifði með honum listamaðurinn. Alltaf komu rök með öllu og mikið velti hann fyrir sér hinum ýmsu hlutum tilverunn- ar og leitaði svara við ýmsu sem ef til vill verður aldrei svarað. Það var lögfræðingurinn í honum. Til er máltækið: „Að líða vel í eigin skinni“. Þegar ég velti þessu mál- tæki fyrir mér finnst mér það ná því vel að lýsa manninum Hákoni Heimi. Aldrei öfundaði hann nokkurn mann, talaði aldrei illa til eða um nokkurn mann. Metnaður hans stóð til þess að standa sig vel í því sem hann tók sér fyrir hend- ur, sinna sínum nánustu vel og rækta vini og umhverfi. Hafði ekki hinn minnsta metnað til að elta frægð, frama eða vegtyllur. Metn- aður hans stóð til að uppfylla skyldur hins heilbrigða manns eins og nefnt var hér að framan. Ég ætla nú að láta staðar numið með að ræða kosti Heimis, en af mörgu er enn að taka. Ég held að honum þyki nú nóg komið og ef til vill um of sagt. Ég hlýði því vilja vinar míns og læt hér staðar num- ið, var þó rétt að byrja. Við hjónin höfum áttum vináttu hans og Ólafar í nær 50 ár. Mikið voru þau ólík, en samt alltaf sem eitt, yndislega samhent og falleg hjón. Við sjáum þau fyrir okkur, hún með sitt mjúka bros og jafn- lyndi, alltaf með prjónana í hönd- um skapandi listaverk og hann spilandi á píanóið eða sitjandi í sófanum á móti Ólöfu, horfandi á ástina sína með stolti og væntum- þykju. Við Sólveig eigum þeim mikið að þakka eftir gjöful ár 50 ára vináttu. Við Heimir vorum báðir félagar í Reglu Musteris- riddara. Þar kynntumst við og þar áttum við sameiginlega vegferð. RM Hekla þakkar Heimi frábær störf í 51 ár. Það er vegna manna eins og hans að Regla Musteris- riddara stendur jafnvel að vígi í dag eins og raun ber vitni. Fé- lagar í RM Heklu senda kveðju til mikils metins félaga sem ætíð naut mikillar virðingar. Innilegustu samúðarkveðjur til Ólafar og afkomenda. Það léttir sorgina þegar góður maður kveð- ur sem aðeins skilur eftir sig góð- ar minningar. Sólveig og Sveinn Hlífar. Hákon Heimir Kristjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.